Morgunblaðið - 19.01.1967, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1967.
Huíria Á Stefánsdóttir
skóSastj. 70 áral.jan.
ÞCEGAR skólastjóri Húsmæðra-
skólans á Blönduós, frú Hulda
Árdís Stefánsdóttir, átti 70 ára
afmaeli á síðasta nýjársdegi, þá
hefði ég gjarnan óskað að vera
staddur þar norður frá, og geta
tekið þátt í þeim fagnaði, sem
þar mun hafa verið. En atvikin
voru nú slík, að þetta gat ekki
orðið. Og líka skorti mig það
framtak að skrifa afmælisgrein
um frúna eins og rétt hefði ver-
ið. En það er nú svona, að þegar
ég hugsa um mínar vanrækslu-
syndir, þá dettur mér stundum í
hug hið forna spakmæli: „að
betra er seint en aldrei“. Þess
vegna ætla ég nú, þó seint sé, að
birta hér fáeinar línur. Með-
fram af því, að ég hefi oft hug-
leitt það, um afmælisgreinar, að
ekki skiptir það öllu máli hvort
þær eru skrifaðar og birtar vik-
unni fyr eða síðar.
Ég ætla samt ekki að rekja
hér æviferil frúarinnar. Það
hefir verið gért svo vel, að eng-
in ástæða er til að endurtaka
það. En ég get ekki látið hjá
líða, að lýsa því opinberlega, að
ég hefi lengi talið það mikla
gæfu fyrir Kvennaskóla Hún-
vetninga, fyrir Húnavatnssýslu í
heild, og fyrir allar þær mörgu
námsmeyjar hvaðanæfa af land-
inu, sem sótt hafa þennan skóla,
að þessi ágæta skólakona skuli
hafa tekið það að sér, að stjórna
honum svo lengi, sem raun er á.
Reynslan hefir líka sannað, að
hún og hennar starf er af mörg-
um mikils metið. Skólinn nýtur
virðingar og trausts. Aðsókn að
honum hefir á þessum tima ver-
ið svo mikil, að henni hefir ekki
verið unnt að fullnægja jafnóð-
um. Margir umsækenda hafa því
orðið að bíða næsta árs. Við,
sem kunnugir erum vitum líka,
að frú Hulda er fjölmenntuð
kona, svo skarpgreind, svo góð-
ur kennari, og svo slyngur skóla-
stjóri, að ég efast um, að hægt sé
finna aðra skólakonu í landi
voru, er unnt sé að taka til jafns
við hana, þegar alls er gætt.
Hve mikils virði þetta er liggur
eins og sumt annað fyrir ofan
það, að unnt sé að meta það
með orðum eða tölum. Andleg
þroskun og menningaráhrif eru
meira virði en svo.
Ég get ekki sneitt hjá því hér,
að gera athugasemd við það, sem
ég sá haldið fram í einni af-
mælisgreininni, að frú Hulda sé
miklu líkari móður sinni en föð-
ur. Ég álít þetta þvert á móti
hinu rétta. Ég skal játa að ég sá
frú Steinunni Frímannsdóttur
eigi fyrr en hún var nokkuð
öldruð kona. Ég veit samt, að
það er rétt, sem almennt var tal-
ið, að hún hafi verið fögur kona.
Hitt er víst, að hún hafði ekki
þennan skarpgáfulega1 og sér-
kennilega svip, sem var gleggsta
einkennið á Stefáni skólameist-
ara, og sem dóttir hans frú
Hulda hefir erft í ríkum mæli.
'Þegar alþingisrímurnar voru
ortar, um síðustu aldamót, þá
var Stefán Stefánsson kennari á
Möðruvöllum. Um * hann eru
meðal annars þessar tvær vísur
í rímunum:
1. „Innanhéraðs ýmsir vildu á
Alþing fara,
og Stefán minn á Möðruvöllum
maður sá er bar af öllurn".
2. „Hann er fríður vaxinn vel og
vígalegur,
bregður grön og glottir tíðum
gleðst hann oft af deilum
strdðum“.
í mínum augum hefir það allt-
af verið glöggt, að frú Hulda
Árdís sækir fríðleik sinn og
sína miklu kennarahæfileika
mikið meira til föður síns en
móður. Stefán var frægur um
land allt fyrir það hve frábær
kennari hann var. Það leynir sér
heldur ekki, að frú Hulda ber
sterkan svip af ýmsu öðru fölki
í Heiðarætt. En ég er henni ekki
svo kunnugur, að ég hafi nokkru
sinni séð hana í deiluskapi. Veit
því eigi hvernig hún mundi líta
út á þeim vettvangi. Þó held ég
að það eigi ekki við hana þetta
sem sagt var um föður hennar:
„gleðst hann oft af deilum stríð-
um“. Hulda er ekki deilugjörn
kona. Samt efast ég ekki um það,
að svo orðfim og skarpgreind
sem Hulda er, að hún mundi ekki
hafa verið, eða vera neinn lið-
léttingur, ef hún tæki þátt í
málefnislegum og alvarlegum
málasennum. En mér er Ijóst, að
þau einkenni fara eigi dult, sem
hafa aflað henni mestra vin-
sælda meðál nemenda og annars
fólks, en það er þassi íðilbjaria
góðmennska og frábæra kurt-
eisi. En það mun almennt talið,
að harðar deilur hljóti að vera í
andstöðu við þau einkenni. Ég
er nú samt sannfærður um, að
harðar málefnislegar deilur
þurfa ekki endilega að vera í
andstöðu við góðmennsku og
kurteisi. Veit ég því, að þetta
allt getur, ef svo ber undir, lagt
saman lófana í sömu manneskj-
unnL
Eitt þykir mér nærri undar-
legt um Stefán skólameistara,
þann mikla gáfumann, að ég hef
aldrei heyrt þess getið, að hann
fengizt neitt við Ijóðagerð. Var
þó afi hans, Sigurður á Heiði,
ágætt skáldý og ekki síður móð-
urbróðir Stefáns, Magnús Sig-
urðsson, sá er orti þessa alkunnu
vísu:
„Þó ég seinast sökkvi í mar
sú er eina vörnin:
ekki kveinar ekkjan þar
eða veina börnin".
Það er ljóst, að þennan mann
hefir grunað hvernig ævin
mundi enda. Hann drukknaði á
bezta aldri ásamt fleiri mönnum
vestur við Vatnsnes. Var þá 36
ára, ókvæntur og átti ekkert af-
kvæmi. Hann var sagður svo
bragfimur, að hann mælti vísur
af munni fram, eins fljótt og
aðrir töluðu í lausu máli og því
kallaður „talandi skáld“. Var
talið að hann væri oft fljótari að
botna vísur föður síns, en gamli
maðurinn sjálfur, sem var þó
talinn fljótur til. En þó Stefán
skólameistari hafi ekki fengizt
við ljóðagerð, þá leynist það
ekki í hans þingræðum, að hann
átti létt með að bregða fyrir sig
skáldlegum líkingum. Um frú
Huldu er sömu sögu að segja,
sem um föður hennar, að hún
hefir ekki svo vitað sé fengist
við Ijóðagerð. En skáldskapar-
andinn leynir sér ekki þegar hún
flytur ræður sínar. Þar gengur
hann svo greinilega gegnum alla
málfærslu, að ekki er um að vill-
ast. Ég veit líka, að hún hefir
mikla ánægju af Ijóðum. Á og
les mikið af ljóðabókum, og
hefir glöggt auga og sterka dóm-
greind til að meta ljóðagerð allra
okkar helztu sVAu-
Ég vil nú h^r með flytja frú
Huldu beztu þakkir fyrir allan
hennar skörungsskap, sem hús-
freyja á höfuðbólinu Þingeyrum,
og sem skólastjóri á Blönduós-
skóla. Ég þakka henni alla henn-
ar raunsnarlegu gestrisni, alúð
og ánægjustundir, sem hún hefir
veitt mér og öðrum héraðsbú-
um og gestum á heimili sínu >g
í margvíslegum mannfagnaði I
okkar héraði. Þar hefir hún viða
mætt á liðnum árum, og alltaf
til prýðis og ánægju. Að síð-
ustu þakka ég henni innilega
fyrir öll hennar miklu áhrif í al-
þingiskosningum í Austur-Húna-
vatnssýslu, alltaf síðan hún
flutti í sýsluna árið 1923. Hún
hefir aldrei farið dult með sína
sannfæringu um það hvað hún
telur landi voru og þjóð fyrir
beztu. Þess vegna hefir hennar
áhrifa víða gætt.
Ég óska henni og allri bennar
fjölskyldu hamingju og gleði á
komandi tíma. Ég óska þess, að
hún megi lengi lifa og njóta
góðrar heilsu.
Að síðustu óska ég þess, að hún
geri það að skapi Húnvetninga,
að stjórna skólanum enn um
nokkur ár, ef hún hefir óbilaða
heilsu. Ég er viss um það, að
þó löggjöfin um aldurshámark
embættismanna sé gölluð mjög,
þá mundi enginn gera athuga-
semdir við það ef unnt væri að
hún fengist til þess.
Reykjavík, 16. janúar 1967
Jón Pálmason.
Stói Mjög strax nHltHmwOlHlitOillHilH ‘útsala miEiiil afsláttur, komið og gerið sérlega glóð kaup
H=:i*S*ir ts:dWEr; Mik m~=~ Jaforgi
TÍZKAN
Laugavegi 27.
Skokkar á kr. 350,00.
Kvenkápur frá kr. 295,00.
Stretchbuxur frá kr. 450,00.
Brjóstahaldarar frá kr. 65,00.
Slankbelti f*á kr. 98,00.
Sundbolir frá kr. 195,00.
Kvenblússur frá kr. 50,00.
Barna- og dömusloppar frá kr. 150,00.
Peysur frá kr. 150,00.
Innit'öt á kr. 250,00.
Pils frá kr. 395,00.
HERRATÍZKAN
Laugavegi 27.
Drengjafrakkar frá kr. 150,00.
Herrafrakkar frá kr. 495,00.
Karlmannaföt á kr. 700,00.
Stakir jakkar á kr. 400,00.
Sundskýlur á kr. 30,00.
Skyrtur, karlmanna frá kr. 75,00.
Skyrtur, drengja frá kr. 35,00.
Stakar buxur á kr. 200,00.
Drengjasloppar á kr. 495,00.
Peysur frá kr. 250,00.
Stormblússur á kr. 100,00.
Leðurblússur á kr. 100,00.
STÚRKOSTLEG VERÐLÆKKUN
TÍZKAN Laugavegi 27 og HERRATÍZKAN Laugavegi 21