Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1967. Amerískir Brúðarkjóíar Brúóarslör Kvöldkjólar hvítir, bleikir, bláir. krónur, blóm. í úrvali. Jerseykjólar í tízkulitum, crimplenekjólar. Klapparstíg. Iðnaðarhúsnæði IÐNAÐARHÚSNÆÐI í Kópavogi 1100 ferm. á jarðhæð og 100 ferm. á 2. hæð. Stór lóð fylgir. Húsið selst fokhelt. Leiga kemur til greina. IÐNAÐARHÚSNÆÐI við Höfðatún, 2 hæðir, 140 ferm. hvort, er til sölu. Leiga kemur til greina. Iðnaðarhúsnæði við Lágafell, 5000 rúmm. og 2 skemmur samt. 650 fm. 2 þriggja herb. íbúðir eru í húsnæðinu. Stór eign- arlóð og leigulóð fylgir eignunum. Mjög ódýr upphitun. Upplýsingar veittar á skrifstofunni. FASTEIGNASALAN HÚS & EIGNIR. Bankastræti 6 — Sími 16637. Kvöldsímar 40863, 40396. SIPOREX | LÉTTSTEYPUVECGIR í ALLA INNVEGCI Fljótvirk og auðveld uppsetning. Múrhúðun ( ) óþörf. Sparar tíma og vinnu. SIPOREX lækkar byggingarkostnaðinn. SIPOREX er eldtraust. Hátúni 4 A, Nóatúnshúsinu, sími 17533, Reykjavík. SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR Laugarásbíó: HEFND GRÍMHILDAR (Die Nibelungen, siðari hluti) Aðalhlutverk: Rolf Henninger Maria Marlow Karin Dors Siegfried Wischnewski o.fl. I>á er tekið að sýna síðari lilut ann af Sigurði Fáfnisbana í Laugarásbíói. Fyrri hlutinn hlaut góða aðsókn og ekki slæmar umsagnir almennins, þótt ýmsir gagnrýnendur, þeirra á meðal undirritaður, væru ekki í alla staði ánægðir með hana. Annars virðist hlutlæg íhugun og umsagnir ekki vera sérstakt þjóðareinkenni Islendinga. Eng- inn er dómari 1 sjálfs sök, en þess hefur mér fundizt gæta hjá sumum beim, sem um mynd þessa hafa skrifað, að þeir hafi ekki látið við það sitja að gagn- rýna myndina, heldur hafi þeir einnig haft til'hneigingu til að láta í ljós andúð á einstökjm leikurum og jafnvel á heila fyr- irtækinu. Ég sé enga ástæðu til slíkrar afstöðu. Mér finnst það út af ''yr ir sig gleðiefni, að hinar forn- germönsku sagnir, sem verið hafa forfeðrum okkar hita- og aflgjafi gegnum aldirnar, veki áhuga erlendra kvikmyndafram- leiðenda og beri fremur að ór va þá starfsemi en ausa hana fúk- yrðum. Svo ég taki hliðstætt dæmi, og þó kannski öllu skýrara, pá hefi ég litla trú á því, að okkar ágæta þjóðleikhússtjóra ta'rst að gera mikið kvikmyndalista- verk úr Njálu, eins og hann mun þó hafa tilburði til og góð.'in vilja, eftir því sem fram kom í sjónvarpinu á dögunum. Hms vegar ber að meta þann áhuga og þann stórhug, sem þetta sýn- ir. Og vankanta, sem yrðu á slíku verki, bæri að vísu að harma og benda á, eftir því sem menn hefðu vit til, en að því búnu væri enginn að bættari að mínum dómi, þótt Guðlaugi væru veittar þungar átölur fyr- ir tiitæki sitt. Fremur væri von til þess, að örvandi og vinsamleg gagnrýni létti undir með honum að skila PiLTAR, EF ÞlÐ EIGIÐ UNNUSTUNA . ÞÁ Á ÉG HRINGANA / /pfry&v sfámy/dfrJe/? \ //<r<rfcsr<xr/ 8 \ 1 'v-c— BIG Vinnu við allra hæfi. Háir og lágir. — Vatnsheldir saumar. Olíuvarðir sólar. — 9 mánaða ábyrgð. Öðrum fremri að gæðum og verði. Kaupið TUF vinnuská og sannfærizt. Umboð: SVEINN HELGASON H.F. — Sími 14180. betra verki næst, þótt manni fyndist eðlilegra að einhver hinna fræknari rithöfunda okk- ar tæki að sér að skrifa kvjk- myndahandrit upp úr íslendinga sögunum. En á því er ekki vafi. að hið dramatíska efni ýmissa íslendingasagna er mjög ákjós- anleg uppistaða í kvikmyndir. Eins og ég minntist á í sam- bandi við umsögn mína um fyrri hluta kvikmyndar þessarar á sin um tíma, þá er einkum síðari hluti hennar verulega frábrugð- inn þeim söguþræði, sem okkur er kunnastur úr Völsungasögu og Eddukvæðum. Er það frávik mest, að Atli konungur, seinni maður Grímhildar (Guðrúnar Gjúkadóttur), er í þeim sögnum frumkvöðull að vígi mága sinna, bræðra Grímíhildar. En Grím- hildur var ekki með í þeim ráð- um og gerði raunar hvað hún gat til að reyna að bjarga bræðr- um sínum og hefndi þeirra síðar grimmilega, meðal annars með því að drepa tvö börn sín og Atla eiginmann sinn. En í kvikmyndinni er það Grím'hirdur sjálf, sem á stærst- an þátit í, að bræður hennar eru drepnir. Hafði Högni, ráðgjafi Gunnars konungs bróðir henn- ar, myrt Sigurð mann hennar (Fáfnisbana). Var það morð raunar framið með fullri vitund Gunnars, og hann og bræður hans vilja standa eða falla með Högna. Og heldur en fá ekki komið fram hefndum á honum, þá vinnur Guðrún það til að láta vega bræður sína alla. — All dramatískur fjölskylduharm leikur getur maður sagt. Sé litið á heildina, þá held ég, að síðari hluti myndarinnar sé heldur slakari en sá fyrri. Verð- ur þar öllu meira áberandi, að ,,dýpt“ skortir í karaktera. Gunn ar Gjúkason er eins og heldur viljalítið verkfæri í höndum hins slæma skúiks, Högna, Leik- ur Mariu Marlow í hlutverki Grímhildar er ekki nema í sléttu meðallagi. sums staðar jafnvel óeðlilegur. Hún persónugerir ekki nógiu sterkt örlagaboða hirmar löngu áfonmuðu hefndar. Látum vera þótt hún drepi bræður sína, það er varla meira tiltökumál en þegar hún er látin drepa börn sín í Völsungasögu. En slík kona barf á sterkari persónugerð að halda en Mariu Marlow tekst að laða fram_ í þessari mynd. „Drottning ís- lands“, Brynhildur, hefði hent- að betur í það hlutverk, ef leik- stjóri hefði mátt missa hana úr því hlutverki, sem hún fer 1 raun með. Að samanlögðu finnst mér leikur Brynhildar beztur, en skúrkurinn Högni fer einnig vel með hlutverk hins „sterka manns", en slíka þekkjum við marga frá okkar dögum. — Hins vegar veit ég ekki, hvar Atli Húnakonungur, sá mikli herforingi hefur orðið sér úti um hjartakrankleika. Það er að minnsta kosti ólíklegt, að hreyf- ingarleysi hafi svipt þann mann heilsunni. Líklega eru fslendingar og aðr ar norrænar þjóðir vandlátari á gerð kvikmynda úr fornger- mönskum hetjusögum en ýmsar aðrar þjóðir. Þar er snortið við efni, sem liggur nærri hjartarót- um þeirra. Sagt er til dæmis, að sumir bandarískir gagnrýnend- ur telji „Rauðu skikkjuna" ekki svo slaka mynd, þótt víðast hvar hafi hún hlotið heldur slæma dóma með norrænum þjóðum. Ekki er að vita nema Sigurður Fáfnisbani finni einnig náð fyr- ir augum vissra Vestmanna. Myndin er óneitanlega mikil að efni og ytra íburði og býr yfir talsvert mikilli spennu. Lands- lagssenur í fyrri hlutanum voru mjög fagrar, og lagði ísland þar til drýgsta skerfinn. En þrátt fyrir þetta mun flast- um „nákomnum mönnum“ finn- ast, að hér hafi verið hreyft við helgidómi af ónógum listasmekk. Efnið er líka vandmeðfarið og að sjálfsögðu ekki greiðfært fyr ir nútímamenn að lifa sig inn I það og skila þvi trúverðuglega á sviði. Samt álít ég, að betur hafi verið af stað farið en heima set- ið. Ef þeir, sem myndina gerðu leggja á ný til atlögu við svinað verkefni, þá eru þeir reynslunni ríkarL Taimsmíðaskólinn Próf verða haldin í maí næstkomandi. Þátttaka tilkynnist Kristjáni Ingólfssyni tannlækni, fyrir 15. apríl næstkomandi. Skólanefndin. Hafnarfjörður Til sölu tvær bílskúrshurðir, seljast mjög ódýrt. Upplýsingar í Ásmundarbakaríi, sími 50064. BLADBURÐARFOLK OSKAST í EFTIRTALIN HVERFI: Snorrabraut Aðalstræti Tjarnargata Laufásvegur II Sæviðarsund Baldursgata Lambastaðahverfi Meðalholt Nökkvavogur Talið við afgreiðsluna sími 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.