Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLADIÐ Miðvikudagur 15. júní 1966 Sfunstaðn Sjólistæðisflokhs og Alþýðuflokks á Akronesi AKRANESI, 14. júní — Fyrsti bæjarstjórnarfundur eftir kosn- tngarnar var haldinn hér í dag, þriðjudaginn 14. júní í Templara húsinu og byrjaði kl. 16. í upphafi fundarins las Jón Árnason upp starfs- og málefna- *amning, sem Sjálfstæðismenn- trnir fjórir og Alþýðuflokksmenn trnir tveir höfðu gert með sér am Samstarf á næsta kjörtíma- bili. Síðan hófust kosningar og yar Jón Árnason (S) kjörinn forseti bæjarstjórnar. Fyrsti vara forseti bæjarstjórnar var kosinn Hálfdán Sveinsson (A) og annar yaraforseti Páll Gíslason (S). Björgvin Sæmundsson, verkfræð tngur, var kosinn bæjarstjóri til næstu fjögurra ára með sex atk. fjögurra Sjálfstæðismanna og tveggja Aiþýðuflokksmanna. Þrír 3kiluðu auðu (H-Lista- menn), Framsóknarmennirnir Daníel Ágústínusson og Ólafur J. Þórðarson og Alþýðubandalags maðurinn Ársæll Valdimarsson. I bæjarráð voru kosnir Valdi- mar Indriðason . (S), Hálfdán Sveinsson (A) og Daníel Ágúst- ínusson (F). Loks var kosið í hinar ýmsu fastanefndir. Kæra Daníels Ágústínussonar út af bæjarstjórnarkosningunum var tekin fyrir og dæmd ógild samkvæmt umsögn kjörstjórnar. Bæjarritari var kosinn Jón Ben. Ásmundsson. — Oddur. Ráðstefnu fiski- og haffræðinga lokið NÝLOKIÐ er á Akureyri ráð- stefnu norskra rússneskra og is- lenzkra fiski- og haffræðinga. Var þetta 10. ráðstefna þessara þjóða um þessi mál. Bera þar fiski- og haffræðingar þessara þjóða saman bækur sínar um rannsóknir á hafsvæðunum, sem þær eiga hagsmuna að gæta. Rannsóknirnar beinast einkum að því að rannsaka hafsvæðin með tilliti til ástands sjávar. — Rannsakaður er hiti sjávar, nær- ingarefnamagn hans og síldar- göngur. Þátttaka íslands hófst í vor með því að farið var í leið angur í byrjun maí, sem stóð í um hálfan mánuð. Var þessi leið angur farinn á Ægi og lauk hon- um, er ráðstefnan hófst og hitt- ust þá akip frá öllum þjóðunum á Akureyri. Frá Norðmönnum kom þangað hafrannsóknarskipið G. O. Sars, en frá Rússum haf- rannsóknarskipið Akamenikian Knipovitch. Störfum ráðstefnunnar var þannig háttað að innan hennar störfuðu nefndir, sem fjölluðu um hin ýmsu mál. Fjallaði. ein um svif, önnur um síld, hin þriðja um hafrannsóknir almennt o.s.frv. Aðalstarf ráðstefnunnar var síðan að skila sameiginlegu áliti um störf þessara nefnda. Álit þetta mun kunngert síðar, að því er Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur, fulltrúi íslands á ráðstefnunni, tjáði blaðinu í gær. Heiöraöir fyrir uppfinningar á tækjum til hagræðingar við síldarsöltun Á AÐALFUNDI Félags síldar- saltenda á Norður- og Austur- landi, sem haldinn var nú um helgina bar formaður félags- ins, Sveinn Benediktsson, fram eftirfarandi tillögu, sem samþykkt var í einu hljóði: „f tilefni af 10 ára afmæli Félags síldarsaltenda á Norð- ur- og Austurlandi samþykkir aðalfundur félagsins að heiðra þá Hjört Hjartar, Reykjavík, sem fann upp einfalt flutn- ingakerfi á síldarúrgangi, hausum og slógi, með renn- andi vatni, og Carl O. Tulini- us, Akureyri, sem fann upp síldarhringi til notkunar við síldarsöltun til þess að koma í veg fyrir að óeðlilega mikið af síld færi forgörðum við söltunina — me'ð því að veita þeim sem heiðursgjöf kr. 30.- 000.00 hvorum fyrir hug- kvæmni sína, sem sparað hef- ur síldarútveginum mikið fé“. Carl O. Tulinius fann upp hina svokölluðu síldarhringi árið 1935, en þá rak hann síld- arsöltunarstöð með föður sín- um, Ottó Tulinius, í Hrísey í Eyjafirði. Hringir þessir, sem erú ým- ist úr krossviði eða plasti, eru set'fir ofan á tunnurnar við uppsöltun síldarinnar og koma í veg fyrir, að efstu síldarlögin í tunnunni hrynji úr tunnunum við akstur þeirra frá síldarkössunum út á „planið“, þar sem tunnurn- ar eru látnar standa upp á endann í nokkra klukkutíma þangað til. þær eru „slegnar til“, þ.e. efri botninn settur í tunnuna og henni lokað. Einn ig hlífir hringurinn síldinni nokkuð fyrir sólskini og regni áður en lagáð er til ofan á tunnunum og þær „slegnar til“. Hjörtur Hjartar fann upp útbúnað til að flytja síldarúr- ganginn frá síldarkössunum sem síldarstúlkurnar standa við, þegar þær hausskera síldina, með því að setja renn- Carl Tulinius ur undir hausskurðarborðið (fjölina). Rennur flaumur af vatni eða sjó eftir rennunni og ber með sér hausa, slóg og úgangssíld að þró, sem úrgang urinn er geymdur í þar til hann er fluttur þaðan á bíl, Hjörtur Hjartar sem skilar honum til vinnslu í síldarverksmiðjunum. Áður stóðu síldarstúlkurnar í úr- gangskösinni við vinnu sína til mikilla tafa og óþæginda við verkiö. Báðar þessar uppfinningar hafa aukið mjög hagræðingu við síldarsöltun og sparað mikið fé við verkun síldarinn- ar. Hjörtur gerði uppfinningu sína árið 1948, þegar hann rak síldarsöltun. á Siglufirði á, veg- um Kaupfélags Siglfirðinga, sem hann veitti þá forstöðu. Segja má með sanni, að þeir Hjörtur. og Carl séu vel af þessum heiðri komnir og að það hafi verið vel til fallið að þeir fengju þessa viðurkenn- ingu fyrir hugvitssemi sina á 10 ára afmæli Félags síldar- saltenda á Norður- og Austur- landi. Háskóla fslands slitiö — 91 kandídat útskrifaðist ó óiinu — Frósögn ai athöfninni í GÆR kl. 14 var Háskóla Is- lands slitið í hátíðasal skólans. Athöfnin hófst með lúðraþyt og var leikið lag eftir dr. Róbert A. Ottósson. Þá gekk rektor há- skólans í salinn og með honum háskólaráð. Siðan flutti rektor, Ármann Snævarr ræðu og sagði hann í upphafi ræðu sinnar: „Hæstvirti menntamálaráð- herra herra borgarstjóri, kæru samkennarar og prófdómendur, kæru kandidatar, háttvirta sam- koma. Ég býð yður öll velkomin hing að í hátíðasal háskólans í dag til þessarar athafnar, sem stofn- að er til í því skyni að skapa formlega og heilstæða umgerð um afhendingu prófskírteina til kandidata háskólans á vordög- u'm 1966. Athöfn þessi er sam- fagnaðarhátíð og kveðjuathöfn og er nýmæli í sögu háskólans. Væntir háskólaráð þess að þessi nýbreytni muni mælast vel fyr- ir og sé hún fallin til að efla samstöðu og tengsl milli kandi- datanna innbyrðis og svo milli þeirra og háskóla þeirra. Dag- urinn í dag er heilladagur í sögu háskólans. Við prófloik í morgun var það sýnt að mun fleiri kandidatar hafa lokið prófum sínum þetta háskólaár en nokkru sinni áður. Hefur 91 kandidat lokið prófum á þessu háskólaári: 20 í janúar og 71 í maí og júní. Næstflestir hafa kandidatar ella orðið 1955, 75, og svo 74 síðastliðið ár. Þessi árangur nú í vor er hákólaimönn um fagnaðarefni, því að við telj um að þjóðfélagi okkar ríði ekki á öðru meir en að fá sem flesta velmenntaða menn til starfa. Gleggsti mælikvarðinn á starf- semi skólans útá við er vissu- lega sá, að hann brautskrái eins marga kandidata og þjóðfélagið þarfnast hverju sinni. Sá mæíi kvarði er þó engan veginn ein- hlítur. Starfsemi háskóla verð- ur ekki réttilega virt nema að kannað sé hvort þar sé starfað af alúð og hver kostgæfni og Kandídatar hlýða á ávarp rektors. I forgrunni gefur að lita tlr. Gylfa Þ. Gíslason, menntamala- ráðherra og Geir Hallgrímsson, borgarstjóra. ^ í gær elja sé lögð við kennslustörf og rannsóknarstörf háskólans ættu aðrir að dæma en við háskóla- menn sjálfir. Hitt vildi ég gjarn- an mega leggja áherzlu á, að ég tel stúdenta háskólans stunda nú nám sitt a£ meira kappi og einbeyttni en var á ár- um fyrr. Og virðist mér vinnu- brögð þeirra svipuð og gerist við þá háskóla er ég hef átt kost á að kynnast erlendis. Nám við lítinn háskóla þar sem tengslin milli stúdenta og kennara og milli stúdentanna innbyrðis eru stórum nánari en við stóra háskóla veitir marga þroska kosti. Fræðileg leiðsögn ætti þar að verða fyllri og matin- leg tengsl öll dýpri og varan- legri. Háskólaráð telur þó, að þörf sé á að bæta hina fræði- legu og persónulegu leiðsögn cg Framhald á bls. 8 BLÍÐASTA vorveður var^urn allt land í gær, úrkomulaust og víða sólskin. Hitinn var víðast 10—12 stig og komst víða í 14—15 stig í innsveii- um. Um 1300 km suður af land- inu er að sjá lægð á kortinu. Hún mun valda vaxandi A- átt í dag og viða rigningu sunnanlands með kvöldinu. Lægð er um 1200 km suður af Vestmannaeyjum á hægri hreyfingu norður. Veðurhorf- ur næsta sólarhring: Suðvesturland, Faxaflói og ------ síðar kaldi, úrkomulaust að mestu. Breiðafjörður til Norður- lands, Breiðaf j arðarmið til Norðurmiða: Hægviðri, skýj- að með köflum. Norðausturland og Aust- firðir, Norðausturmið og Aust fjarðarmið: Austan eða norð austan gola, þokuloft á mið- um og annesjum. Suðausturland og suðaust- urmið: Austan gola, skýjað. Austurdjúp- Suðaustan eða austan gola og þokuloft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.