Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÖV. 1987 MAGIMUSAR SKIPHOITI21 SJMAR 21190 eftirlokun'slmi mjgg|S,MI M4-44 muwiR Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 3116«. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Simi 14970 Eftir íokun 14970 eða 81748 Sigurður Jonsson BÍLALEIGAN - VAKUR - Sunda*igaveg 12 . Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. SPARIfi TIMA Qt FYRIRROFN ir-----" RAUÐARARSTlG 31 SlMl 22022 Hreinsum rúskinnskápur, jakka og vesti. Sérstök meðhöndiun. Efnalaugin Björg, Háaleitisbr. 58—65, sími 31380, útibú Barmahlíð 6, sími 23337. ¦^r Erlendir ferðamenn á íslandi Allar þjóðir keppast um að laða sem flesta ferðaimenn til landa sinna. Bæði er þar um beinharðar gjaldeyristekjur að ræða, og svo er álitið, að „hinn óbeini ávinningur" sé mjög mikils virði. Þar er átt við, að eftir kynni erlendra ferða- manna af landi og þjóð flytji þeir heim með sér hlýjan hug til gestgjafanna, sem geti svo haft ófyrirsjáanleg áhrif á af- stöðu annarra ríkja til lands gestgjafanna. Við íslendingar vorum nokk uð seinir til þátttöku í kapp- hlaupinu um „túristana", en nú er markvisst unnið að því, bæði á vegum hins opinbera og annarra aðilja, að vinna upp tapaðan tíma. Þó eimir eitthvað eftir af einangrunar- hugsunarhætti hjá sumu fólki, að við eigum að una glaðir við okkar hlut. án þess að leyfa útlendingum svo mikið sem horfa á okkur og landið okk- ar. * Áhyggjur Dana f sumum löndum eru tekjur af erlendum ferðamönn um orðnar svo miklar, að bregði eitfchvað út af með ferðamannastrauminn, skrifa blöðin þar, eins og við skrif- um um aflaleysi og verðhrun afurða. Þess vegna veldur það Dönum núna geysilegum áhyggjum, að fyrirsjáanlegt er, að feðamannastraumurinn til Danmerkur í ár verður mun minni en undanfarin ár, a.m.k. frá Bandaríkjunuxn, en Bandaríkjamenn hafa verið einna beztir viðskiptavinir Dana að þessu leyti, enda stendur dollarinn aUtaf fyrir sínu. Nokkrir helztu áróðursstjór- ar SAS oru fyri skömmu á fundi í Los Angeles með full- trúum tíu helztu ferðaskrif- stofna í Kaliforníu. Fulltrúarn ir tíu tilkynntu SAS-mönnum, að engar ferðir yrðu skipulagð ar frá Kaliforníu til Danmerk ur á árinu 1968, þ.e. engar hóp ferðir yrðu skipulagðar af ferðaskrifstofum. Dönum féll þetta að vonum mjög þungt, og ekki bætti það úr skák, þeg- ar flestar stærstu ferðaskrif- stafurnar í Chicago, Washingt- on og New York tilkynntu, að engar hópferðir yrðu auglýst- ar á þeirra vegum á næsta áfi. -^ Hótelskortur aðal- ástæðan Bandarikjamenn sögðu, að höfuðástæða þess, að Dan- mörk væri ekki jafn-vinsælt túristaland í augum banda- rísks almennings og áður, væri gistihúsavandræðin í Kaup- mannahöfn. Fólk vildi ekki þurfa að bíða lengi eftir svari við því, hvort það gæti feng- ið góSa gistingu miðsvæðis í Kaupmannahöfn frá og með ákveðnum degi eða jafnvel ein hvern tíma á vikutímabili. Llrval nýrra eyðublaða frá Eyðublaðatækni •k Sérstaklega viljum við vekja athygli á nýju vinnulaunakerfi fyrir atvinnurekendur. itc Margar gerðir geymslna fyrir eyðublöð, nýjar möppur, plastskúffur, möppustoðir o.fl. it Munið: Hentug eyðublöð spara vinnu og lækka skrifstofukostnað. •k Kynnið ykkur helztu nýjungarnar. HVEBFISGÖTU 37, BEYKJAVÍK. SÍMI 18994. Þessi hótelskortur fældi fólk frá þegar í byrjun, svo að það leitaði heldur annað. Önnur ástæða var gefin upp sem óheppileg verðlagsþróun í Danmörku. Landíð, og þá sér- staklega Kaupmannahöfn, væri aðverða alltof „dýrt" fyr- miðað væri við önnur lönd og ir venjulega ferðamenn, þegar aðrar borgir í Evrópu. ic Reisa Bandaríkja- menn hótel í Dan- mörku? Nú hafa ýmis bandarísk fyrirtæki sýnt áhuga á því að byggja gistihús í Danmörku, og hafa Danir tekið því fegins hendi (nema auðvitað SF- kommúnistarnir, sem stjórnar- meirihluti danskra sósíaldemó- krata byggist á, og þó hafa jafnvel sumír SF-menn lýst síg hlynnta hugmyndinni). Eink- um er rætt um stórfyrirtækið „Holiday Inns", sem hefur hug á að reisa fullkomið gisti hús með a.m.k. þúsund gisti- herbergjum. Danski ferðamála stjórinn og yfirborgarstjórinn í Kaupmannahöfn hafa mikinn áhuga á málinu, en þykir verst, að Bandaríkjamennirnir telja sig þurfa heilt ár til þess að byggja húsið. Það finnst Dön- um langur tími! if SAS hefur leiguflug í Skandinavíu Um þessar mundir er að hefjast mjög hörð samkeppni í leiguflugi í Skandinavíu. Hún hefur svo sem verið tal- in nógu hörð til þessa, en nú er SAS (eða réttara sagt dótt- urfyrirtæki þess, Scanair) að hefja leiguflug með DC-8 flug vélum, sem taka 165 farþega. Er hér um að ræða stærstu flugvélar, sem gerðar eru út frá Skandinaviu. Fyrsta vélin er sjö ára gömul vél í eigu SAS, sem ber nafnið „Óttar vikingur." Hún hafði rúm fyr- ir 139 farþega, en var breytt fyrir eina og hálfa milljón danskra króna (um 9,3 millj. ísl. kr.). Fyrsta farrými er af- numið ¦ og eld-húsið minnkað, svo hægt væri að bæta við 26 farþegasætum. * Tapað — fundið Velvakandi hefur ein- staka sinnum skýrt frá því, að hjólhestar (einkum barnahjól) hafi horfið, og hefur hann gert það vegna óska bréfritara. Vel vakandi man í svipinn eftir þremur dæmum þess, að börn hafi fengið hjólin sín aftur, eftir að þeim hafði verið lýst í þessum dálkum. Slíkt er mjög ánægjulegt, og hefur Vel vakan-di auðvitað haft gaman af því að geta orðið börnun- um að liði. En öllu má nú ofgera. Nú virðast sumir halda, að þessir dálkar séu einhvers konar „Tapað-fund- ið"-auglýsingadálkar. Vill Vel vakandi því taka það fram, að hann getur ekki tekið að sér að auglýsa eftir týndum mun- um; slíkt má gera í auglýs- ingum blaðsins og stundum með klausu í Dagbók, einkum ef um böm er að ræða. Því hættir Velvakandi hér með að birta slík bref, en segir þó ekki, að hann mundi ekki gera eina undantekningu eftir mála vöxtum, sérstaklega ef t»m börn er að ræða, sem einhver vondur strákur hefur rænt hjólinu. Það þekkir hann sjálf ur af eigin raun, að er voða- lega sárt. Hér skal þó að lokum birt bón frá konu, sem týndi pen- ingaveski við Osta- og smjör- söluna á Snorrabraut mánudag inn 30. okt. Sá hún einhvern taka veskið upp, en náði ekki til manneskjunnar. Veskið seg ir hún að sé greinilega merkt með nafni, síma og heimilis- fangi. Vegna einka-skilríkja í veskinu biður hún finnandann að senda sér veskið í pósti meS öllu í, en tíunda hluta fjár- upphæðarinnar megi hann reikna sér í fundarlaun. (Vel- vakanda minnir nú, að fundar laun séu þriðjungur). -^- Sameinuðu þjóð- irnar „Guðmundur S." skrif- ar: „Kæri Velvakandi! Ég er einn þeirra, sem bundu miklar vonir við stofn- un Sameinuðu þjóðanna í upp- hafi. Ýmis víxlspor tel ég, að þær hafi stigið á umliðnum ár- um, en þrátt fyrir allt hafa þaar miklu góðu til leiðar kom ið, einkum undirstofnanir þeir.ra. Hins vegar er allsherj- arvettvangur þeirra meira og meira að verða að áróðurs- kenndur, þar sem einsýnir menn flytja hatursprédikanir hver gegn öðrum, og er ég viss um, að sumar samþykkt- ir í seinni tíð háfa bókstaflega stuðlað að úlfúð og ófriðL En nú þykir mér þó keyra um þverbak, þegar samþykkt eru á þingi hinna Sameinuðu þjóða „tilmæli til Breta um að hætta samningaumleitunum þegar í stað við Rc-desíustjórn" og ^ivatning um að beita vopnavaldi tafarlaust." Við skulum alveg láta liggja milli hluta, hverja skoð- un við höfum á stjórninni í Ródesíu. En er þetta sá andi friðar og sártfýsi, sem við von- uðum og trúðum, að mundi alla tíð stjórna gerðum Sam- einuðu þjóðanna? Byggjast þær ekki einmitt á því, að deil ur skuli leystar með samning- um en ekki með vopnavaldi? Hafi ég misskilið þetta, þætti mér vænt um, ef einhver mér fróðari vildi þá leiðrétta mig. Guffmundu S." •£ Suðurnesjavegur eða Reykjanes- braut? „Suðurnesjamaður" skrif ar: „Kæri Velvakandi! Hvernig ætli standi á því, að opinberir aðilar, eins og t.d. Ríkisútvarpið og Hafnarfjarð- arlögreglan, tala alltaf um Reykjanesbraut, þegar átt er við Suðurnesjaveg? Nú vita allir, að Reykjanes er ekki nema smáskagi út úr Reykja- nesskaga, sem farið er að kalla svo (og gjarnan má), og kem- ur umtalaður vegur hvergi naerri þvi. Hins vegar heitir þessi vegur frá aldaöðli Suð- urnesjavegur, enda liggur hann um Suðurnes. Skil ég ekki, af hverju sumir finna þörf hjá sér til þess að breyta því. Vegurinn liggur ekki út á Reykjanes, og braut er ósköp tilgerðarlegt. SuðurnesjamaSur." sMfe PIB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.