Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐID Miðvikudagur 15. júní 1966 Útgefandi: Framkvæmdastj óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: _ Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 105.00 1 lausasöíu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmuhdsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðaistræti ð. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. VINNUFRIÐUR ER KJARNI MÁLSINS I?lestir íslendingar munu * taka undir þau ummæli Bjarna Benediktssonar, for- sætisráðherra að meira máli stkipti nú að stuðla að vinnu- friði en að halda uppi gagn- kvæmum ásökunum. Kjarni málsins er nauðsyn þess að vinnufriður haldist, og að verkalýður og vinnuveitend- ur nái samkomulagi um kjarasamninga, þar sem í senn séu viðurkenndar eðli- legar kröfur almennings um sanngjarna hlutdeild í þjóð- ararðinum og hins vegar tek- ið tillit til raunverulegrar greiðslugetu bjargræðisveg- anna, og þá fyrst og fremst útflutningsframleiðslunnar, sem afkoma landsmanna velt- ur fyrst og fremst á. Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra skýrði frá því í samtali hér í blaðinu í gær, að í maímánuði hefðu verið settar niður nokkrar viðræðu nefndir milli fulltrúa aðila og ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir samningum. Þannig skyldi sérstaklega at- hugað hvað gera mætti til ^styttingar vinnutíma og leng- ingar orlofs. Ennfremur átti að athuga hugsanlegar að- gerðir í húsnæðismálum og hvað gera mætti til þess að bæta atvinnuástand úti á iandi, þar sem aflaleysi hefur skapað erfiðleika og þröngv- að kosti almennings í einstök- um byggðarlögum. Loks skyldi fara fram athugun á orsökum verðhækkana frá því að júnísamkomulagið var gert árið 1964. Forsætisráðherra gat þess einnig að undanfarið hefði verið unnið að nýjum vísi- ]tölugrundvelli, og hefði kaup lagsnefnd sent frá sér tillögur sínar og væru þær nú til at- hugunar hjá verkalýðsfélög- unum. Engar af þessum nefndum hafa enn lokið störfum eða afhent aðilum skýrslur sínar og tillögur. Það væri því mjög óhyggilegt og raunar mjög miður farið ef litið væri svo á sem slitnað hefði upp úr samningaviðræðum verka- lýðs og vinnuveitenda. Fjöl- mörg atriði kjaramálanna eru í athugun eins og forsætisráð- ■herra benti á, og virðast allir aðilar sammála um, að eng- inn ámælisverður dráttur hafi átt sér stað í þessum efn- um, þar sem hér er um að ræða verk, sem hlýfur að taka nokkurn tíma. Um það blandast engum hugur að algjörlega lausir kjarasamningar eða samning- ar til nokkurra mánaða væru mjög óæskilegt fyrirkomulag, og raunar stórhættulegt: Er ekki vitað að slíkt skipulag ríki í nokkru nágranna- landa okkar. Að því verður þess vegna að stefna að vinnu veitendur og launþegasam- tök komist að samkomulagi um heildarsamninga til sem lengst tíma. Má í þessu sam- bandi enn vitna í samkomu- lag, sem nýlega var gert í Svíþjóð, þar sem samið var til þriggja ára um kauphækk- un sem nemur um 2% á ári að meðaltali, auk styttingar vinnutíma. íslendingar verða að gera sér það ljóst, að ef þeir vilja hemja verðbólguna og hamla gegn stöðugum vexti dýrtíð- arinnar, þá verður tíma stökk breytinganna í kaupgjalds- og verðlagsmálum að vera lokið. Ef hin stóru almanna- samtök launþega og framleið- enda vilja ekki vinna að nauð synlegri stefnubreytingu í þessum efnum geta þau ekki vænzt þess að tal forystu- manna þeirra og yfirlýsingar um andúð á dýrtíð og verð- bólgu verði teknar alvarlega. Það sem mestu máli skiptir nú er að tryggja vinnufrið, áframhaldandi framleiðslu- aukningu, eðlilegan hagvöxt og þróun, sem tryggir þjóð- inni raunhæfar kjarabætur. Þetta er mögulegt ef þjóðin aðeins vill það. Ef hún hins vegar kýs ,,-hina leiðina“, á- framhaldandi kapphlaup kaupgjalds og verðlags, fær enginn mannlegur máttur hindrað verðbólgu og vax- andi dýrtíð. Þetta er sú ein- falda en mikilvæga staðreynd, sem íslendingar standa frammi fyrir í dag, og ekki er hægt að sniðganga. VATNANIÐUR að er leysing inn til fjalla, árnar vaxa og velta fram straumharðar og beljandi niður um dali og byggðir. Á árbakkanum stendur maður með stöng. Það er laxveiði- maðurinn, sem er kominn á kreik. Hann fiskar lítið enn- þá, en lifir í voninni, eins og veiðimenn hafa gert á öllum öldum. „Það er yndisleg stund í lífi hvers veiðimanns að fara á veiðar í fyrsta sinn á hverju ári. Hlusta á árniðinn. Horfa á strauminn. Finna mjúka stöng titra í höndum sínum. Og eiga hjartað fullt af fyr- irheitum og vonum. Hvað er betra en það?“ Þannig kemst Björn J. Fyrirætlanir Nkrumah Talið er, að -340 Afríkumenn hafi verið brautskráðir frá þessari þjálfunarstöð. Nkrumah hélt þessari starf semi stranglega leyndri fyrir flestum ráðherrum sínum, en meðal þeirra, sem sagðir eru hafa vitað um hana, voru Charles M. Barwah, 36 ára hershöfðingi, sem drepinn var í byltingunni gegn Nkrumah, David Zaleringu, ofursti, yfir- maður einkahers Nkrumah og Hassan hershöfðingi, helzti trúnaðarmaður Nkru- mah í hernum. En Sovétstjórnin veitti Nkrumah ekki aðstoð endur- gjaldslaust að því er fram kemur í leyndarskjölunum. Segir þar að Rússar hafi ætlazt til að fá afnot af nýj- um flugvelli, sem verið var að byggja í Tamale, um 640 km norður af Accra. Samkvæmt heimildum AP- fréttamannsins, kemur fram í hinum nýfundnu skjölum, að Nkrumah hafi verið. tortrygg in mjög í garð hersins og hafi haft í hyggju að leysa hann upp og senda vel vopnaðar lögreglusveitir, sér hollar, út um borgir og sveitir landsins til þess að hálda íbúunum í skefjum og koma í veg fyrir uppreisnir. Þá kemur fram, að Nkrumah, sem jafnan hefur verið yfirlýstur baráttumað- ur einingar Afríku, hafði uppi ýmsar ráðagerðir og ráð- stafanir með það fyrir augum að koma frá völdum stjórnum ýmissa Afríkuríkja, m. a. Fílabeinsstrandarinnar, Da- homey, Cameroun, Kenyu og Nigeriu. Þessi verkefni hafðí hann falið samtökum er nefnd ust „Special African Service“ og höfðu innan sinna vébanda vel þjálfaðar skæruliðasveit- ir, búnar nýtízku vopnum frá Sovétríkjunum og Kína. Einnig höfðu samtök þessi í í fórum sínum fullkominn njósnaútbúnað, sem í október sl., áður en haldinn skyldi fundur æðstu manna aðildar- ríkja Einingarstofnunar Af- ríkuríkja, hafði verið komið fyrir í gistihusum í Accra og í 12 hæða byggingu OAU, þar Hugðist velta úr vuldastólum leiðtogum murgru Aíríkuríkju • LEYNDARSKJÖL, sem fundizt hafa í geymslum fyrrverandi forseta Ghana, Kwame Nkrumah, benda til þess, að hann hafi haft í hyggju og undirbúið ýmsar róttækar ráðstafanir með það fyrir augum að tryggja sér yfirráð í Afríku. Fréttamaður AP í Accra kveðst hafa eftir áreiðanleg- um heimildum, að skjöl þessi, sem núverandi stjórn lands- ins hefur nú með höndum, sýni meðal annars, að Nkrumah hafi ætlað að velta úr valdastóli ýmsum kunnum leiðtogum , Afríkuríkja, sem honum hafi fundizt leggja stein í götu sína til frekari valda, — einkum varðandi þá fyrirætlun hans að verða æðsti valdamaður sameinaðra Afrikuríkja. Er það einnig skoðun margra vestrænna fréttamanna í Accra, að bylt- ingin gegn Nkrumah hafi komið í veg fyrir, að Rússar gerðu Ghana að einskonar afrískri Kúbu. sem fundir hafa verið haldn- ir. Þannig gat Nkrumah fylgzt með öllu, sem sendinefndum hinna ýmsu rikja fór á milli. Að sögn núverandi valda- manna hafa tæki þessi verið tekin niður og er fyrirhugað að halda opinbera sýningu á þeim og leyniskjölum Nkru- mah. Fram kemur í þessum skjöl um, að Nkrumah hafði þegar 1963 komið á fót þjálfunar- stöð fyrir skæruliða skammt frá landamærum Fílabeins- strandarinnar. Sáu sovézkir sérfræðingar í skæruhernaði um þjálfuniria framan af en síðar kom til ágreinings milli skæruliða og þjálfaranna og Nkrumah ásamt fylgismönnum sínum, er allt lék í lyndi. voru þá fengnir í þeirra stað kínverskir — 13 talsins undir forystu Huang Hung Sheng majors — og stöðin flutt til staðar um 160 km norður af Accra. Fengu skæruliðar nú uppfræðslu í aðferðum Mao Tse — Tungs, lærðu m. a. að skipuleggja banatilræði og búa til kókóshnetu sprengjur. - ÉkvrÁA W Vsi ur UTAN ÚR HEIMI Blöndal, rithöfundur og bóndi í Laugarholti í Borg- arfirði m.a. að orði í fallegri bók, er hann nefnir „Vatna- niður.“ Þar er laxveiðiíþrótt- inni lýst af næmum skilningi hins mikla náttúruunnenda og fagurkera. Þessi bók veit- ir djúpa innsýn í þær yndis- stundir, sem veiðimaðurinn nýtur við bjartar nætur í fögru umhverfi við ána, þar sem hann er einn eða með vinum sínum. Þar opnast æv- intýraheimar íslenzkrar nátt- úru, þar ríkir friður og kyrrð. Þar er dásamlegt að dvelja, langt frá ys og þys borgarlífsins. Niður vatnanna skapar frið í sálina, fegurð og mildi í umhverfið. Það er þess vegna ekki aðeins veiðivonin sem vakir í brjósti veiði- mannsins, heldur þráin eftir tengslum við náttúruna, gró- andi jörð, fugl í kjarri, renn- andi vatn. Djakarta, 11. júní — AP: RÁÐUNEYTISSTJÓRI utanrík- ed Ghazalie Shafie, kom í gær- isráðuneytis Malaysíu, Mohamra kvöldi til Djakarta frá Bankok og hóf viðræður við Suharto hershöfðingja og ýmsa ráðamenu aðra í Indónesíu nú í morgun um lausn deilu þeirrar sem staðið hefur milli landanna í hartnær þrjú ár, og nýverið var hafizt handa um að leysa með fundum utanríkisráðherra landanna - í Bankok. Mikil leynd hvílir yfir viðræðum þessum og hefur ekki verið frá því skýrt opinberlega að Ghazali sé í Djakarta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.