Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADID Miðvikudagur 15. júní 1964. BÍLALEIGAN FERD Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDUM S,MI 3 Í1-B0 mmm/fí Volkswagen 1965 og '66. LITLA bíloleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 BITREIÐALEIGAK VEGFERÐ Grettisgötu 10. Sími 14113. bila LEIGA IViAGNUSAR SKIPHOLTI21 símar21190 eftir lokun símt 40381 Fjölvirkar skurögröfur I J ö v ■*■■■ I R íé K I ÁVALT N N TIL REIÐU. Sími: 40450 Ingi Ingimundarson hæstaréttarlömaSur Klapparstig 26 IV hæS Simi 24753. B O S C H ÞOKULVKXIR BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmuia 9. — Sinu 38820. Nýstárleg fræðsla um ferðamál Útvarpshlustandi skrifar- Landslýður heyrSi nýstárleg an fréttaauka í útvarpinu á sunnudagskvöldið. Einn frétta- manna hafði þegið boð SAS og F.í. og fór snögga ferð til Moskvu með nýrri þotu hins. norræna flugfélags. Fréttamað- urinn sá brosandi fólk, veit- ingahúsagestir sungu yfir borð um, einn lék á balalaika, börn köstuðu boltum á milli sín og þolinmóðir gestir við grafhýsi Leníns hreyfðu engum mót- maelum er fréttamanninum var hleypt fram fyrir þá. En síðan komu ályktanirnar eftir þessa nokkurra klukkutíma dvöl. Miklu hefði verið logið um Rússland hér heima á íslandi — sér í lagi eftir að þjóðin — eins og það var kallað — tók sig saman um það snemma a öldinni að skapa fyrirmyndar- þjóðfélag og allt fram á þenn- an dag. Eftir þesa lífsreynslu tók fréttamaðurinn það að sér að leggja dóm á rússnesku bylt inguna og þróun hennar, sem eins og menn vita, mótaðist að verulegu leyti á stjórnar- háttum Stalíns frá því að sá mannvinur náði völdum og þar til hann lézt fyrir nokkrum árum. Þeim stjórnarháttum þarf ekki að lýsa frekar eða hafa um þá fleiri orð. Um þá eru nú flestir sammála og þeir sem hæst töluðu á þeim árum kjósa nú að hafa um Þá sem fæst orð. Þeir sem fyrst og fremst hafa látið blekkjast um Sovétríkin um þetta tímabil eru þeir, sem án afláts sungu þessu blóðveldi lof og dýrð og aí því meiri krafti, sem ógn- arstjórnin fór vaxandi. Fréttamaðurinn hefði varið þessum minútum eystra betur, ef hann hefði aflað upplýsinga fyrir þá, sem e.t.v. hyggja á Rússlandsferð á næstunni með hinu ágæta norræna flugtélagi í stað þess að taka að sér að breyta sögulegum staðreynd- um. Fróðlegt væri að vita, hvort Flugfélagið og SAS hafa i hyggju að fela þessum frétta- manni í sameiningu fleiri svip- uð verkefni á næstunni. — Hlustandi.M -Ár Stutt svar Meiraprófsbílstjóri skrif- ar: „Kæri Velvakandi. Það er mikið af kvenrétt- indakonum að skrifa þér núna. Og mig langar að svara með ör fáum orðum, þeirri sem kal’.ar sig D.K. Hún segir orðrétt: „Þriðja dæmið sem skeði sama dag og hin tvö. Ég er að aka upp brekkuna við Elliðaár (það er ekki von að hún viti að brekkan heitir Ártúns- brekka), og búin að gefa stefnuljós til hægri, fyrir fram úrkeyrslu og er komin hálf yfir á hægri akrein, þá sé ég að það er bíll við hliðina á mínum en eins og hálfa bíl- lengd fyrir aftan og ég efa það að ég hefði setið hér og skrifað þessa ágætu og róðlegu grein (fyrir karlmennina), ef ég hefði ekki verið nógu fljót að sveigja aftur til vinstri. Enn karlmaður við stýrið.“ Þarna er þessi engill við stýr ið einmitt að þverbrjóta um- ferðarreglurnar svo freklega að jafnvel mánaðarbílstjórinn sem hóf þessi skrif, tók svo skýrt fram, að konur, jafnvel með fullan bílinn af börnum gerðu sig sekar um. Stefnuljósin gefa þessum konum engan rétt til að þver- beygja fyrir bila. En maður verður víst að reyna að fyrir- gefa þetta því þetta eru bara fávísar konur. — Meiraprófsbílstjóri.', Það var kominn tími til að karlmennirnir létu heyra til sín. Áfram með smjörið. -jf Taugaóstyrkar Og hér kemur reyndar annað bréf frá karlmanni — um akstur kvenfólksins: Kæri Velvakandi. Ég hef fylgst með berserks- gangi, sem konur hafa „geng- ið“ í dálkunum þínum síðan maður nokkur skrifaði 4. þ.m. um ökuhæfni þess. Finnst mér kominn tími til að svara þeim nokkrum orðum. Þetta deiluefni er ekki nýtt af nálinni og þekkist víða. Þeg- ar það ber á góma rís kven- fólkið upp á afturfæturna (bæði hér og erlendis) — og fiaustrið og taugaæsingurinn einkennir það sem fyrri dag- inn. Þannig eru þær yfirleitt — og skiptir ekki máli hvert deiluefnið er. í löngum ritgerðum telja þær upp „mýmörg" dæmi um „ruddaskap" karlmanna. Það er talin sjálfsögð kurteisi að karlmenn bókstaflega þjóni kvenfólkinu — og það ætlast til þess að þeir kitli hégóma- girnd þess með alls konar „kurteisi". Þessi hégómagirnd er ákaflega rík í kvenfólkinu — og birtist í mörgum mynd- um. Og snúist karlmennirnir ekki í kringum konurnar eins og skopparakringlur — þá telst það „ókurteisi" og „rudda skapur". Sannleikurinn er sá, að í um ferðinni einkennist akstur kvenfólks mest af taugaóstyrk leika og viðvaningshætti, sem ég hef margoft orðið vitni að. Þótt flest umferðarslys séu af. völdum karlmanna er það eng- in sönnun þess, að karlmenn séu óhæfari. til aksturs. Skýr- ingin er einfaldlega sú, að miklu fleiri karlmenn en kon- ur sitja við stýri, eins og Vel- vakandi hefur bent á. — G.H.E.* ýF Þakkir fyrir morgunbænir Rangæingur skrifar: „Kæri Velvakandi. Ekki kemur maður svo í hús, að ekki sé minnst á kartöflurn ar, sem á boðstólum eru í borginni. Eins og Vel'vakanui hefur sjálfsagt sjálfur komizt að raun um eru þær heldur lé- legar að margra dómi óætar. Mest af þessum kartöflum mun vera útlent eða þá 3. flokks kartöflur, sem þeir ryðja út á 1. flokki, það eru einhverjar kláðakartöflur. íslenzkir bændur hafa nú komið upp myndarlegu Veit- inga- og svefnhúsi, Hótel Sögu. og heyrst hefur, að sumir vildu selja það, því bændur notuðu það víst lítið sjálfir. Væri nú svo vitlaust fyrir þá að losa sig við ósköpin á Hótel Sögu og reyna að leggja prósentin, sem af afurðum þeirra eru tek- in til framfærslu Hótel Sögu, 1 byggingu á geymslu i félagi við Grænmetisverzl. Ríkisins. Yrðu það geymslur fyrir kart- öflur og rófur, sem bændur hér rækta betur en útlendir og yrði reynt að láta ísilendinga búa að sínu í þessum efnum. Land- rými er nóg. Ekki veit ég bet- ur en að Sölufélag garðyrkju- manna standi vel vörð um sína afkomu og reyni að hafa sem bezta vöru. Gott er að fá blessað smjör- ið á þessu lága verði og vona ég að þeim þyki vérðið hag- stætt fyrir sig líka, bændun- um. Gott og gaman væri að fá nógar og góðar íslenzkar kart- öflur allt næsta árið eða ánn. Hefur Velvakandi borðað kart- öflur undan Eyjafjöllum? Með beztu óskum og vonum um góðar og farsælar tiðir fyr- ir alla á árinu. — Rangæingur." Kartöflur Eftirfarandi hefur Vel- vakanda borizt: „Velvakanda hafa borizt mörg bréf, þar sem Ríkisút- varpinu er þakkað fyrir nýlega afstaðnar morgunbænir, senv séra Páll Pálsson flutti. Að sjálfsögðu er ekkert rúm hér til að birta öll þessi bréf, en efni þeirra er í fáum orðum þetta, að séra Pál/I hafi í morg- unhugvekjum sínum fjallað af hreinskilni og einurð um mörg þjóðfélagsmál, svo sem réttar- far, æskulýðsmál, uppeldismáL skólamál, upplausn og spill- ingu og seinast en ekki sízt um ættjarðarást og kristna trú. Um þetta hafi presturinn talað af meira raunsæi en almennt gerist og flutt mál sitt með prýði og á vönduðu máli. Einn- ig hafa sjúklingar á sjúkrahús- um beðið fyrir sérstakar þakk- ir vegna hins bjartsýna boð- skapar og uppörfunar í þessum morgunbænum. Sjálfsagt er að láta þetta koma fram og að lokum skulu birt þrjú kvæði, sem orkt hafa verið með þaktolæti til séra Páls. Útsýn hans var há og víð, hljómsterk ræða af munni, hressandi’ eins og austan-hríð, upp úr lognmollunni. Blessun Guðs á brautir yðar birtu veitir lífs við störf, kærleikans í krafti’ og friðar kenning hljómi sterk og djörf. Hvert sem liggur leiðin vönd leiði Drottins máttug hönd. Boðskapur hins bjarta mála, börnum lands mun duga, því prédikunin séra Páls prýðir þjóðar huga.“ VANTAR VANA Afgreiðslustúlku í vefnaðarvöruverzlun í miðborginni. — Uppl. um aldur og fyrri störf sendist á afgr. blaðsins fyrir 2ð. þ.m. merkt: „9727“. Hljómsveit óskast til að leika fyrir gömlu dönsunum á þjóðhátíð Vestmannaeyja 5.—7. ágúst. Spila þar 2 kvöld. Tilboðum sé skilað í pósthólf 188 Vestmannaeyjum fyrir 5 .júlí njc. íþróttafélagið Þór, Vestmannaeyjum. Kópavogsbúar Sumarskór, sandalar, telpnaskór, hvítir, svartir drengjaskór, karlmannaskór, strigaskór. Eitthvað fyrir alla Skóverzlun Kópavogs Álfhólsvegi 7 — Sími 41754.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.