Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1967. Sögulegt sumartrí eftir Stephen Ransome — K«rry litla ætlaði eitfchvað að fara að veina, sagði Joyce, einhversstaðar úr fjarlægð. — Ef hún reyndir það aftur, getur farið illa fyrir henni. Joyce var einhvers staðar í skugganum að baki mér. Haus- inn á mér var einlhvern veginn svo skakkur, og ég gat ekki litið nægilega mikið við til þess að sjá hana. Hún stóð einhvers stað ar þar sem hún sást ekki, og ég heyrði, að einhverjum vökva var hellt í glas. — Þú ferð _ of harkalega að þes3u, Joyee. Ég varð steinhissa á að heyra, að ég hafði ekki misst málið. — Þú þurftir nú ekki að skera hana Kerry í fram an. —- O, hún tekur sér það ekki nærri — ekki lengi, að minnsta kosti. Joyce útskýrði ekki frek- ar þessa óhugnanlegu hótun, en hélt áfram, eins og ekkert væri u*n að vera: — Þið tvö hefðuð getað valið heppiiegri tíma til að I íta inn uppá tebolla. Það er dálítið hættulegt hér um slóðir, eins og hann Brad stóri bróðir heldur áfram að kyrkja fólk. Þetta tal um kyrkingu kom mér á óvart og eins kom undr- unarsvipur á Kerry. En þetta gat alveg verið tvíræð skrúð- mælgi, svo að við sinntum þvi ekki frekar. —- Þú ert kannski gröm út I hann Brad, vegna þess, að hann hefur gert allt, sem hann gat til að vernda þig? spurði ég. — Og hrædd við okkur? Ég held þú sért að misskilja gömlu kunn ingjana þína, Joyoe. Vafalaust áttu skilið að fá það í hálsinn eða í baklhlutann — ég á við svo sem tvö þúsund volta straum —■ en sjálfur hefði ég enga ánægju af að framselja þig. — En hvað það var fallega hugsað af þér, Steve litli. Þú varst nú alltaf dálítið veikur íyrir mér. var það ekki, elskan? Það er skrítið, en ég trúi þér næstum. En hvað þá um hana vinstúlku þína þarna? Hún hefði ekki nema gaman að skrifa um mig I dálkinn sinn, ætli það ekki? — Ég var nú næstum búin að gleyma dálknum mínum, út af umhugsuninni um hann Brad. sagði Kerry veiklulega. — En hvað ég trúi því vel, systir sæl, sagði Joyce kuldalega og hló við. Hún óttaðist og hai- aði allt, sem minnti á opinbert umtal. Það var hreinasta eiiur í hennar beinum. Hún vissi, að hversu lítið sem hún kæmi í bíið in, gat það riðið henni að fuilu. Og Kerry var manna vísust til að koma slíku umtaíi af stað. — En hvað þig snertir, Steve litli, þá hefði ég nú kannski get- að treyst ofturlítið á þig hefðrrðu ekki farið að koma fyrir þessari vél þinni hér áðan. Ég gat nú ekki láð henni það og svaraði engu. Ljósið virtist nú vera eittlhvað daufara og augun í mér voru að taka á sig stærð venjulegra augna. Ég gat séð Kerry betur en áður. Hún hefði getað sýnzt fagurlega skrautbúin í fína kjólnum sínum, hefði ekki verið þetta andstyggilega sár á kinn- inni, sem lak úr, alla leið niður á höku. Nokkur sölt tár runnu niður í opið sárið. Hún leit held- ur betur vesældarlega út. Joyce var í skugganum fyrir aftan mig og sneri að mér baki. Hún var að beygja sig niður að gægjugatinu og rýna í áttina að Martinshúsinu, en saup drjúgum á eirahverju, sem virtist vera vatn, en hefur sennilega verið gin, því að þarna stóðu nokkrar tómar ginflöskur. Líklega hafði hún notað eina þeirra til að berja mig í hausinn. Hér í þessu herbergi höfðum við verið saman, krakkar og leik ið okkur oft og mörgum sinnum og verið kát. Ég varð hissa, að svo tiltölulega litlar breytingar höfðu orðið þarna inni. Vitan- lega hafði raki og fúi verið að verki, öll þessi ár. en þó ekki mjög mikið, þarna var að visu rakt og rykugt, en þó sæmilega ibúðarhæft. Þarna var rafmagn og heitt, rennandi vatn, velútbú- ið eldhús þægilegir legubekkir og stólar — og nógur tími til að lesa — og drekka. Þarna voru öll helztu þægindi, nema dags- birta, Auk fjalana, sem voru fyrir gluggunum að utan, voru þeir þaktir tjörupappa að inn- an-, Úr bjálka í lcrftinu hékk kað- all, eitfchvað fcvö fet á lengd. Það var kaðallinn, sem Marie Martin hafði hengt sig í. Þarna hékk hann, óihaggaður, eins og hún hafði skilið við hann þegar hún var skorin niður. Af einlhverjum einkaástæðum, hafði Joyce látið hann vera kyrran — hafði búið þarna með hann hangandi yfir sér. Joyee sagði snöggt, þar sem hún stóð við gægjugatið: — Það er einhver að koma. Og svo bætti hún við: — Það er hann Walker. Við, hlustuðum á reglúbundið glamrið, sem 'hann viðlhafði, þeg ar hann stakk lykli í skráargat. Hann gekk hægt upp tröppurn- ar, laut höfði, til þess að komast inn um dyrnar, og stanzaði síðan eins og hann væri að liðast sund ur. Hann var enn boginn, er hann leit dapurlega ó Kerry, en gremjulega á Joyce. — Vertu ekki vondur við mig fyrir þetta, bróðir sæll, sagði Joyce. — Ég var ekki að bjóða þeim heim. Walker rétti sig hægt upp í fulla hæð, hristi gljáandi höfuð- ið, og viðbjóður og vamþóknun skein út úr svipnum. Joyce kom fram í birtuna, hnarreist og með ögrandi hörkusvÍD á andlitinu. Ég hefði varla getað þekkt hana aftur. Fallegasta og girni- legasta stúlkan, sem ég hafði nokkurntíma þekkt var nú hvorki falleg né girnileg útlits. Þessi glæsileiki, sem ég hafði heyrt svo mikið talað um, var þarna alls ekki lengur. Þetta druslulega útlit var eins og háðs glott að fallegu stúlkunni, sem hún hafði áður verið. Nú var hún orðin leiðinlega feit. Plokk aðar augnabrýnnar voru ekki nema mjóir bogar. Of m»rgar litbreytingar höfðu gert hárið á henni hart og strítt, og nú var það eldrautt. Og sá eiginleiki, sem Brad hafði bezt munað eftir í fari hennar — góðmennskusvip urinn — var horfinn af búldu- leitu, gráu andlitinu, og kæmi aldrei aftur. Þessi kona hafði lært af ómerkilegum og heimskum glæpamönnum að gera sig stærri og virkari á því sviði glæpa, sem hún hafði valið sér. Hún var undirförul og vægðarlaus og ágjörn, og vildi ekki gefast upp. Ég vorkenndi henni, og það hlaut Brad líka að gera. Hann var bundinn þessari konu, sem nú var ekki annað en flak í sið- ferðilegu tilliti, en hélt sér fast Til fermingagjafa TEPPAZ plötuspilarar af ýmsum gerðum. SONOLOR transistortæki. ~£MÍTH sjómps LOFTII og efni fyrir REYKJAVÍK KEFLAVÍK SELFSS fyrirliggjandi. SJÓNVARP8TÆKI OG STEREOSPILARAR í FJÖLBREYTTIJ IJRVALI Radiónaust h.ff. Laugoveg 83, Reykjovik - Sími 1ÓS25 — Ógurlega er spegillinn þinn skítugur, mamma. við endurminninguna um það, sem einu sinni hafði verið Joyce. Walker gekk til Kerry og berr aði af henni blóðið með vasa- klútnum sínum. — Það var engin ástæða til að sleppa sér af hrœðslu, Joyce, sagði 'hann. — Ég er viss um, .\8 við getum treyst bæði Kerry og Steve. — Treyst þeim? Ertu alveg genginn af göflunum? Treysta blaðakonu? Röddin í Joyce var orðin að gargi. — Þú vilt treysta þessum skötuhjúum til þess að setja mig ekki á prent? Nei, kall minn, ekki aldeilis! blóðið rann niður eftir kinn- inni á henni og ofan á fallega kjólinn hennar. — Það er bara eitt, sem þú mátt ekki gleyrna að taka með þér, Joyce, og það er þessi ágæti og tryggi hní'fur þinn. Hún bætti við og leit til mín: — Hún skar mig með þess- um ágæta smellúhníf sínum og er með hann í handtöskunni. Joyce sagði kæruleysislega: — Ég gæti ekki án hans verið. Stúlka verður að geta varið sig, ef í hart fer, og ég er ekki nógu vel kynnt til þess að hafa byssu leyfi. Walker sneri frá henni í kulda legri reiði. Þú mátt engan tíma missa. Það er alltof hættulegt fyrir þig að vera hér lengur. Þú ferð héðan í kvöld — og það tafarlaust! — Ekki hef ég neitt á móti því, svaraði Joyce. — Fegin verð ég að sleppa út úr þessu greni — en þó vill ég ekki, að lögg- urnar fari að ónáða mig, eins og þessi þokkahjú vilja. Walker greip um axlirnar á henni. — Ég skal ganga frá þessu við Kerry og Steve. Hlust- aðu nú á mig. Ég er með pen- ingia handa þér — ekki mikið en nóg samt. Ég er búinn að tala við Brad. Þú mátt lána bílinn hans. Öruggast yrði fyrir þig að aka burt um leið og síðustu gestirnir. Ég er búinn að panta handa þér gistiihúsrúm í Newark. Ég skal sækja bíiinn seinnipart- inn á morgun. Láttu sivo litið á þér bera í nokkra daga. Eftir það er þér óhætt. Vertu þarna kyrr eða farðu hvert sem þú vilt, en komu bara ekki hingað aftur. Komdu aldrei hingað aft- ur. Joyce setti upp grunsemdar- svip. — Hversvegna er allt í einu orðið svo hættulegt hérna? — Hvernig geturðu spurt! Við hverju geturðu búizt? Vertu ekki með neinn leikaraskap við mig, Joyce. Var ekki Miles Kendall að snuðra hér í kring í gær- krvöldi? — Hann hefur nú aldrei gert annað en snuðra. — Ég frétti hjá Morst dóm- ara, fyrir tæpum hálftima, að Miles hafi fengið sér handtöku- skipun í gærkvöldi. Veiztu, hvað það þýðir? Þrútna andlitið á Joyce föln- aði allt í einu. — Það þýðir, að ég verð að koma mér burt taf- arlaust. — Það var rétt, og Walker kinkaði kolli, snöggt. — Ég ætla að fara og vita, hvernig stendur hjá Racehjónunum. Vertu tilbúin að fara strax þegar ég kem aft- ur. Hann sendi okkur Kerry aftur sorgbitið augnatiilit og flýtti sér niður stigann. Við heyrðum hann lokia hurðinni niðri varlega, en Joyce hreifði sig ekki fyrr en hún heyrði læsinguna smellt L — Hvað á hann við með þvi, að ég skuli vera tilbúin? sagði hún í rellutón. — Ég sem hef ekki annað lauslegt með mér, en þessar vesællegu tuskur, sem hann keypti handa mér á ein- hverri útsölu I Camden? Kerry leit yfir til Joyce og — Þér tókst r.ú annars ekki betur en vel með hnífinn við hann Miles. Hann ætlar að lifa það af, og þá er ekki víst, að hann þegi. Hún sneri sér snöggt að mér. — Hvaða kjaftæði er þetta í þér um hann Miles? Fyrst hann Walker og síðan þú. Miles? Hvað um hann? Hvað kemur það við, hvort hann lifir eða deyr? — Þeirri spurningu skalt.u sjáH svara, Joyce. Hvað það kemur þér við? Hversvegna varstu að reyna að kála honum í nótt? Joyce stirnaði upp. — Hvers vegna ég gerði það? — Já, þú geiðir það, var ekki svo. Eða kannski hann Brad hafi gert það fyrir þig? — Hún hörfaði frá mér. — Hvað sem Brad kann að hafa gert, þá hefur hann tekið það upp hjá sjálfum sér. Er ég lík- leg til að kyrkja fólk? Brad ætti að hafa betri krafta til þess, finnst þér ekki? Við Kerry störðum bæði á hana aftur. Hún hafði fyrir nokkrum mínútum sagt: „Svo er Brad fyrir að þakka, sem geng- ur um og kyrkir fólk“. Og nú var hún aft'ur farin að tala um að kyrkja. Hún hafði talað ósjálf rátt og umhugsunarlaust, án þess að nokkurs leikaraskapar yrði vart. Það þýddi, að hún vissi raunverulega ekki, hvernig fórnardýrin höfðu verið myrt! Bjartur ljósgeisli beindist nú að mikilvægu atriði, sem ég hafði ekki gert mér Ijóst áður — að Joyce, sem var hér svo einangx- uð, gat ekki haft samband við umheiminn um fréttir. Hún varð að bíða eftir þeim og trúa eða trúa ekki því, sem að henni væri rétt á því sviði. Hún vissi ekkL að þær fréttir, sem henni höfðu borizt voru undir eftirliti. Hún hafði ekki heyrt um árásina á Miles, og morðið á Bwie og Mc Neary hafði hafði hún frétt um þannig, að þau hefðu verið kyrkt. Við Kerry héldum áfram að glápa á hana. Hún hafði snúið sér frá okkur í snatri og troðið fötum niður í litla ferðatösku. Snögglega hættd hún því og starði til dyranna ísköldum aug- um. Dyrnar opnuðust hægt. Við höfðum ekkert fótatak heyrt úti fyrir, en einhver hönd ýtti var- lega hurðinni upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.