Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1968
15
Einar Ásmundsson:
Krafa til borgarráðs um
að öll útboð séu á íslenzku
— Teikningar séu látnar fylgja
útboðum — Innlendir aðilar einir
fái útboðsgögn í hendur
AÐ undanförnu hef ég leitað
eftir því við Innkaupastofnun
Reykjavíkurborgar, að útboðs-
lýsingu á ljósastaurum verði
breytt á þann veg að gerð þeirra
verði við það miðuð að hægt
sé að smíða þá hérlendis og af
íslenzkum iðnaðarmönnum. Hef
ég með bréfum til Innkaupastofn
unarinnar óskað eftir því að út-
boðsfrestur á ljósastaurum yrði
lengdur og útboðinu breytt. Á-
stæðan fyrir þessu ætti að vera
hverjum manni augljós. Einnig
taldi ég að texti útboðsins skyldi
einnig vera á íslenzku, auk enska
textans. Gat ég þess í bréfinu,
að sjálfsögðu værum við ásamt
öðrum smiðjueigendum viðbúnir
til viðtals um getu íslenzks járn-
iðnaðar.
Skömmu eftir að ég hafði
sent bréf þetta barst svar frá
Innkaupastofnuninni og kemur
fram í því, að í samráði við Raf-
magnsveitu Reykjavíkur skýrir
stofnunin frá því, að þeim sé
því miður ekki kleift að verða
við beiðni minni í þetta sinn.
Valdi þar mestu um að útboðið
var auglýst í dagblöðum borg-
arinnar þann 26. janúar s.l., og
því megi búast við að margir
bjóðendur séu í þann veginn að
ganga frá tilboðum sínum. Síðan
segir í bréfi Innkaupastofnunar-
innar:
Ef í framtíðinni verði óskað
eftir fresti eða breytingu á út-
bóði af hálfu bjóðenda, er því
áriðandi að beiðni þar að lút-
andi berist sem fyrst eftir að
útboð hafa verið auglýst.
í framhaldi af svari Innkaupa-
stofnunarinnar ritaði ég borgar-
stjóranum í Reykjavík og borg-
arráði bréf og kemur eftirfar-
andi fram í því::
Hjálagt sendum við yður af-
rit af bréfi ökkar til innkaupa-
stofnunar Reykjavíkurborgar,
dags. 15.2.1968, ásamt svarbréfi
þeirra, dags. 17. febrúar, 1968,
varðandi útboð á ljósa-staurum.
Útboð nr. 68007.RR.
Nú förum við þess á leit að
þér , herra borgarstjóri og borg-
arráð, gefi fyrirmæli um að um-
getið útboð verði kallað inn og
ný útboðsgögn verði gerð á ís-
lenzku, og teikningar fylgi með.
Einnig að gerð ljósastauranna
verði miðuð við að hægt sé að
smíða þá hér á landi af íslenzk-
um iðnaðarmönnum, og að fram-
vegis fái Innkaupastofnun
Reykjavíkurborgar ströng fyrir-
mæli um að skipta einungis við
innlenda aðila, hvort sem um er
að ræða framkvæmd á stærri eða
minni verkum eða í hverskonar
innkaupum.
Að sjálfsögðu erum við reiðu-
búnir í samráði við aðrar smiðj-
ur að gera tillögur um tækniat-
riði um gerð stauranna, sem til
greina kemur að smíða hérlendis.
Innlendu staurarnir verða að
sjálfsögðu sambærilegir að gæð-
um við þá erlendu.
Um áratugi hafa allir ljósa-
staurar fyrir innanlands not ver
ið smíðaðir hér. Það mun vera
fyrst nú á síðustu árum, sem
„hugkvæmir“ verkfræðingar
fara að gera staurana með því
lagi, að það er erfitt að fram-
kvæma verkið innanlands og með
því að gera íslenzkum smiðjum
erfiðara um smíði Ijósastauranna
eða jafnvel að útiloka þær frá
því.
Nýverið hefur verið gengið frá
verksamningum um smíði ljósa-
staura fyrir Akureyri, Sauðár-
krók og Húsavík, en smíði staur
anna verður framkvæmd nú sem
áður, af íslenzkum smiðjum þar
norðanlands.
Eins og að framan segir er það
eindregin krafa okkar að þessi
vinna verði unnin hér innan-
lands, og að einungis verði inn-
lendum aðilum gefinn kostur að
bjóða í þá vinnu og efni, sem
þarf til þessa verks, en samkv.
útboðinu, sem er á ensku, virð-
ist það ekki ætlað innlendum.
Það verður að álíta að borgar
ráði sé fullkunnugt um atvinnu-
ástand járniðnaðarins hér í borg
inni, þar sem mörg fyrirtæki sjá
e.k)ki annan kost en þann að
hætta sitarfsemi sinni, m.a.
vegna stórra skulda við borgar-
stjóð, en vélar og hús margra
iðnfyrirtækja eru undir nauð-
ungaraðgerðum vegna þeirra
skulda.
Ennfremur hlýtur borgarráði
að vera kunnugt um hinn geig-
vænlega greiðsluhalla við við-
skiptalönd okkar, sem nemur allt
að þremur milljörðum á síðasta
ári. Mikið af þessum greiðslu-
halla hefur farið í að flytja inn
til landsins ýmsa smærri og
stærri hluti, sem gera hefði mátt
hér innanlands og staðist fylli-
lega samanburð við erlenda fram
leiðslu. Hér skal einungis nefnt
eitt dæmi af sennilega þúsund-
um dæma, en það eru þau hundr
uð stálgrindahúsa, sem flutt hafa
verið inn undanfarin ár.
Það má fullyrða að aðeins á
síðastliðnu ári nemur þessi ó-
þarfa innflutningur af fullunn-
um iðnaðarvörum mörgum hund
uðum milljóna króna. Nú sjá
menn árangurinn af fyrirhyggju
leysinu í hinum gífurlega
greiðsluhalla og lömuðum iðnaði.
Þetta mál er vissulega eitt
þeirra mála, sem hin ýmsu iðn-
aðarsamtök og jafnvel samtök
viðskipta í heild ættu fyrir löngu
að hafa látið til sín taka, en
þeir sem hafa fylgst með vinnu-
brögðum þeirra, sem þar ráða,
búast ekki við neinum jákvæð-
um stórræðum frá þeirri hendi.
Vi'ð höfum ætíð beitt okkur fyr
ir eflingu ísl. iðnaðar og teljum
að stálbirgðastöð okkar hafi ver
ið mikil stoð við ísl,- iðnað og
tökum við því þetta mál upp öðr
um fremur. Hinsvegar ættu sam-
tök iðnaðar og innflutnings að
beita sér fyrir því að reglur
verði settar fyrir innkaupastofn
arnira og önnur opinber fyrir-
tæki og aðhald aukið, þar sem
oft virðist hafa verið gienigið
fram hjá ísl. innflytjendum og
framleiðendum um vöru- og
tækjakaup.
Bréfi Innkaupastofnunarinnar
var síðan svarað á þessa leið:
Dear Sirs,
We have received your letter
of 17.2. 1968 relating to your
Tender No 68007.RR, and find
it most suprising that not the
slightest is done from your side
to meet our request.
Það sem ég tel að hér sé um
mikilsvert mál að ræða sem eigi
erindi fyrir almenningssjónir,
hef ég beðið Morgunblaðið vin-
samlegast að birta grein þessa
Einar Ásmundsson.
Chichester skriíor bóh um
siglinguno hringum jörðinn
KOMIN er út frásögn Engiend-
ingsins Francis Ohiscesters um
ferð hans í lítilli skútu, Gipsy
Mot'h IV, kringum jörðina, en
sú ferð varð mjög fræg og
fylgdust blöð um allan heim
með ferðum þessa 65 ára gamla
full'huga.
Francis Ohicester fór fr áPly-
mjoutlh í september 19i6<6 í 53 feta
langri skútu og hélt í austurátt,
kringum jörðina fyrir sunnan
Cape Horn. Þangað voru sendar
flugvélar til að fylgjas-t með því
hivernig honum tækist að komast
á litlu skútunni þessa hættulegu
leið og einn við stjórn.
Þrátt fyrir erfiðleika og hætt-
ur, þegar skútan misisti næstum
mastrið, sjálfstýringarfeúnaðiur -
inn ónýttist og skútan fór á hlið-
ina, var Chisdhester ákveðinn í
að láta ekkert aftra sér frá að
ljúka ferðinni og missti aldrei
vonina eða sitt góða skap.
Frá þessari ferð segir Francis
Ohiscester í 250 síðna bók með
fjöldamörgum myndum, svart-
hv'ítum og í litum og skýringa-
kortum. Bókin nefnist „Gipsy
Motih Circles the World“ og er
nýkomin út (hjá Hodder and
Stougton Ltd. Hefur bókin hlot-
ið mjög góða dóma.
ÁRSHÁTlÐ
K.R. 1968
Arshátlð Knattspyrnufélags Reykjavlkur verður
haldin i Sigtúni föstudaginn L marz n.k. og hefst
kl. 9.00 e.h.
Aðgöngumiðar eru hjá formönnum ibróttadeild-
anna og i félagsheimilinu við Kapl askjólsveg.
K.R.-ingar fjölmennið og takið með ykkur gesti.
STJÓRNIN