Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 25
SfORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 196«
25
194« 1950 1960
Landlbúnaður 30,6% 19,9% 15,5%
Fiskveiðar 15,9% 10,8% 7,3%
Iðnaður 21,3% 32,5% 35,5%
Þjónustustörf 27 % 29,5% 32,7%
Samkvæmt þessu hefur þeim
farið sífækkandi, sem fást við
landbúnað og fiskveiðar, en hins
vegar fjölgar þeim stöðugt, sem
leggja stund á iðniað og
þjónustustörf. En það eru eink-
um hin síðastnefndu störf, sem
krefjast síaukinnar menntunar,
ekki sízt vegna ört vaxandi
tækni og vegna stöðugrar kröfu
um bætt skipulag. Þeim fjölgar
mjög, sem vinna margs konar
þjónustustörf, þ.e. störf sem ekki
eru í því fólgin að framleiða
vörur, heldur að veita þjónustu.
í þessum flokki eru m.a. verzl-
un og viðskipti, samgöngur og
ferðamál, stjórnkerfi, skólakerfi,
heilbrigðismál og starfsemi gisti-
og veitingahúsa. Mörg þessara
starfa krefjast æðri menntunar.
Þeim mun enn fjölga, sem stunda
þjónustustörf vegna aukinnar
sérhæfingar og sjálfvirkni í iðn-
aði. Þróunin verður sú sama hér
og víðast hvar annars staðar í
Evrópu og Bandaríkjunum. Til
samanburðar og fróðleiks vil ég
láta þess getið hér, að 1960 stund
uðu aðeins um 18% dönsku þjóð-
arinnar landbúna'ðarstörf, en 37%
iðnað og 45% þjónustustörf. 1
Bandaríkjunum voru tilsvarandi
tölur 1960 þessar: Landbúnaður
9%, iðnaður 32% en þjónustu-
störf 59%. Danir telja, að árið
1980 munu aðeins 10% þjóðar-
innar stunda landbúnað, um 38%
iðnað, en 52% þjónustustörf
þ.e. meira en helmingur þjóðar-
innar.
Þeir breyttu þjóðfélagshættir,
sem hér hefur verið drepið á,
krefjast nýrra kennsluhátta, þeir
krefjast síaukinnar og bættrar
menntunar þegnanna og síðast
en ekki sízt sífelldrar endur-
menntunar.
Á undanförnum ámm hafa
menn gert sér æ ljósari grein
fyrir því, hversu náið samband
er á milli aukinna afkasta at-
vinnuveganna og menntunar
þjóðarinnar, bæði almennr-
ar menntunar og þeirrar, sem
sérhæfð er í þágu atvinnu-
veganna. Rannsóknir, sem gerðar
hafa verið erlendis, benda ó-
tvírætt í þá átt, að einungis
nokkur hluti hagvaxtarins eigi
rót sína að rekja til fjárfesting-
ar í atvinnutækjum, heldur eru
hér að verulegu leyti önnur öfl
að verki svo sem bætt skipulag,
breytt tækni og menntun og síð-
ast en ekki sízt hið almenna
menntunarstig hverrar þjóðar.
Af þessu leiðir, að við verðum
að iíta öðrum augum á útgjöld
þjóðarinnar til menntamála en
gert hefur verið hingað til.
Það er fyllilega réttlætanlegt
að telja útgjöld til menntunar
hliðstæð kaupum á atvinnutækj
um. Arðurinn kemur að vísu
ekki strax, en þá er hann kem-
ur, er hann margfaldur. Við
höfum þess vegna ekki efni
á að skera framlög til skóla-
mála við nögl.
En við lifum ekki á brauði
einu saman. Menntun hefur ekki
einungis hagnýtt gildi, heldur
hefur hún og gildi fyrir per-
sónulegan proska einstaklings-
ins. Háskaíegt væri að leggja
allt of einhliða áherzlu á hið
fyrrnefnda. Iðnvæðing og tækni
er ekki takmark, heldur tæki
til að skapa efnahagslega vel-
megun, sem ætti að auka ham-
ingju manna, ef allt væri með
felldu. Maðurinn er takmark í
sjálfu sér, og sú staðreynd á
að vera leiðarstjarnan í öllum
umbótum í fræðslumálum.
Lokaorð.
Eins og fyrr segir hefur ís-
lenzka þjóðfélagið tekið stakka-
skiptum s.l. 20—30 ár. Síauknar
kröfur eru þess vegna gerðar til
menntunar á öllum sviðum þjóð-
félagsins. Skólunum er því meiri
vandi á höndum en nokkru sinni
iyrr. Hlutverk þeirra er hið
mikilvægasta: Að búa þegnana
undir að starfa í síbreytilegu
þjóðfélagi og auka persónulegan
þroska hvers og eins. Þetta
hlutverk fá þeir ekki ræktsem
skyldi án vel menntaðra kenn-
ara. Þeir eru grundvöllurinn og
burðarstoðirnar. Án þeirra verð-
ur þeim umbótum, sem knýja á
í fræðslumálum í dag, eigi fram
komið.
Af þessu leiðir að gera verð-
ur miklu meiri kröfur til mennt-
unar kennara hér eftir en hing-
að til. Að minnsta kosti verður
að krefjast þess, að þeir ljúki
námi til undirbúnings undir sitt
vandasama starf. Ég spyr: Er
unnt að gera minni kröfur til
lærifeðra í þessu efni en læri-
sveina? Ef nemandi í gagnfræða-
skóla lýkur ekki námi, öðlast
hann engin réttindi.
Við lifum í menntasamfélagi.
Það breytist sífellt, vegna auk-
innar þekkingar og tækni. End-
urmenntun er því nauðsynleg.
Hér er raunverulega um ævi-
langa menntun að ræða. Enginn
skyldi því halda, að hann geti
hvílt á lárberjum og hafi endan-
lega lokið námi, allra sízt kenn-
arar. Þekking okkar er ónóg og
ófullkomin og úreldist fljótt.
Við þurfum því sífellt að auka
hana og bæta. Það er því tíma-
bært orðið að koma hér á fót
kennaraháskóla eða annarri end-
urhæfingarstöð fyrir starfandi
kennara. En áður en það verð-
ur gert, þarf að minnsta kosti
að búa svo um bnútana, að verð-
andi kennarar búi sig undir
starf sitt með sérstöku námi.
Söngvararnir (frá vinstri): Jónas, Ingimar, Elín, Árni, Ragnheiður, frú María og Guðrún
Hulda. Ólafur Vignir er við hljóðfærið.
6 nemundur IVIaríu
Markan koma fram á
tónleikum
K. laugardag, 24. febrúar, efn-
Söngskóli Maríu Markan til
Bretoi torvelda
Asíufólks frú A
innflutning
-Afríku
London, 22 .febrúar — AP —
BREZKA stjómin hófst í dag
handa um ráðstafanir til að tak-
marka innflutning fólks af as-
ískum uppruna frá Austur-Af-
riku. James Callaghan, fjármála
ráðherra, skýrði frá því í Neðri
málstofunni, að á morgun yrði
lagt fram frumvarp, þar sem
gert yrði ráð fyrir að brezkir
borgarar, sem bera brezkt vega-
bréf, en hafa lítil sem engin
tengsl við Bretland yrði látið
sæta innflytjendaeftirliti. Hér
er meðal annars um að ræða
fólk, sein er ekki fætt í Bret-
landi og á ekki brezka foreldra.
Callaghan sagði, að aðeins
1500 mairns, sem þannig stæði á
um ,fengju að setjast að í Bret-
landi á ári. Hann skýrði enn-
fremur frá því. að 7.000 manns
af asískum uppruna hefðu kom-
ið frá Austur-Afríku á undan-
förnuim þremur mánuðum. Fólk
þetta heldur þvi fram, að það
hafi verið beitt kynþáttamis-
rétti.
nemendatónleika í Gamla Bíó.
Þar koma 'fram sex nemend-
ur þrjár konur og þrír karl-
menn, þau Guðrún Hulda Guð-
mundsdó'ttir, (sópran), Jónas Ó.
Magnússon, (baritón), Árni Sig-
hvatsson, (tenór), Ragnheiður
Guðmundsdóttir, (mezzósópran),
Ingimiar Sigurðsson, (bassi) og
El'ín Sigurvinsdóittir, (sópran).
Syngur hver nemandi um sig
einsöngslög og síðan tvö og tvö
saman tvísöng.
Það eru nú fjögur ár síðan
frú María Markan, kynnti fyrst
nemendur sína í Gamla Biíó, en
isíðan hafa nokkrir namendatón
leikar verið haldnir fyrir liítinn
hóp innan skólans.
Að þessu sinni aðstioðar Ólafur
Vignir Albertsson, píanóleiikari,
en framkvæmd tónleikanna ann
ast Þráinn Sigurðsson (Skemmti
kraftaskrifstofan).
Tónlei'karnir hefjast kl. 3 e.h.
Jóhann Ragnarsson, hdl.
máiaflutningsskrifstofa
Vonarstræti 4 - Sími 19085
KLUBBURINH
ÍTALSKI SALURINN
TRÍÚ ELFARS BERG
SÖNGKONA:
MJÖLL HÚLM
í BLÓMASAL
RONDÚ TRÍOIÐ
Matur framreiildur frá kl. 7 e.h.
Borðpantanir í síma 35355. — OPIÐ TIL KL. 1.
INGOLFS-CAFÉ
Gömlu dansarnir
1 kvöld kl, 9
Hljómsveit JÓIIANNESAR EGGERTSSONAR.
Söngvari GRÉTAR GUÐMUNDSSON.
Aðgöngumiðasala frá kl. 5. — Sími 12826.
Opið í kvöld
Hljómsveit Björns R.
Einarssonar leikur og syngur
Matur framreiddur frá kl. 7.
Borðpantanir í síma 12339 frá kl. 2.
Athugið lágmarksaldur gesta 21 árs.
SIGTÚN.
BUÐIIM
Dansað í kvöld
Z00 frá 9-2 Z00
Einnig kemur fram hin nýstofnaða
hljómsveit
BUTTERFLY
Umboðssími hljómsveitarinnar er 20289 eftir kl. 8 e.h.
Aðgöngumiðasala hefst kl. 8 e.h.