Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1968 auða Kross hiálpj NÍGERÍA hefur um fjögurra ára skeið notið a'ðstoðar fé- laga Rauða krossins á Norður löndum, og hefur RKÍ tekið þátt í þeirri starfsemi og greitt árlega sem svarar 4000 krónum norskum. Danir taka ekki þátt í þessu starfi enn, telja sig hafa nóg að starfa í Kongó og Tansaníu. Starf norrænu Rauða kross félaganna er aðallega fólgið í skipulagningu heilbrigðis- þjónustu, en henni hefur ver- ið mjög ábótavant þar, eins og víða í Afríku. Þessi aðstoð hefur borið góðan árangur. Rau'ði kross Nígeríu er nú vel skipulagður, en starfsemi hans var mjög í molum, er norræna aðstoðin hófst. Þeg- ar borgarastyrjöldin brauzt út, gat Rauði kross Nígeríu þegar hafið hjálparstarf með æfðum hjálparsveitum og nokkrum sjúkravögnum. Eru sveitirnar vel búnar tækjum, m.a. slysahjálpartöskum, er RKÍ gaf nokkurn hluta af, og eru þær merktar sem gjöf frá íslandi. En aðstoð hefur einnig ver- ið veitt á öðrum sviðum, er það að mestu kennslustörf á sviði heilbrigðismála. Hafin var herferð gegn óþrifnaði fyrir tveimur árum, og árið 1966 var gerð áætlun á fundi norrænu Rauða kross félag- anna í Ósló um kostnað og framkvæmdir í Nígeríu, og var ætlazt til að Rauði kross Nígeríu gæti starfað algjör- lega sjálfstætt á þessu ári. Bongarastyrjöldin hefur að vísu breytt þeim aðstæðum, er áætlunin miðast við, en stjórnvöld þar í landi hafa mjög þakkað norrænu aðstoð- ina og óskað eftir því, áð henni verði haldið áfram. Eftir að samráð hafði ver- ið haft við Alþjóðaheilbrigðis málastofnun SÞ (WHO) hef- ur stofnunin nú nýverið ráð- lagt norrænu RK-félögunum að halda áfram þessu starfi, og þá helzt í sambandi við ákveðin verkefni heilbrigðis- mála í samvinnu vi'ð WHO. Fyrsta verkefnið, sem nor- ræna aðstoðin við Níseríu Þessi mynd var tekin, er sjúkravagnar Rauða krossins í Níg- eríu voru að koma til Biafra í júlí sl., og höfðu þeir farið hindrunarlaust yfir víglínuna. Voru þeir sendir til aðstoðar í héruðum, er einangrazt höfðu vegna borgarastyrjaldarinnar í Nígeríu. Ef myndin prentast vel, má greina, að fremri vagn- inn er merktur: „Gjöf frá sænska Rauða krossinum". tekur að sér, verður fræðslu- starf meðal almennings í sambandi við allsherjarbólu- setningu gegn kúabólu. Þann 1. júlí sl. tók ungfrú Halonen, finnsk hjúkrunarkona, til starfa í Nígeríu. Hún mun undirbúa komu ungra sjálf- boðaliða frá Norðurlöndun- um, sem munu fara til Níg- eríu til þess að starfa að þessu verkefni. Þessir ungu sjálfboðaliðar ver*ða á aldrin- um 21—25 ára, — læknastúd- entar, kennarar, sjúkraþjálf- ar og hjúkrunarkonur, sem eiga að starfa með nígerísk- um Rauða kross starfsmönn- um í smáhópum. er ferðast um ákveðin svæði til þess að fræða og undirbúa íbúana um bólusetningu og um kúabólu, áður en sjálf bólusetningin fer fram. Það gefur auga leið, að Rauða krossi íslands er ekki kleift að taka virkan þátt í þróunara'ðstoð við Nígeríu. En félagið bindur vonir við, að frumvarp um væntanlega aðstoð íslands við þróunar- löndin, verði til þess, að RKÍ geti frekar tekið þátt í þessu starfi, og þá e.t.v. með þátt- töku íslenzkrar ungmenna- sveitar. Fari svo, að stjórnvöldin láti eitthvert fé af hendi rakna til starfa í þróunarlönd unum, er það von RKÍ að hluta af því fjármagni verði varið til starfa Rauða kross- ins í Nígeríu. Nígería er mikil vægt viðskiptaland íslands í Afríku, — og skipulagning, aðstaða og starf Rauða kross- ins á að vera trygging fyrir því, að fé því, sem færi til Rauða kross-aðstoðar yrði var ið á hagkvæman hátt. f nor- rænu Rauða kross-aðstoðinni við Nígeríu hefur ísland þannig tækifæri til að veita þróunarlandi aðstoð á hlut- lausan og mannúðlegan hátt. Lögreglan mælir upp slysstað á Nóatúni í gærkvöldi. (Ljósm.: Sv. Þorm.) Lionsklúbbur stoinoðoi í Vík Litla-Hvammi, 23. febrúar. 1 GÆR var stofnaður Lions- klúbbur í samkomuhúsinu Leik- skálum í Vík í Mýrdal og hlaut hann nafnið Suðri. Stofnendur voni 25 talsins. f stjórn voru kosnir: Guðmund Ur Magnússon, kennari í Skóg- um, formaður; Gísli Jónsson, kaupfélagstjóri, Vík, ritari; og Sigurður Nikulásson, sýsluskrif- ari, Vík, gjaldkeri og í vara- stjórn: Séra Ingimar Ingimars- son, vík, formaður; Albert Jó- hannsson, kennari Skógum, rit- ari og Vigfús Magnússon, héraðs læknir Vík, gjaldkeri. Á fundinum voru mættir Þor- varður Þorsteinsson og Gunnar Helgason, umdæmisstjóri, er kynntu starfsemi hreyfingarinn ar. Einnig voru mættir nokkrir Lionsfélagar frá Selfossi. Fræðslufundur HIÐ íslenzka náttúrufræðifélag heldur fræðslusamkomu í I. kennslustofu Háskólans næst- komandi mánudagskvöld kl. 20,30. Þá flytur Sveinbjöm Björnsson, jarðeðlisfræðingur er- indi: „Um landrek, miðhafs- hryggi og jarðfræði íslands". í byrjun aldarinnar setti Al- fred Wegener fram landreks- kenninguna, en í henni er m.a. gert ráð fyrir, að í eina tíð hefðu meginlöndin sitt hvoru megin Atlantshafsins verið ein heild, en þau síðan brotnað upp og færzt til. Kenning þessi hefur verið mikið umdeild, en á síð- ustu árum hafa jarðeðlisfræði- legar rannsóknir skotið nýjum stoðum undir hana. Einkum Bifreiff ók á Ijósastaur í fyrrinótt í Blesugróf. Mnydin sýnir bifreiffina eftir áreksturinn. (Ljósm.: Sv. Þorm.) Tvö alvarleg slys í umferðinni í gær Horðnor d dnlnum hjú skugfirzkum hrossum Sauðárkróki, 23. febrúar. AÐALFUNDUR Dýravemdunar félags Skagafjarffar var haldinn á Sauffárkróki 16. febrúar síff- astliffinn. Á fundinum var skýrt frá tillögu ,sem samþykkt var á almennum félagsfundi 2. febrú ar sl., svohljóffandi: „Þar sem mjög erfitt ástand er nú að skapast hér í hérað- inu um líðan útigönguhrossa, fyrir nær algjört hagleysi og jarðbönn um allt héraðið, nú langan tíma og útlit er fyrir versnandi ástand í fóðurbirgða málum, ásamt vöntun á nægi- legri umönnun á útigangshross- um, þá vill fundurinn leggja ríka áherzlu á, að biðja yður herra sýslumaður að hlutast til um að fyrirskipa nú þegar auka skoðun í héraðinu um ástand Núttúrufræðifél. hafa rannsóknir á botni úthaf- anna og neðansjávarhryggjun- um, sem liggja um þau endi- löng beint athyglinni að land- reki á nýjan leik. Að margra áliti, er ísland einmitt stærsta svæði miðhafshryggjanna, sem ofansjávar er. Af þessum sökum hefur athygli þeirra, sem fást við rannsóknir á landreki og miðhafshryggjum beinzt að ís- landi. í eríndinu mun Svein- björn Björnsson fjalla um land- rekskenningar og miðhafshryggi og þá vitneskju, sem lesa má af jarðfræðilegri gerð íslands um myndunarhætti hryggjanna. (Frá Hinu íslenzka náttúru- fræðifélagi). fóðuTbirgða og þá sérstaklega athugað um líðan og meðferð á útigönguhrossum .Leiði sú rann sókn í ljóis, að úrbóta sé þönf, skorar fundurinn á yður að sjá um að þá þegar sé gripið fljótt til raunhæfra aðgerða‘.‘ Fundurinn samþykkti enn- fremur að fela sýslumanni Skag- firðinga, að senda samrit af til- lögunni til stjórnar Búnaðarsam bands Skagfirðinga. Sýslumaður Skagfirðinga, Jó- hann Salberg Guðmundsson boðaði velflesta oddvita sýsl- unnar ásamt stjórn Búnaðarsam bands Skagfirðinga til fundar á Sauðárkróki, laugardaginn 10. febrúar. Þar var samþykkt, að fram skyldi fara aukaskoðun á heybirgðum, ennfremur talning og skoðun á hrossum og stendur þessi skoðun yfir. Verður vænt- anlega skýrt nánar frá niður- stöðum þessara rannsókna, þeg- ar henni er lokið. — Jón. Nýju Delhi, 23. febr. NTB. FÓLKSFJÖLGUNIN í Indlandi gerir meira en vega upp á móti framleiffsluaukningu landbúnað- arafurffa í landinu á þessu ári og því er nauðsynlegt aff flytja inn jafnmikiff af korni og undan- fariff, aff því er segir í opinberri skýrslu sem birt var í Nýju Delhi í dag. í skýrslunni, sem lögð var fram til umræðu á þinginu, kem ur m.a. fram að kornframleiðsla TVÖ alvarleg umferffarslys urffu í umfevffinni í Reykjavík í gær- kvöldi, bæffi um svipað leyti. Dimmt var yfir og rigning <>g voru lakstursskilyrði mjög slæm samkvæmt upplýsingum lögregl unnar. Fyrra slysið var tilkynnt til lögreglunnar kl. 19.15. Varð það á Nóatúni, skammt sunnan við Skipiholt. Kona varð fyrir utan- bæjarbifreið og virðist hún hafa verið að kwma austur yfir göt- una, en bifreiðin ók í suður. Skall toonan á miðja bifreiðina framanverða, kastaðist upp á vélarblífina af svo miklu afli að framrúðan mölbrotnaði. Konan var flutt í Slysavarðstofuna og þaðan tafarlaust í Landspítalann. Breiðdalsvík 23. febrúar. HAFDÍS SU-24 landaffi hér 62 tonnium af fiskj síffastliffna nótt og var aflinn mestmegnis ufsi. Þetta er fyrsti fiskurinn sem hingaff kemur á þessari vertíff og fer hann allur í salt. Sigurff- ur Jóhannsson, sem einnig er gerffur út héffan, var búinn aff fá ein fimmtíu tonn, en varff þessa árs er áætluð að vedði 95 milljónir lesta og ár búizt við að flytja þurfi inn 7.5 milljónir lesta. Bandaríkjamenn hafa þeg- ar lofað að láta í té 3.5 milljónir lesta af korni. Af ofangreindum 95 lestum koma aðeins 83 lestir í hlut fólks ins, afgangurinn fer í kýrnar, sem þar eru heilagar — og þeim fjölgar stöðugt eins og mann- fólkinu. Nokkruim mínútum síðar var tiikynnt um annað slys við gamla Kennaraskólann. Þar hafði kona verið að fara yfir götuna á gang braut, er bifreið toom og ólk á hana. Lenti toonan á vinsitra framhorni bifreiðarinnar og leit helzt út fyrir að hún hefði henzt yfir véladhl'íf bifreiðarinnar og stoáhalt yfir vinstra framlhorn hennar. Konan var flutt í Slysa- varðstofuna. Konan þessi er 49 ára og standa vonir til, að hún gé ekki eins mikið slösuð og hin, sem er 62ja ára. Sú toona hlaut opið fót- brot og áverka á höfði. í báðum tilfellum var um fólks bifreiðir að ræða og sá á þeim báðum eftir slysin. aff fara meff þaff til Vestmanna- eyja, þar sem ekki var hægt aff taka á móti meiri fiski hér sök- um saltleysis. Saltið á að koma hingað um manaðamotin, en það er mjög bagalegt að þurfa að neita fiski þangað til. Það m-un vera víð- ar erfitt í þessu efni vegna vönt- unar á salti, m.a. er sama og ekkert salt til á Hornafirði vegna þess að staðið hefur á af- greiðslu. Atvinna hefur verið fremur lítil hér undanfarið, svo að það er vel þegið að fá verk- efni eins og Hafdís kom með — B. P. Fulltrúorúð Gullbringusýslu AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Gullbringusýslu verður haldinn mánudaginn 26. febrúar, í Kven- félagshúsinu í Grindavík og hefst kl. 8,30. Stjómin. Frumleiðsluuukniug heíur ekki við fólksíjölgun í Indlundi Hufdís lunduði 62 tonnum ú Breiðdulsvík — geta ekki tekið meira í bili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.