Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 7
Miðvikuðagur 15. J'finí 1966 MORCU NBLAÐIÐ 7 Vestur-íslendingar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra leggur DÍómaskreytingu að minnisvarða Stephans G. Stepha nssonar í Markerville í Alebrta. Yfir heim eða himin, hvort sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll þií. framtíðarlönd. Fjarst í eilífðarútsæ vakir eylendan þín, nóttlaus voraldarveröld. þar sem víðsýnið skín. Þannig hugsaði Klettafjallaskáldið heim í ræðu á íslend- ingadegi vestanhafs 1904. Athygli Vestur-lslendinga, sem hér eru staddir, skal vakin á Gestamóti því, sem Þjóðræknisfélagið heldur að Hótel Borg í kvöld kl. 8. Allir Vestur-íslendingar sem staddir eru hér á landi eru boðnir til mótsins, og þeir hvattir til að koma. Heimamönnum frjáls að- gangur meðan húsrúm leyfir. Miðar fást við innganginn. Sameig- inleg kaffidrykkja, ávörp, kvikmyndasýning. Fjölmennið. ÍRETTIR Stúdentar MR 1963. Mætið öll (með maka eða makalaus) í Átthagasal Hótel Sögu mið- vikudaginn 15. júní kl. 9. STÚDENTAR FRÁ M.R. 1964 Stúdentadansleikur verður haldinn í Tjarnarbúð (niðri) 16. júní og hefst kl. 21.00. AHir stúdentar velkomnir meðan húsrúm leyfir Stúdentar M.R. 1964 Konur í kvenfélaginu Aldan. Farið verður í Þórsmörk þriðju- dagínn 21. júní. Þátttaka til- kynnist í símum 33937, Sigríður, 31262, Fjóla, 158&5, Friðrikka. Ferðanefndin. Frá Kvenfélagasambandi ís- lands. Leiðbeiningarstöð hús- mæðra verður lokuð frá 14. júní til 15. ágúst. Skrifstofa Kven- félagasambands fslands verður lokuð á sama tíma, og eru kon- ur vinsamlegast beðnar að snúa eér tíl formanna sambandains Helgu Magnúsdóttur á Blikastöð um, þennan tíma. Kvenfélagið Bylgjan. Félaigs- konur, munið skemmtiferðina miðvikudaginn 22. júní. Upplýs- ingar í síma 22919. Bústaðakirkja: Okkur vantar ejálfboðaliða á fimmtudaginn og fimmtudagskvöldið. Hafið ham •r með ykkur. Byggingarnefnd. Kristileg samkoma verður í •amkomusalnum Mjóuhlíð 16 í kvöid kl. 8. Allt fólk hjartanlega velkomið. Kvenfélag Keflavíkur. Efnt ▼erður tíl Þingvallaferðar félags kvenna sunnudaginn 19. júni (kvennréttindadaginn) Þátttaka tilkynnist í síma 1657 og 1439 fyrir 16. júní. Nefndin. Kvenréttindafélag íslands fer ■kemmtiferð sunnudaginn 19, júní til Strandarkirkju um Krísu vík. Félagskonur tilkynni þátt- töku fyrir fimmtudagskvöld í síma 13076 (Ásta Björnsdóttir) og 20435 (Guðrún Heiðberg). Aðalfundur í Bræðrafélagi Frí kirkjunnar verður haldinn mið- vikudaginn 15. júní kl. 20.30 í Fríkirkjunni. Venjuleg aðalfund arstörf. önnur mál. Stjórnin. Kvennadeild Skagfirðingafé- lagsins í Reykjavík minnir á skemmtiferðina á sögustaði Njálu 26. júní. Öllum Skagfirðingum i Reykjavík og nágrenni heimil þátttaka. Látið vita í símum 32853 og 41279 fyrir 22. júní. Bústaðaprestakall: Sumarferð- in verður farin sunnudaginn 19. júní á Suðurnes. Nánar í Dóka- búðinni Hólmgarði 34. Frá 1. júlí gefur húsmæðraskól inn að Löngumýri, Skagafirði, ferðafólki kost á að dveljast í skólanum með eigin ferðaútbún að, gegn vægu gjaldi. Einnig verða herbergi til leigu. Fram- reiddur verður morgunverður, eftirmiðdags- og kvöldkaffi, auk þþss máltíðir fyrir hópferðafólk ef beðið er um með fyrirvara. Vænst er þess, að þessi tilhögun njóti sömu vinsælda og síðasthð ið sumar. Frá Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi. I sumar verður dval- izt í Laugagerðisskóla á Snæfells nesi dagana 1. — 10. ágúst. Um- sóknum veita mótttöku og gefa nánari upplýsingar Eygló Jóns- dóttir, Vighólastíg 20, sími 41382, Helga Þorsteinsdóttir, Kastala- gerði 5, sími 41129, og Guðrún Einarsdóttir, Kópavogsbraut 9, sími 41002. Frá Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavik. Skrifstofa nefndar- innar verður opin frá 1/6 kl. 3:30—5 alla virka daga nema laugardaga sími 17366. Þar verða veittar allar upplýsingar varð- andi orlofsdvalirnar, sem verði , að þessu sinni að Laugagerðis- skóla á Snæfellsnesi. Kvennadeild Borgfirðingafél.: Konur munið skemmtiferðina 19. júní. Upplýsingar í simum 16293 — 30372 og 41979, látið vita fyrir 16. júní. Sumarferð kvenfélagsins Sunnu í Hafnarfirði verður far- in sunnudaginn 26. júní Nánar auglýst síðar. að hann hefði vaknað við sól- ardans í gærmorgun, og fjöll og hálsar titruðu í tíbránni, og mikið var að stytti upp. Ég heyrði fólk orða það í rigning- unni að • smíða sér örk eins og Nói gamli eða jafnvel kajak, eins og þann sem hvolfdi sunnan við Örfisey á dögunum. Allt er hey í harðindum, segir þar. En nú er sólin semsagt farin að hella geislum sínum jafnt á kolla réttlátra og ranglátra, og enn þarf engan skatt að greiða af sólskili. Ég labbaði mér framhjá Skatt- stofunni í gær, og mér heyrðist ekki betur, en ískraði í skýrslu- vélunum, þar sem þær voru kófsveittar að leggja á skattana þá vinsælu, sem kvu eiga að lækka eins og smjörið, þegar líð ur á sumarið, til þess að lækka Skattfjallið. En þá sögu sel ég ekki dýrara, en ég keypti hana. Þarna hitti ég snyrtilegan mann, ættaðan að vestan, þar sem galdramenn grasseruðu hér áður og fyrr meir. Hann var í sólskinsskapi og hélt á einni stórkók í hendinni. Storkurinn: Þú Ijómar allur, maður minn? Maðurinn hjá Skattstofunni: Já, og mér finnst ástæða til í allri þessari sól. Sumir eru með þær hrakspár, að þetta sumar verði sífellt rigningasumar, en hver getur sagt um það eftir að fólk hætti að trúa á gömlu veð- urspárnar? Þá var þetta allt svo auðvelt og þurfti engin gerfitungl til spádóma á veðri langt fram í tím ann. Þá var miðað við veðrið á einum sérstökum degi, venju- lega einhvern messudaginn eða hátíðisdag annan, og svo átti veður að vera eins næstu 40 daga. Þá var gaman að lifa og ef þetta gekk ekki aftur, þá mundu elztu menn ekki annað eins veður, og alltaf komu fyrir undantekningar. Mér finnst þú vera spakur i dag, maður minn, og ég er sam- mála þér um það, að fólk á eski að vera með þennan barlóm út af sumarveðrinu. Ef hann rignir einhvern daginn, þá er bara að bíða, eins og Amerikaninn sagði hér á stríðsárunum, og áður en maður veit, af er komið gott veð ur aftur. Og með það flaug stork urinn upp á flaggstöngina á Al- þýðuhúsinu, þar sem Skattstofan er til búsa, og reyndi að hlusta á söng skýrsluvélanna, ef ske kynni, að hann heyrði, hvort skattamir færu lækkandi í ár. Það skaðar ekki að vera bjart- sýnn á veður og skatta. VÍ8LKORIM Vertu góður fyrst og fremst frjáls og hreinn sem lindin aðra leið þú ekki kemst upp á hæsta tindinn. Gunnlaugur P. Sigurbjörnsson Minningarspjöld Minningarspjöld Kristskirkju, Landakoti fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu Landakots- spitala .Jónskjör, Sólheimum 35, verzlun Halla Þórarins, Ve*tur- 2j» til 3ja herb. íbúð óskast til leigu fyrir skozk hón. Glit h.f., Óðinsgötu 13 B. Sími 24105. Tapast hefur myndavél s.l. föstudags- morgun, frá N.F.L.-búð að stoppistöð Landleiða, Lækj argötu. Finnandi er beðinn að hringja í simá 30552. Ráðskona óskast norðúr í land. Upplýsingar í dag og á morgun í síma 50543. Iðnaðarhúsnæði Vil taka á leigu 60—100 ferm. húsnæði. Stór bílskúr kemur til greina. Upplýs- ingar í síma 12159, eftir kl. 7. Herbergi Ungan mann vantar her- bergi á leigu í Reykjavík. Upplýsingar í síma 40490 eftir kl. 7 á kvöldin. Ráðskona óskast við lítið mötuneyti úti á landi. Uppl. í síma 35879. Atvinna óskast Ungur reglusamur maður óskar eftir atvinnu, helzt við útkeyrslu. Er vanur. — Uppl. í síma 24535. Ný, hvít. ensk dömukápa til sölu. Tækifærisverð. — Laugateig 33. Til leigu Eitt herb. og aðgangur að eldhúsi. Hjón koma ekki til greina. Tilboð sendist af.gr. Mbl. merkt: „reglu- semi — 9363“. Barnavagnar Tveir góðir barnavagnar til sölu. Sími 41785. Keflavík Nokkrar notaðar snurvoðar og önnur veiðarfæri, til sölu strax. Upplýsingar í símum 2037 og 2516. Stúlka óskast á gott heimili í London. Upplýsingar í síma 37634. Loftpressa til leigu í stór og smá verk. Uppl. í sima 33544. Barnakerra til sölu. Upplýsingar i síma 37774. 3ja til 4ra herb. íbúð óskast til leigu, fyrir fá- menna fjölskyldu. Fullörð- ið fólk í heimili. Góð um- gengni og reglusemi. — Sími 32156. Til sölu Skoda station, árg. ’58, ný skoðaður. Til sýnis Hafnar stræti 1, kl. 8—6 daglega. Stórar kápur Stór karlmannaföt og mik- ið úrval af öðrum fatnaði. Notað og Nýtt, Vesturg. 16. Land Rover ’64 — benzín-bíU, til sölu. — Skipti á Vol'kswagen 1964 —’65 koma til greina. Upp- lýsingar í síma 30585 í dag og næstu daga. Volkswagen Óska eftir að kaupa Volks- wagen, ekki eldri en árg. ’64. Uppl. í sima 32945. Volkswagen ’64—’65 Vel með farinn, óskast. Staðgreiðsla. Upplýsingar í símum 12319, 12393 og eftir kl. 7 í sírna 16537. Hjónarúm með náttborðum, til sölu. Sími 15453. Ensk 15 ára stúlka, sem talar íslenzku, óskar eftir einhvers konar at- vinnu. Langar til að vinna á barnaheimili eða leik- velli. Upplýsingar í síma 51768. ATHUGIÐ Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. A T H U G I Ð Þegar miðað er við útbreiðslu, ei langtum ódýrara að auglýsa S Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Trommusett Ársgamalt Premier trommusett, sérlega vel með farið til sölu og sýnis í hljóðfæraverzl. Poul Bernburg, Vitastíg 9. Fjórar trommur, WFL Hi-hat og snare-strommustatif. 14 tommu Super-Zyn Cymballar og 20 tommu Super-Zyn Cymballi ásamt 16 tommu amerískum Zyldjan cymballa. Töskur utan um allt settið fylgja ókeypis og ýmsir auka- hlvitir. ZODIAC FORD ZODIAC, árgangur 1957, er til sölu, ef við- unandi verðtilboð fæst. — Bíllinn hefir jafnan verið í einkaeign og vel með farinn. — Nánari upp- lýsingar í síma 13635.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.