Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1968 Með búnaðarþingsmönnum í Kollafirði Búnaðarþing'sfulltrúar við ein i eldistjörnina í Kollafirði. SI. fimtuidag bauð stjórn Laxeldisstöðvar ríkisins búnað- arþingsfulltrúum að skoða til- raunaeldisstöðina í Kollafirði. Blaðamenn slógust í förina og hittu við það taekifæri ýmsa- búnaðarþingsfulltrúa og röbb- uðu við þá uim daginn og veg- inn, búnaðarhöld heiima fyrir og þess háttar. Á hlaðinu í Kollafirði tökum við Þorstein Sigfússon á Sand- brekku tali og spyrjum um fréttir af Austurlandi. Þorsteinn segir þar hart í ári, svellalög mikil og litla beit, sem myndi notuð eftir svo lélegt heyjasum- ar, er var nú síðast. Hann segir okkur að allmargir bændur hafi brugðið við og ræktað emærar jurtir, mest hafra, á kalblettun- um í sumar. Þrátt fyrir óáran telur hann engan uppgjafaríón í austfirskum bændum. Inni við eldiskerin í eldishúsi klakstöð'varinnar hitturn viðGuð mund bónda Jónasson í Ási í Vatnsdal og er hann einmitt að spauga með að hann setji lausa- leiksseiði í Vatnsdalsá að sögn man.na. — Tóm lausaleiksseiði, segir Guðmundur hlæjandi. Benedikt Grímsson segir að uim þessar mundir sé hart á Ströndum og þegar hann fór að heiman á dögunum var engmn fóðurbætir til hjá kaupfélaginu á Hólmavík. Var þó væntanlegt og hafði verið lengi. Ketill Guðjónsson bóndi á Finnastöðum í Eyjafirði sagði ekki snjóþungt fyrir norðan, en svellalög mikil. Einar Ólafsson í Lækjar- hvammi kvaðst ekki hafa trú á að bændur færu að ala fiska sér til búdrýginda, nema þar sem þeim yrði kom ið í ár. Vitra- aði hann til erlendra tjarna- fiska, sem hann taldi lélegan mat Teituir Björnsson lét allvel af Þingeyingum. Hann kvaðst helst vil'ja veiða laxinn á stöng, en lét lítið yfir öðrum veiðiaðferð- um. Eftir að tilraunaeldisstöðin í Kollafirði hafði verið skoðuð var haldið að Hlégarði í Mos- fellssveit, þar sem menn þágu kaföveitingar í boði Veiðimála- stofnunarinnar. Þar sátu ýmsir framámenn Mosfellssveitar. Þúr Guðjónsson flutti við það tækifæri fróðlegt erindi um framkvæmdirnar í Kollafirði, en Þorsteinn Sigurðsson formaður Búnaða.rfélags íslands þakkaði. Hér á eftir fer útdráttur úr ræðu þeirri, er Þór Guðjónsson veiðimálastjóri flutti. Árið 1961 keypti ríkisstjórnin jörðina Kollafjörð á Kjalarnesi til þess að láta reisa á henni tilraunastöð fyrir klaki og eldi laxfiska og hófust framkvæmdir þá um haustið. Hafa þær stað;ð síðan með hléum. í eldisstöð- inni eru nú 107,2 ferm. ílát fyrir aldi smáseiða, 43 eldistjarnir af mismunandi stærðum og 3 stór- ar geymslutjarnir innan við sjáv arkam.binn í Kollafirði. Alls er flatarmál tjarnanna sem næsc 7000 ferm. Auk þess er klakút- búnaður í klaklhúsi fyrir nálægt 3 milljónir hrogna. Kostnaður við kaup á jörð- inni Koliafirði og annari að- stöðu hefur verið um 3,5 millj. króna og við framkvæmdir til siðustu áramóta 13,4 milljónir eða samtals 16,9 milljónir. Lax- eltíisstöðin hefuir að veruiegu leyti verið byggð fyrir lánsfé og hefur því afiborganns- og vaxtarbagginn verið bungur. Alls hafa verið greiddnr 4,8 milljónir króna í vexti og um 10 milljónir í aflborganir, rekst- ur og viðhald stöðvar frá upp- hafi. Tilgangurinn með tilrauua- eldisstöðinni er m.a. að gera til- raunir með klak og eldi iax- fiska, reyna nýjar fiskrækíar- aðgerðir, kenna umhirðu á ali- fiski. vinna að fiskakyr.bótun, hafa á boðstólnum hrogn og ali- fisk til þess að sleppa í veiði- vötn eða láta öðrum eldisstöðv- um í té og framleiða neyz.ufisjc að þessum verkefnum og fieir- utm hefur verið unnið fram til þessa, og hefur nú verið aflað í stöðinni mikilstverðrar reynslu. um fiskeldi og fiskirækt. Mikil- væg verkefni fyri-r fiska’.di hér á landi eru í deiglunni oins og rannsóknir á gildi innleira fóð- urtegunda í samanburði við er- ,ent fóður, og silungseldi, en það þarf að reyna við ólíkar aðstæð- ur í því skyni að komast að raun um hagkvœmustu leiðir við það . Á fjórum undanfiörnum árum Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri. hafa verið látin frá Laxeldis- stöðinni í Kol'lafirðd 295 þús. sumaralin laxaseiði og 65 þús. gönguseiði. Á síðastliðnu' ári fengu 8 aðilar sumaralin laxa- seiði frá stöðinni, þar af þrjár eldisstöðvr og gönguseiðum frá stöðinni hefur verið sleppt i 26 ár víðsvegar um landið. Á sama tíma hefur verið sleppt innan eldiisstöðvarinnar 37 þús. göngu seiðum. og hafa 1375 laxar geng- ið upp í stöðina úr sjó til þessa. Stærsti laxinn, sem gengið hef- ur í stöðina 94 cm. að ’.engd og sennilega um 15 til 16 pd. að þyngd nýgenginn. Auk þess hef ur bleikja varið alin í stöðinni o.g hafia bleikjuis.eiði verið seld út um land til þess að sleppa í vötn, og ennfremur líti'.siháttar af sjóbirtingi, en fyrir honum er lítill álhugi. Um áraimótin síðuistu voru í Laxeldisstöðinni um 200 þús. laxaseið'i tæplega eins árs göm- ul og næ.r 100 þús. tæplega tveggja og þriggja ára seiðin (Ljósm. M'bl. Ól. K. M.) Guðmundur í Ási. munu ná göngustærð í vor. Auk þess eru í stöðinni 2400 stÓTar bleikjur tveggja til fjögurra ára auk um hundruð sjóibirtinga. Síðastliðið haust var aflað 1170 þús. hrogna úr laxi, er gekk upp í eldisstöðina síðastliðið sumar, en laxgangan í stöðina var þá 610 laxar. Hálf milljón hrogna var seld sjö aðilum, en mismun- urinn eða 670 þús. hrogn vorú lögð inn í klaklhús stöðvarinnar. Auk þess fengust 160 þús. bleikjuihrogn úr stofnfiski í stöð innii og 6.500 sjúbirting^hrogn. Laxeldisstöðin í Kollafirði hef ur iraft tilætluið átbrif é uppbygg ingu. fi'skeldismála og fiskræ/ct- ar í landinu og mun gera það í vaxandi mæli í framtíðinní. H'afa margir sótt þangað fróð- leik og margskonar fyrir- greiðslu. Auk þess hefur kynn- ing á þessum málum farið fram á vegum Veiðimálastofnunar- innar í tvo áratuigi með viðtöl- um og erindaflutn'ingi og t.d. nú í áratug með erindum og og kennslu í Bún'aðarskólanum á Hvanneyri. Þróun í eldismálum undanfarin ár hefur sýnt, að rétt stetea var tekin, þegar rík- isstjórnin ákvað að iláta reisa eigin tilraunaeldisstöð til efling- ar ftekeldis og fiiskeldi á kerfis- buindinn hátt, þegar það er tek- ið upp í nýju landi. . Það er ánægjulegt, hve áhugi Þorsteinn á Sandbrekku. fér vaxandi á fiskeldi og fisk- rækt í landinu, en þar sem fisk- eldi er margþætt mál, sem þarfnast kunnáttu og ^eynslu þeirra, sem að því vinna, er nauðsynlegt að þeir, sem ráð- gera að hefja fiskeldi geri sér sem bezta grein fyrir hvað til þarf og vanda síðan mjög til alis undirbúnings við að koma ■ pp eldisstöðvum. Um framlag ríkis ins til fiskeldis og fiskræktar eru hu.gmyndir margra heldur ó- ljósar. Er í því sambandi at- hyglisverð ályktun, sem Búnað- arþing gerði síðastliðið ár um það efni, og fer hún hér á ftir: a) Veiðimálastafnuninni verði vei'tt stóraukið starfsfé og þannig gert kleift að siinna marghátt- uðum verkefnum á sviði rann- sókna og leiðbeininigaþjónusta. b) Framlög samlkvæmt gild- andi lögum til styrktar bygg- ingar klak- og eldisstöðva og annarra framkvæmda við fisk- rækt ig fiskeldi verði veitt á hverjum tíma, svo sem þörf krefur. c) Stofnlánadeild iandbúnað- arins verði efld, svo að hún verði fær um að gegna hlut- verki sínu um lánverungar til fiskræktarframikivæmda og fisk- eldisstöðva. í eldishúsinu. Einar Ólafsson og Benedikt Grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.