Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1967.
Stjórn KSÍ: T.v. Ingvar Pálsson, Guðmundur Sveinbjörnsson, Ragnar Lárusson, Björgvin
Schram, form., Sveinn Zoega, Jón Magnússon og Axel Einarsson.
Sir Stanley Rous gestur KSÍ
á 20 ára afmæli sambandsins
KNATTSPYRNUSAMBAND fs-
lands á 20 ára afmæli um þess-
ar mundir, en stofnfundur sam-
bandsins var haldinn 26. marz
1947. f tilefni af afmælinu verð
nr móttaka á laugardag í Sig-
túni kl. 3—5. Meðal gesta í þessu
hófi verður Sir Stanley Rous, for
seti Alþjóðasambandsins, en Sir
Stanley mun halda fund með
knattspyrnudómurum og áhuga-
mönnum á sunnudag í Þjóðleik-
húskjallaranum kl. 2.
Knattspyrnusambandið á sér
langa forsögu áður en það var
endanlega stofnað fyrir 20 ár-
um, þegar ÍSÍ var stofnað árið
1912 var knattspyrnan vinsæl-
asta íþróttagreinin hérlendis,
sem borizt hafði til landsins
nokkru fyrir síðustu aldamót
ÍSÍ mætti þessum mikla áhuga
á knattspyrnu af miklum skiln-
ingi og sá strax nauðsyn á að
fræða almenning um þessa
íþrótt. Gaf sambandið út knatt-
spyrnulögin í fyrsta sinn 1916
og stuttu síðar voru gefnar út
almennar reglur ISf um knatt-
spyrnumót. Má segja að með
þesari útgáfu hafi verið lagður
varanlegur grundvöllur að við-
gangi knattspyrnu á íslandi. Auk
þessa hafði ÍSÍ forgöngu um að
fá hingað erlend knattspyrnu-
lið, og kom hig fyrsta hingað
j til lands 1916.
Eftir þá heimsókn varð mönn
um brátt ljóst að nauðsyn væri
að fela einum aðila stjórn knatt
spyrnumála, og 1919 var skipuð
nefnd í því skyni, og nefndist
hún „Knattspyrnunefnd Reykja-
víkur.“ Ekki leið á löngu þar
til augu manna opnuðust fyrir
nauðsyn þess að starfssvið nefnd
arinnar næði yfir stærra svæði
en Reykjavík, ef verulegur ár-
angur ætti að nást, og því varð
úr að Knattspyrnuráð íslands
var stofnað. Þessi skipan mála
hélzt til ársins 1923 er starfs-
sviðið var aftur takmarkað við
Reykjavík, því að stofnuð höfðu
verið samtök knattspyrnu-
manna annars staðar á landi, og
nafninu breytt í Knattspyrnu-
ráð Reykjavíkur.
2) S'egja má, að með stofnun
þessarar nefndar hafi stjórn
Í.S.Í. á vissan hátt stofnað
fyrsta sérsambandið,'' og að
þetta hafi verið fyrsti vísirinn
að Knattspyrnusambandi ís-
lands.
A næstu áratugum koma oft
fram tillögur að stofnun Knatt-
spyrnusambands íslands, en all-
ar tilraunir í þá átt strönduðu
ýmissa orsaka vegna.
Knattspyrnuráð Reykjavíkur
ákvað árið 1946 að beita sér al-
varlega fyrir stofnun sérsam-
bands knattspyrraumanna og
var ástæðan fyrst og fremst auk
in samskipti við útlönd, og sáu
forystumenn knattspyrnumála
nauðsyn þess, að einhver aðili
hér á landi kæmi fram fyrir
hönd allra knattspyrnumanna á
fslandi.
Ritaði stjórn K.R.R. bréf t'l
félaga og bandaiaga úti á landi
og barst síðan beiðni frá 6 sér-
ráðum og íþróttabandalögum u n
að stofna sérsamband knaít-
spyrnumanna.
Stjórn f.S.f. boðaði til stofn-
fundar Knattspyrnusambands ís
lands í Reykjavík hinn 26. marz
árið 1947. Þáverar.di forseU Í.S.I.
Benedikt G. Waage, stjórnaði
fundinum.
Fyrsta stjórn sambandsins var
þannig skipuð:
Agnar Kl. Jónsson, formaðjr,
Björvin Schram,
Pétur Sigurðssora,
Guðmundur Sveinbjörnsson,
Rútur Snorrason.
í dag eru 17 íþróttabandalög
aðilar að Knattspyrnusambandi
íslands. Núverandi stjórn sám-
bandsins skipa: Björgvin Schram,
formaður, Guðmundur Svein-
björnsson, Axel Einarsson, Ingv
ar N. Pálsson, Jón Magnússon,
Ragnar Lárusson og Sveinra
Zoega.
í lögum Knattspyrnusambands
íslands segir, að tilgangur sam-
bandsins sé að hafa yfirstjórn
í málefnum knattspyrnuíþróttar
innar á íslandi og vinná að efl-
ingu hennar, Segir þar enrafrem-
ur, að sambandið komi fram sem
fulltrúi ÍSÍ við erlenda aðilja.
Knattspyrnusamband íslands
er meðlimur í Alþjóðaknatt-
spyrnusambandinu. Evrópuknatt-
spyrnusambandinu og samtökum
knattspyrnusambanda á Norður-
löndum. Hafa knattspyrnulið tek
ið þátt í heimsmeistarakeppnum,
Evrópukeppnum og Norðurlanda
mótum, sem fram hafa farið á
vegum þessara samtaka, og einn
ig hafa fulltrúar sambandsins tek
ið þátt í ráðstefnum, þjálfaranám
skeiðum, dómaranámskeiðum og
öðrum fundum, sem einnig hafa
farið fram á vegum þessara sam
taka.
Alls hafa Islenzkir knatt-
spyrnumenn leikið 51 landsle.k,
þar af 43 A-landsleiki, 3-B-
landsleiki, 1 leik fyrir leikmena
24 ára og 4 unglingalandsleiki.
Hafa flestir þessara leikja fanð
fram í Reykjavík, eða 30 talsins.
Knattspyrnusamband íslands
hefur að fremsta megni reynt
að stuðla að útbreiðslu íþróttar-
innar. Fjölmörg námskeið hafa
verið ha.dm bæð'. fyrir þjálfara
og dómara, komið á sérstökum
knattþrautum fyrir unglinga.
Það hefur einnig séð um öil
landsmót í knattspyrnu frá stofa
un, svo að eitthvað sé nefnt.
Á vegum sambandsins hafa
starfað fjölmargar nefndir á
undanförnum 20 árum, svo sem
landsliðsnefnd, dómaranefnd,
unglinganefnd, tækninefnd og
mótanefnd.
ÞÆT T I R
DÖMSMAL
Slys um borð
KVEÐINN hefur verið upp í
Hæstarétti dómur í máli, sem
Magnús Einarsson, bifreiðarstjóri
Í Reykjavik, höfðaði gegn Arn-
oddi Gunnlaugssyni, skipstjóra,
Vestmannaeyjum, til heimtu
skaðabóta að fjárhæð kr. 61.981,-
ásamt vöxtum og málskostnaði.
Málavextir eru þessir: Á vetr-
airvertíðinni 1961 var Magnús
annar vélstjóri : mb. Suðurey
VE 20, sem er eign stefnda, Arn-
odds. í róðri hinn 10. marz þ.á.,
er báturinn var á netum, varð
Magnús fyrir slysi. Vildi það til
að morgni, að því er virðist um
tíu leytið, er báturinn var stadd-
ur um 15 sjómílur NV af Eyjum.
Vindur var hvass að vestan og
mikill sjógangur. Tildrögum slyss
ins og slysinu sjálfu lýsti Magn-
ús með þeim hætti. að þegar
byrjað hefði verið að draga inn
fyrstu trossuna í umrætt sinn,
hefði hann staðið við rúlluna, en
skipverjinn, Valgeir Jónasson,
dregið af spilinu. Er fyrsta netið
kom inn, kvaðst stefnan4i hafa
farið að eins og venja hefði verið
til, tekið kúluteininn og kúlurn-
ar, sem voru á endanum og vafið
honum utan um steinateininn til
þess að jafna teinana. Steina-
teinninn hefði legið beint í spil-
skífunni. Nú þegar hann var að
koma kúluteininum inn á spil-
skifuna og haldið við með
vinstri hendi, hafi alda riðið und-
ir bátinn og teinarnir skrikað til
á skífunni. I sama bili varð
vinstri hendi hans á milli tein-
anna og rúllunnar, og hlaut
hann mikil meiðsli á baugfingri
og löngutöng. Magnús var frá
vinnu alllengi vegna slyssins og
hlaut við það varanlega örorku,
sem var metin 4%.
Magnús Einarsson taldi, að
Arnoddur Gunnlugsson sem var
skipstjóri í umræddri veiðiferð
og eigandi og útgerðarmaður
skipsins, ætti að bera fulla fé-
bótaábyrgð á slysinu. í fyrsta
lagi vegna þess, að slysið hefði
hlotizt vegna óvarkárni og van-
kunnáttu skipverjans, sem dró af
spilinu. í öðru lagi vegna þess,
að veður hefði verið svo slæmt
á miðunum, er slysið vildi til, að
ekki hefði verið réttlætanlegt
vegna öryggis áhafnarinnar að
láta draga netin í því veðri. Þá
taldi Magnús, að vélbátaútgerð
væri hættulegur atvinnurekstur,
þar sem ávallt væri hætta á slys-
um, jafnvel þótt við engan væri
að sakast og þvi væri eðlilegt,
að atvinnurekandi bæri tjón,
sem af hlytist.
Arnoddur Gunnlaugsson neitaði
því algjörlega, að hann bæri fé-
bótaábyrgð á slysinu. Orsakir
þess yrðu ekki raktar til van-
búnaðar skipsins eða óvarkárni
skipverja annarra en stefnanda
sjálfs og veður hefði ekki verið
verra en svo, að vel hefði mátt
draga net, enda hefðu flestir bát-
ar verið á sjó og net iðulega
dregin í verra veðri. Slysið hefði
eingöngu viljað til fyrir óvar-
kárni og aðgæzluleysi stefnanda
sjálfs og yrði hann þar af leið-
andi að bera tjón sitt sjálfur.
Niðurstaða málsins í héraði
varð sú, að Arnoddur Gunn-
laugsson var talinn bera ábyrgð
á slysinu og var því dæmdur til
að greiða Magnúsi bætur. Var
i héraðsdómnum talið, að aldrei
hefði til slyssins komið, ef spil-
maðurinn hefði haldið nógu vel
við. Þótti verða að líta svo á,
að þar sem veður hefði verið
vont og mikill sjógangur, hefði
verið skylt að láta vanan og ör-
uggan mann vera við spilið. Þess
hefði ekki verið gætt, heldur
hefði 16 ára unglingur og óreynd
ur látinn vera við spilið.
Eftir uppsögu héraðsdómsins
voru dómkvaddir tveir kunn-
áttumenn, sem lýsa skyldu rétt-
um vinnubrögðum við netjadrátt
við samskonar aðstæður og voru
um borð í vb. Suðurey. Þá voru
og dómkvaddir þrír yfirskoðun-
armenn í sama skyni. Voru þess-
ar álitsgerðir lagðar fyrir Hæsta-
rétt.
Segir svo í forsendum að
dórrM Hæstaréttar: „Yfirskoðun-
arrnennirnir komu fyrir dóm og
staðfestu álitsgerð sína. Taka
tveir þeirra þá fram, að þeir
geti ekkert fullyrt um, hvort
Valgeiri Jónassyni (spilmannin-
um) hefði verið unnt að koma
1 veg fyrir, að „skrikaði á skíf-
unni“. Slysið varð 10. marz 1961
um kl. 10 árdegis, er báturinn
var staddur um 15 sjómílur NV
af Vestmannaeyjum. Samkvæmt
vottorði Veðurstofu íslands var
veður þann dag á Stórhöfða í
■Vestmannaeyjum kl. 08.00 V 7 og
kl. 11.00 V 10. Á Eyrarbakka var
veður á sama tíma V 5 og VSV
6. Þennan dag lönduðu 53 bátar
afla í Vestmannaeyjum.
Samkvæmt gögnum málsins er
ekki í ljós leidd nein vangæzla
af hálfu (Arnodds Gunnlaugs-
sonar) sjálfs. Að áliti yfirskoð-
unarmanna var umbúnaður i
lagi og aðstaða góð um borð í
vb. Suðurey. Ekki er sannað að
Valgeir Jónasson eigi nokkra sök
á slysinu, en krafa á hendur
(Arnoddi) reist á sök Valgeirs
Væri auk þess fyrnd sbr. 3. th
251. gr. siglingalaga nr. 56, 1914.
Samkvæmt þessu er ekki sannað,
að slysið hafi borið að með
nokkrum þeim hætti, sem (Arn-
oddur Gunnlaugsson) beri á-
byrgð á að lögum.“
Samkvæmt þessu var útgerð-
armaðurinn sýknaður af kröfum
Magnúsar Einarssonar, en máls-
kostnaður í héraði og fyrir
Hæstarétti var felldur niður.
Jarðskfálftar í Tash
kent enn
Moskvu, 28. marz, NTB.
Á FÖSTUDAG urðu jarðskjálft-
ar Tashkent, hinir hörðustu sem
þar hafa mælzt síðan 26. apríl
í fyrra, er borgin lagðist sem
næst í rúst og f jórungur íbúanna
missti hcimili sín. Einn kippur-
inn var svo mikill að mældist
milli sex og sjö stg á 12 stiga
jarðskjálftamæli og var litlu
minni en hörðustu kippirnir í
jarðskjálftanum mikla í fyrra.
Mikið tjón varð á byggingum
og víða hrundu milliveggir í
húsum og sprungur komu í út-
veggi. Tugir manna liggja á
sjúkrahúsum en ekki er vitað
um manntjón í jarðskjálftum
þessum. Samgöngur eru með
eðlilegum hætti í borginni nú.
Til þess var tekið í fréttum
einu sinni
af jarðskjálftum þessum að eng-
in skelfing hefði gripið borgar-
búa og þótti fréttamönnum þó
sem þeir hefðu haft ærna
ástæðu til, þar sem jarðsjálfta-
kippir er mælzt hafa í Tashkent
síðan í apríl I fyrra eru nú
komnir nokkuð á áttunda hundr-
að og var harði kippurinn er
áður sagði frá og var undanfari
sex annarra talinn númer 728.
Moskvu, AP.
Sovézkir vísindamenn búa sig
nú undir að græða heila fæt-
ur á hunda, en tilraunir
þeirra með græðslu þófa á
hunda hafa heppnazt mjög
veL