Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 5
Miðvikuctagur 15. júni 1966 MORGUNBLADID 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM ÞEGAR við komum suður f gömlu aldamótagarðana í gær skein sólin glatt á kollana á hundruðum barna — og ung- linga, sem þar voru að byrja sinn fyrsta starfsdag í Skóla- görðum Reykjavíkur. Fyrr hefur ekki verið hægt að vinna garðana, ýmist vegna bleytu eða klaka. En nú virt- ist allt skaplegra, og börnin kepptust við vinnu sína. Görðunum er skipt niður í aðalbrautir og síðan allstórar skákir, sem börnin hugsa um ein, hver um sinn reit. Við hittum íyrst að máli aðalverkstjórann þarna sem tjáði okkur, að 280 börn væru þama að störfum nær allan daginn, þannig að hvert barn ynni í tvo tíma. J>au fyrstu byrjuðu kl. 8 og væru til 10, síðan önnur frá kl. 10 — 12, 1 — 3 og 3 — 5. Fyrstan hittum við að máli 11 ára dreng, Sigurjón Kára- son, sem á reit 32. Þetta er stæðilegur strákur, sem aug- sýnilega veit, hvað hann vill. „Ég var hér í fyrra, og mér líkar hér bara vel, sagði Sig- urjón og studdist fram á garð- hrífuna. „Það er svolítið erfið ara að vinna þessar skákir hér V/ð komum heim i haust með fullan kartöflupoka og heilmikið af rófum og káli" Dóra Þorvarðardóttir 11 ára og Dagmar Sigríður Lúðvíks- dóttir 9 ára. í köntunum, en við fáum I staðinn líklega eitthvað meiri átourð. Ekki veit ég hvað ég fæ upp úr þessu í haust. Við borgum 300 krónur í upphafi, fáum fyrir það allt útsæði, kálplönt ur og fræ, og svo megum við eiga við þetta í sól“ segir nokkuð grýtt hérna í útjaðr- inum, en þetta er skemmti- legt starf, þótt betra sé að eiga við þetta í sól, segir Sigurjón að lokum. Og síðan gengum við áfram um garðana og sáum tvær stöllur í skrautlegum peysum og beindum tali okkar * til þeirra. Sú eldri hét Dóra Þor- varðardóttir 11 ára, og þetta var í þriðja skiptið, sem hún vann í Skólagörðunum. „Við fáum ekkert kaup, en við megum eiga alla uppsker- una, og það er nú ekki svo lítill búhnykkur, ég fékk rúm an poka af kartöflum í fyrra, og svo heilmikið af káli, róf- um, næpum og gulrófum.í' sagði Dóra hin búkonuleg- asta. „Já, og svo fáum við svolítið af rabbabara líka,“ sagði sú yngri, 9 ára hnáta, Dagmar Sigríður Dúðvrksdóttir. „Ég er hér í fyrsta skipti, og við erum hér kl. 1 — 3, svo að það tekur ekki að hafa með sér nesti. Mér fellur "þetta ágætlega, það er gott að vinna svona úti í góða veðrinu.“ Svo kvöddum við þennan glaða hóp garðyrkjumanna, og við sáum að nýir hópar voru að koma og taka við af þessum, svo að við brugðum undir okkur betri löppinni í gerfi jeppans hans Sveins Þormóðssonar, en Sveinn tók myndirnar, sem þessu fylgja, og héldum sem leið lá inn í Laugardal, en þar eru einnig stórir hópar barna að vinnu í Skólagörðunum. Við rétt lit- Sigurjón Kárason 11 ára barna, sem getur komið heim með mikið magn af kartöfl- um, rófum og káli í haust til pabba og mömmu. Að rækta jörðina er holl og góð iðja, og þarf snemma að temja börnum og unglingum hana, því að bún gerir alla að betri mönnum. — Fr. S. um yfir hinn prúða hóp þar, og spurðum forstöðukonuna, hve mörg böm væru á henn- ar snærum í ár. „Rúmlega 300“, svaraði hún, og er þetta þá álitlegur fjöldi Telpnakápur þola þvott. Nýjar gerðir — Ný efni. Staerðir: 2 — 14. Mdyv ö búdin Aðalstræti 9 — Sími 18860 Laugavegi 31 — Sími 12815. 3ja herb ibúð Til sölu er vönduð 3ja herbergja íbúð í sambýlis- húsi við Hátún. íbúðin er í bezta standi. Teppi á skála og stofu. ÁRNf STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4 — Sími 14314. Aðalfundur IViál- arameistarafél. AÐALFUNDI Málarameistarafé- lags Reykjavíkur, lauk með framhaldsaðalfundi 25. apríl. Formaður félagsins, Ólafur Jónsson, flutti skýrslu félagsins frá liðnu starfsári, sem var 38. starfsár félagsins. Á árinu flutti félagið starfsemi sína í nýtt hús- næði, að Skipholti 70, er félagið byggði ásamt öðrum meistara- félögum innan Meistarasam- bands byggingamanna. Með til- komu þessa nýja húsnæðis hefur aðstaða félagsins verulega batn- að til aukinnar þjónustu við fé- lagsmenn og almenning, um hverskonar upplýsingar er varða féiagið og málefni þess. Ólafur Jónsson baðst undan endurkosningu sem formaður félagsins, og voru honum þökkuð frábær störf fyrir félagið á undanförnum árum. Stjórn félagsins skipa nú eftir- taldir menn: Formaður Kjartan Gíslason, Varaformaður Óskar Jóhanns- son, Ritari Ástvaldur Stefáns- son, Gjaldkeri Einar Gunnars- son, Meðstjórnandi Sigurður A. Björnsson. 5 herb íbúð Til sölu er vönduð, nýleg 5 herbergja íbúð á 3. hæð í sambýlishúsi við Álftamýri. Er í ágætu standi. Sameign öll frágengin. Sér hitaveita. Sér þvottahús á hæðinni. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala. Suðurgötu 4. — Sími 14314. Síldarstúlkur Síldarstúlkur Óskum að ráða fleiri stúlkur til síldarsöltunar á Raufarhöfn og Seyðisfirði. Ágæt aðstaða og hús- næði. Mötuneyti á stöðvunum, fríar ferðir kaup- trygging. Upplýsingar veita Valtýr Þorsteinsson sími 20055 Reykjavík og Hreiðar Valtýsson sími 51126 Raufarhöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.