Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBliAtílÐ, FXMMTUDAGUK 3Ö. MARZ 1967. Kristján Halldórsson úrsm.meist. - Minning f GÆR kvöddu Ljósvetningar hinztu kveðju einn af ágætustu sonum byggðar sinnar. Kristján Hailldórsson úrsmíðameistari var til hvíldar borinn í ættargraf- reit á æskuheimili sínu Stóru- t Litli drengurinn okkar Hallur Erlingsson, andaðist í Landsspítalanum aðfararnótt 28. marz sl. Ásta Tryggvadóttir, Erlingur Hailsson. t Systir okkar, Kristín Gísladóttir, Freyjugötu 34, andaðist í Landakotsspítala þriðjudaginn 28. marz. Jarðar förin auglýst síðar. Systkini hinnar látnu. t Móðir mín og tengdamóðir, Þórunn Kristinsdóttir, andaðist þriðjudaginn 28. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar. Marta Sveinsdóttir, Guðmundur Jörundsson. t Bróðir okkar, Guðmundur Jónsson, bóndi, Brjánsstöðum, Skeiðum, lézt á sjúkrahúsinu Selfossi, fimmtudaginr 23. marz. Systkini hins látna. t Eiginmaður minn, Sigurður Guðmundsson, Stóragerði 8, lézt þann 27. þessa mánaðar. Elisabet Guðnadóttir. t Maðurinn minn, Sverrir Gíslason, bóndi i Hvammi, Norðurárdal, lézt 24. þmi. Útför hans verð- ur gerð írá Hvammskirkju, laugardaginn 1. apríl og hefst athöfnin kl. 2 e.h. Bílferð á vegum Norðurleiða h.f. frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9.30 'f.h. Siguriaug Guðmundsdóttir. tjörnum í Ljósavatnsskarði. Hann andaðist í fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 14. marz síðastliðinn. Kristján var fæddur á Stóru- tjörnum 20. nóvember 1888. For- t Jarðarför Kolbeins Guðmundssonar frá Úlfljótsvatni, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 31. marz og hefst kl. 15. Arinbjöm Kolbeinsson, Guðmundur Kolbeinsson, Jóhannes Kolbeinsson, Katrín Kolbeinsdóttir, Vilborg Kolbeinsdóttir, Þorlákur Kolbeinsson. t Útför móður minnar, tengda móður og ömmu, Vilborgar Andrésdóttur, Þórsgötu 12, fer fram föstudaginn 31. þ.m. kl. 13.30 frá Fríkirkjunni. Þeim sem vildu minnast hinn- ar látnu er bent á Slysavarna- félag íslands. Lydia Edda Thejil, Jóhann E. Óskarsson og dætur. t InnQegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við fráfall Liv Ellingsen. Marie Ellingsen, Bergljót HaUdórsdóttir, Ólafur Rafn Jónsson, Nína Gísladóttir, Óttar Pétur Halldórsson, Inga Halldórsdóttir, Gunnar Kvaran, Unnur Halldórsdóttir, Hildur Halldórsdóttir, Friðrik Steinn Ellingsen. t Bálför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Óskars Einarssonar, læknis. fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 31. marz, kL 10.30. Athöfhinni verður útvarpað. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Jóhanna Magnúsdóttir, Þóra Óskarsdóttir, Ari Ólafsson, Magnús Arason. eldrar hans Halldór Bjarnason og Kristjana Kristjánsdóttir voru af góðum og rótföstum bænda- ættum þingeyskum. Kristján ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi. Hann vann að búi foreldra sinna jafn skjótt og aldur og orka leyfðu. Snemma kom í ljós að drengurinn var mjög óvenjulega hagur. Átti hann heldur ekki langt að sækja þá gáfu því faðir hans vax þjóð- hagasmiður. Seytján ára gamall réðst Krist- ján til úrsmíðanáms hjá Sig- mundi Sigurðssyni úrsmíðameist ara á Akureyri. Minntist Krist- ján jafnan meistara síns með hlýhug og virðingu. Sigmundur mun fyrir sitt leyti hafa talið sig ósvikinn af verkum og frammi- stöðu lærisveinsins. Kristján lauk úrsmíðanáminu á skemmri tíma en tilskilið var og vann um skeið sem sveinn á verkstæði Sigmund ar. Brátt opnaði Kristján eigin úr- smiðavinnustofu á Akureyri og rak hana við góðan orðstír til ársins 1949 að hann fluttist al- farinn heim að Stórutjörnum. Jafnframt úrsmíðavinnustofunni rak Kristján verzlun með úr og klukkur. Kristján reisti húsið nr. 83 við Hafnarstræti í því rak hann lengi verkstæði sitt og átti þar heimili unz hann hvarf burt frá Akureyri. Árið 1930 kvæntist Kristján glæsilegri og listhagri ágætis- konu, Friðbjörgu Vigfúsdótur frá t Jarðarför ástkærrar dóttur okkar og systur, Emilie Warburg Kristjánsdóttir, er andaðist 26. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju laugardag- inn 1. apríl. kl. 10.30 f. h. — Blóm vinsamleg- ast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd fjarstaddra ætt- ingja, Ellen og Kristján Bjarnason og systkini. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Ólafs Daníelssonar, Hurðarbaki, Svínadal. Þórunn Magnúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar, tengda móður og ömmu, Sigurborgar G. Guðmundsdóttur, frá Hvammi, Dýrafirði. Sérstaklega þökkum við frændum og vinafólki á Þing- eyrL Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Jónsson, Friðmey Benediktsdóttir, Kristinn Jónsson, Guðbjörg Runólfsdóttir, Sigurjón Jónsson, Jórunn Jónsdóttir, Ingvar Jónsson, Bergþóra Þorsteinsdóttir, barnabörn. Gullberastöðum í Lundarreykja dal. Bjuggu þau sér hlýtt og fagurt heimili á Akureyri. Sam- vistir þeirra hjóna urðu stuttar því eftir tveggja ára hjónaband andaðist Friðbjörg. Kristján unni mjög konu sinni og varð missir hennar honum því mjög þung- bær. Mun það sár er hann þá hlaut aldrei hafa gróið. Til minningar um konu sfna gaf Kristján Akureyrarbæ síðar klukku þá hina miklu, sem komið var fyrir í turni Matthíasarkirkju Munu slög hennar hljóma þaðan yfir Akureyrarbæ um langa fram tíð. Eftir lát Friðbjargar veittu systur Kristjáns, einkum Krist- björg, heimili hans forstöðu. Reyndist hún bróður sínum ó- metanlegur styrkur á erfiðustu raunastundunum. Kristján rækti iðn sína af al- úð og átti stundum langan vinnu dag við úrsmíðarnar. En fullnæg- ingu hæfileikum sínum og kröft um fann hann þó ekki í því starfi. Hæfileikar hans kröfðust fjöl- breyttari viðfangsefna. Kristján hafði yndi af tónlist, lék á orgel og starfaði um skeið í lúðrasveit og kantötukór Akureyrar. Þegar Kristjáni gáfust tómstundir frá iðn sinni lagði hann stund á myndlist, dráttlist og málaralist, en einkum þó tréskurð. í þeirri grein myndlistar liggja eftir t Innilegar þakkir fyrir samúð auðsýnda við fráfall mannsins míns, Sæmundar Gíslasonar, fyrrverandi lögregluþjóns. Guðbjörg Kristinsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eigin- manns míns, Þorgeirs Daníels Lúðvíkssonar. Fyrir mína hönd, barna. tengdabarná og annarra ætt- ingja og vina. Kristín Jóhannesdóttir. t Alúðarþakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinsemd við fráfall og jarð aríör Sigurðar Vilhjálmssonar i Flatey, Hornafirði. Sérstaklega þökkum við pró- fastL Skarphéðni PéturssynL sóknarprestL Fjalari Sigur- jónssynL söngstjóra, Eyjólfi Stefánssyni, ósamt söngfólki öllu og öðrum þeim er unnu við jarðarförina. Vandamenn. hann margir prýðisfagrir og at- hyglis verðir hlutir. Á síðari starfsárum sínum smíðaði Kristján nokkur stunda- klukkuverk, hvert smáatriði sig urverksins, og bjó þeim listfagra kassa. Þá smíðaði hann einnig og skreytti tréskurði kassa utanum erlend klukkuverk. Allt eru þetta kjörgripir og þykja hin mesta húsprýði hvort heldur er á einkaheimilum eða opinberum stöðum, í þessum listaverkum og öðrum lifir Kristján látinn. Kristján varð að sjálfsögðu góður borgari Akureyrarbæjar meðan hann dvaldi þar þó átti bernskuheimili hans jafnan rík- ust ítök í sálu hans. Þar dvaldi hann hverja stund sem hann átti vegna atvinnu sinnar á Akur- eyri. Hann fylgdist með búskapn um heima á Stórutjörnum og var með í ráðum um ýmsar stærri framkvæmdir þar heima fyrir svo sem íbúðarhúsbyggingu, hita veitu o.fl. Eftir að hann flutti heim árið 1949 vann hann með bræðrum sínum að listrænum frágangi fbúðarhúsins að innan. Ásamt systkinum sínum, sem öll eru listfeng skapaði hann heim- ilinu þann svip, að sagt hefur verið að það líkist öllu fremur listasafni en venjulegu sveita- heimili. Kristján var skapfastur maður og trölltryggur vinum og frænd um, og ætíð reiðubúinn að rétta hjálparhönd, ef þess gerðist þörf. Trúmaður var hann, þó ekki væri hann margmáll um þau efnL Ég minnist þess að eitt sinn lét hann þau orð falla að hann teldi að Hallgrímur Pétursson hefði með trúarljóðum sínum gefið íslenzku þjóðinni dýrmæt- ari gjöf en nokkurt annað skáld. Vanheilsa Kristjáns hin síðari ár varð honum þungbær, einkum eftir að hann þraut svo sjón að hann gat ekki neytt sinna högu handa. Hjá systkinum sínum og öðru heimafólki á Stórutjörnum naut hann allrar þeirrar hjúkr- unar, sem unnt var að veita, en varð þó alloft að dvelja á sjúkra húsum bessi þrautaár. Á Stórutjörnum hagar svo til að sólar nýtur ekki alllangan tíma „ð vetri, þó hlíðin hinu- megin í Ljósavatnsskarði sé böð- uð sól. Eftir að heilsu Kristjáns var brugðið hin síðari ár og hon um þorrin starfsgeta, fannst mér löngum sem sæti hann í skamm- dgishúmi, og biði þess að sólskin nýs og langs vinnudags færðist yfir hann á ný, líkt og þegar útmánaðarsólin rís yfir fjalls- brúnina á Stórutjörnum og strýk ur geislafingrum sínum bæ og umhverfi. Við sem eftir stönd- um, þegar líkami Kristjáns er lagður til hvíldar í mjúkri mold bernskustöðva hans, höfum á- stæðu til að trúa að nú skíni anda hans sól eftir skuggavist vanheilsu og þjáninga. Ég kveð frænda minn með djúpri þökk fyrir órofa tryggð og vináttu. Systkinum hans og öðru heimilisfólki á Stórutjörn- um votta ég innilega samúð við burtför hans. Þ. F. Hjartans þakkir til allra er minntust mín á sjötugsafmæl inu með gjöfum og heimsókn um. Glöð og heil f góðri von, gæfan megi ykkur finna. Þeirri Stefán Stefánsson stefnir ósk til vina sinna. Stefán Stefánsson, Vík í MýrdaL Ég þakka af alhug öllum þeim f jölda frimúrarabræðra, er glöddu mig i 75 ára af- mæli mínu. með gjöífum og heillaóskum. Bið þeim ödlum blessunar Guðs. Ragnar Thorarensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.