Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐID Miðvikudagur 15. Júní 1965 ENDA þótt rithöfundum i Sov étríkjunum sé nokkuð þröng- ur stakkur sniðinn og biaða- útgáfa öll við það miðuð að ala þjóðina upp í kommún- isma, verður því vart neitað að bóka- og blaðaútgáfa er í ýmsu til fyrirmyndar. Bækur eru yfirleitt afar ó- dýrar á okkar mælikvarða og lestraráhugi mikill — sums staðar geta bókaforlög ekki annað nema 70—80% af eftir- spurninni. Er ástæðan sú, að yfirstjórn sovézkrar bókaút- gáfu, sem aðsetur hefur í Moskvu, skammtar hverju ríki ákveðið magn af blaða- og bókapappír og var hvarvetna kvartað um, að skammturinn væri of lítill. Ekki verður á hinn bóginn með nokkurri sanngirni sagt, að bækur séu fallegar útlits — flestar eru heldur ljótar og illa unnar, pappírinn grófur, setning og prentun ekki góð og bókband eftir því, enda var okkur sagt, að bókagerð- armenn, einkum setjarar og prentarar, væru með lægst launuðu vinnustéttum. Beztu bækur eru þó vel í meðallagi, miðað við vestrænan mæli- kvarða, og stöku útgáfur fal- lega skreyttar og frágengnar. Við heimsóttum í Riga rík- isbókaforlagið „Liesma", sem gaf út á síðasta ári 800 bóka- titla í 8 milljón eintökúm, þar af 05% á lettnesku, en 5% á rússnesku. Við sáum þarna nokkur sýnishorn af bóka- gerð „Liesma“ og vöktu þar sérstaka athygli ljóðabækur í smáu broti, 100—150 bls., vel unnar og ljómandi fallegar. í sölu kosta þessar bækur 32 kópeka — rúmlega 15,00 ísl. kr. Þetta verð stendur engan veginn undir kostnaði en mis- munurinn greiðist af hagnaði af sölu skáldsagna, sem eru vinsælasta bókmenntagreinin og kosta yfirleitt á aðra rúblu eintakið. Algengt er að ljóða- bækur séu prentaðar 1 15—16 þús. eintökum en skáldsögur í 30.—100.000 eintökum eftir vinsældum höfundanna. Við sáum þarna einnig safn af Shakespeare þýðingum, hver bók um 600 siður og kost- áði u.þ.b. 1 rúblu. Töluvert er þýtt á lettnesku, bæði úr rússnesku og erlendum mál- um, en skortur á góðum þýð- endum hamlar þeirri starf- semi, að sögn forráðamanna „Liesma." Val bóka til útgáfu hvert ár fer fram með þeim hætti, að allar deildir útgáfufélags- ins, tíu að tölu, senda uppá- stungur til útgáfuráðs. Þar eru þær ræddar og þær tillög- ur, sem til greina koma, send- ar til þeirrar nefndar lett- neska lýðveldisins, sem hef- ur umsjón með bókaútgáfu og er ábyrp gagnvart lett- neska menntamálaráðherran- um. Stundum er ákvörðun þessarar nefndar vísað til bókaútgáfuráðsins í Moskvu, en það er ekki einhlýtt. Auk „Liesrna" hefur Vís- indaakademía Lettlands með höndum útgáfu, einkum vís- indarita — og verið er að koma á laggirnar sérstöku for lagi til útgáfu á kennslubók- um. Svipað kerfi var okkur sagt, að væri í flestum lýð- veldum Sovétríkjanna. svo nokkur dæmi séu nefnd. Jafnframt hefur hann fengizt töluvert við ljóðaþýðingar. Beekman kom til fslands árið 1958 ásamt hóp sovézkra ferðamanna, dvaldist hér í tíu daga og skrifað síðan litla bók um land og þjóð. Bók þessi seldist upp á örfáum dögum og er nú ófáanleg. Beekman hjónin búa í 2ja hæða einbýlishúsi í gróður- sælu umhverfi í útjaðri Tal'l- in. Húsið byggðu þau sjálf að mestu leyti. Það er hlaðið úr hvítum múrsteinum og inn- réttingar og málning bera ljós vitni skandinaviskum áhrif- um, létt yfir öllu, hreinlegt og skemmtilegt, en þó tæpast nokkúð umfram það, sem ger- ist á flestum íslenzkum heim- ilum, þar sem ungt og smekk- legt fólk hefur farið um hönd- um. Leiðsögumanni okkar fannst mikið til um ríkidæmi rithöfundarins og sagði, að þar væri allt langt fyrir ofan það, sem almennt tíðkaðist í Sovét- ríkjunum. Hjá Beekman hittum við einnig ritstjóra bókmennta- tímarits, sem kallast „Loom- ing“. Á vegum þessa rits, sem er hið myndarlegasta, eru gef- in út skáldverk í eins konar vasaútgáfu, hræódýrri — ein- takið kostar 10 kopeka. Bæk- ur þessar eða bæklingar koma út vikulega og eru vinsældir þeirra slíkar, að 20—25.000 ein taka upplag selzt jafnan upp á örfáum dögum. Alls hafa ver- ið gefin út rúm 400 skáldverk í þessu formi, ýmist verk eistneskra og annarra Sovét- höfunda eða þýðingar á verk- um erlendra höfunda. Beek- man sýndi okkur nokkur sýnishorn af þessari útgáfu og voru þar margir helztu vestrænir höfundar, eldri og yngri, m.a. Franz Kafka, William Heinesen, Heming- way, Vainö Linna, Camus, Max Frisch, svo fáein dæmi séu nefnd — og síðasta ein- takið nr. 438 var sag‘a eftir James Baldwin. Að því er Beekman sagði, hefur „Loom- ing“ í sinni þjónustu marga góða þýðendur og gæti gefið út a.m.k. 30% meira ef ekki skorti pappír — og betra prentverk, því gjarna vildu þeir bæta ögn útlit bókanna. En varla hygg ég, að menn setji fyrir sig, þótt ekki sé alltof falleg í bandi sú bók, er þeir kaupa fyrir tæpar 5 krónur. Við áttum afar skemmtilega og athyglisverða stund rheð þessu ágæta fólki, gátum rabbað milliliðalaust við Beekman, þar sem hann tal- ar ágæta sænsku. Þegar við höfðum gætt okkur á ríku- legum og smekklegum veit- ingum kvöddum við Beekman hjónin með þeirri von að fá að sjá þau sem fyrst á íslandi. f næstu greinum verður sagt frá fréttastofunum TASS til Sovétríkjanna: Bdkin um ísland seldist upp á fáeinum dögum Sagt iró hcimsókn til eistneskra rithöíunda og bóknútgdfu í Rign og NOVOSTY, — dagblaða- útgáfu og heimsóknum í rit- stjórnarskrifstofur timarit- anna NOVI MIR og LITER- NATURNAYA GAZETA. Mbj. Aimée og Vladimir Beekman IJr blaðamannaför Rithöfundar, sem á annað borð eru viðurkenndir i Sovét ríkjunum eru yfirleitt vel sett ir í þjóðfélaginu. Laun þeirra eru há og aðstaða á allan hátt betri en almennt gerist. í Tall- in í Eistlandi, þar sem mikill myndarbragur var á flest- um hlutum, heimsóttum við ungan og einkar geðþekkan rithöfund, Vladimir Beekman og konu hans Aimeé, sem einn ig er rithöfundur. Þau hjónin hafa skrifað nokkrar bækur í sameiningu, m.a. ferðasögur frá Austurríki og Hollandi og eina skáldsögu. Beekman hóf ritferil sinn sem ljóðskáld en hefur á seinni árum einkum fengizt við skáldsagnagerð, m.a. skrifað sögulegar skáld- sögur um ýmis efni, baráttu Eistlendinga gegn Þjó'ðverjum og Dönum á 12. og 13. öld, ýmsa atburði í Austur-Evrópu á síðari árum, til dæmis bylt- inguna í Ungverjalandi 1956, Hús rithöfundanna Aintée og Vladimir Beekmans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.