Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 18
18 MORGU NBLAÐIÐ MMMkuðhgur Í9. Jftnf f§99 ATVINIMA Stúlka ekki yngri en 20 ára óskast til afgreiðslustarfa r/z daginn. — Uppl. á staðnum milli kl. 5 og 6 e.h. ekki í síma. Vesturgarður Kjörgarði, 2. hæð. — Laugavegi 59. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllll WJW hrofr móðurinni er kært að barnið só vært... og því gefur hún því aðeíns jbað bezta! . Og það er COW & GATE CEREAL FOOD- tilbúinn, vísindalega samsettur kornmatur fyrír ungbörn, sem er framleiddur úr 3 korntegundum og þurrkaðri undonrennu að viðbœttum fjörefnum og steinefnum. COW & GATE barnamotur er sérstaklega neeringarikur og auðmeltur. Sérstök óherzla er lögð á bragðgœði og finnur móðirin það bezt á því, hve barninu er Ijúft að borða COW & GATE barnamat COW & GATE bornamatur inniheldur: í 100 grömmum hafra, maís, hveiti, Þurrger og þurrkoða undanrennu Fita .........................4,1g Eggjahvítuefní................... 22,2g Kolvetni...........................Ö4,2g Steinefni ........................ 4,5g | Votn............................. 5,0g Vítamín B1......................’ 0,7mg Vítamín B2...........f....\........0,7mg Níacin............................10,5mg Vítamín D ....................350 a.e. Kollc............................. 690mg Fosfor.............................65Ömg Jórn.............................. 14mg Kglorfur í 100 cjrömmum: 385 Mœður! lótið bornið dœma — og það mun diskinn tœma IIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIKIIIIIIIIIKMII EFHAGERÐ REYKJAYIK.UR H. f. Húsasmiðir Vantar 4—5 smiði nú þegar í mótasmíði og innréttingar. — Löng vinna. — Upplýsingar á milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 í síma 18451 og á daginn í síma 12678. Snyrlisérfræðingurinn IHademoiselle Garbolino frá 4‘ ^Ífí/\ovCfíSl Pans veitir yður leiðbeiningar um rétt val á snyrtivörum yður að kostnaðarlausu, í verzlun vorri í dag. HOLTSAPÓTEK Langholtsvegi 84. FYRIR ÞJÓÐHÁTlÐINA ROS BARNASKÓR MEÐ INNLEGGI HVÍTIR — BRÚNIR BARNASANDALAR MARGIR LITIR MARGAR GERÐIR. SKÖHÚSIÐ HVERFISGÖTU 82 — SÍMI11-7-88 BANKASTRÆTI — SÍMI 2-21-35 GRENSÁSVEGI 50. DRENGJASKÓR BRÚNIR — SVARTIR | MARGAR GERÐIR. TELPNA- OG UNGLNIGASKÓR MARGAR NÝJAR GERÐIR. — Kvikmyndir Framhald af bls. 12 myndarstúlku og undirbjó a5 stofnsetja með henni heimili. — Og með því að hann var úrvals- skytta, sem áður greinir, þá legg- ur hann fyrir sig þá atvinnu- grein, sem gat gefið einna mest uppgrip þar vestra um þær mund ir, en það var að skjóta menn. Glæpamenn. Ekki a'ð hann tæki við venju- legu böðulsstarfi, enda bófar þá aflífaðir með öðrum hætti af yfirvöldunum og eru raunar enn á þessum slóðum. Nei, það var að elta þá uppi á víðavangi, senda þeim kúlu og hirða ráns- feng þeirra. Hefði nú unnusta Santees haft þolinmæði til að bíða, á meðan hann var að skjóta sér inn pen- inga í búið, hefði ef til vill eng- in umtalsverð saga orði'ð úr þessu. Þau hefðu gift sig í fyll- ingu tímanna, börn hefðu þeim fæðzt og barnabörn, og þau hefðu sennilega ástundað rólegt, borgaraiegt líferni, unz þau hefðu safnazt til feðra sinna af einu eða öðru smávægilegu, ó- rómantísku tilefni. En nákvæmlega þannig viidi unnusta hans, Anna, ekki hafa það. Nokkru eftir að Santee er riðinn á mannaveiðar með byssu og skotfæri, tekur hún að huga að nýju mannsefni. Ver'ð- ur lögreglustjóri í nálægri borg fyrir valinu. Þau giftast og eign- ast barn með methraða miðað við þá tíma. Þegar Santee snýr aftur af bófaveiðum sínum, auð- ugur maðúr og fréttir um tryggðarof unnustunnar, reiðist hann og ákveður að gerast sjálf- ur bófi og hefna sín þannig á lögunum. Spretta af þeirri ákvörðun ýmsir sprellfjörugir atburðir, en sumir voveiflegir, sem hér verður ekki nánar lýs't, Kúrekamyndir verður að taka eins og þær eru. Þær eru ekki hátt skrifa’ðar hjá listaakademí- um nútimans og eru líka fæstar mikil list, eftir þeim skiiningi, sem tíðast er iagður í það orð. Að vísu er oft erfitt að greina í sundur varanlega strauma í listsköpun og listasmekk manna annars vegar og margbreytilegar tízkusveiflur hins vegar. — Samt sem áður munu fáar kúreka- myndir ná því að verða talin miki'l iistaverk. Þá mætti og hugleiða, hí/ert sagnfræðilegt gildi myndir á borð við þessa hafa. Var „vilita vestrið" eins villt og kvikmynda fremleiðendur sem um það fjalla, vilja vera láta? Um það er ég ekki dómbær, þótt grun- ur læðist að manni um það, að þar sé allmikið „yfirdrifið" á köflum. Tæplega geta þó þessar þjóðlifslýsingar verið hreint út í bláinn gerðar, hér er ekki seilzt svo langt aftur í fortíðina, að al- gjörlega fjarstæðar lýsingar þættu bjóðandi nútímamönnum. Svo að á sagnfræðilega sviðinu hafa þær sennilega nokkru meira gildi. Veigamesta ástæða þess, að slíkar myndir eru gerðar og sýndar, er sjálfsagt sú, að þær draga oft að drjúgan áhorfenda- skara. Áhorfandinn hugsar sem svo: — Mig gildir einu, hvað þeir nefna list, bara ef ég hefi gaman af því. — Þetta sjónarmið er skiljanlegt. List verður ekki þvinguð inn í vitund manneskju, ef hún er ekki móttækileg fyrir hana, og ekki væri heldur drengi legt á þessari öld lífsleiðans að setja þvingur fyrir það, að menn eigi kost á að sjá „skemmtunar- leiki“ vegna skemmtunarinnar einnar. — Dýrsti draumur manns hjartans í gegnum aldirnar hef- ur verið draumur um alsælu fremur en fulikomna list. „Þögn guðs“ hefur aldrei verið draum- ur hins þjáða mannkyns, heldur vinarkveðja hans í anddyri eilífrar gleði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.