Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 19«7; L Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: í lausasölu kr. Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. .Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. NYJAR TILLÖGUR U THANTS 1T Thant, aðalritari Samein- ^ uðu þjóðanna, hefur nú Lagt fram frekari tillögur til lausnar Vietnamstríðinu og er meginefni þeirra það, að gert verði vopnahlé í Víet- nam, síðan hefjist undirbún- ingsviðræður styrjaldaraðila og loks verði kölluð saman ný Genfarráðstefna. Þegar eftir að aðaliritarinn hafði kunn gert tillögur sínar á blaða- mannafundi í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna lýsti sendinefnd Bandaríkjanna yfir því, að Bandaríkjastjórn hefði fallizt á tillögur aðalrit- arans. Ennfremur hafa fleiri þjóðir, sem hlut eiga að máli fagnað þessum tiliögum og fall'izt á þær fyrir sitt leyti. Kommúnistastjórnin i Hanoi hefur hins vegar skv. fregnum fréttastofu Norður- Víetnam, hafnað þessum ti'l- Lögum og skv. frétt „Þjóð- viljans" í gær hefur Norður- Víetnam lýst því yfir, að Sam einuðu þjóðirnar „hafi enga heimild til þess að hlutast til um málefni Víetnam“. Með þessum viðbrögðum ríkisstjórnarinnar í Hanoi við tillögum U Thants er enn undirstrikuð sú staðreynd, sem Mbl. hef- ur hvað eftir annað vakið at- hygli á, að al'lar friðarumleit- anir í Víetnam hafa fram til þessa strandað á kommúnist- um, sem augljóslega vilja ekki að friður komizt á í Víetnam. Höfnun þeirra á til- lögum U Thants nú er enn ein sönnun þess. Um þessar mundir eru kommúnistar, Framsóknar- menn og ungir jafnaðarmenn að setja á stofn svonefnda „Víetnamnefnd“ og hefur því verið lýst yfir, að þessir aðil- ar styðji fyrri tillögur U Thants um lausn Víetnam- stríðsins. Ljóst er að þær tdl- lögur, sem hann hefur nú sett fram, eru einungis frekari út- færsla á fyrri tillögum hans og raunar ítarlegri og ganga lengra en fyrri til'lögurnar, þar sem aðalritarinn leggur nú áherzlu á, að fyrsta skref- ið í friðarátt verði vopnahlé. Nú reynir því á heilindi þeirra manna, sem sett hafa á stofn hina svonefndu „Víet- namnefnd'*-og virðist eðlilegt að nefnd þessi láti það verða sitt fyrsta verk að styðja hin- ar nýju tillögur U Thants og hvetji jafnframt Hanoistjórn- irta til þess að breyta afstöðu sinni til þeirra og fallast á þær. Kommúnistaflokkurinn hef ur einnig lagt fram þings- ályktunartillögu á Alþingi um stuðning við fyrri tillögur U Thants og verður fróðlegt að sjá hvort kommúnistar lýsa jafnframt yfir stuðningi við hinar nýju tiliögur hans. Víetnamstríðið er hörmu- legur atburður, sem hefur þegar valdið ólýsanlegu tjóni. Fjölmargir aðilar um heim atM an hafa gert ítrekaðar till- raunir til þess að koma á frið arumleitunum í þessari styrj- öld. U Thant hefur frá upp- hafi verið í forustu fyrir þeim öflum, en Bandaríkjastjórn hefur gert Hanoistjórninni ítrekuð tiilboð um friðarsamn inga. Öllum þessum tMraun- um hefur verið hafnað af hálfu kommúnista í Víetnam. Það er því enn Ijóst,. að þeir bera ábyrgðina á áframhald- andi hörmungum í Víetnam vegna styrjaldarinnar þar. Þessi deila verður ekki leyst nema báðir aðilar sýni í verki friðarvilja sinn. Það hafa kommúnistar í Norður-Víet- nam ekki gert til þessa. TOGARAR TIL SÍLDVEIÐA Á komandi sumri verða at- hyglisverðar ti'lraunir gerðar tM þess að nýta gömlu togarana okkar til síldveiða. Hinn landskunni aflamaður Þorsteinn Gíslason hef ur ásamt öðrum fest kaup á tog- aranum Sigurey og hyggst gera hann út á síldveiðar í sumar. í gær skýrði Mbl. frá því að hMutafélagið Sjávarborg í Siglufirði hefði fest kaup á togaranum Gylfa í sama skyni og hyggst það gera hann út til síldveiða frá Siglu firði. Verður Gylfi þá stærsta síldveiðiskip flotans um 700 tonn. Hér er um hinar merkustu tilraunir að ræða. Ef reynsl- an leiðir í ljós, að hægt er að nýta gömlu togarana til síld- veiða er hvort tveggja í senn fundin leið til þess að nýta enn um skeið þessi myndar- legu fiskiskip og jafnframt efla sildveiðiflotann með stór um og afkastamiklum skip- um. Það þarf mikla djörfung og hugrekki ti'l þess að leggja út í slíkar tiiraunir og hætta til þeirra miklu fé. En þann- ig hefur íslenzkur sjávarút- vegur jafnan verið byggður upp af framsýnum útgerðar- mönnum og sjómönnum, sem haft hafa kjark og dug til þess að kanna nýjar leiðir. Það skiptir og einnig miklu fyrir Siglufjörð, þennan gamla og sögufræga síldar- UHYi Krabbamein og „sveppasúpa" Frá krabbameinsrannsóknuin í Skotlandi og imdarlegri til- viljun sem kann að reynast lykillinn að gátu þessa torráðna sjúkdóms H Ó P U R brezkra og skozkra lækna hefur nú fyrir hreina tilviljun — og eftirfarandi ítarlegar rann- sóknir — fundið nýtt lyf, sem al'lt virðist benda tM að valda muni byltingu í krabbameinsrannsóknum og jafnvel færa mannkyni lykilinn að gátu þessa tor- iáða sjúkdóms. Þeir er að rannsóknun- um standa eru þó mjög orð varir og vilja sem fæst um þær segja, telja ekki tíma- bært að greina frá þeim að ráði fyrr en seinna, er lyf- ið nýja hefur verið þraut- reynt. Þó má ráða nokkuð í hvað hér er á seyði með því að svo virðist sem nokkrir krabbameinssjúkl- ingar sem ekki var hugað líf hafi hlotið fulla bót meina sinna fyrir tilstil'li lyfsíns. Brezka blaðið „News of fhe World“ segir frá þessum rann sóknum 26. febrúar sl. og læt- ur það fylgja að þær muni kosta um 10.000 sterlingspund á ári næstu þrjú árin. Skozk- ur kaupsýslumaður hefur nú forgöngu um sjóðstofnun rann sóknunum til styrktar og hef- ur blaðið heitið 1000 sterlings- punda framlagi til sjóðsins ár- lega. Margir aðilar aðrir hafa og heitið liðsinni sínu svo tryggt verði að ekkert geti tafið rannsóknirnar. Blaðið sagði frá því hvernig uppvíst varð um þetta nýja lyf í skozka sjúkrahúsinu Aberdeen Royal Infirmary og verður það nú rakið lauslega. Það er upphaf sögunnar að sjúkrahúsinu barst fyrir fimm árum lyfjasending. f sendingu þessa komst svo sveppur — hvernig, hvar eða af hvaða völdum veit enginn. Lyf þetta var síðan notað í sjúkrahúsum og vissi þá enginn um tilkomu sveppsins. Þá bar það við að sjúklingar sem það fengu brugðust við lyfjagjöfinni á annan veg en ætlað var. Dauð vona sjúklingar með illkynj- uð æxli hresstust allir og æxl- in tóku að minnka jafnt og þétt og hurfu í sumum tilvik- um jafnvel með öllu. Læknar í sjúkrahúsinu báru saman bækur sínar og voru furðu lostnir. Ekki datt þeim þó í hug að neitt samband væri milli lyfjagjafa þessara og hins skyndilega bata sjúkl- inganna, enda vissu þeir ekk- ert um sveppinn, sem öllum að óvörum hafði komizt í lyf- ið og breytt eiginleikum þess. Það sem þeir sáu var að krabbameinsæxli sjúkling- anna tóku að minnka að sama skapi og þau höfðu áður auk- izt og líðan sjúklinganna varð æ betri. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að myndazt hafði þykkur trefjavefur utan um æxlin. Þetta var einmitt það sem oftast á sér stað í heil- brigðum líkama þegar aðskota sýkil eða meinsemd ber að garði. Læknar telja það jafn- an góðs viði þegar trefjavef- ur er utan um æxli, því þá eru minni líkur á að það dreifi sér og meiri fyrir því að hægt sé að nema það burtu. En það var ekki einasta að trefjavef- urinn myndaðist heldur var líka svo að sjá sem æxlin hreint og beint vesluðust upp innan hans. Svo, allt í einu, snerist þessi s'furðulegi bati um sjálfan sig og sjúklingarn- ir urðu aftur mjög veikir. Læknar vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Engar breyt- ingar á lyfjagjöfum fóru á undan þessum ósköpum og nú lögðu þeir nótt við dag að reyna að komast fyrir um hvað valdið hefði hvoru- tveggju, hinum skyndilega og óvænta bata sjúklinganna og svo því að þeim skyldi þá allt í einu hraka aftur. Er farið var yfir sjúkdómsbækur sjúkl inganna kom í ljós að þeir áttu allir eitt sammerkt og aðeins það eitt: þeir höfðu allir fengið lyfið er áður sagði úr sendingunni sem minnzt var á í upphafi þann tíma sem þeim batnaði og er þeim svo tók að hraka höfðu þeir feng- ið sama lyfið en úr annarri sendingu. Lyfið var nákvæmlega hið sama í báðum tilvikum, svo ljóst var að þessi tiltekna send ing hlaut að vera eitthvað frá brugðin öðrum sendingum þessa sama lyfs. Til allrar hamingju átti sjúkrahúsið dá- lítið eftir af henni og var það óðara sent í efnagreiningu og nákvæma rannsókn. Þá var það sem uppvíst varð um sveppinn í lyfinu. Þetta var afbrigði af mjög algengum svepp, sem vex alls staðar og hefði hæglega getað borizt í lyfið inn um glugga eða eftir ámóta leiðum. Næst var tekið til við að reyna að rækta sveppinn. Það var erfitt verk en tókst að lokum eftir 18 mánaða strit og er kom fram á árið 1964 ræktaði rannsóknadeild sjúkrahússins heilar ekrur af þessum sveppi. Lyfið góða er síðan gert þannig að þegar sveppurinn nær réttu þroska- stigi er hann settur í upp- lausn á rannsóknarstofunni og látinn eiga sig unz hann hefur myndað hvíta loðna hnoðra. Hnoðrarnir eru síðan látnir „ráðast á“ lyfið sem upphaf- lega varð fyrir hinni óvæntu „innrás" sveppsins áður og brjóta þeir það niður og breyta allri samsetningu þess og eiginleikum. Úr þessu fæst svo ákaflega bragðvondur vökvi, sem einn læknanna er að rannsóknunum hafa unnið bæ, að þessi tilraun takizt vel og að stærsta síldveiði- skip flotans flytji síldina á ný til Siglufjarðar, sem síð- ustu árin hefur að verulegu leyti orðið afskiptur af hin- um mikla síldarafla. Er það raunar ekki vanzalaust og ful'l ástæða tii þess að stuðla að því með síldarflutningum, kallar í gamni „sveppasúp- una“. Það er skoðun margra rann sóknalæknanna að „sveppasúp an“ komi í staðinn fyrir eða bæti upp illa statt varnar- kerfi líkama krabbameins- sjúklinganna. Heilbrigt fólk sem býr að góðu varnarkerfi og traustu getur sem bezt haft krabbameinsfrumur í líkama sínum um árabil án þess að hafa hugmynd um það, því varnarkerfi likamans einangrar þessar frumur og hefur hemil á útbréiðslu þeirra. Ef svo ber við að varn arkerfið bilar allt í einu af einhverjum sökum byrjar krabbameinið að breiðast út. „Sveppasúpan" bætir upp þessa bilun og kemur aftur á að því er virðist, eðlilegu varn arjafnvægi líkamans. Til þessa hefur lyfið aðeins verið reynt á dauðvona sjúkl- ingum og allar tilraunir með það hafa verið gerðar í sam- ráði við krabbameinsskurð- lækni og krabbameinsgeisla- lækni sjúkrahússins. Árangur tilraunanna hefur verið mjög góður — sumir myndu reynd- ar taka dýpra í árinni, en ekki rannsóknarlæknarnir við Ab- erdeen Royal Infirmary. — Nokkrir sjúklinganna sem fyrstir fengu lyfið dóu að vísu — en ekki af völdum krabbameins — krufning leiddi í ljós að ekkert var eftir af krabbameini þeirra annað en ör. Síðan hafa tveir sjúklingar, sem skammt áttu eftir ólifað að talið var, feng- ið fullan bata eftir því sem bezt verður séð og að minnsta kosti tylft annarra hefur feng- ið töluverðan bata. Annar sjúklinganna dauðvona var ung kona, sem allar líkur bentu til að myndi deyja ein- hvern tíma á árinu 1965. Hún hafði fengið krabbamein í nýra og var skorin upp en þá kom í ljós að krabbameinið hafði breiðzt út og henni var sagt að hún gæti ekki búizt við að lifa nema nokkra mán- uði til viðbótar. Sex mánuð- um eftir „sveppasúpu“-lyfja- tökuna var hún aftur skorin upp og var þá ekkert krabba- mein sjáanlegt í líkama henn- ar, aðeins heilbrigður líkams- vefur. Hún er nú við beztu heilsu. Læknar þeir sem fengizt hafa við þessar rannsóknir og þeir aðrir sem kost hafa átt að kynna sér þær telja að hér sé um ámóta uppgötvun að ræða og fyrir ámóta tilviljun og þegar Sir Alexander Flem- ing uppgötvaði penisilínið á sínum tíma. Allt um það, segja þeir, er rétt að hafa alla ■gát unz rannsóknunum er bet- ur á veg komið og frekari nið- urstöður liggja fyrir. Enn er langt í land að sagt verði að sigur hafi unnizt í baráttunni við krabbamein, einn skæð- asta mannfelli okkar ald- ar — en þessar rannsóknir ættu að geta lagt drjúgan skerf til þess. að atvinnutækin á Siglufirði -og sá mannafli, sem þar er og kann bezt til síldarverkunar, nýtist á ný við þennan at- vinnuveg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.