Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 3
Miðvikudagur iö }um i9öb muKbunoLAUfv Xré og runnar frá Sigurbirni fegra nú Miklatún. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Stdr garðyrkjustöð í Fossvogi víkur fyrir nýju íbúðativerfi Sigurbjöin oð BústnSobletti 23 heimsóttur ÞEGAR tekið hefur að vora hefur margur Reykvikingur lagt leið sína suður í Fossvog, til að sækja heim og leita ráða hjá Sigurbirni Björns- syni garðyrkjumanni, sem þar hefur rekið stærstu gróðrastöðina í Reykjavík, að Bústaðabletti 23, undanfar in 19 ár. Blómin, trén og all- ur sá gróður, sem Sigurbjörn hefur látið frá sér á þessum árum er meiri en orð fá lýst, en víst er að hann prýðir nú mikinn fjölda fagurra garða hér i borg og hefur verið Reykvíkingum mikið augna- yndi. Sem afleiðing af hinum öra og mik'a vexti borgar- innar á síðustu árum hefur Fossvogur verið skipulagður sem íbúðarhverfi og verður því gróðrastöðin ásamt öliu öðru í Fossvogi að víkja fyrir háhýsum og öðrum bygging- um sem slíku hverfi fylgja. Þetta er því síðasta vorið, sem Sigurbjörn selur Reyk- víkingum blóm og annan gróð ur í garðana, og mun hann hætta rekstrinum 15. júlí nk. Reykvíkingar og aðrir hafa veitt því eftirtekt sér til ó- blandinnar ánægju, að unnið er af rfiklum krafti við að gróðursetja tré og fagra runna á Miklatúni, hinum nýja listigatði Reykjavíkur. Þessi gróður er allur frá Sig- urbirni í Fossvoginum, verð ugur minnisvarði á komandi árum. Blaðamaður Mbl. brá sér suður í Fossvog í gær og hitti Sigurbjörn að máli. Hann var að afhenda tveim konum nokkrar fallegar trjáplöntur, sem þær ætluðu að setja nið ur í garðinn sinn. „Ég byrjaði með gróðrastöð ina fyrir 19 árum, en ári síð- ar plantaði ég fyrsta trénu. Ég var verkamaður hér áður Hluti af jurta riki Sigurbjörns i Fossvogi. fyrr, en hugurinn stefndi ætíð til landbúnaðar og eftir stríð ið fór ég að sinna þessum hugðarefnum meira“. „Hér er mikið af trjágróðri. Hvað er svæðið stórt, sem þú hefur til umiáða?“ „Já, ég hef alltaf haft mik ið yndi af trjárækt. Svæðið allt er 3,6 hektarar og hér rækta ég allan minn gróður. Ég hef ekki hugmynd um hve margar tegundir það eru, en þær eru nokkuð margar“. „Nú verður starfsemi þín að . víkja fyrir skipulaginu. Ætlarðu að hefjast handa á ný á einhverjum öðrum stað?“ „Já, það er mikill vöxtur í þessari borg. Neei, ég ætla ekki að byrja upp á nýtt. Mað ur er kominn á sjötugs aldur og starfsþrekið orðið minna en áður var. Svo eru líka erfiðleikar á vinnuafli til garðyrkjustarfa". „Þetta heitir Alaskaviðir", segir Sigurbjörn og strýkur yfir fallegan grænan runna, um leið og hann gengur með okkur um jurtaríki sitt. „Nei, plöntunum fylgir enginn illur hugur frá mér, en auðvitað tekur það á að þurfa að yfirgefa ævistarf sitt svona í einum vett- vangi. Ég óska þess eins, að þær megi fegra borgina og veita íbúum hennar ánægju stundir í framtíðinni. Til þess hefur maðiu nú verið að rækta og hlúa að þessu“. Sagt frá þjóöhátíð borgarbúa 17. júní ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND Reykja- vikur boðaði blaðamenn á sinn fund í gær til að skýra þeim frá væntanlegri þjóðhátíð í Reykja- vik 17. júní, en þjóðhátíðarnefnd ina skipa að þessu sinni Val- garð Briem formaður, Aðai- steinn Guðjohnsen, Bragi Krist- jánsson, Böðvar Pétursson, Ein- ar Sæmundsson, Gunnar Eggertsson, Jóhann Möller, Ósk- ar Pétursson og Reynir Sigurðs- son. Ólafur Jónsson, fyrrverandi formaður og Jens Guðbjörnsson létu af störfum í nefndinni, en við tóku í þeirra stað Aðalsteinn Guðjohnsen og Gunnar Eggerts- son, en að öðru leyti er nefndin eins skipuð. Valgarð Briem skýrði frá helztu nýungum og málum í sam bandi við þjóðhátíðina. Þjóð- hátíðarmerki úr málmi eftir upp drætti Þórs Sandholts hefur ver- ið gert, og á því eru flugvélar, skip og bifreiðar, og á það í ár að vera tákn samgangna. Allur ágóði af sölu merkjanna rennar í svonefndan minnisvarðasjóð, en það minnismerki á að reisa í tilefni af 25 ára afmæli endur- reisnar lýðveldis á íslandi eftir 3 ár. Auk þess rennur í þennan sjóð hagnaður af leigu á sölutjöldum á þjóðhátíðinni. Alls munu nú verða um 60 sölutjöld, og það er skýrt fram tekið í leyfinu, hvaða varning má selja í tjöldunum. í þessum minnisvarðasjóði eru nú samtals 1.158.000,— krónur. Það hefur oft verið eftirvænt- ing með það, hver flytti ávarp Fjallkonunnar, en það gerir að þessu sinni Margrét Guðmunds- dóttir, leikkona, en ávarpið er eftir Guðmund Böðvarsson skáid á Kirkjubóli. Þjóðhátíðarnefnd kvað allmik- il brögð hafa verið að því á und- anförnum þjóðhátíðum, að ung börn yrðu viðskila við foreldra sína, jafnvel allt fram undir miðnætti. Foreldrum er í þessu sam- bandi ráðlagt að gefa sig íram í aðsetri _ strætisvagnabílstjóra rétt hjá Útvegsbankanum. Þá er þess að geta, að enda- stöðvar strætisvagna verða færð- ar inneftir Hverfisgötu og Skúla- götu meðan á hátíðarhöldunum stendur í miðborginni. Þjóðhátíðarnefnd gat þess einnig, að hún beindi þeirri hvatningu til borgarbúa, að láta þjóðhátíðina fara vel fram. Nokkuð hefur borið á ölvun undir lok hátíðahaldanna undan farin ár, en vonandi fer slíkt minnkandi, enda ekki annað sæmandi á þessum degi. Helztu liðir hátíðahaldanna eru með líku sniði og undanfar- ið, enda óhægt um vik um breyt ingar. Geta borgarbúar séð öll atriði í auglýsingu nefndarinnar, sem birtast mun 16. júní í dag- biöðunum. Um morguninn verður lagður blómsveigur að leiði Jóns Sig- urðssonar, og lúðrasveitir baina og unglinga leika við elliheimiii borgarinnar. Þá verða skrúð- göngur upp úr hádegi 'frá Mela- skóla, Skólavörðutorgi og Hlemm. Mætast þær við Aust- urvöll, þar sem hátíðin verður sett af formanni nefndarinnar Valgarði Briem, en þá verður guðsþjónusta í Dómkirkjur.ni, og mun séra Þorsteinn Lúter Jótis- son prestur í Vestmannaeyjum prédika. Þá leggur forseti íslands blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, en síðan flytur dr. Bjarni Benediktsson ræðu af svölum Alþingishússins. Ávarp Fjallkonunnar fylgir á eftir og lúðrasveitir leika á milli atriða. Barnaskemmtun hefst á Arn- arhóli kl. 3 og verður þar margt til skemmtunar fyrir börnin, og á eftir verður barnadans í Lækj- Framhald á bls. 25 STAKSIHNAR Nýir straumar í samvinnustaríi f gær skýrði Tíminn frá aðal- fundi Sambands ísl. Samvinnu- ^ félaga í Bifröst og segir þar m.a.: „Á kvöldfundi flutti forstjór- inn, Erlendur Einarsson, erindi, sem hann nefndi nýja strauma í samvinnustarfi og fjallaði eink- um um athuganir, sem fram hafa farið á vegum Alþjóðasambands Samvinnufélaganna á þeim breyt ingum, sem verið er að gera á skipulagi og rekstri kaupfélag- anna í mörgum löndum heims, til þess að mæta nýjum viöhorf- um og vaxandi samkeppni og gera reksturinn hagkvæmari og auka þjónustu". , í ritstjórnargrein blaðsins er hinsvegar fjargviðrast yfir því, * að Morgunblaðið hefur bent á það, að erfileikar samvinnufélag anna stöfuðu m.a. af því að ekki hafa verið gerðar nauðsynlegar skipulagsbreytingar, og raunar er það vitað, að forstjóri SÍS og ýmsir samstarfsmenn hans vilja, að slíkar breytingar verði gerð- ar, en hins vegar stendur Ey- steinn Jónsson og forusta Fram- sóknarflokksins gegn því og krefst þess að Sambandið verði áfram eins og hingað til þjónustu fyrirtæki Framsóknarflokksins, en ekki fólksins, sem er þátt- takendur í Samvinnuhreyfing- unni. Fyrirlestur Erlendar Einarssonar *“ Auðvitað er það góðra gjalda vert, að forstjóri Sambandsins flytur erindi um nýja strauma í samvinnustarfi, þar sem hann fjallar um aðgerðir samvinnufé- laga á erlendri grund til þess að bæta samkeppnisaðstöðu og koma við hagkvæmari rekstri. Af reynslu annarra má vafalaust margt læra, og lítill vafi er á því, að Erlendur Einarsson hafi til- einkað sér þessa þekkingu ein- mitt í þeim tilgangi að koma slíkum skipulagsbreytingum á hér á landi. Gott er, að hann hefur rætt þetta mál á aðalfundi Sambandsins og skýrt sjónar- miðin fyrir fulltrúunum. Væntan lega skilja þeir betur en áður hver þörf er á því að hrinda slikum breytingum í fram- kvæmd hér á landi eins og er- lendis, en auðvitað nægja ekki c orðin ein. Hverjir róða stefnu Sambandsins ? Spurningin er nú um það, hvort Erlendur Einarsson og þeir menn i valdastöðu hjá StS, sem skilja nauðsyn skipulags- breytinganna, fái að ráða, eða hvort hið gamla afturhald Ey- steins Jónssonar fær að ríkja i samvinnufélögunum til óbætan- legs tjóns fyrir meðlimina og raunar þjóðarheildina, því að hagkvæmni í rekstri og skilning ur á breyttum viðhorfum er frumskilyrði þess, að hvert ein-> stakt fyrirtæki geti blómgast og skilað þeim arði, sem bætir ekki einungis hag eiganda og viðskipta manna, heldur þjóðfélagsheild- arinnar. Ekki er Morgunblaðinu kunnugt um efni erindis Erlend ar Einarssonar, en æskilegt væri að það yrði birt, og vonandi verð ur það gert, svo að menn geti kynnt sér hugmyndir hans um það, hvernig hinir nýju straum- ar í samvinnustarfi liggi. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.