Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 21
f Miðvikudagur 15. Jöní 1966 MORGU NBLAÐIÐ 21 — Aden Framhald af bls. 17. um af Lahej, sem innlimaði Aden í ríki sitt. Árið 1839 náði brezka Austur-Indlandsfélagið þar yfirráðum og með opnun Súezskurðarins 1869 blómguð- ust viðskipti og siglingar svo mjög, að Aden varð aftur mið- stö'ð viðskipta Evrópu og Aust- urlanda. Hvort Aden verður áfram í Suður-Arabíu ríkjasambandinu, þegar sjálfstæði er fengið, er með öllu óljóst. Að sögn dr. Vianneys telja flestir Adenbú- ar, a.m.k. Jemenar, að Bretar hafi neytt ríkið í sambandið. Geysilegur munur er bæði á stjórnarfari og þróun í Aden og hinum ríkjunum 16. Aden er auðugt landsvæði, þar eru m.a. miklar olíuhreinsunarstöðvar og höfnin — fríhöfn — er geysi mikils virði, þar koma að jafn- aði 45—50 skip á dag. Telja Adenbúar því, að sögn dr. Vianneys, að þeir eigi kröfu á meiri áhrifum innan S-Arabíu- bandalagsins, en þeim hefur verfð ætlað. Stjórnskipulag í Aden er allt öðruvísi en í hinum ríkjunum 16, sem hafa lénskipulag. Sem stendur er Aden að vísu undir beinni stjórn brezka landsstjór- ans, en haustið 1964 voru haldn- ar þar lýðræðislegar kosningar og kjörið 16 manna ráð til að fara með innanlandsmálefni. — Þegar formaður þess sagði af sér, vegna ágreinings um stofn- un S-Arabíusambandsins, tók við stjórn undir forsæti manns, að nafni Mackawee. Hann barð- ist frá upphafi gegn því, að Ad- en gengi í sambandið og þegar hitnaði baráttan og morð og skemmdarverk ur'ðu daglegir viðburðir, án þess stjórn Macka weas svo mikið sem andmælti hryðjuverkunum, tóku Bretar völdin aftur í sínar hendur og námu úr gildi stjórnarskrá landsins. Gerðist þetta 25. september sl. og hefur lands- stjórinn, Sir Richard Turnbull, síðan farið með völd. Fyrir hryðjuverkunum I Ad- en stendur hreyfing, sem kallast „National Front for the Libera- tion of the Occupied South“., skipuð afar herskáu fólki, að ■ögn dr. Vianneys. Nýtur hreyf- ingin stuðnings frá Jemen og Egyptalandi. Egyptar vinna að því að ná Aden undir sitt á- Ihrifasvæði, þar eð þeir gætu þá haft í hendi sinni alla umferð um Súezskurð og Raúðahaf. Dr. Vianney kvaðst þeirrar skoðun- or, að Adenbúar myndu kjósa að sameinast Jemen, svo framar lega sem samningar kæmust á milli konungssinna og lýðveldis *inna í Jemen og friðsamleg uppbygging landsins gæti haf- izt, sem væri bráð nauðsyn, því oð Jemen væri hvað skemmst á veg komið allra ríkja heims. Héldi ófriðurinn hinsvegar á- fram mundu þeir reyna að halda sig utan við hann. »9 auglýsing i útbrelddasta blaðtnu borgar sig bezt. Sportsokkar Mikið af fallegum barnasokkum. R.Ó. Búðin Skaftahlíð 28 — Sími 34925. Sölufólk óskast til að selja merki Þjóðhátíðardagsins 17. júní. Há sölulaun eru greidd. Merkin eru afhent í skrif- stofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Vonar stræti 8, fimmtudaginn 16. og föstudaginn 17. júní. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND. Vonur kranamaður óskast Jarðvinnslan sf. Símar 32480 og 31080._ Roxburgh Skozkar barnapeysur Stærðir: 20 — 34. R.O. Búðin Skaftahlíð 28 — Sími 34925. \ ln crlre HSA<^A Þ]ónustustúlkur óskast í súlnasal. — Upplýsingar í anddyri súlna- salar miðvikudaginn 15/6 ’66 milli kl. 5—7 e.h. — Upplýsingar ekki gefnar í síma. V-Þýzk úrvals sólhúsgögn ÚTIBORÐ. Falleg og traust borð með spenntum fótum sem hægt er að leggja saman. Stærð: 40x60 cm. Einnig fást kringlótt- ar plötur. Verð aðeins kr. 298.— BAKSTÓLAR með fótaskemmli Mjög þægilegir stólar með hæð- arstillingu og fallegum tréörm- um. Verð aðeins kr. 498.— Mikil verðlækkun SÓLBEKKUR Mjög léttur og þægilegur með hæðar- stillingu. Hentugur í sum- arbústaði eða á stórar svalir. Einnig er hægt að nota hann sem svefnbekk fyrir krakka. Verð aðeins kr. 645.— KOLLUR. Litill, þægilegur koll ur í tjöld og sumarbústaði. Verð aðeins kr. 120.— BORÐSTÓLL með tréörmum. Traustur og góður stóll til notkunar við borð á svalir eða í garða. Verð aðeins kr. 298.— Cuijón Styrkársson hæstaréttarlögmaður Hafnarstræti 22. — Sími 18354. .jMHidHMniiiHjiimintiinnHrttOiMiiímnmniiiniiir. .............................. P ................••^^^^■„iiii„Mitfr, ■biiiimhiIMN. ImMINNI MNM llMlKHliNNN* ‘MM.N,"H,HM,U",,,„".-l.' * Miklatorgi, Lækjargötu 4, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.