Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 17
Miðvíkuclagur 15. júrú 1966 MORCUNBLAÐID 17 horni Afríku Um landið á og ólgusvæðið Aden Arobiskur blaðamuður gistir ísland UM þessar mundir er staddur hér á landi arabiskur blaða- maður, dr. John J. Vianney, rit- stjori mánaðarrits er nefnist „Economist Forum", og gefið er út í senn í Aden, Somalíu og Lúxemburg;. Jafnframt skrifar dr. Vianney um evrópskar bók- menntir í eitt stærsta bók- menntatímarit, sem grefið er út á arabísku. Nefnist það „A1 Ma rifa“, sem þýðir „þekking;“ og er g;efið út í 15—20.000 eintök* um — en hefur, að sögn dr. Vianneys, miklu stærri lesenda- hóp, þar sem það er ofviða fjár- hag fjölda Araba að kaupa það og þeir fá tímaritið því að láni í bókasöfnum. Dr. John J. Vianney er fædd- ur og uppalinn í landinu á horni Afríku — Somalíu — sem á sér langa sögu. Menntun sína hlaut hann x Englandi og nú starfar hann í brezku nýlendunni Aden. Bæði þessi svæði, Somalía og Aden, eru lesendum eflaust kunn af fréttum, því að ókyrrð hefur verið þar nokkur undan- farin ár, einkum þó í Aden, þar sem hluti hinna herskáu íbúa nýlendunnar hefur með hermdarverkum og morðum reynt að losna við nýlendu- stjórn Breta. Þykir heimamönn um of langt að bíða ársins 1968, en þá er ætlunin að landið fái sjálfstæði. í Somalíu hefur verið að mestu kyrrt í innanlandsmálum frá því landi'ð fékk sjálfstæði árið 1960. Ófriðarhættan á þeim slóðum felst í því, að Somalíu- menn hafa mikinn áhuga á því að fá í sinn hóp um hálfa milljón Somalíumanna, sem bú- settir eru í svokölluðu Harar- héraði í Eþíópíu, 250.000 Som- alíumenn, sem búa í norður- hluta Kenýa og 200.000 Somalíu menn, sem búsettir eru í Franska Somalíulandi. Þeir, sem ráða í þessum löndum, eru hinsvegar ekki sammála og hef ur því komið til átaka á landa- mærum þessara ríkja. Dr. John J. Vianney er til fs- lands kominn til þess að kynn- ast högum landsmanna og mun dveljast hér til 20. þessa mán- aðar. íslenzkir blaðamenn hittu hann að máli fyrir nokkrum dögum, fyrir milligöngu Bjarna Guðmundssonar, deildarstjóra í utanríkisráðuneytinu, en ráðu- neytið hefur að einhverju leyti styrkt dvöl dr. Vianneys hér. Aðspurður hvað hefði vakið áhuga hans á íslandi svaraði dr. Vianney, að Somalíumenn hefðu mikinn áhuga á að kynn- ast Norðurlöndunum öllum, en þó sérstaklega þjóðum, sem þekktu hvað það væri að vera undir annarra yfirráðum. Af íslendingum gætu Somalíu- menn margt lært, einkum á sviði fiskveiða. Somalía hefur feikn langa strandlengju og mikla möguleika til fiskveiða, en til þessa hafa þær verið stundaðar með lítilli fyrir- hyggju og fiskimenn verið held ur lítils virtir þjóðfélagsþegn- ar. Kváðst hann hugsa gott til þess að segja löndum sínum, að norður á íslandi væru fiski- menn með virtustu mönnum þjóðfélagsins. Dr. Vianney skýrði nokkuð frá löndunum báðum, Somalíu og Aden, sem liggja hvort sínu megin við Adenflóann. Somalía — land ljóðsins Afríkulýðveldið, sem nú nefn ist Somalía, fékk sjálfstæði sum arið 1960. Teljast til ríkisins þau landsvæði, er áður voru kunn sem Brezka Somalíland og ítalska Somalíland, hvort- tveggja nýlendur frá fyrri öld. Somalíumenn, sem taldir eru um fimm milljónir, að sögn dr. Vianneys, eru að mestum hluta hir'ðingjar — flakka um með kvikfénað sinn og setja sig þar niður, sem beitiland er bezt hverju sinni. Stærsta borg landsins er Mogadishu, höfuð- borgin, sem telur nokkuð á ann- að hundrað þúsund íbúa. Somalíumenn eru Múhameðs- trúar. Þeir eru Hamítar og tala flestir sömu tungu, svonefnda norður-somalísku. Arabísku skilja margir og margir kunna einnig ítölsku og ensku. Standa nokkrar deilur um það, hvort heldur sé betra latneskt letur eða arabískt. Jafnframt eiga Somalíumenn sitt sérstaka letur, sem nefnist Osmania og bókmenntir á því letri. Ljóðlist er í hávegum höfð í Somalíu, sagði dr. Vianney, að átta menn af hverjum tíu væru hag- yrðingar. Þjóðfélagið skiptist áð vissu leyti í tvo hópa, hirðingjana, Samaale, sem búa í norður- hluta landsins, og svonefnda Sab, sem stunda akui'yrkju í suðurhlutanum. Hinir fyrr- néfndu eru herskáir og slær tíð um í brýnu með ættflokkum í samkeppninni um beitilöndin. Innan ættflokkanna ríkir hins vegar lýðræði hið mesta. Eignir eiga allir í sameiningu og allir fullvaxta karlmenn taka meiri- háttar ákvarðanir sameiginlega. Úlfaldinn — kameldýrið —- er „status symból“ Somalíu- mannsins og fastar reglur um verðgildi hans. Einn úlfaldi er metinn á 35 sterlingspund. Þá gildir sú regla að mannvíg skuli bæta með hundrað úlföld- um. Líf kvenna er helmingi ó- dýrara — kostar fimmtíu kamel dýr. Sem dæmi um jafnaðaranda Somalíumanna, sagði dr. Viann- ey, að kæmi ungur stúdent frá Somalíu til London, félítill eða jafnvel félaus, stæði það ekki lengi, allir Somalíumenn, er þar væru staddir, myndu telja það sjálfsagða skyldu sína að hjálpa honum. Kæmi stúdent hinsveg- ar svo fjáður, að löndum hans þætti meira en góðu hófi gegna, væri tekið af fé hans. Ástandið í fræðslumálum Somalíu hefur farið mjög batn- andi síðasta áratug en þó eru aðeins 10% íbúanna læsir og skrifandi. Frá því landið fékk sjálfstæði hafa fjölmargir eg- ypzkir kennarar starfað í Som- alíu. Flýtt hefur verið stofnun skóla eftir föngum, en æðri menntastofnanir eru fáar. Há- skóla var þó komið á laggirnar árið 1960, en flestir Somalíu- stúdentar fara til Bretlands eða Ítalíu til framhaldsnáms. Til- finnanlegur skortur er á sér- menntuðum mönnum. Sagði dr. Vianney, að háskólamenntaðir menn væru enn ekki fleiri en 150—200 talsins. Fyrir utan landamæraskær- urnar, sagði dr. Vianney, að helztu vandamál Somalíu væru efnahagsleg. Atvinnulíf landsins hefur verið afar fá- breytt. „Það má segja, að við höfum varla ræktað annáð en banana“, sagði hann, en bætti Við, að töluvert væri einnig flutt út af kvikfénaði, skinnum, baðmull o. fl. Landið er í tengslum við Efnahagsbandalag Evrópu og hefur mikinn áhuga á að auka þau. Sem fyrr segir, eru Somalíu- menn yfirleitt Múhameðstrúar — lúta Allah a.m.k. í orði. Sjálf ur kvaðst dr. Vianney þó vera rómversk kaþólskur og á sú trú hans rætur að rekja til atburða, er gerðust í Somalíu um síð- ustu aldamót. Þá kom til trúar- bragðauppreisnar gegn Bretum og stóð fyrir henni maður, að nafni Mohammed Bin Abdullah Hassan, sem varð þekktur und- ir nafninu „The Mad Mullah“. Hassan þessi naut mikils álits fyrir vizku, menntun og guð- hræðslu og var einnig kunnur sem mikilhæfur sáttasemjari. Framan af hafði hann samvinnu við brezku yfirvöldin, en árið 1899 sló í brýnu milli hans og nýstofnaðarar trúboðsstöðvar og jafnframt kólnaði milli hans og stjórnarinnar með þeim af- leiðingum, að allan næsta ára- tug stóðu yfir blóðugar skærur og bardagar milli manna hans og Breta. Þeir Somalíumenn, sem neituðu að játa trú Hass- ans, voru ofsóttir af mönnum hans og leituðu þá margir skjóls hjá kristnum trúbo’ðum og létu skírast. Áhugi Breta á Somalíu vakn- aði fyrst að marki eftir að þeir voru seztir að í Aden árið 1839. Fóru brezkir landkönnuðir þá að kanna landið hinum megin flóans og í kjölfar þeirra fylgdu franskir, ítalskir og þýzkir land könnuðir. Kepptust Bretar, ítal ir, Frakkar og Egyptar síðan um yfirráð á Afríkuhorninu upp úr miðri öldinni og síðar bættist í leikinn Abyssinía eða Eþíópía, undir forystu Mene- liks keisara. Núverandi landa- mæri Somalíu og erjurnar við nábúaríkin eiga að mestu rót að rekja til hrossakaupa þessara þjóða um aldamótin, þar sem Somaliumenn sjálfir fengu ekk- ert til málanna að leggja. I heimsstyrjöldinni síðari voru öll Somalíusvæðin, utan Franska Somalíland, sameinuð undir brezkri stjórn, sem vernd arsvæði Breta, en 1950 tóku ftalir aftur við sínum fyrri yfir- ráðasvæðum með samþykki Sameinuðu þjóðanna, gegn .því skilyrði, að þeir byggju lands- menn undir sjálfstæði að ára- tug liðnum. Brezka landsvæðið fékk sjálfstæði 26. júní 1960 og hið ítalska 1. júlí sama ár. Voru þau sameinuð undir eina stjórn, áð undangengnum kosn- ingum, komið á þjóðþingi, þar Þannig ferffast hirðingjarnir í Somaliu um rneff íöggur sínar og kvikíénaff. Dr. John J. Vianney. sem nú eiga sæti 123 þingmenn í einni deild. Stjórnarf.lokkur- inn, Somali Youth League — SYL — langstærsti flokkur landsins hefur þar 110 þing- sæti, en helzti andstöðuflokkur- inn, Somali Democratic Union, hefur 13 þingsæti. Við sjálfstæðistöku var kjör- inn forseti landsins Adan Ab- dulla Osman, forseti SYL, fæddur árið 1908. Að sögn dr. Vianneys er Osman, forseti, mikill friðarsinni, hefur per- sónulega ekki trú á, að deilu- mál ríkjanna verði útkljáð með vopnum. Engu að síður hafa Somalíumenn komið á laggirn- ar um 20.000 manna her, sem sagður er vel skipulagður og búinn góðum vopnum, fengum bæði úr austri og vestri. Sagði dr. Vianney, að bæði Vestur- veldin og kommúnistaríkin hefðu augastað á Somalíu vegna mikilvægrar legu landsins, en Somalíumenn óskuðu þess eins að geta haldið sínu sjálfstæði óskertu og orðið aðilar að fyrir- huguðu ríkjasambandi Austur- Afríku. Aden — fornfræg viffskiptamiffstöff Handan við Adenflóann ligg- ur hið svokalla’ða Suður-Arabíu ríkjasamband, sem 17 ríki til- heyra, þar á meðal brezka ný- lendan og verndarsvæðið Aden. Aden hefur síðustu árin verið brezkum stjórnarvöldúm slæm- ur höfuðverkur og er það margra mál, að Bretar bíði þess með engu minni óþreyju en Adenbúar sjálfir að landið fái sjálfstæði 1968, hversu slæmt sem þeim kunni að finnast að missa hina mikilvægu herstöð þar. Ekki vilja Bretar þó flýta sjálfstæðinu, telja sig þurfa ýmsu að koma í lag á’ður, bæði eigin hagsmunum og högum landsbúa. í Aden búa, að sögn dr. Vianneys, um 250.000 manns. þar af helmingur Jemenar. Aðr ir eru Indverjar, Pakistanar, Somalíumenn, Grikkir, Armen- ar o. fl. Brezku nýlendunni til- heyra einnig nokkrar eyjar, Perim, syðst i Rauðahafi, og Kuria Muria, fimm smáeyjar undan strönd Oman. Sjálf borgin Aden, sem stað- sett er í geysimiklum eldgíg, er merk og fornfræg. Snemma á öldum varð hún mikilvæg verzl unarmiðstöð, þar sem mættust kaupmenn frá Evrópu, Afríku og Asíu. Vörur voru fluttar til Aden og annarra borga á Ara- bíuskaga allt austan úr Kína og þaðan áfram til Egyptalands. Grískt landfræðirit frá því árið 50 eftir Krist hefur að geyma ýtarlegar frásagnir af helztu borgum á skaganum og þeim vörutegundum, sem þar var verzlað með. Og uppgröftur og fornminjarannsóknir á fornum borgarrústum, stíflum, áveitu- kerfum og viggirtum vegum hafa leitt í ljós mikinn fróðleik um þessa mikilvægu samgöngu miðstöð, allt frá fyrstu öld fyrir Krist. Ári’ð 1513 hertóku Portúgalir Aden en misstu, svæðið til Tyrkja 1539. Öld síðar urðu Tyrkir að hörfa fyrir Aröbum norðan úr Jemen — en 1728 hröktust þeir undan soldánin- 1 Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.