Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 19&8 Lagt til að þing S-Afríku sit|i eingöngu hvítir menn Höfðaborg, 16. febr. — NTB STJÓRNSKIPUÐ nefnd í Suð- ur-Afríku hefur borið fram til- lögur, sem munu, — ef þær verða samþykktar, sem Iítill vafi er á — Ieiða til þess, að blökku- menn iandsins verði sviptir möguleika til að eiga fulitrúa á þingi landsins. Aftur á móti vill nefndin að völd fuiltrúaráðs blökkumanna sjáifra verði auk- in. Til þessa hefur sá háttur ver- A NÆSTUNNI hefst starfsemi 6 námshópa í Reyk.javík á veg- um tslandsdeildar Norræna sum arháskólans. Verkefnin eru þessi: Útskúfun (entfremdung) í nú- tíma þjóðfélagi. Stjórnandi: dr. Bjarni Guðnason prófessor, Ekið á kyrr- stæðan bíl EKIÐ var á tvo bíla, þar sem þeir stóðu fyrir utan Borgar- tún 7 um sexleytið í gær. Voru bílarnir báðir skemmdir nokk- uð, en ökumaðurinn sem tjón- inu olli náðist á staðnum. Hafði hann hlotið höfuðhögg O'g var fluttur í Slysavarðstofuna. Grunur lék á að um ölvun við akstur væri að ræða. Ekið var á R-9791, sem er gul- ur SAAB, þar sef bíllinn stóð við íþróttahöllina í Laugardal milli klukkan 16:50 og 18:30 á mánudag. Við ákeyrsluna dæld- aðist vatnskassahlífin og hægri framlugtin skemmdist. Af skemmdunum að dæroa hefur það verið bíll með háan stuð- ara, sem tjóninu olli. Rannsóknarlögreglan skorar á ökumann bílsins svo og vitni, ef nokkur eru, að gefa sig fram. ið á hafður í Höfðahéraði, þar sem flestir blökkumenn landsins búa, að hvítir menn hafa verið fulltrúar þeirra á þingi en þessa skipan mála vill nefndin nú af- nema. Hún hefur einnig lagt fram þá tillögu, að stjórnmála- flokkum landsins verði bannað að hafa innan sinna vébanda fólk af mismunandi kynstofnum og kemur þetta fyrst og fremst niður á Frjálslynda flokknum og Framsóknarflokknum, því að í Háskóla íslands, sími 21330. Líffræðileg stjórnunarkerfi. Stjórnandi: dr. Jóhann Axels- son prófessor, Rannsóknar- stofu í lífeðlisfræði, Háskóla ís- lands, sími 22766. Alþjóðastofnanir og ríkja- bandalög. Stjórandi: Gaukur Jörunds- son lektor, Háaleitisbraut 115, sími 36766. Samband rannsókna og at- vinnulífs. Stjórnendur: Úlfur Sigur- mundsson hagfræðingur, Fells- múla 10, sími 35116 og Þórir Einarsson hagfræðingur, Iðnað- armálastofnun íslands, sími 81533. Hugmyndakerfi og þjóðfélags- skoðanir. Stjórnandi: Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur, Efna- hagsstofnuninni, Laugaveg 13, sími 20502. Mat á skipulagi. Stjórnandi: Geirharður Þor- steinsson arkitekt, Laugarnes- vegi 71, sími 81776. Öllum háskólaborgurum er heimil þátttaka í starfsemi náms hópanna í Reykjavík, og eru þeir, sem áhuga hafa á þátt- töku, beðnir að hafa hið fyrsta samband við stjórnendur eða stjórn íslandsdeildarinnar. þeim eru allmargir félagsmenn af öðrum kynstofni en hvítum. En, eins og fyrr sagði, er nefndin þeirrar skoðunar, að fulltrúaráð blökkumanna sjálfra eigi að fá aukin völd og að ráð- ið skuli í raun og veru gert að þjóðþingi blökkumanna. Vill nefndin að þetta þing fjalli um mörg mál, er blökkumenn varða, meðal annars fræðslumál og önnur félagsleg málefni. Vafalaust verða tillögur nefnd arinnar samþykktar og þar með verður stjórnarflokknum að þeirri ósk sinni, að á hinu við- urkennda „þjóðþingi" landsins verði aðeins hvítir menn. Mikil aðsókn oð skólatónleikum SVO sem komið hefur fram í fréttum mun Sinfóníuíhljómeveit fslands efna til skólatónleika n.k. mánudag og þriðjudag. Gert var ráð fyrir því. að haldnir yrðu tvennir tónleikar, aðrir eftir Kádegi á miánudag en hinir fyrir hádegi á þriðjudag. Sala aðgöngumiða fór fram úr áætl- un, og seldust þeir upp á skömm um tíma. Sinifóníuihljómsveitin hefur því ákveðið að bæta við einum tónleikum á þriðjudag'seftirmið- dag, þann 27. þm., og hefjast þeir kl. 14:00. Miðar á þessa tónleika verða seldir á skrifstofu Sinfón- íuhljómsveitarinnar, Skúlagötu 4, fjórðu hæð, eða í bannaskól- unum, Þessi áhugi bamanna á skóla- tónlei'kunum er forráðamönnum hljómsveitarinnar milkið gleði- efni, og vonandi verður hann ekki minni, þegar seinni skóla- tónleikarnir verða haldnir í marzlok. (Frá Sinfóníuhljómsveitinni). IMorrærti sumarháskólinn í mínum hópi er það svo eðiilegt með Marlboro. Marlboro hefir % það sém við viljum: Eðlilegan, ófilteraðan kehn. Hvar sem giæsileiki, yndisþokki og hæfni mætast, þar er Marlboro! Alls staoar sömu gæðin, sem gert hafa Marlboro leiðandi um allan heim: Amerískt tóbak - Amerísk gæði, úrvals filter. Filter • Flavor • Flip-Top Box Árlega hlýzt stórtjón af árekstrum, sem orsakast af því að reglur um bið- og stöðvunarskyldu eru ekki virtar. Verndun aðal- brautarrétfarins AIGENGASTA orsök umferð arslysa og áreflcstra í Reykja- vík undanfarin ár er sú, að reglur um stöðvunar- og bið- skyldu eru ek'ki virtar. Ákvæðin um þessi atriði eru skýr, og ætti því ekki að vera vandkvæðum bundið fyrir ökumenn ,að hafa iþau 'ávallt í huga og aka samkvæmt þeim. Tilgangurinn með aðal- brautarréttinum er sá, að gera veg þann, sem nýtur að- albrautarréttarins, greiðfær- ari en aðra vegi og auka þann ig notagildi hans a& miklum mun. Mikilvægt er því, að ökuanaður, sem (kemur frá hliðarvagi, virði til fullnustu rétt þess, sem fer um aðal- brautina, meðal annars með þvi að draga úr hraða, hæfi- lega löngu áður en komið er að vegamótum. Snögghemlun á síðustu stundu verður til þess, að ökumaður á aðal- brautinni hikar. Hann getur ekki treyst rétti stínum alger- lega, en það tefur báð'a aðila og rýrir að mun notagildi að- aibrautarinnar. STÖÐVUNARSKYLDA Allir ökumenn þekkja stöðvunarskyldumerkið, en hvað ‘boðar þetta merki? Þeg- ar ökumaður kemur akandi að gatnamótum, sem merkt eru með stöð'vunarsfcyldu- merki, ber honum að stöðva algjörlega, áður en hann ek- ur inn á, eða yfir gatnamótin. Ef stöðvunarlína er mörkuð á yfirborð götupnar, á að stöðva við bana, þannig að framendi bifreiðarinnar nemi v.ð stöð'vunarlínuna. Sé stöðv unarlína ekki mörkuð á ak- brautina, er heppilegast að hafa það fyrir fasta venju, að stöðva við sjálft stö-ðivunar- merkið. Ef merkið eða stöð'v- unarlínan er ekki nærri jaðri aklbrautarinnar, þannig að ökumaður sjái vel til heggja hliða eftir aðalbrautinni, er rétt að framfcvæma sjálfa stöðvunina eins og áður er sagt, en láta bifreiðina síð- an renna rólega inn að sj'álf- um gatnamótunum og stöðva aftur, ef umferð er á aðal- brautinni. Aðalatriðið er, að stöðvun- in sé markviss, að bifreiðin sé í algjörri kyrrstöðu, til að tryggja að umferðin á aðal- brautinni verði ekki fyrir truflun eða töfum. BIÐSKYLDA Þegar ökumaður kemur akandi að biðskyidumerki, ber honum að draga úr hraða í hæfilagri tfjarlægð frá gatnamólum og gæta þess, að trufla ekki þá utmferð, sem fer eftir aðal'brautinni. Ef út- sýni er mjög byrgt eða blint, þannig að ökumaðurinn hefur ekki nægilegt útsýni yfir gatnamótin, ber honum að stöðva algjörlega, sem um stöðvunarskyldu væri að ræða. Biðskyldu- og stöðvunar- skyidumierki eru sett upp til þess að skapa greiðari og ör- u.ggari umferð. Merkin eru fyrst og fremst sett upp við götur, sem liggja að mikium umiferðargötum, tíl þess að vernda þá umiferð, sem fer eftir aðalbrautinni oig varna þvi, að sú umferð verði trufi- uð eða hindruð. Ökumenn! Verum minnug- ir þesis, að uim 15% umferðar- Jihappa í Reykjavík sl. ár urðu vegna þess, að reglur um biðskyldur og stöð'vunar- skyldu voru brotnar. Skólaútvarp í annað sinn Á NÆSTUNNI verður efnt til skólaútvarps um umferðarmál fyrir börn og unglinga á skóla- skyldualdri. Er það í annað sinn sem útvarpað verður umferðar- fræðsiu beint til nemenda í kennslutundum. Að þessu sinni verður skólaútvarpið með breyttu sniði, og mismunandi efni tekið fyrir, eftir því hvaða aldursflokkum er ætlað að njóta umferðarfræðslunnar. Eins og áður, þá stendur sam- starfsnefnd um umferðarfræðslu í skólum fyrir skólaútvarpiinu, en Guðbjartur Gunnarsson kenn ari anhast um allan undirbún- ing að útsendimgum. Mánudaginn 26. febrúar verða útsendingar fyrij börn á aldrin- um 7—9 ára klukkan 10.45 og 14.00. Þriðjudaginn 27. febrúar verða útsendingax fyrir 10—12 ára börn á sömu tímum, Búið er að senda vinnuiblöð í sfcólana, sem ætlast er til að börnin hafi hjá sér á meðan þau hluista á útsendinguna. Skólaútvarp fyrir gagnfræða- skóla verður svo föstudaginn 1. marz klukkan 10.45 og 14.00. Sami háttur verður hafður á nú og þegar skólaútvárpið var í dsemiber, að kennarar og nem- endur þurfa í sameiningu að út- vega sér útvarpsviðtæki til að hafa í skólastofunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.