Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 11
WCmGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1967. 11 Páii V. Par;slsson: Vilja Hafnfirðingar opna brunninn? 1 HAFNARFIRÐI hefur að undan förnu talsvert verið rætt um opnun áfengisútsölu í bænum, en tildrög þeirra umræðna eru þau, að tveir athafnasamir menn vilja fá að reka vínbar í húsi, sem þeir eru að byggja og ætla til veitingareksturs. Fyrrnefndir aðilar hafa skrifað bæjarstjórn um málið og óskað eftir því að fram fari almenn atkvæða- greiðsla meðal Hafnfirðinga í sambandi við næstu alþingis- kosningar um opnun áfengis- útsölu í Hafnarfirði. Jafnframt hefur, að þeirra tilstuðlan, ver- ið hafin undirskriftasöfnun í bænum um að slík atkvæða- greiðsla sé látin fara fram. Hafnfirðingar hafa um langt érabil verið lausir við áfengis- útsölu í bænum og þann leið- indasvip, sem slikri útsölu fylg- ir og munu fáir hafa saknað þess. En fólk má ekki láta blekkj- ast í sambandi við undirskrifta- söfnun þessa. Sumir telja að hún sé ekki um áfengisútsölu, heldur um það eitt að Hafnfirðingar fái að njóta þess lýðræðis að greiða atkvæði um, hvort þeir vilji hafa áfengisútsölu í bænum eða ekki. En tilgangurinn er hinsvegar sá einn að fá áfengisútsölu í Hafn- arfjörð. Og fólk hefur látið blekkjast í máli þessu o gskrif- að í hugsunarleysi undir óskir um atkvæðagreiðslu, enda þótt það mundi alls ekki greiða at- kvæði með opnun vínbúðar. En þeir, sem ekki vilja opnun vín- verzlunar í Hafnarfirði þurfa engar undirskriftir um atkvæða- greiðslu, heldur aðeins þeir, sem vilía fá áfengisútsölu í bæinn. Það er ávallt mikið alvöru- mál að taka þátt í undirskrift- um og það ætti fólk aldrei að gera án umhugsunar. En venju- lega fara undirskriftir þannig fram að komið er til fólks, beitt einhliða áróóri og ætlazt til þess, að það skrifi undir án þess að tefja smalann of mikið. Þess vegria hefur margur orðið fyrir því að láta nafn sitt á plagg, sem hann aldrei hefði látið sér fil hugar koma, ef hann hefði vitað hinn raunverulega tilgang undirskriftaplaggsins eða hann hefði tekið sér umhusunarfrest og kynnt sér málið. Ég efa það ekki, að ýmsir hafa ritað undir fyrrnefnt plagg um áfengisútsölu í Hafnarfirði, «em sumir hveriir sjá eftir þvi nú þegar og aðrir síðar — En ennþá er tími til að stinga við fótum. Þeir sem ekki hafa skrif- eð undir gæti sín, taki sér um- ■hugsunarfrest og gefi málefninu gaum áður en þeir styðja það með undirskrift sinni og þeir, sem þegar hafa skrifað undir og sjá eftir því fái að strika nöfn sín út, en bað ætti fólk að vera ófeimið við. Framanrituð orð eru af gefnu tilefni. — En fyrst ég er far- inn að skrifa um þessi mál vil ég láta falla nokkur orð um mál- ið sjálft. Þeir, sem vilja viðhalda veldi Bakkusar konungs, en þeir eru margir, sem hafa af því hagn- •ð, halda þvi fram, að bezta leiðin til að leysa áfengisvanda- málið sé að skapa það, sem þeir kalla „áfengismenningu". Hins- vegar hefur það orð ekki reynzt nema hugtak eitt sem engum stoðum, sem hald er £, hefur ver ið rennt undir. Og til þess að skapa þessa „áfengismenningu“ á vín að vera á boðstóíum hvar sem er og hvenær sem er. Höml um eigi að létta af meðferð á- fengis þá læri menn að umgang- ast það og þá muni það ekki valda tjóni. Þrátt fyrir það, er reynsla liðinna aldra hafi sann- að að skoðum þessi er óraun- hæf er henni haldið fram í full- kominni blindni og einstreng- ingshætti. — I sjónvarpsþætti fyrir nokkru komst talsmaður þessarar kenningar í talsverðan vanda út af þeim mönnum, sem af einhverjum ástæðum drykkju nú of mikið eftir fengið frelsi í áfengismálum. Og hvert var þá ráð þessa manns? Það átti að setja vínbann á þá, sem ekki kynnu hóf í drykkjunni. Aðra leið fann hann ekki út úr vand- anum. En sé það sannfæring manna, að hömlur á sölu og dreifingu áfengis séu til ills eins gildir þá ekki sama um hverskonar hömlur á sölu og dreifingu ann- arra eiturlyfja? Og hversvegna allar þessar hömlur í þjóðfélag- inu, bæði siðferðislegar og aðr- ar? Hversvegna ekki að láta fólk alast upp við hætturnar, venjast þeim og umgangast þær í stað þess að byrgja brunninn? En .hvaða brunnur hefur fleirum grandað, menningarlega, efna- lega, andlega og líkamlega en áfengisbrunnurinn? Sjálfsagt verður því haldið fram, að opnun áfengisútsölu í Hafnarfirði ásamt vínbar eða vínbörum auki ekki áfengisneyzl una, heldur geri hana menning- arlegri. En trúir fólk því? Halda menn að eingöngu eigi að auka við kostnaðarhlið veitingarekst- ursins í heild en ekki vil tekju- hliðina? Sama er að segja varð andi áfengisverzlun ríkisins. Nei, vissulega ekki. Hvorttveggja er bygt á aukinni áfengissölu, sem af sér leiðir aukna neyzlu á- fengis hjá körlum og konum já og unglingum og afleiðingin verð ur upplausn fleiri heimila, fleiri afbrot, fleiri slys, fleiri váleg dauðsföll, fleiri umkomulaus börn og unglingar, fleiri sár, meira böl. E. t. v. gerir fólk sér ekki grein fyrir því, hve alvarlegt á- fengisbölið er og á það sé bæt- andi með aukinni vínsölu. En til að geta nokkuð upplýst fólk um þau mál hér í borg er Áfengisvarnarnefnd Hafnarfjarð- ar með ráðagerð um að afla gagna þar um. Það er því ráð- legt fyrir fólk að flýta sér með hægð og rasa ekki um ráð fram í því að ljá áfengisútsölu lið með undirskrift sinni. Fólk þarf þá síður að hafa samvizkubit, ef það hefur ekki skráð sig sem hirðmenn Bakkusar konungs, þegar það sér hafnfirzk heimili eða hafnfirzka unglinga verða áufengisnautninni að bráð. Fáll V. Danielsson Ráðskona óskast Dugleg ráðskona óskast við verksmiðju- mötuneyti í nágrenni Reykjavíkur. íbúð á staðnum, má hafa með sér barn. Tilboð með upplýsingum um fyrri störf sendist Mbl. fyrir hádegi á mánudag merkt: „Gott eldhús 2010“ TÍZKUSKÓLI ANDREU SKOLAVÖR-ÐUSTÍG 23 SÍMI 19395 Til fermingargjafa RADIONETTE ÚTVÖRP OG ÚTVARPSFÓNAR. AIWA SEGULBANDSTÆKI, margar gerðir fyrir 220 volta straum og rafhlöður. Verð frá 3.129.00. TRANSISTOR ÚTVÖRP: Norsk, japönsk, frönsk og ítöslk. Verð frá 1.150.00. PLÖTUSPILARAR: Monarch, Aiwa og Denon. Verð frá 1.700.00. AIWA PLÖTUSPILARAR með útvörpum, gerðir fyrir 220 volta straum og rafhlöður. Verð frá 5.083.00. RONSON — ISMET — A.D.A.X. og A.B.C. HÁRÞURRKUR. PAYER — LUX — REMINGTON — ARVIN og OXFORD RAFMAGNSRAKVÉLAR. PÓSTSENDUM. Rafsjá hf. Laugavegi 47, Reykjavik — Simi 11575. 1 --------------------------y Kvöídvaka Félags íslenxkra leikara verður flutt í síðasta sinn í Þjóðleikhús- inu næstkomandi mánudagskvöld kl. 20. Yfir 40 leikarar, söngvarar og fjöllistar- menn taka þátt í svningunni. Síðasta sinn. Látið ekki frost og kulda tefja störfin. Bjargið verðmætum með MASTER-hita. G. ÞORSTEINSSON 8 JOHNSON H.F Ármúla 1 - Grjótagötu 7 Simi 2 - 42 - 50 Fulltrúa — og sölustörf HANDBÆKUR HF. óska að ráða til starfa í byrjun aprílmánaðar nokra unga menn til fulltrúa- og sölustarfa í Reykjavík og nágrenni. Æskilegur aldur umsækjenda er frá 21— 35 ára og nauðsynlegt er að nokkur enskukunnátta sé fyrir hendi. Þeir sem ráðnir verða munu sitja í upp- hafi námskeið í sölufræði og markaðs- fræði til undirbúnings þessu starfi. Hér er um að ræða starf er býður upp á góða tekjumöguleika fyrir þá menn sem opnir eru fyrir nýjungum varðandi sölu- fræði og sölutækni og hafa áhuga á að starfa. að sjálfstæðu kynningar- og sölu- starfi. Einnig er þetta góð reynsla og und- irbúningur þeim, er hyggjast halda áfram að kynna sér sölufræði. Upplýsingar um þessi störf verða veittar í síma 19-400 í dag og næstu daga frá kl. 13—18. Handbœkur hf. Blaða- og bókaútgáfa — Bóksala. Tjamargötu 14 — Reykjavík. P.O. Box 268 — Sími 19-400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.