Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 32
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað nangstærsta og íjölbreyttasta blað landsins Fallhlífarstökk á Sanáskeiðinu Agnar K. Hansen stökk fyrstur íslendinga hérlendis 1 GÆRKVÖLDI fór fram fall- hlífarsíökk á Samflskeiðiinu, og var það þá í fyrsta skipti, sem ís- lenzkir menn stökkva í fallhlif hériendis. Aðstæður voru hinar besstu, nærfellt logn og skýin hátt á himni. Viðstaðdir voru margir helztu flugmálamenn íslands og menn úr Flugbjörgunarsveit- inni. Fyrstur stökk Agnar Koefod Hansen, flugmálastjóri, en næst- ur á eftir Sigurður M. Þorsteins- son, formaður Flugbjörgunar- sveitarinnar. Síðan fylgdu á eft- ir sex menn úr Flugbjörgunar- sveitinni. Þessir menn hafa æft fall- hiífarstökk frá t>ví snemma í vor innanhús, og farið í gegnum allar helztu fallhlífarstökksæf- ingar, sem mögulegt er að gera innanhúss. Hins vegar hafa þeir ekki stokkið áður raunverulegt faillhlífarstökk, eins og áður seg- ir. Bandariskur fallhiífastökks- maður, að nafni Stewart Eals hefur æft flugbjörgunarsveitar- mennina í vetur, og í gærkvöldi stökk hann með hverjum og ein- um þeirra og leiðbeindi þeim á annan hátt. Snkonralag nm fiskutshipun BLAÐIS fregnaði í gærkvöldi að samkomulag hafi náðst milli Dagsbrúnar og Vinnuveitenda- samibandsins s.I. sunnudag, varð andi vinnu við útskipun á íryst- um fiski í Reykjavikurhöfn. Sú vinna hefur legið niðri undan- farna daga. Muin samikomulag þetta vera grundvallað á venju- legu timakaupi að viðbættum bónusgreiðslum, ef ákveðnutn af- köstum er náð. / Mun samkomulag þetta hafa verið lagt fyrir fulltrúaráð verka manna í gær. Síðar roun haldinn um það fundur með þeim hafnar verkarruönnum, sem stunda þessa vinnu. Reykvískar trillur afla vel Svíar stærstu kaup- endurnir á saltsíld Sameiiiigíiv'tðræðum víð Ifússa haldið áfram í vikuniii SAMNJNGAR standa nú fyrir um sölu á saltsild. Hafa þeir Er- lendur Þorsteinsson, formaður Sildarútvegsnefndar og fram- kvæmdastjórar nefndarinnar, Jón Stefánsson og Gunnar Fló- ventsson dvalizt erlecdis þessara erinda. Munu þeir væntanlegir heim síðar í vikunni. Mbl. sneri sér til Jóns L. Þórð arsonar, varaformanns Síldarút- vegsnefndar, og spurðist fyrir um hvaða lönd myndu verða stærstu kaupendurnir í ár. Hann kvað stæistu viðskiptaþjóðina nú vera Svía, eins og s.l. ár, næstir á eftir þeim kæm;u svo Finnar og þriðju í röðinni væru Bandaríkjamenn, en sala á síld þangað hefur vaxið ár frá ári. Hins vegar hefðu ekki foorizt neinar fregnir um það, hve þetta væri mikið magn, sem þess- ar þjóðir hygigðust kaupa. Þá kvað Jón hafa tekizt samn- iinga við Noreg og Danmörku en ennibá væri ófrágengið, 'hve miik- ið magn það yrði. Þá væri enn ósamið við V-Þýzkaiand og ísra- el, en báðir þessir aðiiar hefðu keypt síld af íslendingum undan íarið. Loks sagði Jón, að viðrœður hefðu farið fram við Rússa, sem verið hafa stórir kaupendux ailt Iþar til í fyrra, um kaup á salt- síld í marz í vetur. Þessum sam- ræðum heföu þá verið frestað með vinsamlegu samkomuiagi, iþar til séð væri hvemig samn- ingar færu við aðrar stærstu við- skiptaiþjóðirnar. Mundi samininga viðræðum þessum við Rússa sennilega verða haidið áfram núna síðar í vikunni. Sigurður M. Þorsteinsson, yfirlögregMiþjónn og formaður Flug- björgunarsveitarinnar, við lendingu á Sandskeiðinu í gær. Sigurð ur stökk næstur á eftir Agnari K. Hansen, og varð því annar íslendingurinn til þess að stökkva í faRhlíf hér á landi. ALLSÆMILEG veiði hefur verið meðal reykvískra trillubáta að undanförnu, þegar gefið hefur á sjó. Flestir bátanna, se*n eru átta að tölu, hófu veiðar í byrjun maí. Mbl. hafði samband við Granda vigtina í gær og fékk þær upp- lýsingar, að fremur væri lang- sótt á miðin. Afli hefði verið allt frá 5 og upp í 1200 kg. yfir dag- inn og í fyrradag komu tveir foátar með 2,7 og 3,1 tonn, sem teljast má mjög góð veiði. Búast má við, að einhverjir foátar hætti nú á handfaeraveið- um og fari yfir á snurvoð, gefist hún foetur, en í gærkvöldi um lágnættið var leyfilegt að kasta í fyrsta sinn. Hörmulegf slys I Kaupm.höfn Einkaskeyti til Morgunblaðsins. Kaupmannahöfn, 14. júní. SÁ sviplegi atburður gerðist hér á hóteli í Kaupmannahöfn, að 4ra mánaða íslenzkur drengur sonur hjónanna, Þorleifs Matthí- assonar og Evu Maríu Matthías- son, kafnaði þar í rúmi sínu. For eldrar litla drengsins eru tann- læknar, búsett í Reykjavík. Móðir drengsins, af þýzkum ættum, var á leið í fjölskyldu- heimsókn til Þýzkalands. Er flugmannaverkfall SAS skall á, Ikomst hún ekki til Hamborgar. Útvegaði flugfélagið SAS henni til bráðabirgða gistiherbergi á stúdentaheimili í Rödovre. stúder.taheimili í Rödovre. Þetta gerðist á sunnudag. Þar lagði hún litla drenginn til svefns eftir að hafa gefið hon um að borða. Móðirin vissi að hann hafði tilhneigingu til þess að draga koddane yfir höfuðið, og því fjarlægði hún hann, áð- ur en hún vék sér frá til að borða. Fór foún því næst niður í foorðstofu stúdentafoeímiILsins. Er frú Eva María kom aftur til herbergis síns Skömmu siðar lá drengurinn lífvana á grúfu. Móðirin reyndi að vekja harn til lífs með „munn við munn“ aðferðinni, en það bar ekki ár- angur. Hann var því næst flutt- ur í sjúkrahús, en lífgunartil- raunir þar urðu árangurslausar. — Rytgaard. Export-lmport bankinn lánar F. I. 218 millj. kr. til þotukaupa Endanlegir sannningar Eiefjasf hér við fiilltrúa flugvélaverksmið|anna í næstu viku Washington, 14. júni (AP) GOVERNMENT’S Export-Import Bank, tilkynnti í dag, þriðjudag, að hann hefði samþykkt að lána Flugfélagi tslands 5,2 milljónir dollara (218,6 milljónir ísl. kr.) til kaupa á Boeing 727 þotu, á- samt tilheyrandi varahlutum. — Heildarsamningsupphæðin við þessi flugvélakaup Flugfélagsins er 6,9 miiljónir dollarar (296,7 milljónir ísl. króna) og mun 10% hennar verða greitt í pen- AKRANESI, 14. júní — Hand- færaskipið Haukur kom hingað í morgun með 20 tonna afla. Hann stundaði veiðarnar hér norður í flóa. Áhöfnin er tíu manns. AHur tri 1 ]ubátaf]otinn er á sjó í dag. — Oddur. INIæturvinnubanni aflétt í Sementsverksmiðjunni EINS og kunnugt er hefur verið næturvinnubann í Sementsverk- smiðjunni á Akranesi frá því um s.l. áramót, og það valdið því að oft hefur verið óhægt um að fá sement hér. Samfoingaviðræður um vimmu- bann þetta bafa staðið yfir að undanförnu milii fulltfúa Vinnu veiten-dasamfoan dsi ns aruvars veg- ar og Verkalýðeféiagíi Akramess hins vegar fyrir hönd þeirra, sem væntanlega munu vinna að þessu í Sementsverksmiðjunni. Samkomulag var undirritað milli þessara aðila í gær kl. 6, uim vaktavinnu og bónusfyrir- komulag. í gærkvöldi var svo foaldinn félagsfundur um þetta samkomiu lag, og var samningurinn sam- Frambald á bls. 25 ingum. Boeing-verksmiðjumar munu lána 15% samningsupphæð arinnar. — Lánið mun greiðast í 14 afborgunum, sem hefjast ár- ið 1967. Vextir verða 5,5% og hefur Ríkisstjórn Islands gengið í ábyrgð fyrir félagið. í framhaldi af þessari frétt, sneri Mbl. sér til Arnar O. John- son, forstjóra Flugfélags íslands. Hann sagði að F.í. fagnaði því að sjálfsögðu að Export-Imi>ort þankinn skyldi foafa samþykkt þetta lán, en að málið leegi nú fyrir lánanefnd ríkisstjórnarinn- ar og ríkisstjórninni sjálfri. Miðað við samiþykki hennar myndu síðan endanlegir samning ar við Boeingverksmiðjurnar foefjast í næstu viku. Fulltrúar flugvéla ve rksm iðj on nar væru væntanlegir hingað uim miðja næstu viku og ef saminingarnir gengju þá að óskum, mætti búast við að Boeing 727 þotan yrði komin hingað til lands næsta vor. Á sióskíðum til Hríseyiar HRÍSEVINGAR nrðu fyrir nokkuð óvenjulegri reynslu í fyrradag, því að þangað kom í fyrsta sinn í sögu eyjarinn- ar maður, sem farið hafði milli eyja og lands á sjóskið- um. Vakti koma hans að eynni því að vonum mikla athygli. Þegar betur var að gáð reyndist maðurinn vera 19 ára Dalvíkingur, Vignir Árna- son að nafni, nemandi í Menntaskólanum á Akureyri. Hann hefur verið að leika sér við sjóskíðaíþróttina síðan í fyrrasumar, smfðað sjóskíði sin sjálfur, og eins hraðbát- inn, sem dregur hann áfram. Hann ákvað í fyrrakvöld að bregða sér frá Dalvík út til Hríseyjar, en sú leið er um 5—6 sjómílur. Hann var 9 mín útur á leiðinni þangað, fékk logn og sléttan sjó aðra leið- ina, en báru á móti hinn helm ing leiðarinnar, og lýsti hann því þannig við fréttaritara Mibl. í Dalvík, að það hefði verið líkast því, sem ihann stæði á loftpressu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.