Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 32
Pierpont-úr Hermann Jónsson úrsmiður Lækjargötu 2. FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1967 Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað ís víða landfastur fyrir Norðurlandi SIF, flugvél Landhelgisgæzlunn- ar fór í gær um kl. 16.22 í ís- könnunarflug fyrir Norðurlandi. Var flugvélin ókomin úr könnun arfluginu um kl. 20.30 í gær- kvöldi, en þá var hún nokkru norðar en vaninn er og ætlaði að kanna meginísinn. Fyrsta ísinn hitti flugvélin fyrir 232°. fjórar sjómílur frá Látrabjargi og var þaðan mjög dreift jakahrafl allt niður í þrjár mílur frá landi að Kóp. Frá Kóp að Barða voru dreifðir ísjakar. Frá Barða að Straumnesi voru mjóar ísspangir. Þéttleiki þeirra var 1 — 3/10, en á milli þeirra voru stakir jakar. Isspöng var landföst við Sauðanes og Gölt. íshröngl var landfast við Grænu hlið og ísspöng landföst við Straumnes. Siglingarleið var fær i björtu. Frá Straumnesi að Rauðu- núpum voru dreifðar ísspangir, þéttleiki 1 — 3/10 og ná þær að landi á Hornströndum, Strönd- um ug allt aS Gjögri, 9 milur út af Skaga og þaðan 4 mílur af Sauðanesi. þrjár mílur af Siglu- nesi, 5 milur af Gjögrum, Vz míiu af Flatey og 5 mílur af Tjöroesi. Gerðu tunclur- dufl óvirkt VARÐSKIPIÐ Óðinn fór i gær til Norðurfjarðar til þess að gera óvirkt tundurdufl, sem þar hafði rekið. Frá Landhelgisgæzlunni fór Sigurður Sigurðsson, sem er sérfræðingur í eyðileggingu dufla á staðinn sem er skammt fyrir neðan Finnbogastaði. A svæðinu Skjálfandi — Axar fjörður, út af Skaga og Húna- flóa voru dreifðir ísjakar allt að lanJi. Siglingaleið er þó fær í björtu, en mjög varhugaverð eftir að dimma tekur austur af Siglunesi að Rauðunúpum. Isspangir og íseyjar eru áfram frá Rauðunúpum að Svínalækj- artanga, en gisna og eru orðnar mjög dreifðar við Langanes. Siglingaleið er greiðfær í björtu, en einkum varhugaverð, vestan við Svínalækjartanga. Norðanátt var í gær en sam- kvæmt upplýsingum Veðurstof- unnar á að bregða til suðaustan- áttar í kvöld. Er því óvíst um hvort breytt veður getur ekki bægt ísnum frá. ■0» Bjarmi II kominn á flot og hefur nú för sína gegnum skerjagarðinn. (Ljósm. Tómas Jónss.) Bjarma náð af strandstað — Tók fjórum sinnum niðri, en skemmdist ekki meira en orðið var — Þetta virðist allt svo einfalt, þegar því er lokið — sagði Kristinn Cuð- brandsson, sem sigldi Bjarma út BJARMI n frá Dalvík komst fyrir eigin vélarafli út fyrir skerjagarðinn við Baugstaða- fjöru í gær um kl. 7. Sigldi skip ið út um rennu í garðinum og varð að beygja þvi í vinkil tvisv ar á leið þess. Skipið tók f jórum sinnum niðri, en blæjalogn var á og örlítil undiralda. Leiðin út úr skerjagarðinum var merkt með flotduflum. Eftirfarandi frétt símaði Steingrímur Jóns- son fréttaritari Mbl. á Stokks- Þýzki pilturinn kom- inn til meðvitundar EINS og getið var í Mbl. í gær I Öræfum um hádegisbil á páska- fannst þýzkur piltur meðvitund- dag. Fréttaritari Mbl. í Kefla- arlaus skammt frá Skaftafelli í | vík, Helgi S. Jónsson, var stadd- ur austur við Skaftafell og tókst honum með aðstoð fleira fólks að halda lífi í manninum, þar til komið var með hann í húsa- skjól að Skaftafelli. Helga sagð- ist svo frá: Síldveiðor bonnaðor sunnnnlands Sjávarútvegsmálaráðuneytið hefur bannað síldveiðar fyrir Suðurlandi á svæðinu frá Hornafirði vestur um að Rit. Bann þetta gildir til 15 mai og er sett á þeim forsendum, að íslenzki sildarstofninn. af vorgots og sumargotssíld sé veikur fyrir og hann hafi far- ið hratt minnkandi undan- farin ár. Hafrannsóknarstofnunin og Fiskifélag íslands hafa lagt til að reynt verði að vernda stofnin ofveiði og hefur ver- ið rætt um ýmsar ráðstafanir sem enn eru í athugun og ekki hefur verið tekin ákvörð un um, samkvæmt upplýsing um Daviðs Ólafssonar fiski- málastjóra. — Ungi pilturinn fór út snemma á páskadagsmorgun og gekk frá Skaftafelli. Þegar farið var að óttast um hann var ferða fólk, sem beðið hafði fyrir neð- an Skaftafell, beðið um pff- stoða við leit. Fóru all’’- ferðalanganna að leita og dreifði fólkið sér á svæðið. sem álitið var að maðurinn gæti verið á. Laust fyrir hádegi fann Árni Ólafsson frá Keflavík síðan mann inn en gat hanr. lítið sem ekkert gert einn og náði í aðstoð og fór einn Xeflavíkurbílanna yfir móa og hraun eins langt og hann komst að manninum. Maðurinn lá í hrauninu og hafði tjóðrað sig við vörðu. Var hann meðvitund- arlaus og var andardráttur og hjartsláttur frekar daufur. Keflvíkingarnir tóku hann þegar upp og skáru af honum tjóðurböndin. Fluttu þeir hann að Skaftafelli, þar sem fólkið tók við honum. Tók heimilisfólk á Skaftafelli mjög vel á móti Framh. á bls. 31 eyri í gærkvöldi, en hann er jafnframt formaður björgunar- sveitarinnar þar- „Á flóðinu í kvöld kl. 7 sigldi Bjarmi II fyrir eigin vélarafli út úr skerjagarðinum austan víð Baugstaði. en ems og flestum er kunnugt hefur vérið unnið að björgun hans síðastliðinn háif- an mánuð. Björgun h.f., sem unnið hefur að björgun bátsins undir stjórn Kristins Guðbrands sonar tókst að lokum, það sem margir höfðu talið vonlaust. að bjarga bátnum, þótt oft hafi iit- ið illa út um að það myndi tak- ast. Margt fólk fylgdist með þeg ar bátnum var siglt út og hafa án efa fylgt honum margar blessunaróskir áhorfenda. Um leið og við kveðjum Bjarma þykir mér tilhlýðilegt, að þakka Jóni Stefánssyni og útgerðarfélagi hans á Dalvík fyr ir þá stórhöfðinglegu peninga- gjöf, sem hann sendi slysavarna- deildinni á Stokkseyri og óska Stokkseyringar honum og félög- um hans gæfu og gengis í fram- tíðinni." Þegar tekizt hafði að ná Bjarma II út fyrir skerjagarð- inn sigldi hann fil Þorlákshafn- ar og kom þangað um kl. 20.30. Mbl. náði I gærkvöldi tali af Kristni Guðbrandssyni, forstjóra Björgunar h.f., en hann var skip stjóri á Bjarma, þegar honum var siglt i gegnum skerjagarð- inn. Kristinn sagði: — Þetta virðist allt svo ein- falt, þegar það er búið. Skipið tók fjórum sinnum niðri, en ekki harkalega. Við urðum að renna honum yfir þessi ávölu sker og krækja sundið. Erfitt var að ná skipinu úr sandinum, því að aUar festing- ar biluðu og á botninum var úfið hraun. — Nei hann hefur ekki skemmst neitt við björgunina. Ég held ég megi segja að hann sé eins og þegar við tókum við honum strönduðum. Hann hefur kannski hruflast eitthvað í dag, en enginn leki hefur kom ið að honum og allar vélar eru í lagi. Nú bíð ég hér einungis eftir því að einhverjir frá Sam- vinnutryggingum komi og taki við honum. Okkar hlutverki er lokið. — Ég veit ekki hvað gert verður við skipið nú, hvort far- ið verður með það til Reykjavík- ur eða eitthvað annað. Satt að Framh. á bls. 31 Gamalt timburhús brennur á Vopnafirði Mikið tjón í brunanum, m.a. brann mikið af skjölum og reikningum hreppsins V OPNAFIRÐI, 29. marz. — Eldur kom upp i gamla læknis- bústaðnum hér um kl. 4 sl. nótt. Sveitarstjórinn, Guðjón Ingi Sig- urðsson, bjó i húsinu ásamt konu sinni, Jónu Haraldsdóttur, frá Reykjavík, og tveim börnum. FÆRÐ GREIÐIST nema á Austurlandi SAMKVÆMT upplýsingum Vegagerðar ríkisins er færð sunnanlands nú góð og er fært austur í Vík um Þrengslin. Þá er fært stórum bílum fyrir aust- ar, Vík. Góð færð er upp í Borgarfjörð og um héraðið, sömuleiðis stærri bílum um Snæfellsnes, um Bröttubrekku og í Dalasýslu. Ekki hafði í gær tekizt að opna veginn í Gilsfirði. Stórum bílum var í gær fært norður Holtavörðuheiði, alla leið í Skagafjörð. Stórir bílar voru í gær aðstoðaðir norður Strand- ir til Hólmavíkur. Yfirleitt var í gær greiðfært stórum bílum um Húnavatns- sýslur og Skagafjörð, en vegur- inn yfir öxnadalsheiði var lok- aður og var ekki gert ráð fyrir að hann yrði opnaður í bráð. í Eyjafirði var mikil ófærð, en fært var tsórum bílum um ná- grenni Akureyrar. Frá Akur- eyri og austur í Þingeyjarsýslur er með öllu ófært og á Austur- landi eru allir vegir ófærir. Þó mun ekki eins mikil ófærð á Suðausturland. Er t.d. fært frá Hornafirði að Lónsheiði og einnig frá Djúpavogi að Lónsheiði. í gær var mikil snjókoma á Austurlandi, en annars staðar á landinu var ekki úrkoma að ráði. Þar var einnig skrifstofa hrepps- ins. Sveitarstjórinn var einn í hús- inu, því konan hans og börn voru nýfarin með flugvél til Reykjavíkur. Smáhvolp hafði Guðjón hjá sér uppi á lofti, þar sem hann svaf. Hvolpurinn vakn- aði við reyk af eldinum og gelti svo ákaft, að jafnvel fólk vakn- aði í næsta húsi, svo og Guðjón. Hann smeygði sér í buxur og henti hvolpinum og smákettlingi út um glugga í næsta herbergi. Ætlaði Guðjón svo að reyna að bjarga einhverju úr svefn- herberginu, en varð strax frá að hverfa vegna reyks og hita. Guðjón varð að stökkva út um glugga þarna á annarri hæð og komu þá snjóskaflarnir í góð- ar þarfir. Guðjón gerði viðvart í gegnum símstöðina og var slökkviliðið komið á staðinn áður en hálf- tími var liðinn, en ekkert varð við eldinn ráðið og brann húsið svo að ónýtt er en stendur þó uppi. Allt innbú sveitarstjóra brann og mikill hluti skjala og reikn- inga hreppsins, ennfremur nokk- uð af peningaseðlum, sem geymdir voru í peningakassa á Framh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.