Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 15. júní 1966 MORGUNBLAÐIÐ 19 Guðrún Jónsdóttir — Minningarorð MYND flestra máist og fölnar jafnskjótt og þeir hverfa okkur sjónum í lífinu, aðrir skipa á- vallt jafn fastan sess í hugum okkar þó leiðir skilji og líði ár og dagur. En fæstum er svo far- i'ð að minning þeirra vex því lengra sem líður á ævina, einn góðan veðurdag rennur það upp fyrir mér að ein bernskukynn- ing sem var tilviljun háð hefur orðið mér drýgstur skóli og snar þáttur í lífsviðhorfi. En þannig er háttað kynnum okkar Guð- rúnar Jónsdóttur sem í dag er borin til moldar frá Kristskirkju í Landakoti. Hún kenndi íslenzku ásamt fs- lands sögu um 45 ára skeið í Landakotsskóla og þangað sótti ég minn barnalærdóm þau ár sem stórveldi heimsins bárust á banaspjót og mörg menningar- lönd Evrópu voru lögð í rúst. Það ríkti kyrrð í Landakoti og grafarþögn meðal nemendanna meðan Guðrún sagði okkur frá þeim stórmennum sem henni stóðu næst hjarta, þar voru þeir Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri, Illugi bróðir Grettis, Einar Þver- æingur, Jón biskup Arason og Árni Oddsson lögmaður efstir á blaði. Þegar Guðrún sagði frá, heyrðum við logana snarka brennunóttina á Eyri, sáum öxi böðulsins reidda til höggs í Skál- Iholti, heyrðum einbeitta rödd Einars Þveræings á Alþingi og sáum jóreykinn fara óðfluga yfir auðn og öræfi landsins þar sem Árni lögmaður þeysti á Brún sín- um. Okkur gafst líka kostur á að sjá Ingimund gamla fela spót- ið sem hafði orðið honum að fjörtjóni og forða þannig bana- manni sínum frá dauða. Þannig upplifðum við íslands söguna alla innan þröngra skólaveggja Landakotsskóla af vörum fröken Guðrúnar. Og þó einkum þá þætti hennar sem hæst rísa, þær stundir sem bjartastar urðu í sög- unni. Hetjur Guðrúnar, og þá einnig okkar hetjur, það voru hvorki vígamenn né valdsmenn, heldur hinir sem komu fram af reisn og tign, þeir sem lögðu líf sitt að veði fyrjr frelsi ættjarð- arinnar og sýndu af sér göfug- mennsku í samskiptum manna þó siðaboð aldarinnar heimilaði víga ferli og manndráp. Gu'ðrún Jónsdóttir predikaði ekki. Hún flutti okkur ekki eld- heitar hvatningarræður né greip til vígorða. Hún brá upp ljósum og lifandi dæmum, leiftursýnum sem greiptust inn í hug okkar og skírast því betur sem lengra líður. Hún talaði aldrei af móði, hún forðaðist stór orð og röddin var kyrrlát og hógvær. Hún nefndi aldrei föðurland á nafn og ekki ættjörð. Hún sagði okkur aldrei að íslenzk tunga væri heilög. Hún lagði okkur engar iífsreglur og flutti okkur engan si'ðferðisboð- skap. Hún sagði okkur sögu. En ást hennar á sögu landsins og lotning fyrir tungu þjóðar- innar rataði til okkar leynistigu og situr því dýpra með okkur að ekki var troðið í okkur mál- fræðistagli eða ártalaþulum. Við urðum þess aldrei vör að Guðrún væri að kenna, kennslu- stundir hennar voru öllu fremur nokkurs konar munaður í augum okkar, reynsla, ævintýri. Og þó var okkur ekki ljóst fyrr en löngu seinna hvað okkur var gefið á þessum stundum, raun- verulegt gildi þeirra á ef til vill eftir að koma enn betur í ljós. Löngu eftir að gleymdar eru árnar í Síberíu og margföldun- artaflan farin að fyrnast er okkur enn í fersku minni lestur Ijóðs, kafli úr fornsögu, sem fröken Guðrún sagði okkur rétt áður en hringt var út í frímín- útur, ef til vill aðeins andblær- inn einn, hreimur raddarinnar. Mér er óhætt að fullyrða að tímarnir hjá fröken Guðrúnu eru þær einu kennslustundir á mín- um skólaferli sem mér varð ekki litið á klukkuna. Og ég held ég tali fyrir munn flestra nemenda hennar, ef ekki allra, að timarn- ir hjá henni hafi reynzt alltof naumir, alltof stuttir. Þegar hringt var út úr tímum hjá frök- en Guðrúnu fylgdi klukknahljóð- inu enginn fögnuður, það voru þau ein skipti sem okkur fannst kennslustundir stuttar. — Það var ekki vegna þess að Guðrún beitti neinum töfrabrögðum til að halda athygli okkar vakandi. Hún leit aldrei á íslenzku og íslands sögu sem kennslugreinar, sagan var það andrúmsloft sem hún hrærðist í og íslenzkt mál sú lind sem hún nærðist á. Og henni var veitt sú náðargáfa að gefa öðrum með sér. Ég vissi aldrei til þess að frök- en Guðrún byrsti sig við nem- anda, ég sá hana aldrei breg'ða skapi. Þó var lund hennar við- kvæm og hjarta hennar heitt. En við vorum öll eins og ljós í ná- vist hennar. Það stafaði þó sizt af því að hún væri aðsópsmikil í framgöngu. Hún kom fram við okkur börnin af hógværð, allt fas hennar einkenndist af kyrr- látri festu og móðurlegri mildi. Ég veit ekki með vissu í hverju þetta vald hennar var fólgið; persónutöfra getur orðið tafsamt að skilgreina með orðum. Virð- ing okkar fyrir fröken Guðrúnu var ekki sprottin af því að hún héldi sig í kaldri fjarlægð, hún var vinur okkar og félagi frem- ur en kennari. Hún lét sér annt um hvern einstakan nemanda og var næmari en aðrir kennarar sem ég hef kynnzt, virtist alltaf vita hvar skórinn kreppti og var lagið að leysa úr hverjum vanda á hljóðlátan hátt. í aðfinnslum fröken Guðrúnar var oftast meiri hlýhugur og hvatning en í lofs- yrðum annarra. Guðrún Jónsdóttir var farsælli í starfi og lífi en flest annað fólk sem ég hef kynnzt á lífsleið- inni. Líf hennar var ekki sízt farsælt sakir þess að hún bar gæfu til að helga líf sitt kær- asta hugðarefni sínu. Og þó var Guðrún þannig skapi farin að hún hefði aldrei látið á sig fá þó hún hefði orði'ð að sætta sig við annað hlutskipti. Ást hennar á íslenzkum bók- menntum og sögu var fölskva- laus og þar bar aldrei skugga á. En það er ekki öllum gefið að miðla þannig af menntun sinni að nemandinn öðlist sömu sýn og kennarinn, allra sízt þegar um börn er að ræða. En Guðrúnu var það leikur einn. Þann hæfi- leika hafði hún hvergi lært enda efast ég um að hún hafi nokkru sinni brotið heilann um í hverju hann var fólginn. í hennar aug- um vorum við ekki aðeins mis- jafnlega ódælir strákar og stelp- ur heldur líka mannlegar verur. Hún bar ekki einvörðungu djúpa lotningu fyrir því sem hún kenndi, hún bar einnig virðingu fyrir þeim sem hún kenndi. Það var galdurinn. frá Skál —★— Guðrún Jónsdóttir var Skaft- fellingur að ætt og uppruna, fædd 7. ágúst 1889 í Búlandsseli í Skaftártungu. Foreldrar henn- ar voru hjónin Björg Guðmunds- dóttir bónda á Svartanúpi og Jón bóndi Þorleifsson í Skál á Síðu. Þar ólst Guðrún upp við alla al- genga sveitavinnu. Foreldrar hennar voru í sæmilegum efnum en í þá daga þótti sjálfsagt enda nauðsynlegt að hver legði sitt af mörkum til heimilisstarfa. Guð- rún sagði mér eitt sinn frá litlu atviki sem varpar skæru Ijósi á þær breytingar sem orðið hafa í íslenzku þjóðlífi og háttum. For- eldrar hennar voru vænzta fólk, en í þá daga þótti það Ijóður á ráði barna og unglinga að hnýs- ast í bækur í stað þess að spinna og vefa. Því varð hún jafnan að laumast til að lita í bók svo lítið bæri á jafnhliða því sem hún vann en skaut bókinni undir rúm ef móður hennar bar að. Eitt sinn varð hún þó of sein til og varð móður hennar að orði að bókvitið yrði ekki í askana látið. En það átti raunar fyrir móður- inni að liggja að dóttir hennar sá henni forborða um áratuga skeið með bókvitinu einu sam- an. Tvítug að aldri fór Guðrún að Odda á ftangárvöllum og var við nám hjá séra Skúla Skúlasyni og Þórhildi dóttur hans um tveggja ára skeið. Síðan lá leið hennar til Reykjavíkur þar sem hún innritaðist í Kennaraskól- ann og lauk þaðan prófi árið 1915. Hún naut þar handleiðslu sér Magnúsar Helgasonar og var honum alla ævi þakklát. Þar kenndi einnig Ólafur Daníelsson stærðfræði og var Guðrún góður nemandi í þeirri grein og taldi Ólaf með beztu kennurum sín- um. Þar kenndi einnig Jónas Jónsson sögu og þó Guðrún væri Jónasi aldrei sammála í stjórn- málum, mat hún söguþekkingu hans mikils. Guðrún kenndi við barnaskól- ann á Stórólfshvoli 1911 til 1913. Að loknu kennaraprófi kenndi Guðrún í barnaskólanum á Eystri Sólheimum í Mýrdal 1916—1918. Þá fékkst ekki eldiviður til skól- ans en hart var í ári og kuldar miklir, Guðrúnu varð það að von um minnisstætt að blekið fraus í blekbyttunum. Hún var þó ekki af baki dottin en brá á það ráð að skrifa stafina á hélaðar glugga rúður með fingrinum. Árið 1918 hóf Guðrún kennslu við Landakotsskólann í Reykja- vík og stundaði þar kennslu allt til ársins 1964. Þar vann hún meginstarf sitt og við þann skóla er hún jafnan kennd. Árið 1963 komu gamlir nemendur hennar saman og fögnuðu 45 ára kenn^lu afmæli hennar. Hún var í þann veginn að hætta kennslu, enda komin hátt á áttræðisaldur. Eng- in eftirlaun átti hún vís þar eð skólinn er ekki rekinn af • rík- inu og á engum sjóðum að ráða. En það er til marks um vinsæld- ir fröken Guðrúnar eins og hún var jafnan kölluð, að nemendur hennar stofnuðu þá sjóð til að tryggja henni nokkur eftirlaun. Guðrún kunni vel að meta þá ræktarsemi, þó hygg ég að henni hafi þótt enn vænna um að þá var einnig um leið stofnaður sjóður í því skyni að verðlauna beztu ritgerð eftir nemanda skólans og bar sjóðurinn henn- ar nafn. Að öllúm öðrum ólöstuðum hygg ég að enginn einstakling- ur hafi átt drýgri þátt í því að foreldrar hafi sótzt eftir að koma börnum sínum til náms í Landakotsskóla. Nafn hennar hef ur jafnan varpað ljóma á þessa litlu stofnun. —★— Guðrún sótti árið 1930 kenn- aranámskeið í Darmstadt og Frankfurt am Main. Hún var vel að sér í þýzku og Norðurlanda- málum ásamt ensku. Hún ritaði nokkuð í blöð og tímarit en þó er meira að vöxt- um það sem hún geymdi í hand- riti. Þar eru meðal annars ævi- minningar hennar, dagbækur og ferðalýsingar. Hún skrifaði tær- an stíl, málfar hennar var ó- venju fagurt og gagnvandað, í stíl hennar og frásögn ríkti lát- leysi og heiðríkja. 'Hún unni ekki aðeins íslenzkri sögu og bókmenntum, landið sjálft var henni ekki síður hug- stætt og sýnir það bezt að hún ferðaðist um það þvert og endi- langt, ýmist gangandi eða á hest- baki, sigldi með ströndum fram og var gagnkunnug hverri sveit og hverjum dal og fjalli. Hún lét ekki þar við sitja, heldur fór hún um öræfin öú -><* uar flestum kunnugri. í sumar en leið fór hún siousiu ina og hélt lífsþrótti sínum og fjöri nær óskertu allt til ævi- loka. Hún andaðist eftir stutta legu á Sankti Jósefsspítala að- faranótt 8. júní. — Fáum dögum áður hafði hún lokið við skrán- ingu örnefna í landi Skálar að beiðni þjóðminjavarðar. Blessuð sé minning þín, Guð- rún. Jökull Jakobsson. Aðalfundur SÍS varar við afleiðíngum verðbolgu AÐALFUNDUR Sámbands ís- lenzkra samvinnufélaga í Bif- röst lauk á laugardaginn 11. júní. Á föstudag stóð fundur allt til miðnættis. Urðu miklar um- ræður í tilefni af skýrslum for- stjóra og framkvæmdastjóra hinna ýmsu deilda. Snerust þær einkum um þá miklu erfiðleika sem sívaxandi verðbólga veldur í rekstri kaupfélaganna og Sam- bandsins. Á kvöldfundi flutti forstjórinn, Erlendur Einarsson, erindi sem hann nefndi Nýja strauma í samvinnustarfi og fjallaði einkum um athuganir sem fram hafa farið á vegum Al- þjóðasambands samvinnufélag- anna á þeim breyttngum, sem verið er að gera á skipulagi og rekstri kaupfélaganna í mörg- um löndum heims, til þess að mæta nýjum viðhorfum og vax- andi samkeppni og gera rekstur- inn hagkvæmari og auka þjón- ustu. Þá flutti einnig erindi Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttar- sambands bænda, sem var gestur fundarins. Fjallaði það um landbúnaðarmál og einkum um þær ráðstafanir, sem verðlags- ráð landbúnaðarvara hefur ný- verið gert um innvigtunargjald á mjólk, verðlækkanir á smjöri og fleira. Á laugardag hófst fundur kl. 9 með umræðuna í tilefni af er- indi Gunnars Guðbjartssonar. Tóku margir til máls. Snerust ræður manna einkum um verð- bólguna og þá miklu erfiðleika, sem verðbólgan veldur landbún- aðinum. Lögð var fram eftirfarandi til- laga og samþykkt í einu hljóði: „Aðalfundur Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga haldinn að Bifröst 10.—11. júní 1966, beinir þeim eindregnu tilmæl- um til Seðlabanka íslands og viðskiptabankanna, að þeir hækki afurðalán vegna land- . búnaðarafurða upp í það hlutfall er gilti um þær á síðastliðnu ári. Bendir fundurinn á, að nú er svo komið að ekki hefur öllum mjólkurbúum reynzt unnt að greiða að fullu reikningslega uppbót á mjólk innlagða 1965 og ennfremur orðið að lækka út- borgun til bænda. Er einsætt hvílíkum vandræðum slíkt hlýt- ur að valda bændastéttinni ekki síst, þegar útaf ber með árferði, eins og nú hefur verið.“ Helgi Bergs, framkvæmda- stjóri tæknideildar flutti skýrslu um rannsóknir sem Sambandið hefur látið gera um hagræðingu og dreifingu á fóðurvörum. Urðu um það mál miklar um- Framhald á bls. 25 tweed jakki h- TWEED, OFID ÚR ÍSLENZKRI l ER ENDINGARBETRA EN NOKKUÐ ANNAD ULLAREFNI, ÁRATUGA REYNSLA OKKAR SANNAR >AD. GEFJUNARJAKKAR ÚR ÍSLENZKU TWEED, FÁST í FALLEGUM LITASAMSETNINGUM, í ÖLLUM STÆRDUM OG FARA ÞYÍ ÖLLUM YEL. TWEEDJAKKI OG BUXUR ÚR TERYLENE FRÁ GEFJUN ER SÍGILDUR KLÆÐNAÐUR. GEFJUN KIRKJUSTRÆTI, REYKJAVÍK, SÍMI 12838.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.