Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADIÐ Miðvikudagur 15! júní 1966 Hinii' nýútskrifuðu sjúkraliðar. Ný stétt: Fyrstu sjúkruliSarnir bruutskrúðir ú Akureyri Akureyri, 10. júní. 14 FYRSTU sjúkraliðarnir, sem brautskráðir eru hér á landi, luku prófum sínum og fengu skírteini í hendur hinn 26. maí. Er þar með risin ný stétt, sem vonandi á eftir að verða fjöl- menn og til mikilla hagsbóta fyrir okkar fáliðuðu sjúkrahús, |>ar sem sjúkraliðunum er ætlað að létta störf hjúkrunarkvenna og annast ýmis einfaldari hjúkr unarstörf undir þeirra stjórn. Fjórðungssjúkrahúsið hélt stúlk unum 14 hóf um kvöldið, þar sem Ingibjörg Magnúsdóttir, for stöðukona og stjórnandi nám- skeiðsins, ávarpaði sjúkraliðana, óskaði þeim allra heilla og bauð íþá velkomna til starfa á sjúkrd- húsinu. Einnig lýsti hún tilhög- un námskeiðsins og skýrði frá væntanlegum störfum og kjörum sjúkraliðanna. Þeir fá sérstakan búning, bláan kjól og hvítan Jcappa, og munu taka laun eftir 9. iaunaflokki ríkisstarfsmanna. 12 stúlknanna munu vinna á FSA næstu 4 mánuði (kvöð), en 2, sem sóttu námskeiðið fyrir Kristneshæli, munu vinna þar sama tíma. Guðmundur Karl Pétursson yfirlæknir tók til máls í hófinu og þakkaði Ingibjörgu Magnús- dóttur dugnað hennar og fram- tak við að hrinda þessu þarfa máli áleiðis, enda hefði hún gerzt brautryðjandi i þessu efni hér á landi. Hann taldi, að með braut- skráningu hinna fyrstu sjúkra- liða hefði náðst mjög merkur áfangi, enda hefði verið orðin brýn nauðsyn að fá sérhæft fólk á þessu sviði til starfa á sjúkra- húsunum. Meðal gesta voru forstöðukona Borgarspítalans í Reykjavík, príorinna Landakotsspítala ásamt tveimur hjúkrunarkonum þaðan og yfirhjúkrunarkona Kristnes- hælis. Rannveig Ólafsdóttir sjúkraliði talaði fyrir hönd nemenda, þakk aði góða kennslu og afhenti kenn urunum rósavendi. Sv. P. Heltt vatn finnst á SeStBarnarnesi HEITT vatn fékkst upp úr bor- holunni við Bygggarð á Sel- tjarnarnesi á sunnudag. Gaf hol- an af sér 1 lítra af 57 stiga heitu vatni á sekúndu. ísleifur Jónsson frá jarðhita- deild Raforkumálastjórnarinnar, tjáði Mbl. í gær, að um helgina hefði borinn verið kominn niður á 578 metra. og hefði þá verið ákveðið að mæla hvað hitinn væri orðinn mikill. Hann reynd- ist á sunnudagskvöld vera 57 st. eins og áður segir, en í gærmorg un var hann orðinn 78 stig, þá á 650 metra dýpi. ísleifur sagði að þetta væri allmiklu minni-hiti en í aðalbor- holusvæði Reykjavíkur við Suð urlandsbraut, þar sem hitinn væri 135—140 stig á sama dýpi. Hann sagði, að úr því að vatnið væri komið yfir 50 stig þá mætti vel fara að nota það til hita- veitu, en hins vegar gerðu þeir sér miklar vonir um að fá enn heitara vatn þegar neðar drægi, og væri því ráðgert að bora enn áfram niður á 800 metra dýpi. Hússtjórnarnámskeið í 3 barnaskólum Sumarverkefni fyrir 13 ára telpur 1 SUMAR hefur verið efnt til námskeiða í hússtjórn á veg- um borgarinnar og fræðsluráðs, í þeim tilgangi að veita 13 ára stúlkum sumarverkefni en þær eru neðan við vinnuskólaaldur. Eru þrjú slík námskeið hafin í eldhúsum í þremur barnaskól- um og kenna þar matreiðslu kennarar úr skólum borgarinn- ar. Greiða nemendur 1000 kr. fyrir mánaðarnámskeið. en borg in leggur styrk á móti. Aðsókn hefur verið góð og virðist þessi nýjung mælast vel fyrir. Þegar eru farnar að koma umsóknir um næstu námskeið, sem ætlunin er að halda í ágúst. I hverjum flokki eru 16 stúlk- ur, er lokið hafa barnaprófi. Námskeiðið hefst kl. 8 á morgn ana. Þá fara telpurnar í sund undir eftirliti og með leiðbein- ingu kennara. Fara þær í sund- laugar nálægt skólunum, sem þær eru í, eða í Sundlaug Vest- urbæjar, gömlu sundlaugarnar og sundlaugina í Breiðagerðis- skóla. Klukkan 9 eru þær komnar í skólaeldhúsið og taka sér þá til morgunverð. Síðan fer fram ýmisskonar fræðsla og stúlkurn ar elda hádegismat og á eftir eru bóklegar greinar í tengslum við kennsluna. Kennslan er þó öll í öðru formi en matreiðslu- kennsla í barnaskólunum. Inni í þessu er ræsting, matargerð, bökun og komið almennt inn á heimilishagfræði, vöruþekk- ingu og margt fleira. Einnig er ætlunin að skoða vinnustaði, sem viðkoma þessu námi. Þetta er sem fyrr er sagt fyrsta námskeiðið, sem efnt er til af þessu tagi og eru undir- tektir mjög góðar. Geðvernd nýtt rit um geðverndarmál GEÐVERND, rit um geðverndar- mál, nefnist tímarit, sem Geð- verndarfélag íslands hefur hafið útgáfu á. 1. hefti er nýkomið út, og fæst það i Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar. Ritið hefst á forspjalli Bene- dikts Tómassonar, skólayfirlækn- is, Að upphafi. Þá er grein eftir Benedikt Tómasson, er nefnist: í minningu dr. Helga Tómasson- ar, yfirlæknis, og erindi, Geð- vernd, sem dr. Helgi Tómasson flutti á framhaldsstofnfundi. Geð verndarfélags íslands 17. janúar 1950. Geðverndarfélagið ' og sjúkrahúsmálin heitir grein eftir Tómas Helgason, prófessor. Þá er greinin Geðverndarfélagið og störf þess, eftir Kristin Björns- son, sálfræðing, Lög Geðverndar félags íslands, samþykkt á aðal- fundi 1964, og Tilkynning um minningarspjöld félagsins, en þau fást í Markaðinum í Hafnar- stræti 11 og Laugavegi 89, og i verzlun Magnúsar Benjamínsson ar, Veltusundi 3. Hlutverk tímaritsins Geðvernd ar er að veita fræðslu um geð- verndarmál og stuðla að því, að betur verði séð fyrir geðveikra- málum landsins en raun hafi orðið á til þessa. Benedikt Tómas son sá um útgáfu þessa heftis. Stjórn Geðverndarfélags ís- lands er þannig skipuð: Formað- ur: Kristinn Björnsson, sálfræð- ingur. Varaform.: Benedikt Tómasson, skólayfirlæknir. Fund arritari: Grímur Magnússon, læknir. Bréfritari: Tómas Helga- son, prófessor. Gjaldkeri: Frú Áslaug Sívertsen. — Meðstjórn- endur: Frú Jóhanna Baldvins- dóttir og Sigurjón Björnsson, sál fræðingur. Mjólkursamsölunni bárusf 58,5 millj. kg. mjólkur á sl. ári En sala nýmjólkur var hlutfallslega meiri en áriö áður AÐALFUNDUR Mjólkursam- sölunar var haldinn fimmtudag- inn 14. maí. Sátu hann fultrúar mjólkurframleiðenda af suður- og vesturlandi, frá Vestur-Skafta Fjöldi frœgra rithöfunda á þingi PEN í New York New York, 11. júní. AP. MARGIR frægustu rithöfundar heims, skáld og leikritahöfund- ar og aðrir iðkendur bókmennta sem kunnir eru af skrifum sín- um eru nú komnir til New York eða á leið þangað að sitja þar 34. alþjóðaþing P.E.N. samtakanna, sem nú er haldið í Bandaríkjun- um í fyrsta skipti í 42 ár. Þingið verður sett á mánudag í New York-háskóla og flytur þá ávarp forseti alþjóðasamtak- anna, bandaríska leikritaskáldið Arthur Miller, en aðalræðu- maður þann dag verður rithöf- undurinn Saul Bellow. Þing þetta sækja um 500 ekáld, rithöfundar, leikrita- skáld, útgefendur og aðrir sem §un bækur og bókmenntir fjalla. Meðal gesta á þinginu eru ítalski rithöfundurinn Ignazio Silone, chileanska skáldið Pablo Ner- uda, Charlos Fuentes frá Mexikó, og frá Englandi koma m.a. Muriel Spark og Rosamond Lehmann, en alls sitja þingið fulltrúar 50 deilda PEN-samtak- anna víðsvegar um heim, frá íslandi til Nýja-Sjálands, Búlga- ríu, Tékkóslóvakíu, Ungverja- landi, Póllandi, Rúmeníu, Viet- nam, Formósu, Hong Kong, Kóreu, Fílabeinsströndinni og öðrum Afríkuríkjum. Eins og sagt hefur verið frá í fréttum höfðu Sovétríkin ráðgert að senda fulltrúa á þingið nú, þótt ekki séu þau aðilar að samtök- um PEN, en af því mun ekki verða. Forseti Bandaríkjadeildar PEN-samtakanna, Lewis Galant- iere lét svo ummælt er hann tók á móti nokkrum hinna er- lendu gesta þingsins að víst væru þeir aufúsugestir allir sem það sæktu langa vegu frá, og gaman væri að hitta þá vestra, en ekki væri síður um hitt vert að þessi Bandaríkjadvöl og þing- seta nú væri fjölmörgum full- trúanna frá Evrópu, Asíu og Afríku og S-Ameríku fyrstu kynni þeirra af Bandaríkjunum og áhrif þeirra myndi lengi gæta í hugum gestanna, sem síðar sneru svo aftur til heimalanda sinna og ættu þar eftir að leggja sinn skerf til andlegs lífs í lönd- um sínum og hafa áhrif á al- menningsálitið þar. fellssýslu til Gilsfjarðar. Formaðurinn, Sveinbjörn Högnason, setti fundinn og bauð fultrúa velkomna. Flutti hann síðan skýrslu um störf og fram- kvæmdir stjórnarinnar á sl. ári. Forstjórinn, Stefán Björnsson, lagði fram ársreikninga Mjólk- ursamsölunnar, skýrði þá og flutti yfirlit yfir rekstur hennar og framkvæmdir á árinu. Rekstur Mjólkursamsölunnar fór vaxandi á árinu eins og undanfarin ár. Kostnaðurinn jókst vegna hækkandi verðlags og launa og nam hann, að með- töldum afskriftum, 11.7% af heildar-vörusölu hennar. Verð- lag mjólkurafurða fór einnig vaxandi, en fylgdi þó ekki strax á eftir. Starfsmenn voru 450 í árslok, eða einum fleiri en í byrjun ársins. Mjólkursölustöð- um fjölgaði um 9 á árinu í 125. Mjólkursamsalan rak sjálf 64 mjólkurbúðir, þar af 40 í eigin húsnæði. Er það tveimur fleira en árið áður. Aðrir aðilar seldu mjólk í 61 búð auk kjörvagna. Innvegið mjólkurmagn til mjólkurbúanna, sem að Mjólkur samsölunni standa var 58.537. 891 kg. Aukning frá fyrra ári nam 2.459.991 kg eða tæpl. 4,4%. Mjólkursamlögin í Búðardal og Grundarfirði störfuðu ekki allt árið 1964 og stafar aukningin að nokkru leyti af því. Helztu framleiðsluvörur mjólk urbúanna voru: 33.538 þús. lítrar neyzlumjólk 749 — — neyzlurjómi 838 — — undanrenna 1.252 — Kg. skyr 558 — — smjör 437 — — mjólkurostur 136 — — nýmjólkurmj 407 — — undanr.mjöl. 107 — — kasein Auk þessa niðursoðin mjólk, kryddaður ostur o. fl. Nýmjólk- ursalan á sölusvæðinu nam uin 59% af heildar innvigtun mjólk ur eða 2/3% lægra hlutfall en árið áður. Sala nýmjólkur hafði þó aukizt um 3,2%. Af skráða meðalverði mjólk ur á árinu fóru tæpl. 22% til rekstur mjó-lkurbúanna, flutn- inga á afurðum á sölustað og reksturs Mjólkursamsölunnar, tæpl. 71.5% kom í hlut bænda og um 6.5% var söluskattur, stofnlánasjóðsgjald, verðimðlun- arsjóðsgjald, sölulaun til ann- arra, vinnsluafföll o.fl. Gert er ráð fyrir að útborgunarverð til bænda, að meðaltali verði 774.5 aurar á lítra. Úr stjórn Mjólkursamsölunn- ar áttu að ganga Ólafur Bjarna- son, Brautarholti og Sigurgrím- ur Jónsson, Holti og voru báðir endurkjörnir. Aðrir í stjórn eru: Sveinbjörn Högnason, Staðarbakka, formað ur, Sverrir Gíslason, Hvammi og Einar Ólafsson, Lækjarhvammi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.