Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1967. 23 i ÚR ÖRÆFAFERÐ Myndir þær, er hér birtast tóku Úlfar Jacobsen, Jóhann Birgis- son, Guðmundur Jónasson og Jón Þorbergsson. Efsta myndin af þriggja dálka myndunum sýnir bílalestina, en í henni munu hafa verið um 40 bílar. Þar fyrir neðan sést hvar stór bíll hefur festst í torfæru og eru menn að moka krapinu frá, svo að unnt sé að draga hann í land. Þá sést hvar Bronco-bíll situr fastur og loks þar sem verið er að koma ýtu til aðstoðar lest- inni á Mýrdalssandi. I Efsta myndin af tveggja dálka myndunum sýnir stóra bifreið, þar sem grjótflug hefur brotið framrúðuna. Hefur orðið að setja krossvið í gluggakarminn, svo að ekki næddi um farþeg- ana. Þar fyrir neðan sjást tvær litlar háfjallabifreiðar, sem einnig hafa orðið fyrir grjót- flugi vegna óveðursins. Eru báð- ar framrúður brotnar og hefur verið skilið eftir gægjugat fyrtr bifrciðastjórana. Neðsta myndin hér fyrir neðan sýnir áðurnefndar bifreiðar fara yfir eina torfæruna á leið íerðalanganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.