Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1907.
Formaður Búnaðarfélags ísl-
ands felldur úr miðstjórn Fram-
sóknarflokksins
— Framsóknarflokkurinn hafði ekki
rúm fyrir Þorstein Sigurðsson frá
Vatnsleysu í miðstjórn sinni
— Tveir þingmenn flokksins andvigir
„efnahagsstefnu“ hans
ÞAU tíðindl gerðust á flokks-
þingi Framsóknarflokksins,
sem haldið vai fyrir skön mu,
að formaður Búnaðarfélags
fslands, Þorsteinn Sigurðsson,
bóndi á Vatnsleysu, var feiid-
ur úr miðstjórn flokksins þar
sem hann hefur átt sæti.
Framsóknarflokkurinn. sem
jafnan hefur talið sig sérstak-
an málsvara bænda hefur því
ekki lengur rúm fynr einn
helzta forustumann bænda á
iandinu í æðstu stjórn smn'.
Þessi atburður er vafalaust
einstæður í sinni röð a? sýn-
ir glögglega, að Framsóknar-
flokkurinn hefur gjörsamlega
misst íengslin við fortíð sína,
honum stjóma nú einungis
tækifærissinnar. sem telja
enga ástæðu til þess að sýna
formanni Búnaðarfélags fs-
iands það traust að kj tsa
hann áfram tii setu í mið-
stjórn. Þó lék enginn vafi á
því á flokksþinginu, að Þor-
steinn Sigurðsson hafði fuli-
an hug á að sitja áfram í
miðstjórn flokksins, en þing-
fulltrúar hafa greinilega kom
izt að þeirri niðurstöðu, að
Framsóknarflokkurinn þyrfti
fremur á öðrum að halda í
æðstu stjórn sína, en þeim
manni. sem bændur landsins
hafa sýnt þann mesta trúnað
sem á þeirra valdi er.
En það var ekki aðeins við
miðstjórnarkjör, sem óróa-
samt var á flokksþinginu.
Þegar atkvæði voru greidd
um „efnahagsstefnu" flokks-
ins, sem Tíminn hefur básún-
að út sem „nýja", lýstu tveir
þingmenn Framsóknarflokks-
ins sig algjörlega andvíga
þeirri Eysteinsku, sem þar
kemur fram og greiddu at-
kvæði gegn henni ásamt fjöl-
mörgum öðrum fulltrúum.
Þorsteinn Sigurðsson, bóndi á
Vatnsleysu, formaður Búnað-
arfélags lslands. „Flokkur
bænda“ hafði ekki rúm fyrir
hann í miðstjórninni.
Farsóttir í S-Kína
llla gengur að berja niður andstöðuna
gegn Mao í Tíbet
Tókíó, 29. marz, AP
MOSKVU-UTVARPIÐ staðhæfði
í dag, miðvikudag, að farsótir
geisuðu nú í þremur suðurfylkj-
um Kína.
Var frá þessu skýrt í frétta-
sendingu útvarpsins á japönsku
og sagði þar að kínversk yfir-
völd hefðu viðurkennt að farsótt
ir geisuðu nú víða í fylkjunum
Kwangtung, Chiangsi og Hunan
í Suður-Kína, en ekki var skýrt
frá því, hverjar farsóttir þess-
ar væru. Ekki tilgreindi Moskvu-
útvarpið embættismenn þá kín-
verska, sem bornir voru fyrir
fréttinni.
| Þá sagði Moskvu-útvarpið, að
útvarpið í Peking hefði sagt að
farsóttir þessar hömluðu nú vor-
verkum í mikilvægum landbún-
aðarhéruðum, en í Tókió segj-
ast menn ekkert slíkt hafa heyrt
frá Peking-útvarpinu. Enn sagði
Moskvu-útvarpið að frétzt hefði
að menningarbyltingin hefði sem
næst stöðvað alla dreifingu lyfja
og tefði úr hófi aðgerðir allar
til varnar gegn farsóttum. Ekki
tilgreindi Moskvu-útvarpið heim
ild sína að þessarri frétt.
Moskvu-útvarpið hermdi enn-
fremur, að andstæðingar Mao
Tse Tung í Lhasa höfuðborg
Tíbets, væru nú sem óðast að
handtaka menn og réttað væri í
höfuðborginni dag hvern. Herlið
sem sent var til Lhasa úr Kína-
her er sagt mega sín lítils sem
einskis gegn andstæðingum
Maos og fimm háttsettir embætt
ismenn úr Peking eru sagðir hafa
týnt lífinu í Lhasa. Loks bætti
Moskvu-útvarpið því við ofan-
greindar fréttir frá Tíbet, sem
það nefndi ekki heimildir sínar
að, að matvælaskortur gerði nú
illilega vart við sig þar Og væri
dvöl herliðsins aðsenda í Lhasa
og nágrenni sízt til úrbóta í þeim
efnum.
Hollywood, AP.
Kvikmyndin „Hver er
hræddur vig Virginíu
Woolf? hefur hlotið verðlaun
Rithöfundasamtaka Banda-
ríkjanna sem bezt skrifaða
bandaríska kvikmynd ársins
1966.
■ •^Js
Kappræðufundur
Heimdallar og F.U.J.
næstkomsndi þriðjudag
KAPPRÆÐUFUNDUR Heim-
dallar og F.U.J. í Reykjavík um
„Þjóðnýtingu, opinberan rekst-
ur og verðgæziu“ verður haldin
í Sigtúni þriðjudaginn 4. apríl
og hefst kl. 20,30.
Ræðumenn af Heimdallar
ar hálfu verða Birgir ísl. Gunn-
arsson, borgarfulltrúi, Hörður
Einarsson, hdi., og Sigfinnur
Sigurðsson, hagfræðingur. Fund
arstjórar verða Kristján Krist-
jánsson, trésmiður, af hálfu
Heimdallar og Óttar Yngvason,
lögfræðingur fyrir F.U.J.
Segir að USA og Kína
hafi gert leynisamning
Moskvu, 29. marz — AP
SOVÉZKA vikublaðið „Literna-
turnaya Gazeta“ birti í dag grein
þar sem staðhæft er að Banda-
ríkin og Kína hafi gert með sér
leynilega samninga um hernaðar
og efnahugsmál. Grein þessi er
að iíkindum viðamest og ítar-
legust þeirra sem ritaðar hafa
verið til stuðnings kenningunni
um meinta samvinnu ríkisstjórna
Bandaríkjanna og Kína og er
greinilega til þess gerð gð vega
á móti ásökunum Kínastjórnar
um samvinnu Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna, segir í fréttinni
frá AP.
Meðal annarra staShæfinga i
greininni eru eftirfarandi:
1. Bandarískar herflugvélar
og herskip rjúfa stöðugt loft-
helgi og landhelgi Kína, að því
er kínverska fréttaþjónustan
hermir, en Pekingstjórnin lætur
sér nægja að senda Bandaríkja-
stjórn „harðorð mótmæli".
2. Sendifulltrúar Bandar'kj-
anna og Kína hittast að máli i
Varsjá og öðrum borgum að því
er ætlað er til samninga um
styrjöldina í Vietnam.
3. Bandaríkin hafa afnot af
höfninni í Hong Kong úti fyrir
meginlandi Kína til stuðnings
hernaðaraðgerðum sínum i Viet-
nam, en Pekingstjórnin lætur
það afskiptalaust. Ekki lætur
hún sig heldur skipta það neinu
þótt bandarískir hermenn fari í
Háshólo fyrir
lestur
PRÓFESSOR Bjarni Jónsson frá
Minnesotaháskóla flytur fyrir-
lestur í boði Háskóla íslands
fimmtudaginn 30. marz kl. 5.30
e.h. í 1. kennslustofu. Fyrirlest-
urinn er fyrír stærðfræðinga og
verkfræðinga og fjalar um
mengi með núll-máli.
leyfum frá herþjónustu til portú
gölsku nýlendunnar Macao á
sjálfri Kínaströnd.
4. Bandaríkin eru, að ætla má,
stærsti viðskiptavinur Kína er-
lendis og hafa Bándaríkin fest
kaup á miklu magni matvæla og
stáls í Kína handa herafla sínum
í Vietnam.
Þá greinir Liternaturnaya
Gazeta einnig frá því að Banda-
ríkin og Kína hafi gert með sér
sérstaka samninga um Vietnam
og hefur það eftir franska blað-
inu „Paris Jour“ Segir þar að
Kínverjar hafi samþykkt að
hefja ekki neinar beinar hernað-
araðgerðir í Vietnam en Banda-
ríkin lofað á móti að ráðast ekki
á Kína.
Lcgreglan
bjargaði
róðrinum
í FYRRADAG, er Norðfjarðar-
báturinn Þráinn var nýfarinn i
róður frá Vestmannaeyjum gerðu
tveir af áhöfn bátsins verkfall,
svo að skipstjórinn var neyddur
til að fara í land aftur. Auk
þess höfðu þeir félagar lumbr-
agð á kokki skipsins.
Þegar í land kom var settur
sjóréttur yfir þeim félögum, sem
stóð í fimm klukkustundir, að
því er lögreglan í Vestmanna-
eyjum tjáði Mbl.
Þráinn hefði ekki getað farið
í róður í cær hefðu ekki tveir
lögregluþjónar í Vestmanna-
eyjum hlaupið undir bagga og
mannað skipsrúm uppreisnar-
manna frá deginum áður. Komu
þeir í land í gærkvöldi, en ekki
hafði Mbl. í þá haft fréttir af
þvf hversu fengsælir lögreglu-
þjónarnir voru.
Benedikt
Jakobsscn
látinn
BENEDIKT Jakobsson, íþrótta-
kennari, varð bráðkvaddur í gær.
Hann var 61 árs að aldri. Bene-
dikt var löngu þjóðkunnur fyrir
mikið starf á sviði íþróttamála,
en hann var einn af bezt mennt-
uðu íþróttakennurum á Islandi.
Hann var íþróttakenari við
Háskóla íslands frá því 1932, auk
þess sem hann kenndi um tíma
við Gagnfræðaskóla Vesturbæj-
ar og Samvinnuskólann. Þá var
hann einnig þjálfari hjá mörgum
íþróttafélögum, m.a. ÍR og KR.
Hann var landsliðsþjálfari FRÍ
frá 1949—52, Ólympiuþjálfari í
þrjú skipti, og Evrópumeistara-
mótsþjálfari í fjögur skipti. Hann
var prófdómari í leikfimi við
framhaldsskóla í Reykjavík frá
1941, og frumkvöðull hér á sviði
þrekrannsókna á íþróttafólkL
Harin var formaður eða átti sæti
í stjórn í fjölmörgum íþróttar
samtökum, og var hann sæmdur
heiðursmerkjum ÍSÍ, ÍBR og
FRÍ. Eftir hann liegur mikið af
ritum um íþróttamál.