Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓV. 1967 MARY ROBERTS RINEHART. SKYSSAN MIKLA á ferli. Ég sá mann vera að gægj ast inn í leiMiúsið, þegar dans- inn var þar í vor sem leið, og í þessari viku sagði Margery Stoddard mér, að einhver hefði verið á sveimi kring uim hjá þeim nýlega. En hann lagði ekkert upp úr þessu. — Það hefur einhver verið að reyna að stela kjúklingum hjá Stoddard, sagði hann, og svo fór hann að sundlauginni að leita að byssu Evans. Þar var hún ekki og hann fann þarna ekkert sem mark væri á íakandi þetta kvöld — ekkert annað en blóð- blettina á flísunum, og gamla, slitna hattinn hans Evans, sem l'á enn í vatninu. Jim sagði, að hatturinn hefði líklega forðað hauskúpunni á honum, ef efeki lífi hans, og svo tókst honum að veiða hattinn upp úr með golf- kylfu. En áður en nann fór burt, rannsakaði hann nákvæmlega hvern krók og kima í leikhúsinu, bæði spilasalinn, setustofuna, gestaihertoergin og tennisvöllinn. Hann kom inn í húsið áður en hann fór. — Ekkert þarna, sagði hann. En það er nú meiri kof- irvn þetta leikhús! Aldrei hef ég haft hugmynd um, að það væri svona stórt. Skrítið, hvað hægt er að gera með peningum. Ég er alveg viss um, að þú 'hefur haft meiri ánægju af kompunni, sem þú hafðir, heldur en fjölskyld- an hérna hefur af byggingunum, sem hér eru. Ég reis strax upp til varnar. — Þau nota það nú efeki nema sáralítið, en það gera bara kunn- ingjar þeirra. Hann ieit snöggt á mig. — Já, er það svo? Jaeja, ég segi, að svona húsakynni eru ekki annað en eintómt mont og fjandinn hirði það allt saman! Áður en hann fór, sagðist hann ætla að setja lögregluþjón á vörð, í stað Evans, og að á morgun ætlaði hann að tæma sundlaiugina. Byssan kynni að vera þar. En það átti eftir \6 líða langur tími áður en byssa Evans fannst. Ég sagði Maud hálfan sann- leikann áður en ég fór að hátta. Hún var áhyggjufull, svo að ég nefndi ekki lyklana né heldur byssuna sem saknað var. Enda þótt hún vissi nú orðið, að ráð- izt hafði verið á Evans, var það, sem ég gat sagt henni, heldur hughreystandi. Hann hafði feng- ið talsvert högg en var óbrotinn, og Tony var á heimleið. Roger hafði farið inn í herbergið henn- ar með mér, og ég var fegin er ég sá, að einhver hafði þvegið af honum blóðblettina. Hún bað mig að skilja hundinn eftir hjá sér þegar ég færi, og nú varð ég þess fyrst vör, að hún var hrædd. Ég reyndi að hughreysta hana, eftir því, sem ég bezt gat. — Jim Conway segir, að þetta hafi bara verið flækingux að leita sér að náttbóli, sagði ég við hana. — Líklega hefur Evans komið honum að óvörum, og ver ið sleginn niður. Annað getur það ekki verið, Maud. Þarna var ekki svo statt, að stolið yrði. — Kann að vera, sagði hún. — Segðu honum Tony að tala við mig, þegar hann kemuT aftur. Ég beið á fótunum til þess að segja honum þetta. Svo fór ég upp í herbergið mitt. Ekki hátt- aði ég nú samt. Ég leit út um gluggann og sá þá úti fyrir eitt- hvað, sem líktist mest risastór- um eldflugum, en lík'lega hefur bara verið Jim að láta að leita að buxunum hans Evans, og lykl unum hans. Hann hafði sýnilega kallað út alla karknennina á staðnum. En það var ekki fyrr en næsta dag að snúingsstrákui frá golfvellinum, sem var að leita í kjarrinu að týndri kúlu, fann buxurnar, rennvotar, milli elleftu og tólftu holu. Lyklarnir voru horfnir. En þegar hér var komið hafði Jim Conway handsamað hvern einasta flæking fram með járn- brautinni, í báðar áttir m«rgra mílna leið. Hann sagði mér seinna, að þarna hefðu verið hið furðulegasta safn buxna saman- komið, á öllum stigum aldurs og slits. Engar þeirra báru þess vott að vera þær sem blöðin kölluðu „buxurnar úr milljóndala súnd- lauginni", en þegar Evans fór of- urlítið að ná sér í sjúkrahúsinu, gat hann sagt, hversvegna þær voru horfnar. Hann sagði, að lyklarnir hefðu verið læstir á mjóa stálkeðju, sem var eins og belti um hann miðjan. Hún var dregin gegn um beltishankana, og væri ekki hnífur til staðar, til að skera hana sundur með, varð henni ekki náð nema buxurnar færu líka. Og þetta sýndi sig líka, þegar buxurnar fundust, því að þá voru allir beltishankar skorn- ir í sundur. Þannig voru lyklarn ir horfnir, ásamt skammbyss- unni, sem Evans bar í hylki um öxlina. Við sögðum Maud ekki frá því, að einhver ókunnur aðili hefði nú í höndunum, ekki einasta alla lykla að öllu þarna í Klaustrinu, heldur og skammbyssuna. En áður en dagurinn var liðinn, var búið að setja öryggiskeðjur á hverja hurð þarna, í viðibót við læsingarnar, og Tony gekk í kring á hverju kvöldi til þess að fullvissa sig um, að allar keðjurnar væru á. Þannig stóðu þá sakir hjá okk- ur undir ágústlok í fyrra. Maud var að smábatna, og hún sat stundum á kvöldin úti í þessum þakgarði sínum og horfði á sól- arlagið yfir ánni. En hún hafði misst eitthvað, fyrst og fremst iífslöngun sína og jafnvel líkam- legan þrótt. Tony sat oft fojá henni þarna á kvöldin. Mér fannst alltaf eins og hann væri að gæta hennar, enda þótt hann væri með kæruleysissvip. — Viltu ekki fá sjal, gamia mín? Það er farið að kólna. Henni til skemmtunar, sagði Eg er ekki með ryksuguna i hvert sinn ég geng hér inn! hann henni helztu kjaftasögur úr nágrenninu. Stjórnarnefndm í gólfklúlbbnum var að hugsa um að laga bröttu brekkuna við tíundu holu. Theodore Earle var að selja húsið sitt í Florida. Ög eitt kvöldið sagði hann henni orðróm um, að Bill Sterling og Lydia ætluðu að fara að gifta sig þá um haustið, og Audrey ætlaði allt vitlaust að gera af því tilefni. — Hún er nú líka orðin vit- laus af öllu þessu eftirlæti. Það ætti einhver að leggja hana yfir hné sér og rassskella hana. Þetta líkaði mér vel að heyra. En Maud hafði ekki nema tak- markaðan áhuga á þessu. — Eg vona bara, að þau verði ham- ingjusöm, sagði hún, og hvarf síðan inn í þennan óhamingju- sama heim sinn, þangað sem við hin gátum ekki fylgt henni. Hvað þetta gat allt verið ómerkilegt þetta kvöld, þegar ég horfði á ána, eins og eitthvert fjarlægt silfurband í tunglskin- inu. Lydia og Bill og Audrey. Craoker Brown og útvarpsteekið hans. Liðþjálfi, sem sat við borð- ið í lögreglustöðinni og lét sér leiðast, og hálfsvaf. Ain svaf Jafnvel grafreiturinn í miðri brekkunni, faliegur, rólegur og vel hirtur. Að frátaldri samúð minni með Lydiu, virtist allt þetta fjarlægt. Ég man eftir, að Maud reis upp, eftir langa þögn og sagði: — Ég er fegin, að hún Lydia skuli ætla að fara að giftast. Það hlýtur að vera einmanalegt hjá henni. Og svo giftist Audrey kannski líka, áður en langt um líður. Hún þagnaði þarna og leit á Tony, en hann bara glotti á móti. — Já, hún er snotur krakki, sagði hann kuldalega, — en hún er háiifgerður vandræðagepill, Maud. Farðu ekkert að hugsa u>m hana. Henni virtist létia við þetta. Ég man, að hún spurði um Ev- ans þetta kvöld, og að Tony sagði henni loksins alla söguna i smáatriðum. Henni brá að vísu við, en ekki varð hún samt hneyksluð. Eftir á að hyggja, þá 'held ég, að hún hafi aldrei heyrt söguna eins og hún var rétt. Samt var ekki um það að vill- ast, að einhver hafði hug á að brjótast inn í húsið hjá henni, og þetta kvöld hvatti Tony hana til að flytja skartgripina sína til borgarinnar. En hún bara hristi höfuðið. Hún gat verið skrítilega þrá stundum, og Tony hafði áhyggjur af því. — Ég vildi óska, að þú vildir vera svolítið skynsöm, sagði hann önuglega. — Að hvaða gagni eru þeir inni í þessum skáp? Þú setur þá hvort sem er aldrei upp. — Það getur enginn komizt að ÞETTA VERÐUR STÓRFENGLEGAST A SKEMMTUN ÁRSINS í LÍDÓ. Takið eftir — Takið eftir — Takið eftir Nú verður haldin stærsta skentmtun ársins í Lídó í kvöld fimmtudag kl. 9-1 -«!*•*< -v. ^3 Nýtízku tizkusýning frá París og New York. Úr verzlununum HERRABÚÐINNI, FACO og LAUFINU. Snyrtivörur trá hinu umtalaða fyrirtœki t &%"*<*¦<<**€/ 'kou.tíjP og ennfremur háralitur frá CLAIROL Dans og fjör. HLJÓMAR. BENDIX OC ÓLAFUR GAUKUR sjá um kvöldið. Missið ekki af þessu frábæra tækifæri og mætum því öll FIMLEIKADEILD ÁRMANNS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.