Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 31
/ MORGfUNBlAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 19«. i ^gfas^aaBa Spilakvöld í Garða- og Bessasfaða- hreppi Sjálfstæðisfélag Garða- og Bessastaðahrepps heldur spila- kvöld mánudaginn 3. apríl í sam komuhúsinu Garðaholti. Byrjað verður að pila stundvíslega kL 21.00. • Þetta verður þriðja kvöld í þriggja kvölda keppni. Þrenn kvöldverðlaun verða veitt. Fél- agar mætið vel og takið með ykkur gesti. „Gúmbáturinn44 reyndist lóða- belgur í gærdag um kl. 13:40 tilkynntl leitarflugvél frá Keflavík, að hún hefði fundið gulan hlut á stað, sem líklegt væri að gúm- báturinn úr Nolseyjarpáli gæti verið. Nærstöddum skipum var þegar tilkynntur fundur þessi og fóru skip þagar á staðinn. Komu þau að hlutnum um kl. 17:00 í gærkvöldi, en hann reyndist þá einungis vera gulur lóðabelgur frá vélbátnum Björgu frá Neskaupstað — merktur NK 103. - ÞÝZKI Framh. af bls. 32 Kjarnorkukaf- bátur Frakka manninum, þó að það sæti að sinni páskahátíð. Var haldið á- fram að hjúkra manninum og nokkru síðar komu hjúkrunar- konur, sem voru í ferðamanna- hópnum og aðstoðuðu við hjúkr- unina. Um kvöldið tókst Guðmundi Jónassyni að fá flugvél úr Reykjavík til þess að sækja manninn. Lýstu bílarnir upp flugvöllinn, en með vélinni var dr. Friðrik Einarsson, yfirlækn- iir. Var maðurinn fluttur á Landa kotsspítala, n þegar hann kom þangað var hann nn meðvitund- arlaus. Helgi S. sagði að alrangt væri, sem komið hefði fram í fréttum, að maðurinn hafi verið með kal- sár, því að hann var vel búinn að öllu leyti. Er ókunnugt um orsakir slyss þessa. Þegar Mbl. hafði samband við Landakot í gær var hinn ungi Þjóðvrji kominn til meðvitund- ar og leið eftir vonum. Talið frá vinstri: Símon Sigurjónsson, Sigurður Haraldsson og Geir Birgir Guðmundsson. Rofflo" kokteilj sigraði — þegar barþjónar leiddu saman hesta sína í keppni B ARÞ J ÓNAKLÚBBUR íslands háði sína árlegu Kokteilkeppni og fór hún fram í Súlnasal Sögu með miklum virðuleik og mynd- arbrag. 18 barþjónar tóku þátt í keppninni en dómnefndir voru skipaðar úr áhorfendahóp. Barþjónarnir mættu allir samkvæmisklæddir til keppn- innar og brugguðu dísætar veig- ar í öllum regnbogans litum. Var um útsláttarkeppni að ræða og féllu fyrst úr sex menn, og 12 kepptu til úrslita. Úr þeim hópi féllu næst aðrir 6 og 6 kepptu áfram. í lokaúrslitum kepptu Hér sést, hve langt Bjarmi H var kominn upp á land - BJARMI Framh. af bls. 32 segja held ég að ráðstafanir til viðgerðar hafi ekki verið gerð- ar. Menn voru ekki svo bjart- sýnir um björgunina, að málið kæmist svo langt. -— Veðrið í dag er mieð því bezta, sem komið hefur hér um slóðir lengi — og kom það sér vel 1 dag. svo að ekki sé meira sagt. — Jú, að lokum vildi ég segja það að fólkið í nágrenni við strandstað hefur verið okkur mjög gott og elskulegt. Það hef- ur fært okkur tertur og pönnu- kökur á hverjum degi og kvaddi okkur vel, þegar við fórum. þrír og keppnin varð svo hörð að tveir urðu jafnir og fyrstir og urðu að sæta aukadómi sér- stakrar yfirnefndar. Sá nefndi felldi þann úrskurð að Sigurður Haraldsson barþjónn í Glaum- bæ skyldi sigur hljóta en næstur honum — og jafn að stigum fyrir lokaúrslit — varð Geir Birgir Guðmundsson (Hótel Sögu). Þriðji varð Símon Sigur- jónsson hinn góðkunni barþjónn Nausts og fyrrum formaður fé- 2 f. 3. !K7. Kl // 1010 - GAMALT Framh. af bls. 32 skrifborði. Aftur á móti bjargaðist aðal- skjalaskápurinn svo til óskemmd ur. Húsið var tvílyft timburhús, járnklætt að nokkru. Eldri hlut- inn mun hafa verið byggður um aldamótin, en viðbygging löngu síðar. Það var um 140 fermetrar að grunnmáli. Innbú var tryggt, en lágt, um 100 þúsund krónur. Húsið var brunatryggt fyrir 470 þúsund krónur. Sveitarstjóri hefur orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. Hrepp- urinn átti sjálft húsið. Vindur var hægur er eldur- inn kom upp og á meðan húsið brann. Logaði í glóðum fram til kl. 9. Mikið lán var að vindur var hægur, því í næsta nágrenni er kirkja úr timbri, Kirkjuból, tveggja hæða stórt timburhús, og gamli barnaskólinn, sem er úr timbri, og annþá er kennt í, en þar er einnig íbúð skólastjóra. Það var mikil mildi, að eigin- kona Guðjóns og börnin, sem eru tveggja og fjögurra ára, voru ekki heima, því óvíst er um hvernig farið hefði, þar sem hvolpurinn hefði þá ekki verið uppi á lofti er brunann bar að höndum. — Ragnar. lags barþjóna. Hafði hann lengi vel forystu en mistókst við blöndun í undanúrslitum og lenti í þriðja sætL Sigurblanda Sigurðar Haralds sonar hljóðar svo. 3/6 Romm Bacardi 2/6 Parfait Amour 1/6 Banana Bols Þessa blöndu nefnir sigurveg arinn „Romo“. Blanda Geirs Birgis Guðmunds sonar var þannig: 4/8 Cacao 2/8 Mentol (Bols) grænn 2/8 Brandy Major Skvetta af Baráh Mesy Major. Bronzverðlaunahafinn, Símon í Nausti, kallaði sinn kokteil „Stranger" og var hann þannig blandaður: 1/3 Cacao (Mary Brand) 1/3 Contreuau 1/3 Sítrónusafi Blanda Símonar sló algerlega í gegn í tveim fyrstu umferðun' um, en I 3. umferð varð honum á að setja um of sítrónusafa í og það kostaði hann sigurinn. Hinir ungu menn er fyrstu og önnur verðlaun hlutu sýndu með list sinni að það er sannar- lega af list sem barþjónar vinna. Keppnin gekk nokkuð seint fyrir sig, en fór að öðru ieyii mjög vel fram. Cherbourg, 29. marz — NTB FYRSTI kjarnorkuknúni kafbát ur Frakka „Le Redoutable“ hljóp af stokkunum í Cher- bourg í dag. 20.000 manns fögn- uðu, þegar kafbáturinn rann 1 sjó fram og lúðras'veit borgarinn ar lék „Marseillaisinn“. Meðal franskra framámanna sem viðstaddir voru athöfnina, var De Gaulle, sem hélt sbutta ræðu við þetta tækifærL Kafbáturinn er 9.000 tonn að stærð og verður tekinn í notkun árið 1970. Hann er hinn fyrsti sinnar tegundar af þremur kjarn orkukafbátum, sem franska rík- ið lætur smíða. lieklumyndin ÞESS skal getið, að höfundur Heklumyndarinnar, sem birtist í Mbl. í gær er Hjörtur Guðmunds son. Aftur á móti keypti Sigur- hans Vignir, ljósmyndari, einka- rétt til útgáfu þessarar myndar. Aiþjóðlegi leik- húsdagurinn SJÖTTI alþjóðlegi leikhúsdagur- inn var þann 27. þ.m. á annan í páskum. í tilefni af honum sendi Alþjóðlega leikhússtofnun- in út ávarp, sem nú hefur birtst í flestum dagblöðum og í útvarpi. Ávarpið var samið af hinni frægu leikkonu Helene Wiegel. Að jafnaði bjóða leikhúsin ein hverjum í leikhúsin þennan dag í tilefni af Albjóða leikhúsdeg- inum. Þjóðleikhúsið bauð að þessu sinni, Æskulýðsráði Reykjavíkur og meðlimum í leik klúbb Æskulýðsráðs, á leikritið Marat/Sade. Einnig bauð Þjóð- leikhúsið börnum og unglingum frá dvalarheimilunum á Silunga- polli og frá Skálatúni á sýningu á barnaleiknum Galdrakarlinn í Oz. Frankfurt, NTB. Robert Mulka, fyrrum fangavörður í útrýmingarbúð um nazista í Auschwitz var handtekinn að nýju í Frank- furt í gærkvöldi. Mulka var látinn laus fyrir 15 mán. vegna heilsubrests. Læknar telja hann nú hafa næga heil brigði til að þola fangelsisvist Það sætti harðri gagnrýni 1 V-Þýzkalandi og erlendis, er Mulka var látinn laus í jan- úar í fyrra. UM nónbilið var NA-gola eða kaldi hér á landi. A Austfjörð um og víða norðan lands gekk á með éljum, en sunnan lands og víða vestan lands var létt- skýjað. Frost var á öllum veð urstöðvum, mest 11 stig á Hveravöllum og 7 á Akureyri og Raufarhöfn, minnst eitt stig á Loftsölum. Lægðin austan við Lófót fór minnkandi, og sú, sem sézt við vesturströnd Grænlands, þokaðist austur á bóginn. Má því búast við, að dragi úr frosti vestan lands í dag. Refsing fyrir guðlast milduð Helsingfors, 29. marz, NTB. FINNSKA þingið samþykkti í dag við aðra umræðu, að breyta greininni um refsingu fyrir guðlast í refsilöggjöf- inni finnsku. Breytingin fel- ur í sér mildun refsiákvæð- anna og verður hámarksrefs- ing þess, sem gróflega lastar eða hæðir það, sem heilagt er finnsku trúarsamfélagi, 6 mánaða fangelsi. 1 stað fang- elsisins má greiða fésektir. Samkvæmt gildandi laga- ákvæðum er hámarksrefsing fyrir guðlast fjögurra ára fangelsi. Á brot á þessu iaga- ákvæði verður framvegis lit- ið sem brot gegn friðhelgi trúarinnar. Breytingin var samþykkt með 97 atkvæðum gegn 85. í nefnd, sem skipuð var til að fjalla um lagabreytinguna, greiddu fjórir atkvæði gegn mildun refsingar en fimm vildu, að orðið „gróflega“ yrði fellt niður, þannig að hægt væri að refsa þeim, sem brjóta vægilegar af sér gagn- vart friðhelgi trúarinnar. Þriðja umræða um málið fer fram í næsta mánuði og mun þingið þá samþykkja eða vísa frá lagatextanum í því formi sem hann liggur nú fyrir. Ástæðan til lagabreytingar- innar er hið kunna Salama- mál. Rithöfundurinn Hannu Salama var ákærður fyrir viss ummæli-persóna sinna í skáldsögunni „St. Hansdans- en.“ Söderhjelm dómsmála- ráðherra lét svo ummælt, að refsing ákærða yrði milduð í samræmi við hin nýju lög og lagði til að þau yrðu sam- þykkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.