Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 1
32 SiÐUR 47. tbl. 55. árg. LAUGAKDAGUR 24. FEBRÚAR 1968 Prentsmiðja MorgUnblaðsins. Plága í Indónesíu? Waghington, 23. febr. — AP — ÓTTAZT er að plága, svipuð Svarta dauða hafi brotizt út á þéttbyggðum landsvæðum á eyj unni Jövu í Indónesíu. Hefur Bandaríkjastjórn sent þangað sérfræðinga til að aðstoða yfir- völdin við að stemma stigu fyr- ir frekari útbreiðslu plágunnar. | Plága þessi berst með flóm á rottum og er bráð-smitandi og banvæn. Stjórn Indónesíu fór þess a j leit við bandarísku stjórnina, að hún send. sérfræöinga til að kanna hvort þarna sé í raun og veru um að ræða farsótt, sem nefnist „bubonic plague“ og or- ! sakast af sama sýkli og Svarti dauði. EUefu manns hafa látið lífið á Mið-Jövu af sóttinni, og 75 aðrir eru grunaðir um að hafa tekið pest na. Friður mikil- væguri en stjórnoriyrir- komulng í Vietnom? London, 23. febr. (NTB) MEIRIHLUTI kjósenda í Bret- landi telur þýðingarmeira að binda enda á styrjöldina í Víet- nam en að tryggja að áðrir en kommúnistar fari þar með völd. Kemur þetta fram í niður- stöðum skoðanakönnunar á veg- um Gallupstofnunarinnar, sem birtar voru í dag í blaðinu Lon- don Evening Standard. — 55% aðspurðra segja æskilegra að stríðinu verði lokið, en 34% telja nauðsynlegra að tryggja ,að kommúnistar nái ekki völdum í landinu. 11% taka enga afstöðu, og telja sig ekki geta ákvéðið hvort málið sé þýðingarmeira. Mennirnir voru ekki þeir einu sem spókuðu um í góða veðrinu í fyrradag. Gæsirnar við Reykj avíkurtjörn vöppuðu makinda- lega um Háskólalóðina og sóluðu sig í veðurblíðunni. Flestar gæsirnar munu vera afkomendur 6 gæsa, sem voru settar á Tjörnina 1955, en ættbálkurinn telur eitthvað um 100 í dag. Gæsirnar halda venjulega hópinn við Tjörnina, en þær verpa í grennd við Reykjavík og leita til sjávar í kuldum. — Ljósm. Árni Johnsen . FlugslysiB á Grœnlandsjökli: Litlar líkur til að flug- maðurinn sé enn á lífi — FEugvéEin á hvolfi og virtist mikið skemmd LITLAR líkur munu til þess að kanadíski flugmaðurinn Dennis Bannock, sem kom Aero Comm- ander flugvélinni á loft af Græn- landsjökli á dögunum, sé ennþá á lifi. Eftir því, sem Mbl. hefur kom izt næst, komst björgunarleið- „Stríðshetjan" Boris Pasternak angur að flugvélarflakinu í gær og reyndist það þá mikið skemmt og ekkert lífsmark þar að sjá. Flugmaðurinn var ekki fundinn, þegar síðast fréttist, en vélin var opin, þegar að henni var komið og því hugsanlegt, að hann hafi komizt lifandi út úr henni. — Eins líklegt var þó talið, að vél- in hefði opnazt við fallið og flug maðurinn þá ef til vili hrokkið út úr henni og jafnvel lent undir henni einhvers staðar. Samkvæmt þeim upplýsing- um ,sem borizt höfðu flugjþjón- ustunni í Svðra Sraumsfirði, benti ýmislegt til þess, að flug- vélin hefði komið niður á nef- ið, er hún hrapaði. Virtist hún hafa liðazt mjög sundur, væng- ir virtust að nokkru leyti af henni og vélin að öðru leyti mik ið skemmd. Veður mun hafa ver ið slæmt á þessum slóðum eftir að vélin hrapaði, hríð og skaf- renningur, þvi að snjóskaflar voru utan með flakinu. Matar- b rgðir fundust í vélinni og ýms- ir persónulegir munir flugmanns ins, — en ekkert benti til þess að hann hefði verið þar á ferli eftir slysið. Eins og frá hefur ver'ð sagt, í Mbl. fannst vélin á miðviku- dagskvöld. Flugu flugvél- ar þar yfir og sáu þá, Framthald á bls. 31 Herþjónustu Pasternaks minnst á 50 ára afmœli Rauða hersins Moskvu, 23. febr. (AP-NTB). í TILEFNI fimmtíu ára af- mælis Rauða hersins í dag, er rithöfundarins Boris Past- ernaks minnzt í tveimur blöð um. vikuritinu „Nedelya“ og dagblaðinu „Literaturnaya Rossia". í vikuritinu eru birt þrjú Ijóð eftir Pasternak, „Dauði hermanns“, „Eftirförin" og „Sumardagur“ ásamt mynd af höfundinum klæddum ein- kennisbúningi sovézka hers- ins frá dögum heimsstyrjald- arinnar síðari. Ekki minnist vikuritið á frægasta verk Pasternaks „Zhivago læknir“, sem bannað er í Sovétríkjun- um. í Literaturnaya Rossia er Pastexnaks getið sem stríðs- hetju, og honum líkt við Leo Tolstoy. Kemur þetta fram í langri grein í blaðinu eftir Semyon Tregub. Segir höf und ur að Pasternak hafi lengi óskað eftir þvi að ganga í her þjónustu í heimsstyrjöldinni síðari, en þrátt fyrir loforð um að verða tekinn í herinn, hafi efndir dregist mjög. Það Framlhald á bls. 31 Verður stórskotaárás á keisarahöllina í Hue? — Foringjum bandaríska hersins er það þvert um geð. Hlé á sókninni. Mannfall N-Vietmanna mikið Saigon, Hue, 23. febr. NTB—AP HERMENN Norður-Vietnam og Viet Cong verjast enn af hörku innan virkisveggja keisarahall- arinnar gömlu í Hue, þar sem bardagar hafa nú staðið í 24 daga. Mannfall þeirra hefur ver ið mikið síðustu daga og síðasta tilraun til að koma til þeirra liðsauka mistókst. Bandarísku hermennirnir sóttu Framíhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.