Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.06.1966, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 15. Júnl í'MtJ MORCU NBLADIÐ 23 Ræktunarsamböndin 20 ára FYRRI grein mín um ræktunar- samböndin endaði á því að spyrja um árangurinn? Hvað hef ur áunnizt á þeim tuttugu árum eem liðin eru síðan fyrstu rækt- unarsamböndin tóku til starfa? í árslok 1952 var vélakostur ræktunarsambandanna orðin sem hér segir: 10 skurðgröfur (en Vélasjóður 1 var þá og hefur alltaf verið } aðalaðili um skurðgröfueign og rekstur). 106 beltatraktorar með ýtu- búnaði, 1 2 beltatraktorar án ýtu, 32 hjólatraktorar, 21 kílplógur, 55 brotplógar, 40 akurplógar, 4 diskaplógar, 127 diskaberfi, 10 rótherfi. 14 fjaðraherfi, I, 2 traktorferjur, og eitthvað ( fleira af flutningatækjum. í árslok 1956 var traktoraeign ræktunarsambandanna orðin 155 beltatraktorar og 34 hjólatrakt- orar. Nýrri tölur um þessa hluti hefi ég ekki handbærar, veit ekki til þess að þær hafi verið birtar, en vitanlega hefur vélakosturinn þæði aukist, verið endurnýjaður og bættur stórlega hin síðari 10 árin, sem ræktunarsamböndin hafa starfað. Nýjar tegundir og gerðir ræktunarvéla hafa komið til svo sem tætararnir og Skerpi- plógarnir. Ræktunin 1945—1965. Á árunum 1920—23 er árleg bylt nýrækt að mjakast úr 35 ha upp í 81 ha ,og túnasléttur og nýrækt bylt og bylt alls úr 200 ha upp í 346 ha. Árið 1924 tekur bylta nýræktin dálítið stökk og kemst upp í 213 ha. Árið 1945 er bylt nýrækt orð- in 789 ha, en nýrækt og túna- sléttur samtals 1399 ha. Árið 1946 fer nýræktin í fyrsta sinni yfir þúsund ha. og er þá 2196 ha. Árið 1953 fer nýræktin í fyrsta sinni yfir 3000 ha, og er þá 3016 ha. — Og áfram held- ur það unz hin árlega nýrækt er nú orðin 4000—5000 ha. (1963 4421 ha, 1964 6036 ha). Aðrar töl ur sýna þó ef til vill þróunina ennþá ljósar og á einfaldari hátt. Á árunum 1921—1925 er töðu- fengur að meðaltali 647 þúsund hestar. Á árunum 1941—1945 er töðu- fengurinn orðin að meðaltali 1 millj. 333 þús. hestar. Og á árunum 1961—1963 er töðufengurinn minnstur 3 millj. 253 þús. hestar, en mestur 3 millj. 447 þús. hestar. Þetta hefur áunnist. Bnginn er þess umkominn að reikna út hver er hin raunverulega hlutdeild ræktunarsambandanna í þessari framsókn og framþróun, en öllu má ljóst vera að hann er mikill — mjög mikill, svo að annað verður vart tilgreint er þar beri hærra. En margt hefur stutt hér undir, svo sem skurðgröfurnar og löggjöfin um þær, tilbúni áburð- urinn bæði fyrr og á þessum 20 árum. Ekki vek ég athygli á 20 ára afmæli ræktunarsambandanna og því, hvernig þau Urðu til, með það fyrir augum að þess verði minnst með heildarskýrsluegrð eða á annan hátt. Jafnvel geri ég eigi heldur ráð fyrir að slíkt verði gert þegar samböndin sem stofnuð voru 1946 ná 25 ára aldr- inum. Skýrslugerð um heildar- störf og starfsemi ræktunarsam- bandanna yrði enginn hægðar- leikur, svo margt blandast þar inn í. Tuttugu og fimm ára afmæli. En það er annað 25 ára afmæli sem sannarlega ætti að verða minnst að nokkru, og þá fyrst og fremst með greinagóðri skýrslugerð. með yfirlitsskýrslu lem samtímis væri miðuð við sýslur og hreppa. Þetta er 25 ára afmæli framfærsluframkvæmd- auua, seui unnar hafa verið með skurðgröfum Vélasjóðs og öðrum gröfum á sama tíma. Þegar lýkur þessu ári hafa skurðgröfurnar verið að verki í 25 ár. Þess ætti að minnast með heildarskýrslu um framkvæmdirnar. Slíka skýrslu á að vera auð- velt að semja, hér eru hreinar línur og hægt um vik á þann hátt. Um leið gæfi slíik skýrsla allgóða hugmynd um starfsemi ræktunarsambandanna, það fer ekki hjá því. Svo vel vill til — vona að ég megi orða það svo — að til eru allvel greinargóðar skýrslur um skurðgröfumar frá 1942 og til ársloka 1951 eða fyrstu 10 árin. Á ég þar við rit- gerðirnar: Skurðgröfur Vélasjóðs 1942—1945 og skurðgröfur að verki 1942—1951. Vafalítið ætti að vera hægt oð safna upplýs- ingum um framkvæmdirnar síð- ustu 15 árin, svo að gott heildar- yfirlit fáist, eigi lakara en hin síðastnefnda skýrsla er, en hún kom út 1952.. Ég tel fulla ástæðu til þess að vekja athygli á þessu búnaðor afmæli, og réttmæti þess að haf- ist verði handa um útgáfu um- ræddrar heildarskýrslu. Hér er hinn rétti aðili Vélasjóður og Vélanefnd ríkisins, svo að ekki þarf að óttast að skorti mannafla né fjárkost til þess að koma þessu í framkvæmd, enda ekki um neitt stórvirki að ræða. Hér ætti að hefjast handa þegar á hausti komanda og gæti þá af- mælisritið verið fullgert og prent að á útmánuðum 1967, jafnvel þótt tölur um störf og afköst skurðgrafanna á þessu ári séu eigi framkomnar fyrr en í ferb. marz 1967. Síðari grein Framræs'luframkvæmdirnar á landi hér eru svo snar og merki- legur þáttur í búnaðarsögunni, og eru farnar að marka svo greinilega drætti í svipmót sveit- anna mjög víða, að það er sannar lega réttmætt að halda til haga fróðleik um þessa starfsemi og bókfesta yfirlit um þá hluti. Ofgnótt búvara. En aftur að ræktunarsambönd- unum. Árangurinn af starfi þeirra, hin mikla ræktun, hefur orðið til þess að þjóðin býr nú við ofgnótt búvara til neyzlu, sérstaklega mjólkur og mjólkur- vara. Það er talað um „offram- leiðslu“ og vissulega veldur af- mikil framleiðsla mjólkur fyrir innanlandsmarkað nokkrum vanda eins og nú sakir standa, og þó bændunum mestum. Lengi og vel voru bændhr eggjaðir lög eggjan að auka ræktunina — og framleiðsluna. Og löggjafarvald ið studdi þar vel uppundir, sem ekki skal vanþakkað. Og enn stendur þessi eggjan, en nú er þetta orðinn hálfgerður skolla- Xeikur, svo ekki sé kveðið fast- ara að orði, og bændurnir orðnir hálfgerðir leiksoppar. Með jarðræktarlögunum og lög unum um Ræktunarsamþykktir er sagt við bændur, herðið ykk- ur, ræktið meira, færið út tún- in, aukið framleiðsluna. Hér ýtir löggjafarvaldið á og æðstu for- sjármenn búnoðarmála lofa, hvetja, styrkja. Jarðræktarlögin nýjustu eru frá 12. apríl 1965, gleymum því ekki. En þegar „offramleiðslan“ gerir vart við sig, svo að um munar og veldur örðugleikum, segja hinir sömu aðilar, við bændur, eins og Hrafn rauði i Brjánsbardaga: Ber þú sjálfur fjanda þinn. Offramleiðslunni verið þið að sjá fyrir sjálfir — að mjög verulegu leyti, taka á ykkur þau skakkaföll sem hún veldur fjárhagslega. Og bændur verða að gjöra svo vel að ríía niður með annari hendinni það sem þeir hafa verið að byggja upp með hinni. Þeir taka á sig um þessar mundir einnar kronu verðfellingu á hvern lítra mjólk- ur sem þeir leggja inn í mjólkur- bú sín, til þess að vega á móti „offramleiðslunni". Mér er ekki ljóst hvort fólkið í kaupstöðun- um, og þá sérstaklega Reykjavík, gerir sér ljóst' hve alvarlegt þetta er. Meðalmjólkurinnlegg bænda í Árnes- og Rangárvalla- syslu mun vera um 35000 lítrar. Á meira en helming þess mjólk- urmagns fellur einnar krónu verðfellingargjald og á hinn hlutann 50 aura verðfellingar- gjald. Og þrátt fyrir þetta er enn sagt við bændur: ræktið meira — þá lagast þetta allt. — Hér er einhver skekkja í „hugsjóna- reikningum“ ráðamanna. Er það ekki eitthvað svipað þessu sem Skagfirðingar eiga við þegar þeir tala um „illa rekin trypp- in?“ Hér er að mjög verulegu leyti haldið rammskakkt á mál- um, — ræktunarmálunum. Ný stefna. Þegar mikið er gert fer sjald- an hjá því að það vill verða mis- vel gert. Svo hefir einnig orðið um ræktunina. Mjög mikið af henni er ekki annað en fremur léleg og illa gerð skyndiræktun, áburðarfrek og áfallasöm. — En þetta má helst ekki segja, þá rísa ráðamenn upp og andmæla, segja að „áreiðanlega" sé þessi gagnrýni, „þessir dómar ekki á rökum reistir nema að örlitlu leyti“. En slíkar fegrunaraðgerð- ir stoða ekki lengur, það verður að segja sannleikann í þessu máli. Hér þarf gjörbreytta stefnu í ræktunarmálum. Mikill fjöldi bænda — meiri hluti þeirra að tölu til, verður að fara að leggja á það megináherzlu að endur- bæta ræktun sína fremur en að auka hana að víðáttu. Plægja um hin frjómoldarvana nýrækt- artún, koma búfjáráburði niður í þau og endurrækta túnin þann- ig til frjósemis og bættrar eftir- tekju við hóflega notkun tilbú- ins áburðar. Breyta verður fram lögum frá ríkinu til ræktunar á þann veg að slík endurræktun miður vel ræktaðra túna sé bændum að því leyti tii engu síður hagkvæm heldur en aukin nýræktun. Hin árlega endurræktun eldri túna í spildum og stig af stigi verður að komast á sem fastur liður I bústörfum hvers bónda. Það er hin stærsta hagræðing í búskapnum heima fyrir sem nú bíður bændanna. En það 'iggur í hlutarins eðli að ræktunarsam- böndin koma hér lítt eður eigi við sögu. Á þessu verður að hamra hvað sem þeir segja þessir forraða- menn ræktunarmála, sem vilja halda óbreyttri stefnu í ræktun- armálum, stefnu sem var rétt í eina tíð, en er það ekki nú orð- ið og eins og nú standa sakir, og hvað sem þeir mörgu bændur segja, sem ennþá líta á það sem óframkvæmanlega hluti að plægja árlega spildu í túninu sínu til endurræktunar. Bætt ræktun. En er þá verkefni ræktunar- sambandanna þrotið, þeirra tími liðinn? Nei, vissulega ekki. Verkefnið stóra að ræsa fram mýrarnar til hagabóta er enn risavaxið og mun endast mörg- um ræktunarsamböndum um áratugi. Og svo er fjöldi bænda sem enn þurfa að láta rækta nýtt land til viðbótar áður rækt- uðu, og jafnhliða því sem þeir söðla um í ræktunarháttum og bæta eldri ræktun svo sem fyrr var sagt. Hlutur ræktunarsambandanna hefir verið mikill á umliðnum 20 árum, og enn getur hann ver-. ið mikill, þótt breytt við'norf valdi því að hin eiginlega rækt- un landsins — túnanna — færist brátt meira yfir á hendur hinna einstöku bænda heima fyrir. 1 Framhald á bls. 25 Er Þvottavélin yðar niðri í kjallara? Þurfið þér að hand-þvo sokka og peysur eða allan wash’n wear fatnað fjölskyldunnar eins og t. d. nælonskyrtur, undirföt, orlonpeysur pg stretch- buxur. Getið þér þvegið barnableyjur daglega í þvottavél? Hve oft komist þér að í þvottahúsinu? Daglega? Annan hvern dag? eða einu sinni í viku? Hvernig væri að fá sér litla auka-þvottavél? Hún gæti t. d. staðið á baðkerinu, þegar hún er í notkun. Helst þyrfti hún að komast fyrir inni í skáp þess á milli. Til þess verðui hún að vera lítil og létt. Og hún verður að þvo vel. Auk þess má hún ekki vera dýr. En, er hægt að fá slíka vél? JA — HÁ. Hún fæst í Kjörgarði, Laugav. 59, Þar er hægt að sjá daglega kl. 4—6 e.h. hvernig hún þvær og hún kostar aðeins kr. 2.380. Vélina má nota hvar sem næst í vatn, og hún þvær eins vel og fullkomnustu þvottavélar. Til þess þarf ekkert rafmagn. Þér snúið einfaldlega handfanginu í 4 mínútur. Síðan getið þér skolað í vélinni á sama hátt. Hún er létt, ca. 4,8 kg. Hún er sparsöm á þvottaefni, notar ca. 50 gr. í 7 lítra af vatni. Hún tekur 1,5 kg. af þvotti í hvert sinn. Hún er ennfremur sterk og þarfnast ekki viðhalds. En hversvegna þvær hún svona vel? Það byggist á þrýstingi sem myndast er gufa losnar úr vatninu, þegar belgnum er snúið. Þessi þrýst- ingur þrengir sápuleginum inn í vef fataefnanna og losar óhreinindi. Verzl. Búsáhöld SÍMl 23349. — SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.