Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓV. 1997 Hver er hræddur við Virginiu Woolf ? ÞEGAR leikritið „Hver er hræddur við Virginiu Woolf" eft- ir Edward Albee var frumsýnt í New York 13. október 1962, tók einn gaghrýnandinn svo djúpt í árinni að segja, að leik- ritið ylli úrslitum um tilkomu nútíma leiklistar í Ameríku. Höfundinum var sýnd margvísleg vegsemd, m.a. hlaut hann fyrir verðlaun leiklistargagnrýnenda í New York. Kvikmyndin, sem gerð var eftir leikritinu, þótti ekki síður merkileg en leikritið sjálft. Ekki dugði minna en að segja að hún markaði tímamót í bandarískri kvikmyndagerð og fimm Oscarverðlaun hlaut hún. Leikárið 1964—65 var leikritið eitt af verkefnum Þjóð- leikhússins. HeJga Valtýsdóttir og Róbert Arnfinnsson léku þá hlutverk hjónanna, Mörthu og George. í kvikmyndinni, sem nú er sýnd í Austurbæjarbíói, fara þau hjónin Elizabeth Taylor og Richard Burton með aðalhlutverkin. Þar sem „Hver er hræddur við Virginiu Woolf?" hefur jafnan þótt veita dálitlum gusti inn í daglegt líf þeirra, sem verkinu kynnast, leitaði Mbl. til sex aðila, sem allir hafa séð bæði leikritið og kvikmyndina, og bað þá að segja álit sitt á hvoru tveggja. mér þóttu leikarar Þjóðleikhúss- ins standast furðuvel samanburð við þetta erlenda fræigðarfóik. Sýning Þjóffleikihússins var mjög heilsteypt og leikur aðalleiik- endanna tveggja alveg frálbær. Raunar má segja bæði irai leik fólk Þjóðleikhússins og kvik- myndarinnar að þau væru ekki þær „týpur" sem maður hetfði hugsað sér í þessi hlutverk. Samkvæmt hugmyndum höfund- ar á George að vera magur og væskilslegur, en með dálitla gorvömb, og bera m«ð sér að hann er allur í heimi huigar og foóka; en bæði hinn íslenzki ug erlendi leikari eru þrekvaxnir og síæðilegir fulltrúar lífs og veru'leika. Aftur á móti hefði Martha átt að vera stórvaxnari en leikikonur þær sem með hlut- verk hennar fóru. En þetta kom ekki að sök, hvorki í leikhúsi né kvikmiynd; það var bætt upp rrveð snilli leikendanna. Leikstjórarnir hafa tekið verk- ið alveg sömu tökum. Leikstjóri Þjóðleikhússins hafði sýninguna mjög hraða og hönkufulla frá upphafi til enda. En kvikmyndar stjórinn hefur meiri blæforigði, þar eru stormibyljir með hléum á milli. Fyrir vikið var leikhús- sýningin að sumu leyti ógnar- legri og áhrifameiri; en þó hygg ág að kvikmyndin sé í betra samræmi við anda leik- ritsins, og þar kemuT skýrar og réttilegra fram að Martha og George elskast heitt, þótt á ýmsu leiki í dagflegri sambúð þeirra. í auglýsingum er þessi kvik- mynd talin hafa markað tíma- mót í bandarískri kvikmynda- gerö. Mun þar raunar einkum átt við það að aldrei hafi svo ruddalegt orðbragð heyrzt í am- erískri kvikmynd, en þar hefur verið nokkuð strangt eftirlit með sliku. Þó er nú orðforagðið stór- um fágaðra í mynd en leikriti, — enda við því að búast ef mynd in er þvílíkt brautryðjanda- verk. Við megum þá síðar eiga von á góðu. Svo má kalla að myndin sé gerð nákværwlega eftir leikrit- inu, að öðru leyti en því að samtöl eru stytt og efni þjappað saman. Þetta er bæði kostuT og galli. Þær litlu breytingar sem gerðar eru í myndinni benda ekki til þess að myndarhöfundar hafi haft mikinn frumleik eða aköpunarmátt til að bera; en þeir hafa þá ekki heldur skrum- skælt það ágæta listaverk sem lei'kritið er. En Ieikrit á alltaf hezt heima á leiksviði. Kvik- myndin býr yfir sinni listar- tækni: mörgum og breytilegum sviðsm.yndum, fjærmyndum r>g nærmyndum til skipta o.s.frv. En leikritið kemst alltaf nær áhorfendum ef það er sýnt af lifandi fólki á sínum rétta stað — sviði leikhússins. Og þó að kvikmynd þessi sé ágætlega leik- in og valinn maðuT í hverju rúmi, þá vildi ég samt ekki skipta á henni og sýningu litla Þjoðleikhússins okkar. Frú Kristín Bjarnadóttir: Mér fannst það vera eins og að fá yfir mig kalda g-usu að sjá leikritið. Hver er hræddur við » Virglniu Woolf? Það var allt svo yfirþyrmandi, en hins vegar vissi ég að hverju ég gekk, þegar ég fór á kvikmyndina. Hún kom m'ér því ekki eins á óvart og leikritið á sínum tíma, en ég vildi gefa mikið til að hafa fyrst séð þau Taylor og Burton í þessu verki á sviði. Ég foýst við, að pers'ónurnar séu svona ýktar, til þess að ver'k- ið nái þeim áhrifum, sem höf- undurinn vildi: að ýta við þessu prúða fólki, sem situr frammi í salnu'm. Jónas Kristjánsson skjalavörður: Ég vissi að sýning Þjóðleik- hússins á ,,Hver er hrædd-ur við Virginíu Woolf" var góð, en þó varð mér þetta ennþá betur ljóst eftir að ég hafði séð kvik- myndina. Myndin hefur hlotið mikið og maklegt lof, í aðalhlut- verkum eru heimsfrægir leik- arar, og hafa fengið margíöld verðlaun og viðurkenningu fyrir leik sinn í þessari mynd. En Frú Kristbjörg Einarsdóttir: Eg varð mjög hrifin af sýningu Þjóðleikhússins og að vissu leyii finnst mér hún standast samanburð við kvikmiyndina, sem fovorki olli mér vonforigð'um né á annan hátt breytti skoðun minni á þessu verki. Leikritið er ákaflega vel skrif- að, setningarnar meitlaðar og virðast hver.gi falla út fyrir þann ramma, sem h'öfundurinn setur sér. Að vísu má segja sem svo, að barátta þeirra hjónanna sé óhugnanlega hörð en hins vegar held ég líka, að höfundur- inn hafi einsett sér að hafa ekki fleiri persónu-r í leikritinu, en hann nauðsynlega þurfti. Slíkt kynni ef til vill að dreifa at- hygli áhorfandans um of og slæva þannig broddinn, sem á að stinga. Með því að þjappa persónunum svona saman nær höfundurinn raunverulega þeim álhrifum, sem hann vill. Faðir Mörtu t.d. kemur aldrei fram sjálfur, heldur aðems sem svipa, sem talað er um og áhorfandinn getur á margan hátt ímyndað sér hlut þess manns í óhamingju þsirra hjóna. Undirstaðan í verkinu er þessi mannlegi eiginleiki, að búa sér til draumaheim og lifa í honum, þegar raunveruleikinn á ein- hvern hátt uppfyllir ekki allar manns óskir. Ef ég á að gera einhvern samanburð á leiksýn- ingu Þjóðleikbússins og kvik- myndinni finnst mér athygils- verðast hve hlutur aukaleiikar- anna er meiri og betri i kvik- myndinn.. Mér fannst þeir hverfa um of í skugga aðalleik- aranna í leiksýningunni, en í kvikmyndinni virðast þeir ómissandi hluti heildarinnar. Persónu'lega finnst mér Helga Valtýsdóttir koma bezt út úr sýningu Þjóðleikhússins saman borið við leikinn í kvikmynd- inni, en í heild finnst mér, að kvikmyndin sýni okkur betur mannlegu hliðina undir þeim hörkuham, sem þau hjónin kasta yfir sig í átökunum hvort við annað. um að bera það saman við mynd ina, enda efins í, að forsendur séu fyrir slíkum samanfourði. Ég bjóst þó við því, að leik- síjóri kvikmyndarinnar myndi neyta þess aðstöðumunar, sem aukið svigrúm veitir honum. En þegar ti'l kom fannst mér það þó e'kki áfoerandi. Sjálfsagt er höfundurinn skaipskyggn á mannlegt eðli — eða eigum við kannski heldur að segja óeðli — og kannar ófeiminn öfgar og veilur þjóð- féiagsins. Það mætti því ætla að leikendurnir þurfi — auk list- rænna hæfileika — á talsverðu þreki að halda til að gera heila- j forot skáldsins sannfærandi. Það I gerðu þau Taylor og Burton ' vissu'lega, en mér finnst þeim Helg'U Valtýsdóttur og Rófoert u\rmfinnssyni ekki hafa tekizt það síður. Sérstaklega var áhrifaríkt að sjá og heyra, bvernig Helga bcikstafdega íklæddist hinu hrjúfa foragtar- gerfi M'brtu. Ég held, að þegar tímar l'íða fram og þessar sýningar fara að fyrnast í huganum, muni samt lengst endast þar nokkrar skýr- ar og lifandi myndir af túlkun Helgu á þeirri mögnuðu per- sónu: Mörtu. Ásgeir Pétursson, sýslumaður: Ég sá leikritið fyrst. Hatfði satt að segja ekki hugsað mikið Frú Bryndís Brynjólfsdóttir: ,,Ég hafð'i mjög gaman af að sjá leikritið í Þjóðdeikhúsinu, og því hafði ég beðið með nokk- urri eftirvæntingu kvikmynd- arinnar. Kvikmyndin var ekki síðri, enda gefa kvikmyndir tilefni til meiri fjölbreytni í sviðssetningu. Ég held að höfundinu'm, Ed- ward Albee, hafi tekizt sérlega vel. Leikritið er lýsing athyglis- verðs vandamáls tvennra h'jóna, sem ekki geta eignazt barn og með þeim myndast ým'sar sálar- flÆekjur. Bæði leikendum Þjóð- leikhússins og kvikmyndarinnar hefur tekizt vel að gæða persón- urnar lífí. Erfitt er að gera uipp í milli túlkunar Helgu Valtýsdóttur og Elisabethar Taylor. Þeim tókst báðum, að gera Mörtu að ógleymanlegri persónu, en mér féll betur við Burton í hlutverki eiginmannsins en Rófoent Arn- finnsson, þótt ekiki sé unnt ann- að en gott eitt um leik hans að segja. Þá fannst mér Sandy Dennis í a'Ukakvenhlutverki kvikmyndarinnar sýna einkar athyglisverðan leik. í auglýsingu kvikmyndahúss- ins segir, að kvikmyndin hafi markað tim'amóit í bandarísikri kvikmyndagerð, og tel ég m'j'ög líklegt, að þar sé rétt hermt. Því vil ég hvetja fólk til 'þess að sjá þessa atihyglisiverðu mynd". Tómas Einarsson, kennari: Ég sá leikritið í Þjöðleikhús- inu á sínum tíma og svo kvik- myndina í Auaturbæjarbí'ói um daginn. Báðar þessar sýningar eru mér hugstæðar, en þó verð- ur kvikmyndin mér mlnnisstæð- ari, vegna 'þess að þar kemst efni verksins belur til skila og á áhrifarikari hátt. í kvikmyndinni gera allir leikararnir hlutverk- uin sínum mjög góð skil. Um þetta skáldverk hafa stað- ið deilur og sýningar á því víða bannaðar. Ég aatla ekki að blanda mér í 'þær deilur, en hins vegar þykir mér líklegt, að marg- ir áhorfenda kannist 'þar við ýmislegt, sem þarna kem-ur fram, af persónulegum kynnum. -----------» ? ?----------- Nýr Sur- veyor Kennedyhöfða, 7. nóv. AP—NTB. • BANDARÍSKIB vísindamenn skutu í dag á loft nýjum Surveyor gerfihnetti sem fær einkennistöluna „6." og hefur það verkefni að kanna mögu- leika á því að lenda mönnuðu geimfari „í miðju andliti karls- ins í tungflinu" það er að segja — geimfarið á að reyna mjúka lending-u á „miðsvæðinu" svo- nefnda „sinus medir", sem er fjalllendi og gíga og liggur næstum á miðju hins sjáanlega yfirborðs tunglsins. Ferðin ttt tunglsins mun taka um 65 klst. klst. en gerfihnettinum var skotið á loft með tveggja þrepa Atlas Centaur eldflaug. Það er engan veginn víst, að þessi tilraun takist, — einn af yfirmönnum tilraunarinnar, Benjamin Milwitsky, segist ekki gefa Surveyor nema 47% mögu- leika á að lenda mjúkri lend- ingu á þessu erfiða svæði. Stormahafið sagði hann, að væri hreinasti barnaleikur miðað við fjalla- og gígasvæði þetta, gígarnir væru af öllum stærð- um og þar sem ekki væri fyrir hendi geimfari, er stýrt gæti geimfarinu a'ð heppilegasta lendingarstaðnum, væri tæpast við góðum árangri að búast Hinsvegar væri nauðsynlegt að gera slíka tilraun, því að verði menn sendir til mánans verða þeir að geta bjargað sér í slíku umhverfi. Ætlunin er að kanna lendingarmöguleika á mörgum fleiri stöðum á tunglinu, áður en tekin verður ákvörðun um þa'ð hvar fyrstu mennirnir verða látnir lenda. Kúrdar semja við íraksstjórn. Baghdad, 30. október. AP. Mustafa Barzani, leiðtogi Kúrda í írak og stjórn fraks hafa nú feomizt að samkomulagi >um heimflutning Kúrda, sem hurfu frá þorpum sínuim í írak meðan á byltingu Kúrda þar stóð. Búizt er við því að samkomulag þetta verði birt opinberlega í nóvem- ber n.k. og standa vonir til, að með því ljúki óöld þeirri sem ríkt hefur í norðanverðu írak um hart nær fjðgurra ára skeið vegna illdeilna Kúrda og íraks- stjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.