Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1967. 19 Friðrika Gunnlögsson IUinningarorð MÉR barst sú fregn fjrrir nokkru, að æskuvinkona mín, Friðrika Gunnlögsson væri látin. Mér brá nokkuð við frétt þessa, þvi í nóv. al. hafði ég hitt hana og var hún þá glöð og reif að vanda, og við ráðgerðutn báðar að hittast enn einu sinni og bá á íslandi. Friðrika Gunnlögsson var fædd 10. maí 1895 á Akureyri. Móðir hennar var Björg Hemm- ert, sem var af dönskum ættum, en faðir hennar var Halldór Gunnlögsson, albróðir Jakobs Gunnlögssonar .stórkaupmanns í Kaupmanniahöfn, og munu marg ir eldri Reykvíkingar kannast við þá bræður. Halldór var í mörg ár yfirbókari í verzlun Ás- geirs Sigurðssonar (Verzlunin Edinborg) hér í borg, en Halldór og Ásgeir voru æskuvinir. Kynni okkar Friðriku hófust með þvi, að við vorum bekkjar- systur í Landakotsskóla, 11 ára gamlar. Við vorum sessunautar og fór strax vel á með okkur. þrátt fyrir nokkra námskeppni. Að loknu námi í Landakoti, hóf Friðrik-a nám í Menntaskólk Reykjavíkur og lauk hún stúd- entsprófi þaðan árið 1915. Mig minnir að bekkur Friðriku hefði stundum verið nefndur kvenna- bekkurinn, því þá hófu 8 ungar stúlkur nám í M.R. við hlið pilt- anna. Er mér minnisstætt, hversu mjög ég þráði að vera 9. kvenn- nemandinn og fylgja þannig vin- bonu minni í öðrum áfanga menntunar hennar. Af því gat þó ekki orðið og olli það miklum Sársauka á því æviskeiði minu. Að stúdentsprófi loknu, réði Friðrika sig til skrifstofustarfa, en þegar faðir hennar lézt 1922, ákváðu þær mæðgur að flytjast til Danmerkur, til systur frú Bjargar, Gotfrede Hammert, sem þá var frönskúkennari 5 frk. Mörks Pigeskole í Hilleröd. Friðrrka var siðan 1 vetur á verzl unarnámskeiði í Danmörku og vann í 1 ár á skrifstofu í Hille- röd, en þá réði hún sig sem bréfritari í ensku og þýzku við stórt útflutningsfirma í Holbæk og hélt hún þeirri stöðu í 40 ár. Bróðir systranna, Bjargar og Gotfrede var búsettur á íslandi og starfaði í mörg ár við Vöru- húsið í Reykjavik, en þegar árin færðust yfir hann fluttist hann alfarinn til Holbæk til systra sinna og systurdóttur. í mörg ár hafði Friðrika heimili með móð- ur sinni og móðursystkinum. í>au önduðust öll í hárri elli, og ann- aðist Friðrika þau með frá'bærri umlhyggju þar til yfir lauk. Eftir lát frændfólksins bjó Friðrika ein í íbúð þeirra. Oftar en einu sinni heimsótti hún ís- land. Þótt heimili hennar hafi meiri part ævinnar verið í Dan- mörku, var hún mikill íslend- ingur, enda átti hún sína trygg- ustu vini og ættingja á íslandi. Hún talaði íslenzku án nokkurs erlends hreims og umgekkst hún þó íslendinga lítið, nema þegar um stuttar heimsóknar var að ræða. Sama mátti segja um rit- mál hennar. Hin skemmtilegu bréf hennar voru rituð með rétt- ritun og orðfæri, sem margur ís- lenzkur nemandi mætti vera stoltur af. Á ferðum mínum erlendis vegna samstarfs við erlend hjúkrunarkvennafélög, gafst mér tækifæri til þess að hitta vinkonu mína oftar en aðrir vin- ir hennar á íslandi. Ég hlakkaði alltaf til þeirra endurfunda. Höfð um við þá oft undirbúið smá- ferðalög í Danmörku og verð ég að segja, að afloknum erfiðum og þreytandi fundahöldum, var mér mikil hvíld í því að hitta æskuvinkonu mína og ræða við hana um gamalt og nýtt. Friðrika Gunnlögsson hafði mjög ríka réttlætiskennd og var að mínum dómi mjög heil'brigð í lífsskoðunum. Hún las mikið á síðari árum og ávallt bókmennt- ir, sem gáfu tilefni til umhugs- unar. Hún hafði kímnigáfu og oft skemmti ég mér með henni þeg- ar hún minntist æskuáranna og ýmissa atburða, sem ég hafði nálega gieymt. Rausn heimils- ins við gestakomur var eins >g í tíð gömlu systkinanna, — ekk- ert var nógu gott handa gestin- um. Ég hefi alltaf átt erfitt með að sætta mig við hinar miklu þján- ingar, sem surnir jarðarbúar verða að þola, áður en þeir skilja við þá tilveru, sem stund- um hefir verið nefnd táradalur. Friðrika vinkona mín öðlaðist friðinn á 2. degi sjúkrahúsvistar. Ber okkut vinum hennar og ætt- ingjum að gleðjast yfir þeim málalokum. Hún andaðist 17. febr. sl., og fór útförin fram 23. sama mánaðar. Héðan fóru 2 frænkur Friðriku, Margrét Hemmert og Margrét Halldórs- dóttir, sem hún hafði mikið dá- læti á, til þess að vera viðstadd- ar útförina. Ég veit að ég tala fyrir m-unn annarra ættingja og vina á ís- landi, er ég þakka trygga vin- áttu og frábæra gestrisni í okk- ar garð, sem höfðum tækifæri til þess að vera hennar aðnjótandi. Sigríður Eiríksdóttir. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í skartgripaverzlun. Upplýsingar á Skólavörðustíg 5 kl. 6—7 í kvöld. Löffmanna félag íslands Fundur verður haldinn í Tjarnarbúð (uppi) föstu- daginn 31. þ.m. kl. 17.30. Fundarefni: Framhaldsumræður um lög um Stjórnin. málflytjendur. Tilboð óskast í Ford Falkon fólksbifreið árgerð 1965 í því ástandi sem bifreiðin nú er í eftir árekstur. Bifreiðin verð- ur til sýnis við Bílaskálann Suðurlandsbraut 6, í dag (fimmtudag) og á morgun. Tilboðum sé skil- að í skrifstofu Samvinnutrygginga, Tjónadeild, fyrir hádegi n.k. laugardag. Tómas Árnason og Vilhjálmur Árnason, lögmenn. Skrifstofa okkar er flutt í Austurstræti 10A, 3. hæð. Símar 24635, 16307. ÞETTA GERDIST ALÞINGI Stjórnarfrumvarp um jarðeigasjóð rfkisins lagt fnam (2). Stjórnarfrumvarp um breytingar á Dðgum um varnir gegn útbreiðslu sauð íjársjúkdóma (2). Ríkisstjórnin leggur fram á Alþingi heildarlöggjöf um orkumál (7). Miklar umræður á alþingi um fund- argerðir ráðberrafunda og afstöðu til herverndarsamningsins frá 1941 (8). Fjármálaráðherra gerir grein fyrir imdirbúningsvinnu að staðgreiðslu- kerfi skatta (9). Forsætisráðherra ræðir utanríkismál á Alþingi (17). Stjórnarfrumvarp um að Viðtækja- ▼erzlun ríkisins verði lögð niður (17). Stjórnarfrumwarp, sem felur 1 sér að sjómannasamtökin fái sömu hlut- deild í útflutningsgjaldinu og LÍÚ (21) Miklar umræður á þingi um vanda- mál minni bátanna (23). Lagt fram stjórnarfrumvarp, sem skapa á Búreikningastofu landbúnað- arins nýjan starfsgrundvöll (25). Dómsmálaráðherra gerir grein fyrir framtíðarviðhorfum í tækjakaupum Landhelgisgæzlunnar (28). Umræður á þingi um skipan sendi- nefndar íslands hjá SÞ (28). VEÐUR OG FÆRÐ Hitinn í janúar 2 stigum yfir meðal- lagi (5). Ofviðri um vestanvert landið. Bíla- lest teppist á Holtavörðuheiði (7). Fjallvegir teppast vegna snjóa (8). Hvassviðri á vestanverðu landinu (10). Færð víðasthvar góð (10). Vegir á Fljótsdalshéraði færir í all- an vetur (19). ÚTGERÐIN Útflutningsgjald af loðnumjöli og alíu verður fellt niður (1). Verðmæti síldaraflans frá maí 1966 til janúar 1907 alls 1152 millj. kr. (2). 14.300 lestum af fiski landað í Ólafs- vík 1906 (3). Góð síldveiði við Færeyjar (10). Um 40 bátar gerðir út frá Keflavik i vetur (11). Togarar seldu erlendis fyrir 201,6 millj. kr. sJ. ár (11). Misjafn afli í Faxaflóa. Ógæftir í Eyjum (18). Loðnuveiði hafin við Suð-Vestur- land (18). Sæmilegur afli við Grænland (21). Sóknin í þorskstofninn meiri en hann virðist. þola (21). Mai selur fyrir metupphæð í Þýzka landi, 290 lestir fyrir 3,3 millj. kr. (22) Ágæt loðnuveiði (24). FRAMKVÆMDIR Rauði kross íslands tekur blóðsöfn- unarbíl í notkun (2). ísarn h.f. kaupir 18 hjóla sements- flutningabíl til landsins (3). Miklar endurbætur á fiskverkunar- stöðinni Hróa í Ólafsvík (3). 340 millj. kr. var varið til vegamála s.l. ár (3). Loftleiðir opna nýja afgreiðslu að Vesturgötu 2 (4). Hitaveituboranir fyrir nýju hverfin ráðgerðar (16). Næsta sumar verður byggð brú á Jökulsá á Sólheimasandi fyrir 10-12 millj. kr. og Eidvatnsbrú að nýju (17) Skógræktargirðingar nú alls 544 km að lengd (18). Ný dæla til hafnardýpkana komin til landsins (18). Sunna reisir nýja bað- og snyrti- stofu (18). Vélkældir mjólkurgeymar á 120 bæj um á Suðurlandi (19). 40 lesta kísilþurrkari fluttur í heilu lagi til Mývatnsverksmiðjunrer (19). Dráttarbraut og vélsmiðja Þorgeirs og Ellerts á Akranesi semja um smiði 400 lesta fiskiskips (21). Æskufólk fær aðgang að tveimur samkomusölum í nýju Templarahöll- inni (22). Gufuveita byggð í Námaskarði i sumar (22). Brettingur NS-50. nýr 317 lesta bát- ur til Vopnafjarðar (22). Undirbúningur að byggingu ál- bræðslu gengur vel (24). Áfengisútsala opnuð 1 Keflavík (25). Nýtt póst og símahús reist í Stykkis hólmi (25). Unnið að fyrstu höfninni I Flatey (25) . Áætlað að bygging Handritastofn- unarinnar verði risin af grunni seint á næsta ári (25). 11000 ferm. tollvörugeymsla verður reyst í Laugarnesi (26). Nýtt hlutafélag hyggst korna upp íþróttamiðstöð, veitinga- og gistihúsi að Kolviðarhóli (26). Flugfélag Íslands hyggst kaupa þriðju Fokker Friendship-flugvélina (26) . BÓKMENNTIR OG LISTIR Leikfélag MA sýnir Bietermann og brennuvargana 1 Reykjavík (4). Friðluleikarinn Ruggiero Ricci leik- ur einleik með Sinfóníuhljómsveitinni stjórnandi Paavo Berglund (8). Leikfélag Bíldudals æfir söngleik- inn .,Þrjá skálka'* (12). Leikfélag Reykjavíkur sýnir „Tango'4. eftir Slawomir Mrozek (12). „Allt í misgripéum' eftir Shakesp- eare á Herranótt Menntaskólans (12). Komin er út hljómplata með upp- lestri Steins Steinars (14). Yfirlitssýning á verkum Þórarins B. I>orláks9onar (14). W. H. Auden vinnur að þýðingu Völuspár á ensku (15). Menntaskólanemar halda höggmynda sýningu (18). Sögur úr Skarðsbók komnar út (21). Gísli Sigurðsson heldur málverk<a- sýningu í Reykjavík (24). íslemikar þjóðsögur komnar út I enskri þýðingu (28). MENN OG MÁLEFNI Carioll Foster. nýr yfirmaður U.S.I.S. hér á landi (1). Dr. James Watt, forseti framkvæmda nefndar WHO í heimsókn hér (1). Þór Vilhjálmsson skipaður prófessor við lagadeild Háskóla íslands (2). Bæjarstjóraskipti á Akureyri (2). Tveir íslenzkir húsgagnaarkitektar, Jón Ólafsson og Pétur B. Lúthersson, vekja á sér athygli erlendis (2). Einari Th. Guðmundssyni, lækni, veitt héraðslæknisembættið á Eyrar- bakka (2). J. Þorláksson og Norðmann h.f. gef ur 100 þús. kr. i minningarsjóð Jóns Þorlákssonar við Háskóla íslands (3) Iðnaðarmannafélagið gefur Reykja- vík borgarstjórakeðju (4). Snorri Hjartarson hlýtur „Silfur- hest“ bókmenntgagnrýnenda dag- blaðanna (7). Kaupmannahafnarháskóli viður- kennir doktorsritgerð Þorkels Jó- hannessonar, læknis (7). Fjöldi Færeyinga kemur hingiað til vertíðarstarfa (8). Ákveðið að James K. Penfield láti af embætti sendiherra USA hér (8). Sæmundur Auðunsson ráðinn for- stjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar (9) Veðurstofan ákveður að ráða sér- stakan búveðurfræðing (9). Ásgeir Ásgeirsson, forseti, sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Edinborgar- háskóla (15, 19). J. William Fulbright, öldungardeild arþingmaður, í heimsókn hér (23). Læknarnir Kjartan R. Guðmunds- son og dr. Gunnar Guðmundsson ráðn I ir yfirlæknar fyrirhugaðrar taugadeild f FEBRÚAOl 1V&7 ar Landspítalans (25). Matthías Guðmundsson skipaður úti bússtjóri Útvegsbankans á Seyðis- firði (25). Tryggvi Pétursson ráðinn útibús- stjóri Búnaðarbankans í Hveragerði (26). Benóný Benediktsson skákmeistari Reykjavíkur 1967 (28). SLYSFARIR OG SKAÐAR Neskaupstaður almyrkvaður meðan unnið var að viðgerð á raftaug. sem skemmdist í eidi (1). Skaðar á húsum og heyjum í Skaga firði í ofsaroki (1). Xenía Jessen, 73 ára, ekkja M. E. Jessens, skólastjóra, bíður bana í um ferðarslysi (5). Vélbáturinn Frosti H frá Hofsósi strandar á skeri við Sauðárkrók (7). Þak brennur á nýbyggingu skipa- smíðastöðvarinnar Stálvík hi. (8). Jónína Ragnhildur Jónsdóttir, 75 ára, bíður bana 1 umferðarslysi í Reykjavik (9). Kviknar í viinnustofu Kjarvals, en litlar skemmdir (10). Júlíus ívarsson, 10 ára drengur á Húsavik, fellur fram af 36 metra klett- um og slasast tiltölulega lítið (11, 14). Ingólfur Jónsson, loftskeytamaður, bíður bana við raflost (12, 14). Þrjár síldarnætur brenna hjá Frost h.f. 1 Hafnarfirði (12). Jakob Jakobsson, skipstjóri frá Norðfirði, 79 ára. lézt í bílslysi i Reykjavík (15). íbúðarhúsið að Minni-Mástungu i Gnúpverjarhreppi brennur til grunna (17). Bjarni Pálsson, vélstjóri, bíður bana um borð í togaranum Jupiter (18). Um 80 — 100 lestir af lýsi rennur úr geymi á Raufárhöfn (19). Bóndinn að Ytra-Hóli í Fnjóskadal og dóttir, hans festast undir dráttar- vél (21). Skíðaflugvélin Glófaxi Jaskast i Grænlandi (24. — 28). FÉLAGSMÁL Samningar takast milli þjóna og veitingahúseigenda (1). Kannaðir möguleikar á almennings- hlutafélagi um útgerð og fiskvinnslu í Hiafnarfirði (2). Sigríður Jónsdóttir kosin formaður Kvennadeildar SVFÍ á ísafirði (3). Úthlutun lóða á Þingvallasvæðinu m»ótmælt á fundi um náttúruvernd (3) Kópavogur orðinn annar stærsti bær landsins með 9933 íbúa, Akur- eyri með 9907 (4). Samtök síldveiðisjómanna formlegm stafnuð (7). Fraimhaldsaukafundur SH haldinn í Reykjavík (8, 9) Axel Jónsson kosinn formaður full- trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna 1 Kóp« vogi (9). Hafnarstjóra óhehnilt samkvæmt úrskurði Hæstaréttar að bera Kol og Salt út af lóð þeirri, sem félagið hefur leigt síðan 1926 (10). Framboðslistar Sjálfstæðismanna f Norðurland9kjördæmi eystra og Vest- urlandskjördæmi lagðir fram (11). Fundur StúdentaféLags Háskófeana um sjávarútvegsmál (11). Guðmundur H. Oddsson endurkos- inn formaður Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Öldunnar 114). Framtooðslisti Sjálfstæðisflokksina á Austurlandi birtur (14). Fjölmennur fundur verkalýðsfélag- anna í Hafnarfirði um atvinnumál (15), Iðnaðarmálastofnunin gengst fyrir verkstjóranám9keiði (15). Eðvarð Sigurðsson endurkjörinn for maður Dagsbrúnar 1 Reykjavík (16). Samþykkt að stofma Sölusamlag slldarsaltenda (17). 6. þing Landssambands ísl. verzlun- armanna haldið í Reykjavík. Sverrif* Hermannsson endurkjörinn formaður (18). Búnaðarþing háð í Reykjavfk (2L, 28). Framihaldsaðalfundur Stéttarsanv- bands bænda haldinn (21. 23). Björgvin Schram kosinn formaður Félags íslenzkra stórkaupmanna (21). Norðurverk, nýtt almenningsiiluta- félag stofnað á Akureyri (21). Guðmundur Þór Pálsson kosinn for* maður Arkitektafélags íslands (23). Gísli Andrésson kosinn fomnaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna i Kjósarsýslu (25). íslenzkt jarðfræðingaþing um At- lantshafshrygginn haldið hér (26. 28X. Norðurflugi breytt í almennings- hlutafélag (28). Iþróttir KR vann Ármann í sunctknattleik. en Ármenningar hafa verið ósigrandl í 23 ár (2). Ungverjalandsmeistararnir i han<i- knattleik, Honved, sigruðu íslands- meistara FH i fyrri leik sínum I Evrópukeppni meistaraliða með 20:1J (7) SijÓari leikinn vann FH með 19:14 (14). Jafntefli, 17:17, milll úrvalsliS*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.