Morgunblaðið - 07.05.1967, Page 11

Morgunblaðið - 07.05.1967, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1967. ---------------------------% , 11 „Það má ekki minna vera en þakkað sé fyrir sig" Nokkur orð um Berg Pálsson, fyrrum skipstjóra BERGUR Pálsson, skipstjóri, var einn af brautryðjendunum í nýjum atvinnuháttum. Kom upp með Forsetanum. Nú er eng- inn eftir á lífi, þeirra sem sigldu honum upp. Bergur varð síðas‘- ur til að taka pokann sinn. Það má ekíki minna vera, en sú kyn- slóð. sem nú lifir í landinu við allsnægtir þakki fyrir sig, þegar slíkir kveðja. í>etta er vafalaust rétt. að það skipti þann látna heldur litlu máli, hvað við kunnum að segja, sem stö ídira yfir moldum hans, en þes,u er líkt farið og um almenna kúrt- eisi, að hún hefur gildi fyr,r manninn sjálfan, eins þó að eng- inn annar veiti henni athygli Að minnast látinna manna er ?inn- ig tilraun til að vernda tengshn við fortíðina og minnast þess, að það sem er í dag á sér forsendur í öðrum tíma. Æviferill Bergs Pálssonar er í stuttu máli sá, að hann fæddist 30 marz 1874 að Viðborði (ekki Vindborði, eins og oft er sagt) — á Mýrum í Austur-Skaftafells sýslu. Hann gat rakið ætt sína til Einars í Eydölum. Það er varla of djúpt tekiS í árinni að segja að Bergur ælist upp á hrakhól- um, því að hann missti móður sína í bernsku, og faðir hans varð skömmu síðar örkumla maður og börnin hröktust frá honum. Bergur fluttist sex ára að aldri til Stöðvarfjarðar og tveim árum síðar til Fáskrúðs- fjarðar og átti misjafna æskuna, eins og títt var á þessum árum. Árið 1899 réðst hanr, til Wooln- oughs hins enska á línufiskar- ann. Með Woolnou-gh var hann hálft þriðja ár, en fór þá á enska togara og var á McKenzie með Nilsen dönskum manni, sem um skeið var búsettur i Önundar- firði Bergur réðist á Forsetann meðan hann var í smiiðum og var einn þeirra, sem sigldu honum upp í janúar 1907. Það er alkunna að fyrstu togaraskip- stjórarnir vóru afburða dugleg- ir menn, en það er þó staðreynd, að fjórir þeir fyrstu vóru allir óvanir á togurum, og það var því mjög þeim íslendingum að þakka, sem verið höfðu úti með Bretum, að hægt var að halda héðan út togurum á fyrstu ár- unum. Það var því að vonum, að þessum mönnum var yfir- borgað og á þeim_ mæddi mjög hin fyrsta gerð. Á Forsetanum var Bergur bátsmaður eða stýri- maður um sjö ára skeið. Hann fór í skólann 1910 fyrir áeggjan Halldórs, og þá orðinn 36 ára gamall. Hann tók ágætt próf þrátt fyrir óhæga aðstöðu vegna aldurs og engrar undirbúninigs- menntunar. Á Skúla fógeta fór Bergur 1914 og var á honum stýrimaður, þegar hann var skotinn niður á þvi sama ári. Bergur fór þá aftur til Halldórs og þá á Earl Herforth og var með honum þar til Earl Har- forth var seldur 1917. Þá vai Bergur um tíma skipstjóú á Snorra goða og Jón Otti stý u- maður og þá þekktu Reykvíiv.-g- ar áreiðanlega Berg Pálsson og skipshöfnina á Snorra goða, því að þetta var haustið, sem spánskaveikin geisaði og Thor Jensen lét þetta skip sitt veiða í soðið fyrir Reykvíkinga og gaf þeim soðmetið af höfðingsskap sínum, því að hallæri var í landi og mikil nauð. Bergur varð stýrimaður á Austra 1921, sem Kárafélagið átti og var með honum þar til 1923. Bergur mun hafa átt aksíur í félaginu. Þegar Bergur sleppti Austra (mig minnir það yrðu eigandaskipti að honum) — þá varð hann stýrimaður á Kára Sölmundarsyni með Aðal- steini Pálssyni. Þegar Kárafélag- ið lagði upp laupana, var félagið Fylkir stofnað skömmu síða- og gerði það út togarann Belgaum, sem Aðalsteinn varð frægastur á. Bergur átti bréf í Fylki og hann fór í land um þessar mund- ir og vann við útgerðina, en skauzt túr og túr bæði á fiskirí og eins leysti hann af í sigling- um. Síðustu starfsárin vakti hann um borð og dyttaði að úi- gerðinni áfram, og þessu mun hann hafa haldið áfram allt að áttræðu. Síðasta áratuginn hafði harvn hægt um sig, og bjó hér í litiu húsi á Bergstaðastrætinu í skjóli barna sinna, Jóns og Guðrúnar Jónu, en ég kann lítil deili á einka'högum Bergs í landi. f minningargreinum ber þó jafn- an að nefna nokkur atriði. Bergur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Helga Magnús- dóttir ættuð frá Stöðvarfirði. Þau giftust 1906 og eru börn þeiira: Lára, húsmóðir hér í Reykjavík, og Helgi, sem er hagfræðingur, kunnur maður hér á viðskiptasviðinu. Helga lézt úr lungnabólgu 1914. Berg- ur kvæntist í annað sinn 1910 og þá Mekkini Jónsdóttur, einnig ættaðri að austan. Hún ólst upt> á Karlsskála við Reyðarfjörð. Börn Bergs með síðari konu sinni eru þau, Guðrún Jðna bús móðir hér í bæ og Jón Þórar- inn, járnsmiðameistari. Þau Mekkin og Bergur ólu upp frænda sinn, Ólaf Helga Guð- mundsson húsgangasmíðameist- ara, frá átta ára aldri til full- orðins ára. Mekkin lézt í ágúst 1955. Ég er þess ekki umkominn að gefa Bergi heitnum neina eink- un fyrir frammistöðu hans í lífinu. Ég v§it þó ekki betur en hún hafi verið með miklum ágætum. Þó að Bergur ætti við fremur ólíð kjör að búa framan af ævi, virtist þess ekki gæta á nokkrun hátt í lundarfari hans. Hann var mjög öfundarlaus og jákvæður í skoðunum og það var ekki vílað hjá Bergi Pá!s- syni. Hann gat tekið munninn fullan, ef hann þóttist þess me! þurfa og kryddaði þá gjarnan ræðu sína með blótsyrðum, on allt var það rætnislaust. Bergur var frásagnarglaður með af- brigðum og gat gleymt sér í sög- unni. Hann er sagður hafa verið harðfrískur til átaka á mann- dómsárum sínum og aldrei varð honum misdægurt svo teljaudi sé á þessari löngu ævi. Hann var duglegur verkmaður, sem ljóst er af því, að honum var yfir- borgað meðan hann var háseti, og sem stýrimaður var hann vök ull og sinnugur og skipstióii var hann farsæll og mjög sæmi- lega fiskinn. Kjarkurinn var óbilandi og hann var mikill ákafamaður og sást stundum lítt fyrir, ef honum þótti mikið í húfL Það er óvenjulegt að stofna til nýrra kynna við mann á tíræðis- aldri en það gerðist hjá okkur Bergi og við uiðum strax miklir mátar. Kynni ökkar urðu með þeim hætti, að ég var að taka saman bók um togara og frétti að Bergur Pálsson, sem kom þar við sögu. væri enn ofar foldu. Ég hringdi af rælni í númerið, sem mér var gefið upp. Það kom hressilegur karlmaður í símann og ég spurði hi'kandi, hvort Bergur Pálsson væri enn svo ern, að ég myndi geta spurt hann nokkurra spurninga. — Þetta er nú hann. Hvað vilt þú, góði? Ég var ókvæða við, og hélt ég hefði fengið samband v:ð himnaríki — það er svo algengt það slái saman hjá þessum síma — en það reyndist nú svo, að þetta var öldungurinn sjálfur enn hér neðra og engin ellimörk á honum. Hann hafði furðulega gott minni, og mundi eins það sem var að ske frá degi til dags, eins og hitt, sem fjarlægara var í tímanum. Ári síðar en þetta var, átti ég hlut að því að taka niður við hann langt viðtal og þá talaði gamli maðurinn inn á segul- bandssj>ólu viðstöðulaust í þrjá og hálfan tíma og förlaðist aldrei í frásögninni. Það var svo nokkru síðar, að ég heimsótti hann að gamni mínu og þá flutti hann mér tvo mikla ljóðabálka. Hann las ljóð af mikilli innlifun og með skemmtilegum áherzl- um og svo er sagt, að hann haíi kunnað ljóð, eftir að hafa sk.'if- að það upp. Ég man að mér varð hugsað > til þess, þar sem ég sat og virti , þennan öldung fyrir mér, með- an hann las mér Ijóðin, hver3U misdeilt er sköpum okkar mann- anna. Þarna fékk þessi maður að lifa langa ævL að visu erfiða á köflum, en nú leið hún út í friði og spekt, og honum hafði gefizt langur tími og gott næði til að kveðja þetta líf. Hvaða stund sem var, gat hann tekið saman föggur sínar sáttur við guð og menn. Og nú er Bergur Pálsson horfinn til feðra sinna. Hann hlaut hægt andlát þann 24. febr- úar. Veiktist 17. febr., stífla í æð eða svoddan nokkuð. Sonarson- ur hans einn, sem er nýorðinn læknir og gamli maðurinn var mjög hreykinn af var kvaddur til hans og þannig gat Bergur Pálsson að endingu horft á sjálf- an sig lifa áfram um leið og hann sofnaði út af. Það er ekki erfitt fyrir menn eins og Berg Pálsson að deyja. Ásgeir Jakobsson. Hótelstarf Þjónustufólk vantar strax í matsal á herbergi og i eldhús. Hluti af fargjaldi greiddar. Park Hótel, Liland. Voss Norge. TVÖFALT ThenmafianB EINANGRUNARGLER * 10 ÁRA ÁBYRGD Meira en 20 ára reynsla hérlendis sannar yfirburði THERMOPANE einangrunarglers. Útvegum THERMOPANE einangrunargler með stuttum fyrirvara frá Belgíu. Þér fáið ekki annað betra Eggert Kristjánsson & Co. hf. Hafnarstræti 5 — Sími 1 14 00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.