Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1967. 25 1 Bólusóttarfar- aldur í Indlandi Hefur borizt til Evrópu Helsinki (Finnlandi), Mainz :(V-iÞýzkalandi) og Nýju Delihi (Indlandi, 28. marz — NTB- ' AP HEILBRIGÐISMÁLARÁÐU- NEYTH) indverska skýrði frá því í dag að nær 3.000 manns hefðu látizt úr bólusótt í Ind- landi síðan í janúar, einkum npp til sveita. Sagði talsmað- ur ráðuneytisins að fjöldabólu- setning hrykki skammt, þótt nóg væri af bóluefni, því margir harðneituðu að láta bólusetja Sig og ylli þar fáfræði mestu um. Bólusóttin heíur borizt til Mainz í V-iÞýzkalandi með ind- verskum námsmanni, er fór flugleiðis frá heimalandi sínu til Evrópu. Einn samferðamanna hans, húðsjúkdómalæknirinn Jiirgen Fisihcer í Hannover, sýkt ist af bólusótt og varð hún rek- in til námsmannsins. Mikil leit hefux verið gerð að öðrum sam- ferðamönnum þeirra og hefur hatfzt upp á þeim flestum. Ind- verski námsmaðurinn, sem ekki er nafngreindur í fréttinni, bjó á gtúdentagarði í Mainz og hefur garðurinn verið settur í sóttkví og námsmenn þar sumir orðið af prófum sem þeir ætluðu að taka eftir páskaleyfið. 1 Helsinki óttuðust menn að bólusótt hefði borizt þangað með manni sem fór i skemmtiferð með ferðaskrifstofu einni til Austurlanda nær, m.a. tn. fsra- els, Líbanon og Jórdaníu, en nú hefur komið í ljós, að ekki var um bólusótt að ræða. Búið var að hafa upp á öllum ferðafélög- um mannsins og setja í sóttkví en bólusetja allt ættfólk þeirra og kunningja. í dag tilkynnti svo finnska heilbrigðismálaráðu neytið að fullvíst væri að mað- urinn hefði ekki sýkzt af bólu- sótt, heldur einhverjum ókenni- legum sjúkdómi, sem enn hefði ekki verið greindur svo óyggj- andi yrði talið, og myndi mað- urinn því látinn liggja áfram á sjúkrahúsinu unz gengið yrði úr skugga um veikindi hans. Þýzk kona sem fór til Ind- lands í viðskiptaerindum kom þaðan aftur fyrir ménuði og hafði sýkzt af bólusótt. Sóttkví sú sem hún var sett í og þeir er hún hafði haft samband við eft- ir heimkomuna rann út á þriðju dag sl., og hafði þá enginn annar tekið veikina. Nokkur uggur er í mönnum að vörusýningin mikla í Hannover verði fyrir einhverjum skakka- föllum af völdum bólusóttarinn- ar og jafnvel horfur á að henni verði frestað, en veltur allt á því hvort einhverjir taka veik- ina til viðbótaT þeim sem þegar hafa sýkzt. RÁÐNINGASTOFA HLJÓMLISTARMANNA Óðinsgötu 7 - Sími 20255 Opið mónud.-fimmtud. 2-7, föstud.-laugard. 2-5 é é *í?r T Bretar mót- mæfa stallhæf ingum Peking Lundúnum, 28. marz — AP BRETLANDSSTJÓRN neitaði í dag þeim staðhæfingum Peking, að Bandaríkjamenn hefðu að- stöðu í Hong Kong til árásar- ferða á N-Vietnam. Þá var því einnig neitað, að Bandaríkja- menn hefðu hernaðarbækistöðv- ar í Hong Kong. Sendiherra Breta í Peking afhenti mótmæla orðsendinguna, sem er svar við ákærum Kínverja á hendur Bret um, að þeir hefðu leyft Banda- ríkjamönnum að koma upp hern aðarbækistöðvum á iandsvæðinu andspænis meginlandi Kína. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Flugfreyjur Aðalfundur Flugfreyjufélags íslands verður hald- inn í Tjarnarbúð föstudaginn 31. marz kl. 4 e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Staða sérfræðings við röntgendeild Borgarspítalans er laus til um- sóknar. Staðan veitist frá 1. júlí n.k. Laun sam- kvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Læknafé- lags Reykjavíkur. Upplýsingar varðandi stöðuna veitir yfirlæknir deildarinnar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri störf sendist sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur HeiSuvemdarstöð- inni fyrir 15. maí n.k. Reykjavík, 28. marz 1967. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Heimdallur F.U.S. Klúbbfundur Laugardaginn 1. apríl efnir Heimdallur til klúbbfundar í Tjarn arbúð og hefst hann með borðhaldi kl. 12.30. Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, verður gestur fundarins og talar um FJÁRMÁLASTJÓRN RÍKISINS. Stjórnin. í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðasala hefst kl. 4. Sími 11384. (Börnum óheimill aðgangur). AÐALVINNINGAR EFTIR VALI: -)< KR. TÓLF ÞÚS. (VÖRUÚTT.) -)< KÆLISKÁPUR (ATLAS) -)< ÞVOTTAVÉL (SJÁLFVIRK) -j< HÚSGÖGN FYRIR KR.-1S ÞÚS Il/lfÖI n verður framhaldsvinn- IvVULU ingurinn dreginn út ALLT ÞETTA í EINIIM VINNINGI: Tólf manna matarstell — tólf manna kaffistell — stálborðbúnaður fyrir tólf — armbandsúr — straujárn — baðvog — strauborð — rúmfatasett — brauðskurðarhnífur — hitakanna — Ijósmyndavél — sykursett — eldhúspottasettas ett — sex manna mokkastell — handklæðasett — stálfat — vekjaraklukka — brauðrist — borð- mottusett — stálskál — ryapúði — glassett — eldhúsáhaldasett og eldhúshnífasett. Síðast þegar framhaldsvinningur var C\/ A\f AD rccTC dreginn út seldust allir miðar upp á stutt oVAVSjto / ó um tíma. — Tryggið yður því miða tím- JQRNAR anlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.