Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 28
28 MORGU NBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. júní 1966 Mary Raymond: STÚLKA MEÐ CRÍMU Ég lagðist út af, dauðuppgef- in. Ég vissi alveg, að mótmæli gátu ekkert stoðað héðan af. Því meir sem ég mótmæUi, því ruglaðri virtist ég vera. Ég gat heldur ekki almennilega komið orðum að því, sem ég vildi segja. Ég gat ekki farið að segja frá grunsemdum mínum og ótta en svo bættist þar við annar ótti, sízt betri: Hvað, ef ég hefði raunverulega tekið pillurnar og gleymt, að ég hafði gert það? Kannski var ég rugluð — kannski var ég að verða alveg brjáluð? Ég lokaði augunum og hélt mér dauðahaldi í rúmið, rétt eins og það væri einhver björg- unarfleki. Ég varð að stilla mig. Læknirinn skrifaði lyfseðil upp á eitthvert meðal, sem yrði róandi og þægilegt fyrir mig, að því er hann sagði, og mundi koma maganum í mér í lag aft- ur. Hann skipaði mér einnig að liggja fyrir það, sem eftir væri dagsins. Þegar hann og hjúkrunarkon- an voru farin og höfðu tekið «neð sér áhöldin sín, endurtók ég við Yves hugmyndir mínar um Janine. — Vertu nú ekki svona vit- laus, Júlía, sagði hann við mig í blíðum fortölutón. — Hvers- vegna ætti Janine að vilja eitra fyrir þig? Henni, sem þykir svo vænt um þig? Þið borðuðuð báð ar það sama í gærkvöldi. Þetta ,er bara vitleysa í þér, elskan mín, en framvegis skaltu ekki þurfa að leggja þér neitt til munns, nema ég hafi bragðað á því áður. Hvað segirðu um það? Hann talaði um fyrir mér með þolinmæði, rétt eins og hann væri að láta undan duttlunga- fullum krakka — eða brjálaðri konu. Ég svaraði honum engu og eftir litla stund yfirgaf hann mig. Ég var kyrr í rúminu mest allan morguninn. Hvað sem það nú var, sem ég hafði gleypt — eða það gat líka verið það, sem læknirinn hafði gefið mér — þá var ég með slen og velgju, og ég var mjög máttlítil. En síðdegis, eftir að hafa étið súpu og steikt bra^ð — sem ég ætlaði varla að koma niður — fór ég á fætur og leitaði að penna og pappír. Ég hafði ákveð ið, meðan ég lá fyrir, að ég skyldi skrifa Steve Gerard og segja honum frá ótta mínum og að Tom væri hér ekki, og að mér hefði ekkert batnað. Það yrði engin hægðarleikur að skrifa það bréf, en ég hafði ekkert stolt í mér, þegar hann var annars vegar. Kannski væri honum alveg sama, þegar hann fengi bréfið, eða kannski mundi riddaramennska hans og göfug- lyndi láta hrærast. Ég vissi ekki annað en það, að ég þráði vernd hans og nærveru af öllu hjarta. Ég fann skriffærin og úthellti hjarta mínu fyrir honum. Ég dró ekkert undan, heldur sagði hon- um frá öllu, sem gerzt hafði síð- an ég kom til Frakklands. Það var hömlulaust og tilfinninga- næmt bréf, og hamingjan mátti vita, hvað hann hugsaði þegar hann fengi það. Ég lokaði því án þess að lesa það yfir, og var einmitt að skrifa utan á, þegar Janine kom inn í stofuna. — Vildirðu gera svo vel og berja að dyrum áður en þú ónáð ar mig, sagði ég kuldalega. — Hvað er þetta? Hún starði á bréfið á borðinu, laut fram og hrifsaði það úr hendi minni. — Hvernig dirfistu? æpti ég og reyndi að ná bréfinu af henni aftur. En hún hratt mér hart frá sér, svo að ég lá kylliflöt á gólf- inu. Ég reis á fætur, hálfsnöktandi af reiði og sarsauka og hljóp á eftir henni. Ég fann hana í eld- húsinu, þar sem hún var að skara í eldinn þar sem hún hit- aði vatnið, en í eldinum sá ég bréfið mitt vera að brenna, sam ansnúið og svart. — Hvernig dirfiztu? Hvernig dirfiztu? æpti ég og greip í axl- irnar á henni og hristi hana dug- lega. —• Hvað er hér á seiði? Það var Yves Renier, sem stóð við dyrnar, ofsareiður á svipinn. Ég snarsneri mér við og sagði hon- um, hvað gerzt hafði. — Ég vil ekki hafa þennan kvenmann lengur hér í húsinu! æpti ég. — Hún er óþolandi! Yves sneri sér að Janine og stóð út úr honum bunan á frönsku. Hann bar svo óðan á og var svo reiður, að ég náði ekki nema rétt þræðinum af því sem han var að segja, en það var á þá leið, að Janine væri illa siðuð og heimsk. En í allri þess- ari langloku þóttist ég skilja eitt orð, sem mér kom einkenni- lega fyrir eyru, sem sé „maman“. Ég vissi auðvitað, að þetta hlaut að vera misskilningur, en hug- urinn mundi það vegna þess, hve einkennilegt það var, og síðar átti ég eftir að komast að merk- ingu þess. n----------------------------□ 31 □----------------------------□ — Janine sér eftir þessu, sagði Yves. — Þú verður að fyrirgefa henni. — Hún virðist ekki vera með neinn sérstakan iðrunarsvip, enda ætla ég heldur ekki að fyrirgefa henni, sagði ég. — Ég vil fara héðan. Hvað í dauðanum gat komið henni til að gera þetta? Hvernig dirfist hún að skipta sér af því, sem ég geri? — O, hún er bara yfir sig mikill verndari. Hún tilbiður Tom. Hún vill ekki, að þú sért að skrifa honum bróður hans, sagði Yves. — Við getum ekki losnað við hana fyrr en Tom kemur aftur. Hann yrði líka GLÚBUS HF. tilkynnir flutning Skrifstofur vorar verða lokaðar fimmtudaginn 16. júní vegna flutnings. — Opnum að Lágmúla 5 laugardaginn 18. júní. GLÓBUS hf., Reykjavík æfareiður. Hún hefur verið hjá honum árum saman — alveg síð an hann kom til Frakklands. Þú verður að fyrirgefa henni, Júlía og sjá gegn um fingur við hana. Hún er bara sveitakona og stig ur ekki í vitið. — Jæja, sagði ég. — Hún get- ur þá verið hér, en því aðeins hún láti mig afskiptalausa. —- Hvers vegna skrifarðu ekki Steve aftur? sagði Yves. — Ég skal setja það í póst sjálfur. — Nei, sagði ég Ég var orðin alveg uppgefin. Ég vissi, að ég mundi aldrei fara að skrifa Steve aftur. Og hvað mundi það svo sem þýða? Honum var víst alveg sama, hvoru megin hryggj ar ég lægi. — Nei, endurtók ég. — Ég ætla ekki að fara að skrifa hon- um aftur. Ég mundi fremur skrifa Tom. Hvernig var með þetta símtal, sem við ætluðum að fá í dag? Og hefurðu heyrt hvenær hann kemur aftur? — Við gátum ekki fengið sím talið, vegna þessara.........veik- inda þinna, sagði Yves í silki- mjúkum tón. — Við skulum hringja til hans í kvöld ef þú vilt — eða ég get sent honum skeyti. Við ættum að heyra frá honurft fljótlega. Það getur ekki dregizt lengi úr þessu, að hann komi. En við áttum að fá fréttir af honum áður en margar mínút- ur voru liðnar. Janine hafði far ið út meðan við Yves vorum að tala saman. Nú kom hún inn aft ur og á hælunum á henni tveir menn. Þeir voru ekki í einkenn- iSbúningi. Hattarnir þeirra og sumarfötin voru ósköp alvana- leg, en um leið og ég leit á þá, sá ég, að þetta voru lögregiu- menn. Staða þeirra var greini- lega skrifuð á allan þeirra ytri mann. — Þessir tveir herrar óska að hafa tal af frú Gerard, sagði Janine. eldhús SÝNING f MÁLARAGLUGGANUM FRAMLENGD TIL 20. JÚNÍ. Einkaumboð á íslandi: SKORRI HF. Sölustjóri: Ólafur Gunnarsson. Hraunbraut 10 — Kópavogi — Sími 4-18-58. T7“E RZ ILXJZTI ZT #_ m GRETTISGATA 32 Fyrir 17. júní ENSKIR BARNA- OG UNGLINGA SUMARKJÓLAR — SKOTAPILS DRENGJAFÖT úr Odelon Kamgarn GAMMOSÍUR úr Odelon Kamgarn hvítar og mislitar PEYSUJAKKAR á telpur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.