Morgunblaðið - 18.02.1968, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.02.1968, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 Minningarathöfn um skipverja á Heiörúnu II. Mikil harmatíðindi hafa gerzt. Á einu ári hafa farizt fjórir vélbátar frá kauptúnunum við ísafjarðardjúp. Rétt fyrir jólin 1966 ferst vélbáturinn Svanur frá Hnífsdal með sex mönnum. f byrjun marz s.l. ferst vél- báturinn Freyja frá Súðavík með fjórum mönn'Uim. Hinn 5. feibrúar s.l. ferst svo vélskipið Heiðrún II. frá Bolungarvík með sex mönnum. Nú síðast ferst svo vél- báturinn Trausti frá Súðavík með fjórum mönnum. Rögnvaldur Sigurjónsson. bannig hafa farizt 20 sjómenn á fjórum skipum frá þessum þremur vestfirsku verstöðvum á rúmlega einu ári. Mikill harm- ur er kveðinn að fólki þessara byggðarlaga, og atvinnulíf þeirra hefur beðið tilfinnanlegt tjón. Enda þótt íslenzkt fólk hafi oft séð á eftir ástvinum sín- um í sjóinn er þó sorgin alltaf ný við hvern skipstapa. Konur Sigurður Sigurðsson. og börn, foreldrar og systkini, vinir og venzlamenn standa harmþrungnir á ströndu. Byggð- arlögin drúpa í sorg og sökn- uði. í dag fer fram í Hólskirkju í Bolungarvík minningarathöfn um sjómennina, sem fórust með Heiðrúnu II. aðfaranótt mánu- dagsins 5. febrúar s.l. í einhverju mesta voðaveðri, sem menn minn ast við ísafjarðardjúp. Skipið lagði úr höfn í Bolungarvík á sunnudagsmorgun, þar sem því var ekki vært sakir sjógangs. Ætlunin var að leita skjóls í ísafjarðarhöfn eins og oft tíðk- ast í aftakaveðrum. En Heiðrún II. náði ekki í höfn. Svo kol- svartur var hríðarbylurinn, og svo trylltur vetrarstormurinn að skipið neyddist til þess að halda sjó norður í Djúpinu. Þar hvarf það með sex unga og dugandi menn innanborðs. Þetta gerðist sömu nóttina sem tveir brezkir togarar fórust á svipuðum slóð- um í Djúpinu. Varð eins og kunn ugt er mannbjörg af öðrum þeirra, er strandaði undir Snæ- fjallaströnd. Þegar stórir togarar farast innfjarða geta flestir gert sér í hugarlund, hversu taumlaus ofsi hefur verið í veðrinu. Isafjarðardjúp, hinn voti veg- ur kynslóðanna, hefur enn kraf- izt þungra fórna. Vegna fiski- sældar hefur það löngum verið nefnt gullkistan. En þar rísa á stundum stórir sjóar, þungir og krappir. Það þekkja sjómennirn ir við Djúp. En oft er það slétt út í hafsauga. Þá gælir það freyðandi við stefni skipanna, sem halda á miðin eða til heima- hafnar. Seiður hafsins er magnaður kyngikrafti, sem laðar vaska og dugandi menn til sóknar á sjó- inn, til þess að draga björg í Kjartan Halldór Kjartansson. bú. Þannig heldur baráttan við Ægi stöðugt áfram, einnig eftir að hann hefur kveðið sorg og söknuð að fólkinu í landi. Bolvíkingar minnast í dag sjó- mannanna á Heiðrúnu II. Elztur þeirra var Rögnvaldur Sigur- jónsson, sem var skipstjóri báts- ins í þessari ferð. Hann hafði verið skipstjóri á bátum í ver- stöðvum við Djúp í mörg ár og var þaulvanur sjómaður. Einnig hafði hann verið skip- stjóri um skeið á bát norður í Djúpavík á Ströndum. Hafði hann jafnan reynst dugandi og fær sjómaður. Rögnvaldur var fæddur 24. júní árið 1915 og var því rúm- lega 52ja ára er hann fórst. For- eldrar hans voru hjónin Ragn- heiður Rögnvaldsdóttir frá Her-' gilsey og Sigurjón Jónsson, af Djúpadalsætt í Barðastranda- sýslu. Var hann bróðursonur Ara Arnalds sýslumanns og rit- höfundar. Móðir Sigurjóns var Júlíana Jónsdóttir frá Djúpadal, systir Björns Jónssonar ritstjóra og ráðherra. Ragnheiður og Snæ björn í Hergilsey voru bræðra- börn. Að Rögnvaldi Sigurjóns- syni stóðu því traustir ættstofn- ar gáfu og dugnaðarfólks. Sjálf- ur var hann vel greindur, hið mesta prúðmenni í allri fram- komu og bezti drengur. Þegar hann og foreldrar hans áttu heim ili í Hnífsdal, en þar bjuggu þau frá 1922—61 tókust með okk ur góð kynni. Síðast hitti ég hann þegar ég fór með Heið- rúnu II. frá Hnífsdal til Bol- ungarvíkur í byrjun desember s.l.. Ekki grunaði mig þá, að það yrði í síðasta skipti, er ég sæi hann og þetta nýlega og myndarlega skip. Páll ísleifur Vilhjálmsson. Rögnvaldur var kvæntur Fanneyju Sigurlaugsdóttur frá Gjögri í Strandasýslu. Áttu þau fjögur mannvænleg börn. En svo grimm voru örlögin að tveir synir þeirra, Ragnar og Sigur- jón fórust með föður sínum. Fóru þeir með í þessa för til þess að hjálpa föður sínum. Ragnar var fæddur 31. októ- ber 1949 og var því 18 ára gam- all. Sigurjón var 17 ára fæddur 28. desember 1950. Báðir voru þeir bræður efnis- menn. Tvær dætur áttu þau Rögn- valdur og Fanney. Sigurlaugu Elísabetu 11 ára og Sigþrúði Maríu 10 ára. Djúpur og margþættur harm- ur er nú kveðinn að Fanneyju Sigurlaugsdóttur og hinum ungu dætrum henn^r. Þær hafa misst meira en orð fa lýst. Páil ísleifur Vilhjálmsson var vélstjóri í þessari ferð en áður hafði hann verið vélstjóri á vél- skipinu Guðmundur Péturs. Hann var fæddur 17. ágúst 1936 og 31 árs gamall. Hann var kvænt- ur Svanfríði Kristjánsdóttur og áttu þau 1 barn. Kjartan Halldór Kjartansson var fæddur 5. september 1944. Hann var því 23ja ára. Foreldr- ar hans eru Halldóra Marías- dóttir og Kjartan Guðjónsson í Bolungarvík. * í BAÐHERBERGIÐ Höfum nú mjög mikið úrval BAÐVOGIR sjgUJ. af fallegum og nytsömum HANDKLÆÐAHENGl hlutum í baðherbergið. // V\\L AMERÍSKAR, ÞÝZKAR hringir, slár og krókar OG ÍTALSKAR ÚRVALS- BAÐHILLUR VÖRUR. W.C. PAPPÍRSHÖLD Tlj BAÐHERBERGISSKAPAR W.C. BURSTAR \U mikið úrval BAÐKÚSTAR ^ BAÐMOTTUR og ótal margt fleira amerískar og þýzkar í baðherbergið. /. Þorláksson & Norðmann hf. Bankastræti 11 — Skúlagötu 30. Kjartan Halldór var kvæntur Önnu Þorgilsdóttur og áttu þau tvö ung börn. Fæddist annað þeirra rétt eftir að faðirinn fórst. Sigurður Sigurðsson var 17 ára gamall, fæddur 9. júlí 1951. Hann var sonur Guðrúnar Þór- oddsdóttur, konu Andrésar Guð mundssonar vélstjóra á Heið- rúnu II. sem ekki var með í þessari ferð. Sigurjón Rögnvaldsson Allir voru þessir ungu menn efnilegir og dugandi. Saga þeirra var sorglega stutt. En allir þeir, sem til þeirra þekktu geyma um þá hugþekkar minn- ingar. Um þá má segja hið sama og um Illuga, að þeir „áttu sög- una stutta en göfga“. ÖIl orð verða fátækleg og innihaldslítil þegar staðið er frammi fyrir miklum harmi. En til þeirra, sem nú hafa mist ást- vini sína streymir hljóðlát sam- úð þessarar þjóðar, sem svo mik- ið á komið undir starfi þeirra, sem sækja á sjóinn, í blíðu og stríðu. Ég votta þessu fólki ást- vinum hinna horfnu sjómanna, útgerðarmönnum Heiðrúnar II. og þeim af skipshöfn hennar, sem ekki voru með í þessari för, einlæga samúð í sorg þeirra. Drottinn minn, gefðu dánum ró, hinum líkn, sem lifa. Sigurður Bjarnason frá Vigur. „Mjög er um tregt tungu at hræra“ Þannig er varið um okkur Bolvíkinga um þessar mundir. Mikill harmur er að okkur kveð- inn, en sorgin er mest hjá eigin- konum, börnum og foreldrum þeirra, er fórust með vélbátnum Heiðrúnu II., aðfaranótt mánu- dagsins 5. febrúar s.l. Á sunnudagsmorgun þann 4. febrúar s.l., um kl. 10.00 fyrir hádegi, fór frá Brimbrjótnum í Bolungarvík Heiðrún II. Óveð- ur var þá þegar skollið á, og átti að bjarga skipinu með því að sigla því til öruggrar hafn- ar á ísafirði, en hér við Brim- brjótinn var skipið í hættu. Ferðin gekk vel á móts við Hnífsdal, en bilana hafði gætt í radar og dýptarmælum. Fyrir utan Hnífsdal varð radarinn al- veg óvirkur og komst ekki í lag eftir það. Var skipinu því Ragnar Rögnvaldsson. siglt í var undir Snæfjallaströnd ina. Ofsaveður var þá þegar kom ið á, sem enn átti eftir að versna. Skömmu eftir miðnætti aðfara nótt mánudagsins 5. febr. s.l. heyrðist síðast til skipsins, og fullvíst má telja að Heiðrún II. hafi sokkið um það leyti, 1,2 sjómílur undan Bjarnanúpi. Með skipinu fórust sex menn. Þeir voru: Rögnvaldur Sigurjónsson, 52ja ára, og synir hans tveir, Ragnar 18 ára og Sigurjón 17 ára. Rögn- valdur lætur eftir sig konu og tvær dætur. Hann átti aldraða foreldra á lífi. Páll ísleifur Vilhjálmsson, 31 árs. Lætur eftir sig eiginkonu og eitt barn. Kjartan Halldór Kjartansson, 23ja ára. Lætur eftir sig eigin- konu og tvö börn: yngra barn- ið fæddist daginn eftir að skip- ið fórst. Hann átti foreldra á lífi. Sigurður Sigurðsson, 16 ára. Hann átti foreldra á lífi. Þann 8. febrúar var skipið talið af. Víðtæk leit hafði eng- an árangur borið. Allir Bovlík- ingar voru harmi slegnir. Börn- in gengu prúð og hljóðlát í skólann sinn. Öldungarnir sem vita hvernig náttúruöflin geta geisað á hafi, fengu kökk í hálsinn. Fólkið heilsaðist á götunum, en alvara og hryggð skein út úr hverju andliti. Veðr- inu hafði slotað, og það var eins og það iðraðist, því fán- arnir, sem dregnir höfðu verið í hálfa stöng blöktu ekki, held- ur féllu að fánastöngunum. Allt var hljótt. Þessi hljóðláti dagur var helgaður skipverjum, sem fórust með Heiðrúnu II. Byggðin fær aftur smátt og smátt sinn fyrri svip. Tilvera byggðarlagsins byggist á dug- andi sjómönnum. Þeir halda á- fram að sækja fang í greiðar Ægis. Það er þó ekki allt eins og áður. Eiginmenn, feður og synir hafa tekið land á ókunnri strönd, þar sem við öll eigum eftir að taka land. Þar er ei- líft vor og eilíft líf. Ég og fjölskylda mín vottum aðstandendum þeirra er fórust innilega samúð. H.H. Til sölu nokkur kæliborð, farsvél og hakkavél, áleggshnífur, kafikvörn. Kæliborðin verða til sýnis í verzlun vorri Gar’ðaflöt 16, Garðahreppi. Hin tækin í búðinni Strandgötu 28ö Kaupfélag Hafnfirðinga símar 50224 og 50159. Bezt all auglýsa í IVIorgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.