Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓV 1967 vnhi mi Meðaltal getgátanna um úrslit 17-16 Júgöslöviim í vil Er blaðamenn og Framarar ræddu um leikinn á sunnudag A LAUGARDAGINN koma júgóslavnesku meistararnir í hand- knattleik. Koma þeir í eigin leigufarkosti flugleiðs, og með í förinni efu um 70 manns, — stuðningsmenn liðsins, sem vilja fylgja þeim til og styðja í keppninni við Fram, sem fer fram á sunnudag kl. 4 síðdegis. Flugvélin bíður þeirra til þriðjudags- morguns, en á mánudagskvöldið leikur liðið „aukaleik" við FH. A fundi sem forráðamenn Fram áttu með blaðamönnum í gaer beitti Karl Benedikts- son þjálfari Fram sér fyrir því, að allir viðstaddir gerðu spá um úrslit leiksins. Bjart- sýnastir af þeim 8 sem við- staddir voru, voru þeir Reyn ir Karlsson (landsliðsþjálfari í knattspyrnu) Alfreð Þor- steinsson (Timinn) og Birgir Lúðvíksson (Fram) en svart- sýnastir Sigurður Sigurðsson Karl Benediktsson og A. S. Meðaltal getgátanna varð hinsvegar 17:16 Júgóslövum í Wolves og Coventry í sjónvnrpinii Knattspyrnuleikur laugardags- ins í ísl. sjónvarpinu verður um næstu helgi leikurinn milli Wol- werhampton og Coventry, sem fram fór sl. laugardag. Hafði áð- ur verið ráðgerður og tilkynntur annar leikur, en þeim leik var frestað sl. laugardag svo velja varð annan í staðinn. vil. Og nú er eftir að sjá hvort þessir vísu menn hafa rétt fyrir sér. Um liðið og júgóslavneskan handknattleik fórust Fram-liðum orð m.a. á þessa leið: Það er ekki ofsögum sagt, að í Mið-Evrópu rísi handknattleik- urinn hæst. Núverandi heims- meistarar eru Tékkar, en þar á undan héldu Rúmenar heims- meistaratitlinum. Þótt nágrann- ar þeirra, Júgóslavar, hafi aldrei orðið heimsmeistarar, eru þeir Norskur dómari DÓMARI í leik Fram og Júgó- slava á sunnudaginn yerður norskur, Einar Friedenlund Holm að nafni, og er hann frá Osló. Hann var upphaflega til- kynntur sem varadómari á þess- um leik, en sá sem var „aðal- ma'ður" forfallaðist. Enginn dóm ara hér þekkir til þessa manns, en vonandi er hann starfinu vax- inn. Markdómarar verða Magnús V. Pétursson og Valur Bene- diktsson. Þess má og geta að sala að- göngumiða að leiknum er hafin hjá Lárusi Blöndal bóksala í Vesturveri og Skólavörðustíg. Liverpool vann 8-0 LIVERPOOL, enska knattspyrnu liðið, vann í fyrrakvöld stórsig- ur yfir þýzka liðinu TSV Munchen 1860. Englendingarnir unnu með átta mörkum gegn engu. Leikurinn, sem fór fram á Anfield í Liverpool, er liður í bikarkeppni borgarliða Evrópu. Ekki voru liðnar nema 10 mín. af leik er staðan var 2—0. St. John skoraði fyrsta markið og átti mikinn þátt í því næsta er hann lagði knöttinn fyrir fætur Hateley, sem skoraði auðveld- lega. Þriðja markið skoraði Liv- erpool úr vítaspyrnu seint í fyrri hálfleik. Smith skoraði úr spyrn unni. f síðari hálfleik hélt markaregnið áfram, því þegar um 60 mín. voru liðnar af leik var staðan orðin 7—0. Hunt 2, Callaghan 2 og Thompson skor- uðu. Þjóðverjarnir áttu laglega leikkafla í leiknum, en komust þó aldrei í færi til að skora. í hópi beztu handknattleiksþjóða heims. í lokakeppni HM í Svíþjóð á þessu ári voru þeir meðal þeirra 16 þjóða, sem kepptu um heims meistratitilinn. Þeir byrjuðu mjög vel í riðlakeppninni og unnu Sviss í fyrsta leik 26:11. Þar næst maettu þeir Svíum og sigruðu þá örugglega 21:17. Þriðji leikur Júgóslava var gegn Dönum og voru þeir fyrirfram taldir öruggir sigurvegarar. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Danir unnu mjög óvænt 14:13 og trygðu sér þar með sæti í undanúrslitum. Þessi úrslit ur*ðu mikil vonbrigði fyrir Júgóslava, því að með þeim var útilokað, að þeir gætu hreppt eitt af fyrstu sætunum. E. t. v. yarð þetta til þess, að þeir töpuðu síð an fyrir Vestur-Þjóðverjum með eins marks mun, 30:31, en í síð- asta leiknum, sem var gegn Ung- verjum, unnu Júgóslavar 24:20, og hlutu þar með 7. sæti í keppninni. Sigur gegn Svíum og Ung- Framhald á bls. 31. Sigurður Einarsson er einn af beztu mönnum Fram bæði í vörn og ekki síður sem „línumaður" í sókn. Hér sést hann skora gegn landsliðinu í pressuleiknum á dögunum. Næsti leikur hans verður gegn júgóslavnesku meisturunum. — Ljósm. Sv. Þorm. Stærstu dönsku sérsamböndin fá 1,6 milljón kr. styrki í ár HSI ocj KSI fengu s.l. ár 80-100 þús. kr. í styrki DANSKA íþróttasambandið hélt fund sl. Iaugardag og fjallaði þá um tillögur um f járstunðing við hin einstöku iþróttasamtök í Dan mörku. Tillögur nefndar voru að veittar yrðu til íþróttastarfs- ins 3.312.000 d. kr. eða 20.5 millj. ísl. kr. Það er fróðlegt fyrir ísl. samböndin að sjá styrki ým- issa sambanda „sem við þekkj- um til" og bera saman upphæð- ina sem ísl. samböndin fá — en ísl. samböndin eru flest í mikl- um fjárkröggum. Við tökum aðeins þau sam- 8 háskólamenntað.r menn í meistaraliði „Partizan — auk allskyns „fræðinga" iS ÞÁ skortir ekki menntunina júgóslavnesku meistarana í hand knattleik, sem leika gegn Fram á sunnudaginn. í hópnum eru að minnsta kosti 8 menn með háskólapróf eða í háskóla og auk þess landmælingamaður, íþrótta- kennari, 2 iðnfræðingar og vél- fræðingur. Félagið Partizan Bjelovar er ungt félag með glæsilegan feril. Það er aðeins 10 ára gamalt. Frami félagsins i júgóslav- neskum handknattleik varð skjót ur, því að 1958 komst félagið í 1. deild og varð Júgóslavíu- meistari sama ár. Félagið vann meistaratitilinn aftur 1961 og 1967. Árið 1960 varð Partizan bikarmeistari Júgóslavíu og hef- ur síðan komizt tvisvar sinnum í úrslit í bikarkeppninni. Einn glæsilegasti kaflinn í sögu Partizan Bjelovar á árun- um 1961—62, en þá komst liðið í úrslit í Evrópubikarkeppninni. En í úrslitaleiknum tapaði Parti zan naumlega fyrir v-þýzku meisturunum Frischauf Göpping en, eða 11:13. Eins og af þessu má sjá, er ferill Partizan í 10 ár litríkur og glæsilegur. Og núna á þessu ári, þegar liðið tekur þátt í Evrópu- bikarkeppni í annað sinn, hefur það sett sér hátt mark. Liðið er skipað ungum leikmönnum, kjarninn úr júgóslavneska landsliðinu, og eflaust gera Júgóslavar sér miklar vonir í Evrópubikarkeppninni. Spurn- ingin er, tekst Fram að gera þessar vonir að engu? Félagið er frá Bjelovar, sem er lítill bær á júgóslavneskan mælikvarða, en íbúar hans eru um 20 þúsund talsins. Bjelovar státar af því, að hingað til hef- urinn enginn leikmaður frá öðr- um borgum leikið með liði þeirra. bönd úr tillögum Dana, sem eiga hliðstæður hér á landi og upp- hæðin sem tilgreind er er miðuð við danskar krónur. Ver'ður því að margfalda með 6.20 til að fá út upphæðina í ísl. kr. Frjálsíþróttasambandið 186 þús. Badmintonsambandið 180 — Glímusambandið 80 — 60 260 50 210 260 44 60 156 Körfuknattleikur Knattspyrnusambandið Golfsambandið Fimleikasambandið Handknartleikssamband Skíðasambandið Skautasambandið Sundsambandið Þessar tölur eru miðaðar vfð fjárstuðning á árinu 1967-1968. Er fróðlegt að sjá, að knatt- spyrnusambandið t.d. fær 1,6 millj. ísl. kr. — sem það síðan getur veitt til knattspyrnumála í Danmörku. Handknattleikssam Framhald á bls. 31. Sérsamband slofnað fyrir badminton Krisfján Benjamínsson kjörinn formaður STOFNÞING Badmintonsam- bands íslanda var háð í húsa- kynnum ÍSÍ sunnudaginn 5. nóv. 11 héraðssambönd voru stofnend ur og sátu þingið 12 fulltrúar frá 9 héraðssamböndum auk þess mættu undirbúningsnefnd og framkvæmdastjórn ÍSÍ. Porseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson, setti þingið með ræðu. Þingfor- seti var kjörinn Kristján Bene- diktsson, Reykjavík, og annar þingforseti Jónas Gestsson, Graf arnesi. Þingritarar vot'u kjörnir Þórður B. Sigurðsson, Reykja- vík og Pétuir Sigurðsson, Sel- fossi. Kristján Benjamínsson, for- maður undirbúningsnetfndar, út- skýrði frumvarp að- lögum fyrir hið nýja samband, sem samþykkt var með nokkruim breytinigum og heitir sambandið Badmintonsam- band íslands, gkammstafað BSÍ. Stjórn hinis nýja sambands skipa: Kristján Benjamínsson, for- maður. Óskar Guðmundsson, Ragnar Þorsteinsson, Ormar Skeggja- son og Ragnar Georgs6on. í varastjórn voru kjörnir: Birgir Hermannsson, Akur- eyri, Eyjólfur Bjarnason, ísa- firði, Hallgrimur Árnason, Ak- ureyri. Endurskoðendur: Magnús Elíasson, Gunnar Fel- ixson. í badmintondómstól voru kjörnir: Guðjón Einarsson, Þorgeir Ibsen, Guðmundur Yngvi Sig- urðisson! Til vara: Einar Jónsson, Þorvaldur As- geirsson og Vagn Ottoson. í þ;nglok voru margar hvatn- ingaræður haldnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.