Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 8
8 MORGtTNBLiAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1967. Dúfnaveizlan eftir Halldór Laxness hefur nú verið sýnd í tæpt ár i Iðnó við óvenjn mikla að- sókn og afbragðs undirtektir. Sýningum er nú að ljúka, 54 sýning leiksins verður í kvöld og eru auglýstar fáar sýningar eftir á leiknum. Myndin sýnir atriði úr 1. þætti Dúfnaveizlunnar og sjást þar á meðal pressarakonan (Anna Guðmundsdóttir), pressarinn (Þorsteinn Ö. Stephen- sen) og Gvendó (Gísli Halldórsson). Fréttasyrpa f rá Moskvu 28. marz — AP VTKTOR Bakajev, siglinga- málaráðherra Sovétrikjanna, upplýsti í dag, þriðjudag, að Sovétmenn muni á næstunni gera ýmisskonar ráðstafanir til þess að auka kaupsk'pa- flota sinn og gerast þar með sjálfstæðari og óháðari öðram á sviði alþjóðavíðskipta, Upn- lýsti ráðtherrann á fundi með fréttamönnum. að kaupskipa- íloti Sovétríkjanna hefði num ið 9.5 milljónum lestum á sl. ári en á næstu þremur árum yrði hann aukinn í 13 milijón ir lesta. Ekk, kvað Bakajef Sovétimenn hafa sérstakan áhuga á því að verða mesfa siglingaþjóð heims — heidur væri hér einungis um að ræða nauðsyn þess, að þeir yrðu sjálfum sér nógir í vö u flutningum. Á síðasta árl fluttu erlend skip 54 milljón- ir lesta af varningi til sov- ézkra hafna — en sovézk skip 131 milljón lesta. Gromyko til Kairo Andrei Gromyko, utanríkis ráðherra Sovétríkjanna, fer á morgun, miðvikudag, flugl.iið is til Kairo, þar sem hann mun dveljast í þrjá daga. Er rætt um það í Kairo, að erindi hans sé að ræða um Aden-deiluna og þá reyna að koma i veg fyrir að til átaka komi milli Austurs og Vest- urs vegna þess máls. Fimm daga vinnuvika Uppiýst var í Moskvu i dag, þriðjudag, að á þessu og næsta ári muni 80% verka- manna í Sovétríkjunum taka upp fimm daga vinnuviku i stað sex daga eins og nú tlðk ast. Er þá ekki átt við verka- fólk i landbúnaðinum, sem telur um 28 milljónir, — en að sögn Viktors V. Grishins, yfirmanns sovézka verkalýðs sambandsins mun hin nýja lil skipan ná til 66 milljóna manna af þeim 79.7 milljón- um, sem starfa í öðrum grein- um atvinnulífsíns. Undirbúa geimferð? í síðustu viku sendu Rúss- ar tvö ómönnuð geimför á loft og eru þær tilraunir taid- ar undirbúningur þess að senda mönnuð geimför út í geim innan skamms. Sovétmenn hafa ekki sent mann út í geiminn frá því Alexei A. Leonov fór í fyrstu geimgönguna * marz 1965. Krúsjeff gagnrýndur Nýlega kom út í Sovétríkj- unum bók eftir einn helzía flugvélaverkfræðing og teikn ara Sovétríkjanna, Alexander S. Yakovlev. Hér er um að ræða sjálfsævisögu Yakov- levs, sem nefnist „Tilgangur lífsins“ og er þar dregin upp af mikilli gagnrýni mynd af Krúsjeff, fyrrum forsætis- ráðherra, sem leiðtoga, m a. segir frá deilu, er hann og Yakovlev áttu með sér í Baikonur, geimstöð Sovét- manna. Hafði Krúsjeff gagn- rýnt verkfræðinginn fyrir rit störf hans. Bandarískt hafrannsóknarskip til Odessa Fyrirhugað er, að banda- rískt hafrannsóknarskip komi til Odessa við Svarta'hafið í maí n.k. Vekur þessi fregn athygli fyrir það fyrst og fremst, að nú er liðið rétt ár frá því sovézk yfirvöld neit- uðu slíku skipi um að k >ma til Leningrad. Að vísu var það skip frá hernum, en eskí það, sem nú heimsækir Odessa. Samningur við Tyrki Sovétstjórnin hefur nýlega undirskrifað samvinnusa.mn- ing við tyrknesku stjórnina, sem miðar að því að efla efna hag Tyrklands. Munu Sovér- menn veita aðstoð við að reisa sjö framleiðslufyrirtæki, þar á meðal stáiiðju, alumini- um-verksmiðju og olíuihreíns- unarstöð. Hagnaðarkerfið í landbúnaðinum Á mánudag var birt 1 Moskvu áætlun um að taka upp í landbúnaðarrekstrinum hagnaðarkerfi svipað því, sem þegar hefur verið tek- ið upp í mörgum verksmiðj- um og fyrirtækjum í öðrum greinum. Samkvæmt áætlun þessari verða fyrst gerðar til raunir í nokkur hundruð rik- isbúum og stefna að því að reka þau með hagnaði, sem síðan verði notaður til að verulegu leyti til að efla starf semina og hag þeirra, sem að henni staxfa. Ennfremur munu stjórnendur ríkisbú- anna fá frjálsari hendur en áður um framleiðslu og sölu afurðanna þannig, að afkoma búanna verði sem bezt. Landbúnaðurinn 1 Sovét- ríkjunum er nú rekinn með tvennum hætti, — annarsveg- ar á ríkisbúum, sem eru rek- in eins og hver önnur ríkis- fyrirtæki — hinsvegar í sam- yrkjubúum, þar sem starfs- menn deila með sér ágóða og ábyrgð Á ríkisbúunxxm starfa um átta milliónir manna og fá þeir að jafnaði ákveðin mánaðarlaun. Á samyrkjubú- unum fara launin eftir þvi hvernig framleiðslan gengur. Ríkið hefur ákveðið hvað sé framleitt á hverjum stað og haft veruleg afskipti af sölu afurðanna. Sovézkur foguri tekinn að veiðum við Aluska innan 12 míína fiskveiðilögsögunnar nýju Washington og Juneau (Alaska), 28. marz, AP, NTB. Á MIÐVTKUDAG í fyrri viku var sovézkur togari tekinn að veiðum við Shumagin-eyjar úti fyrir Alaska, fimm og hálfa mílu innan við nýju 12-mílna fiskveiðitakmörkin sem Banda- ríkin hafa nú sett. Var skipstjór- inn færður til hafnar á skipi sínu, sekur fundinn um fisk- veiðar innan fikveiðitakmark- anna og gert að greiða 10 þús- und dollara sekt, sem sovézka stjórnin innti af hendi tveimur dögum síðar fyrir milligöngu sendiráðs síns í Washington. Fyrr í marzmánuði var annar sovézkur togari tekinn að veið- um innan fiskveiðitakmarkanna við Alaska og þá innan þriggja milna markanna. Var hann sekt aður um 5 þúsund dali og féð greitt fram refjalauat. Til sölu m. cl Risíbúð 4ra herb. í Laugameshverfi, um 100 ferm. og lítið undir súð. Við Rauðalæk litið niðurgrafin, 93 ferm„ 3ja herb. kjallaraíbúð. Sér- inng., sérhitaveita, tv. gler, harðviðarhurðir og teppi. Ný 2ja herbergja íbúð á 2. hæð við Hraunbæ. Suðursvalir, harðviðarinnrétt- ingar, tv. gler, parket á eld- húsi og svefnherbergi, stofa og forstofa teppalögð. Sam- eign fulifrágengin. 2ia herbergja kjallaraibúð við Ásvallagötu. tbúðin er nýleg með tv. gleri og teppum, sérinng. og sér- hitaveitu. Við Skipasund 2ja herb. kjallaraibúð með sérinng. og sérhita, verð 600 þús., útb. 300 þús. Skipa- & fasteignasalan KIRKJUHVOLI Símar: 14916 o? 13842 íbúðir óskast Vandað einbýlishús óskast til kaups. Má vera í smíðum. 2ja—3ja herb. nýlegar íbúðir óskast. Mega vera í smíðum. Ennfremur höfum við fjöl- marga kaupendur að 2ja— 3ja og 4ra herb. góðum ris- og kjallaraíbúðum. Til sölu Giæsilegt parhús á einum feg- ursta stað í Kópavogi. Eld- hús stofur og WC á neðri hæð, 4 herbergi, bað og svalir á efri hæð. Gólfteppi, vandaðar innréttingar, — falleg lóð, frágengin gata. Efri hæð með 4ra herb. rúm- góðri íbúð í NorðurmýrL Suðursvalir, fallegur garð- xrr, bílskúr. Nánari upplýs- ingar á skrifstofunni. 2ja herh. nýleg kjallaraíbúð í Hvassaleiti. Vandaðar harðviðarinnréttingar. Útb. kr. 200—250 þús. 3ja herb. góð jarðhæð í suð- urhluta borgarinnar. Sér- inngangur, sérhitav. Útb. aðeins kr. 250—275 þús. 3ja herb. góð hæð í timbur- húsi í Laugardal. Erfða- festulóð, góð kjör. 3ja herb. kjallaraíbúð við Ás- vallagötu. 3ja herb. stór og mjög gúð kjallaraíbúð í Sundunum. Sérinngangur, góð kjör. 4ra herb. endaíbúð við Eski- hlíð, góð kjör. 5 herb. góð rishæð í Kópa- vogi, með bílskúr. Útb. að- eins kr. 550 þús. Ný og stórglæsileg 130 ferm. hæð á fögrum stað í Kópa- vogi. Allt sér. Lítil bókaverziun með mjög sanngjarnri útborgun. ALMENNA fASTEIGNASAlAH LINDARGATA 9 SlMI 21150 BJARNI BEINTEINSSON LÖSFRXÐINOUR AUSTURSTRÆTI 17 (IILLI * VALD« SlMI 135 36 ðrvals vinnuföt fyrir MATSVEINA BAKARA ÞJÓNA MJÓLKURBÚSMENN Hvítir JAKKAR tvihnepptir Hvítir JAKKAR einhnepptir Hvítar BUXUR Köflóttar BUXUR Hvítar HÚFUR nýkomið. VE RZLUNIN GEísm Fatadeildin. Hijfum kaupanda að 2ja herb. íbúð á 1.—2. hæð í Austurborginni. — Mikil útb. Höfum kaupanda að 2ja—3ja herb. íbúð, 70—80 ferm., helzt með bílskúr. Höfum kaupanda að 3ja herb. íbúð sem mest sér. Höfum kaupanda að 4ra—5 herb. íbúð á hæð, mætti vera í saihbýlishúsi. Höfum kaupanda að einbýlis- húsi 6—7 herbergja á góð- um stað. Skip og fasteignir Austurstræti 18. Simi 21735. Eftir lokun 36329 Heimasími 40960. - I.O.G.T. - Stúkan Freyja nr. 218 Fundur í kvöld kl. 8.30 i Góðtemplarahúsinu. Kosning fulltrúa til bingstúku. Hag- nefndaratriði. — Kaffi eftir fund. Æt. FÉIAGSiÍF K.F.U.M. Aðalfundur félagsins er 1 kvöld kl. 8.30 í húsi félagsins við Amtmannsstig. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. SAMKOMUR Samkomuhúsið Síon, Óðinsgötu 6A Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Heimatrúboðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.