Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 12
12 MOR.CU HBLAÐÍÐ Miðvikudagur 15. júní 1966 Erlendur Jónsson: Rætt og ritaö SKÓGRiCGTARSPJALL „MENNINGIN vex í lundi nýrra skóga.“ Svo kvað Hannes Hafstein í kvæði sínu, Aldamótin. Orðalig- ið ber sterkan keim af mál- skrúði stjórnmálamanns, sem sléttar ræðu sína eftir því, sem henta þykir stað og stund. Samt er ekki tómahljóð í orð- unum. Einu gildir líka, hvaða vonir Hannes Hafstein hefur bundið við menningu íslendinga á ókomnum tíma eða hversu mik & inn áhuga hann hefur haft á skógrækt á íslandi — aldamóta- . mennirnir, kynslóð hans, voru skógræktarmenn í anda. Hann sagði því ekki annað en það, sem þjóðin vildi sagt hafa. Vilji hennar var hans vilji. Sama má raunar segja um alla menn á öllum tímum, sem eitt- hvað hafa hugsað fyrir þetta land; þeir hafa allir viljað rækta skóg. „í þann tíð var ísland viði vaxið milli fjalls og fjöru,“ seg- ir Ari fróði í fslendingabók. Og þá setningu kunna líklega flest- ir íslendingar; og kunna kannski allt of vel, því svo geta ummæli orðið töm, að fólk hætti að taka eftir þeim, þau hætti að vekja umhugsun. Frásögn Ara hef ég skilið á þá lund, að landnáms- menn hafi komið hér að skógi vöxnu landi, en skógar hafi ver- ið mjög til þurrðar gengnir í tíð hans sjálfs, tveim öldum eft- ir landnám. Þrátt fyrir það hafa •» skógar aldrei þorrið í kveðskap íslenzkra skálda. Þvert á móti má segja, að því fremur sem skógum hafi hnignað í landinu, því meir hafi skáldin um skóga kveðið. Það var því hvergi ófyr- irsynju, að skáldið, sem seinna varð fyrstur manna ráðherra fyr ir ísland með búsetu í landinu, skyldi blanda saman skógi og menningu eins og þar væri um að ræða tvær hliðar á einu og sama málinu. Skógurinn skyldi verða hið sýnilega tákn þess, sem ekki varð með augum séð, að minnsta kosti ekki við fyrstu sýn. Þannig hugsuðu menn um síð- nstu aldamót. Og þannig hugs- iim við enn, þó við högum orð- «m okkar á annan veg en menn ! gerðu þá. Sá er samt aðstöðumunurinn, að íslendingar aldamótanna voru svo fátækir, að þeir urðu 1 mörgum tilfellum að gleðjast af fögrum orðum í stað þess að framkvæma, þar sem við getum leyft okkur næstum hvaðeina, sem hugurinn girnist. Vera má, að sú tíð komi, að menn hætti að yrkja kvæði um skóga og taki í þess stað að yrkja jörðina undir skóga. Mætti segja mér, að mörgum gætist vel að þeirri tilbreyting. En hafa menn hugleitt, af hverju er sprottin þessi árátta: að yrkja sífellt um skóga í landi, þar sem tré eru tæplega sýni- # leg? Er það nokkuð annað en meinloka, bögglað roð fyrir brjósti þjóðarinnar? Sjálfsagt má kalla það mein- loku. Nútíminn, og ekki aðeins nútíminn, heldur allir tímar láta stjórnast af gróðavon. Og þrátt íyrir allt tekst illa að sannfæra okkur um, að skógrækt verði snokkru sinni arðvænleg í þessu landi. Allir menn á öllum tím- wi sækjast eftir skemmtun og þægindum. Nútímamenn eru ekki undantekning frá þeirri reglu. Og þeir borga vel fyrir hvort tveggja. En skemmti- og þægindasjón- armiðið, eða hvað á að kalla það, færir okkur litlu nær því að skilja skógræktarskáldskap ís- lendinga fyrr og síðar. Væri skemmti og þægindasjónarmiðið ríkjandi eitt sér, þá væri hægur vandinn að koma upp gerviskóg um með gervitrjám, sem væru hvorki betri né verri eftirlík- ing en gervitolóm, sem sumir menn skreyta með híbýli sín. Þess konar skógar væru að minnsta kosti nógu hentugir til skemmtana af því tagi, sem fram fara í lundum þessa lands, alla jafna. En skógræktaráhugi okkar er, þegar öllu er á botninn hvolft, hvorki sprottinn af hagnaðar- sjónarmiði né skemmti og þæg- indasjónarmiði, þó við vonum auðvitað, að skógar geti veitt okkur hvort tveggja í einhveri- um mæli. Hann er miklu fremur sprottinn af nokkurs konar sjálfsgagnrýni: löngun til að þrautreyna, hvort þetta land hentar þjóðinni eða yfirleilt nokkurri þjóð, og á sama veg, hvort þjóðin verðskuldar að búa í þessu mikla landi. Þeir, sem ferðazt hafa til út- landa og kynni haft af annarra þjóða fólki, munu líklega flestir kannast við spurningar eins og þessa: Er það satt, að ekki séu tré á íslandi? Ég veit ekki, hvernig slíkar spurningar verka á aðra menn. í minni vitund hljóma þær alltaf óþægilega. Stundum finnst mér sem í þeim felist lævíslegri und- irtónn en orðin sjálf gefa til kynna, eins og spyrjandinn sé að höggva eftir einhverju öðru en hann spyr um. Þannig verður manni við, þegar fyrir mann eru lagðar samvizkuspurningar. Og þó maður reyni að svara eftir beztu samvizku, finnst manm eftir á, að spurningunni sé ósvar að og henni verði alls ekki svar- að á þann veg, sem maður vildi svarað hafa. Kannski dettur manni í hug að segja, að skáldskapur íslend- inga angi af laufi og berki frá fyrstu ljóðlínu til síðustu setn- ingar, að laufkrónur breiði sig yfir draum sérhvers manns í þessu landi, að sú stund muni renna upp fyrr eða síðar, að sá draumur rætist. En maður segir það ekki, af því það var eKki spurt um skáldskap og ekki um draum, heldur um tré. Ef maður væri spurður, hvort ekki væri teppi í gólfunum heima hjá manni — þá gæti maður með góðri samvizku hent á lofti spjótið og varpað því aft- ur að þeim, sem sendi það. En það er ekki heldur spurt um gólfteppi. Það er aðeins spurt um tré og aftur tré. Og seinast fer maður að spyrja sjálfan sig: er það satt, að ekki séu tré á íslandi? — ★ — Mótsagnirnar í lífi þjóða og einstaklinga geta verið skemmti lega fjarstæðar. Hugsum okkur nýbyggt íbúðarhús, t.d. í Reykja- vík, hús, sem kostað hefur millj- ónir króna, einbýlishús á mik- illi lóð, fólkið nýflutt í húsið. Þó við sjáum ekki inn um glugg- ana, hættum við á að fullyrða, að teppi sé þar strengt út í hvert horn, ný húsgögn í hverju her- bergi, eldhús rafvætt til hins ýtrasta, nýr bíll í skúr. Þetta þykjumst við sjá í hug- anum, þó við sjáum það ekki með augunum. En með augunum sjáum við þó annað, sem er ekki síður athyglisvert: Kring- um húsið, sem hefur ef til vill verið málað í björtum litum, klúka moldarbingir og grjóthrúg ur. Þar ægir líka saman járna- rusli, steypuslettum og timbur- drasli. Og ryðgar, það sem ryðg- að getur, og fúnar, það sem iún- að getur. Þetta sjáum við með berum augum, skýrt og greinilega, svo ekki verður um villzt. Látum hugann þá reika aftur inn í hús- ið, því eitt gleymdist, þegar upp var talið, það sem þar má auga gleðja: Bækurnar í hiilunum. Þar tróna kvæði skáldanna í skinnbandi. Og þar er kannski lesið um það, sem á vantar í um- hverfinu: menninguna, sem vex í lundi nýrra skóga. Þá fyrst, þegar eigendur húss- ins hafa fyllt það af öllu því skrani, sem duttlungum þeirra kann að hugkvæmast, þá f.yrst — kannski eftir mörg ár — kem- ur þeim í hug að staðfesta menn- ingu sína í verki með fáeinum hríslum í nánd við húsið. En til þeirrar staðfestingar er ekki efnt, sem áður greinir, fyrr en allt annað hefur verið keypt, það som kaupa má. Og hvaða nauðsyn bæri til þess? Það er gnægð skóga í kveðskap skáldanna. Og þeir skógar geta lengi komið í stað hinna, sem úr moldu vaxa. En því er nú verr og miður, að skáldin yrkja ekki um alla hluti milli himins og jerðar. Til dæmis minnist ég ekki, að nokk urt skáld hafi ort um þá menn- ing, sem þróast innan um mold- arbingi. Hljótum við þó að álíta, að sú menning sé annars konar en hin, sem vex í lundi nýrra skóga. Ég held flestum mönnum sé áskapað að þrá fagurt umhverfi. Og margir menn leggja á sig ær- ið erfiði til að prýða umhverfi sitt. Hitt mundi gefa nokkuð til kynna um viðhorf manns til um hverfis, á hverju hann byrjar og á hverju hann endar, hvort hann byrjar t.d. á dauðum hlutum og endar á lifandi gróðri, eða hvort hann hefst fyrst handa við gróð- urinn og endar á dauðu hlutun- um. ísland er, eftir smekk flestra okkar, ákaflega fallegt Iand. Og það er gaman að búa í þessu landi, þó vegirnir mættu nátt- úrlega vera skárri, svo auðveld- ara væri að komast leiðar sinn- ar um það. Að njóta svo mikils svigrúms, sem við höfum í landi okkar — það hlýtur að teljast til æðri þæginda nú á dögum — í heimi, þar sem er að verða svo þröngt um manninn, að hver andar upp í annan, ef svo má segja. Útlendingur, sem komið hefur til íslands oftar en einu sinni, talar íslenzku prýðilega og þekkir talsvert til íslenzkrar menningar, spurði mig einu sinni, hverja ég teldi vera ástæðu þess, að íslendingar hefðu á miðöldum staðið öðrum Norðurlandaþjóðum svo langtum framar, t.d. á vettvangi bók- mennta. Ég sagði við hann, að ég vildi ekki taka á mig þá ábyrgð að uppfræða útlending um svo mik- ið mál, en benti honum á, að hér hefði alltaf verið ærið svigrúm — til að hugsa. Þvilíku svigrúmi er sannarlega ekki til að dreifa, hvar sem er í heiminum. Leggjum leið okkar til einhverrar erlendrar stórborg ar, t.d. Lundúna. Þar iðar hver um annan, ellefu milljónir í einni bendu. Hverfum inn í ein- hvern hinna stóru skemmtigarða borgarinnar, t.d. Hyde Park. Óneitanlega er sá blettur falleg- ur: grænar flatir, stór og þroska mikil tré, tjarnir og gosbrunnar og sléttir göngustígar. Þarna get- ur maður gengið, setið eða legið eins og hugurinn girnist. En mað- ur er samt ekki sloppinn undan ys og erli borgarinnar. Umferðin dunar allt í kring. Þotur fara yfir höfði manns svo sem aðra hverja mínútu. Um garðinn stendur látlaus straumur manna og hunda; straumur, sem virðist eiga sér hvorki upphaf né endi. Hvarvetna liggja elskendur í faðmlögum. Maður verður að gæta sín í hverju spori ,að mað- ur steyti ekki við þeim harðar tær. Á sama veg er þessu efa- laust háttað í öllum lystigörð- uni allra stórborga útlandsins; alls staðar sama mannþröngin. Um ísland gegnir öðru málL Það er land víðáttu,. svigrúms. Og það svigrúm mun seint eða aldrei yfirfyllast af fólki, hversu sem hér verður annars fjol- mennt. Strjálar byggðir og óbyggðir verða alltaf í þessu landi. Og þær verða sem fyrr leikvangur og æfingasvæði fyrir andann. Sá er þó einn hluturinn, sem við, afkomendur norskra landhlaupara og írskra erfiðis- manna, höfum aldrei sætt okki<r við í þessu landi og munum lík- lega aldrei sætta okkur við, hvernig sem annað veltur. Það er trjáleysið. Það er sú sam- vizkuspurning, sem sí og æ klingir í vitund okkar. Við höfum sætt okkur við ber- angrin til þessa dags, af því við höfum átt svo góð skáld. Þau hafa klætt þá auðn, sem annars hefði verið nakin og ógnvekj- andi. En fyrirheit í fögru ljóði — jafn- vel það verður á endanum rang- hverfa sjálfs sín, nema stund framkvæmdanna renni upp. Erlendur Jónsson. SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM gT7rrrrrm Gamla Bíó. STROKUFANGINN (The Password is Courage.) Ensk mynd byggð á æfisögu Charles Coward eftir John Castle. Framleiðendur Audrew og Virginia Stone. Kvikmyndari: David Boulton. Leikstjóri. Audrew Stone. Höfuðleikendur: Dirk Bogarde Maria Perschy Alfred Lynoh Nigel Stock o. fl. ÞAB er ekki oft, sem styrjaldar- atburðir verða kvikmyndafram- leiðendum tilefni til gaman- myndasmíða. Þar er komið inn á vettvang, sem vekur mönnum al- mennt allt önnur viðbrögð en hlátur. Sizt hefði maður trúað því, að fangabúðir Þjóðverja á síðari stríðsárunum yrðu kvik- myndamönnum efni í gaman- myndagerð. — En hér fer sem oftar, að humor lætur ekki ávallt stjórnast af ytri aðstæðum, hann er hugrænt fyrirbæri. frum- kennd, sem getur skotið upp kollinum og lifað sæmilegu "lífi við hlið annarra kennda, sem maður hefði í fljótu bragði talið of fjarskildar honum til að hann gæti þrifizt í návist þeirra. Sum- ir telja jafnvel, að án slíks óskil- orðsbundins humorskyns mundu aðrar kenndir og daprari gera mönnum lífið óibærilegt. Charles Coward (Dirk Bog- arde) er brezkur major, sem tekinn er höndum ásamt fleiri hermönnum í Norður-Frakk- landi, vorið 1940. Hann hefur skamma hríð verið „undir manna höndum“ er hann gerir flóttatilraun, sleppur við illan leik inn í franskan bóndabæ, og hafnar úti í fjóshlöðu. Skömmu síðar kemur þangað þýzkur herflokkur og leitar einnig skjóls í hlöðunni, m.a. með særða menn. Coward finn- ur þá upp það snjallræði að leika særðan þýzkan hermann. Er hann fluttur í þýzkt her- mannasjúkrahús, þar sem hann fær sæmilega aðhlynningu og auk þess þýzkt heiðursmerki fyrir vasklega framgöngu. Mun hann vera eini brezki hermað- urinn, sem vitað er til, að hafi hlotið þá vegsemd. En brátt uppgötva Þjóðverj- ar mástökin, og Coward fær hraðferð í þýzkar fangabúðir. Þar fyrirhittir hann marga fleiri brezka stríðsfanga. Og upphefjast ráðagerðir um nýj- ar flóttatilraunir .... Saga Cowards er ótrúleg, en þó talin sönn, og myndin er sögð ’byggð á hinum ævintýralega ferli hans á stríðsárunum. Sum atriði myndarinnar eru sögð staðfest af sjónarvottum. En hvort sem kvikmyndin er sönn i öllum smáatriðum, sem verður að teljast allvafasamt, þá er hitt engin lygi, að þarna hefur tekizt að gera mynd, sem er skemmti- leg og vel leikin og tæknilega vel úr garði gerð. Háþrýstingur spennu svífur yfir vötnunum, og hefði þó spennan sjálfsagt orðið enn meiri, ef fangabúðahrylltng- ur væri ekki að mestu sniðgeng- inn og einmitt í þeim punkti hlýtur myndina auðvitað að bresta nákvæman sannferðug- leika, ef maður á að trúa því, sem manni hefur verið tjáð f áratugi um heimilislífið í þýzku fangabúðunum. Dirke Bogarde nýtur sín mjög vel í hlutverki hins djarfa og ráðagóða majors, sem aldrei sætt ir sig við hlutskipti sitt með sljóu aðgerðarleysi, heldur gerir hverja flóttatilraunina á fætur annarri og platar hina einföidu og auðtrúa Þjóðverja næstum hvenær sem honum bíður svo við að horfa. Eitt sinn nappar hann t.d. þýzkum einkennisbún- ingi, til að komast í samband við andspyrnuhreyfingu gegn Þjóðverjum í nærliggjandi borg. í heildina er þetta ágæt gam- anmynd, spennandi og oftast hröð. Þeir sem eru ekki á svo háu plani að hafa viðbjóð á öi’- um kvikmyndum, eins og skáld eitt frægt, gætu varið kvöld- stund á margan lakari hátt en þann að skoða þessa mynd. * Háskólabíó: Svörtu sporarnlr. Amerísk kúrekamynd. Framleiðandi: A. C. Lyles. Helztu hlutverk: Rory Calhoun Terry Moore Linda Darnell Scott Brady. SANTEE hefur kúreki einn heitið í Texas vestur laust fyrir síðustu aldamót. Var margt vel um mann þann, hann var mikill á velli og sterkbyggður, kjark- maður mikill og listfeng skytta. En eins og margan góðan mann hefur hent fyrr og síðar, var hann óánægður með launakjör sfn, og það því fremur sem hann var heitbundinn mikilli Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.