Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 32
jltrgmiM&Míír ALMENNAR TRYGGINGAR X LAUGARDAGUK 24. FEBRUAR 1968 RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA«SKRIFSTOFA 5ÍMI 10*100 Gæðingur Þórhalls Halldórssonar kominn í leitirnar — var tekinn fyrir annan hest GÆÐINGUR Þórhalls Halldórs- sonar, fulltrúa hjá Heilbrigðis- eftirlitinu, er nú kominn í leit- irnar, en hann hvarf frá Korp- úlfsstöðum í júní í sumar. Þessi hestur er sjö vetra, undan Nökkva frá Hólmi, kom hann í leitirnar að Tindastöðum í Kjal- arneshreppi. Er hesturinn búinn að vera þar í allan vetur, og hélt bóndinn á Tindastöðum, að hesturinn væri í eigu sveitunga síns. Ég frétti af jörpum hesti þarna í sumar, sagði Þórhallur, þegar hann tilkynnti Mbl. þessa gleðifrétt. En svo hvarf hann undir haustið og ég frétti ekkert af honum meir, fyrr en í gær, að mér var sagt, að þarna væri jarpur hestur í óskilum. Þettá Fjórlr bctor tekn ir í landhelgi FJÓRIR bátar voru teknir að meintum ólöglegum veiðum í fyrrinótt. Varðskipið Óðinn stóð eftirtalda báta að veiðum út af Ólafsvík, Jóhann Þorkelsson AR 24, Hrönn SH—149 og Stein- unni SH—207 og María Júlía stóð Sævar K—105 að veiðum innan landhelgi suður af Eldey. reyndist vera minn hestur. Hann lítur vel út og honum hefur vafalaust verið eitthvað gefið, en þarna er hann búinn að vera í allan vetur. Bóndinn á Tindastöðum athugaði ekki málið, því hann hélt sig þekkja þarna hest eins sveitunga síns. Ég er auðvitað mjög glaður, eins og nærri má geta, og þetta styrkir trú okkar hestaeigenda, að týndu hrossin séu öll einhvers staðar tekin fyrir önnur hross, en þaim hafi ekki verið stol- ið að yfirlögðu ráði. Mótmæla niöurskurði telja lækningatilraunir við hringskyríi gefa góðan drangur Akureyri 23. febrúar. AÐALFUNDUR Búnaðarfélags Grýtubakkahrepps, haldinn í Grenivík 17. febr. 1968, sam- þykkti eftirfarandi ályktun: Vegna villandi blaðiskrifa um búfjársjúkdóminn hringskyrfi og reynslu okkar af honum hér í hreppi, viljum við lýsa því yfir, að við teljum niðurskurð naut- grípa ekki koma til greina, þar sem lækningatilraunir við sýkta gripi virðast gefa góðan árang- ur. Jafnframt leggjum við áherzlu á fullkomnar varnir meðan sjúk Ætluðu að seljo stalið brotujurn RANNSÓKNARLÖGRELUNNI barst fyrir nokkru kæra vegna þjófnaðar á brotajárni. í gær hafðist svo upp á tvcimur pilt- Framhald á bls. 31. dómurinn gengur yfir. Tillagan var samþykkt með samhijóða at- kvæðum allra fundarmanna. Newton handtekinn í maí 1967. Var taka skipsins óiðgieg? IVIálið gegn skipstjáranum á togaranum Brandi flutt í Hæstarétti í GÆR fór fram í Hæstarétti málflutningur í máli því, sem ákæruvaldið höfðaði gegn Bernard Newton, skipstjóra á enska togaranum „Brandi“, sem tekinn var fyrir ólögleg- ar veiðar innan landhelgi þ. 24- apríl 1967, en sigldi síðan úr Reykjavíkurhöfn með tvo lögreglumenn innanborðs að- faranótt laugardagsins 29. apríl sl. Málflutningur í máli Björguðu mjöli fyrir 200 þús. kr. Björgunarstarf við Hans Sif mun hatda áfram í dag ef veður leyfir FYRIR skömmu keyptu nokkrir menn síldarmjölsfarm danska skipsins Hans Sif, er strandaði við Rifstanga fyrir þremur vik- um. í gær unnu þeir að því að bjarga mjölinu frá borði danska skipsins og í gærkvöldi um átta- Ieytið höfðu þeir þegar bjargað Bohdan Wodiczko á förum til Póllands — hefur gert samning við hljómsveit í heimalandi sínu BOHDAN Wodiczko, hetur undirritað samning um að stjórna sinfóníuhljómsveit í Kadowitch í heimalandi sínu á næsta ári, og verður þetta því síðasta misserið sem hann stjórnar Sinfóníuhljómsveit íslands, í biii a.m.k. Þetta er þriðja árið í röð sem hann hefur stjórnað Sin- fóníuhljómsveitinni, en áður hafði hann verið hér fyrir ein um sex cða sjö árum. Mbl. hafði sambandi við Wodiczko í gær og staðfesti hann að hann héldi af Iandi brott síð- ast í júlí. — Mér þykir leiðinlegt að fara, dvölin hérna hefur ver- ið mjög ánægjuleg, en mér finnst nauðsynlegt fyrir stjórn endur að breyta til öðru hvoru. Samstarfið við Sin- fóníuhljómsveitina hefur geng ið ágætlega og mér finnst við hafa náð góðum árangri sam- an. Það er því mjög nauð- synlegt að fá strax annan fast an hljómsveitarstjóra og slaka ekki á. Ég kem til með að hafa mjög mikið að gera fyrsta árið í Póllandi og hef áreiðanlega ekki tíma til að líta upp úr störfum mínum þar meðan ég er að kynnast hljómsveitinni. En eftir árið ætti að fara eitthvað að hægj ast um og þá get ég farið að ferðast um og stjórna sem gestur víðar um heim. M.a. vonast ég til að komast til íslands. Gunnar Guðmundsson framkvæmdastjórj Sinfóníu- hljómsveitarinnar, sagði, að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um hver yrði eft- irmaður Wodiczkos. Þeir vildu fá mann sem gæti ver- ið fastur hjá þeim allt árið, það væri hagkvæmast fyrir alia aðila. 30 til 40 lestum, sem munu vera að verffmæti um 200 þúsund kr. Þeir félagar keyptu 800 lestir af mjöli fyrir um 100 þúsund krónur. í gærmorgun komu þeir til Rifstanga á vélbátnum Glað, en komust ekki að skipinu, vegna grynninga, en sjór var þá ládauður og var í allan gærdag. Fengnar voru þá trillur og mannskapur — um 20 verka- menn frá Raufarhöfn og var mjölið handlangað í trillurnar og siðan flutt út í Glað. Um áttaleytið í gærkvöldi hafði tekizt að bjarga um 30 til 40 lestum, sem munu vera að verðmæti um 200 þúsund krón- ur. Var vélbáturinn Gla'ður þá orðinn fullfermdur og mun hann skila mjölinu til Raufarhafnar og koma síðan og sækja meira með morgninum. Á méðan verð- ur skipað um borð í Ólafsfjarð- arbátinn Ólaf Bekk, en hann tekur um 150 lestir. Þar um borð eru 10 menn. Ólafur Bekk- ur mun losa í Húsavíkurhöfn með morgninum. Ef veður leyfir verður haldið áfram björgun mjölsins í dag. — Alt sem komið er frá borði Hans Sif er óskemmt me'ð öllu, en ein hvert magn mun þurfa að um- sekkja, þar eð pokarnir munu hafa óhreinkazt og þeir hafa orðið fyrir hnjaski. Sjálft mjölið þessu hófst kl. 10.00 árdegis í gær og lauk kl. 16.30. Af hálfu ákæruvaidsins flutti mál þetta Valdimar Stefáns- son, saksóknari ríkisins, en verjandi hins ákærða skip- stjóra var Benedikt Blöndal, hrl. í málinu l’águ fyrir tvær ákær- ur á hendur skipstjóranum. í fyrra ákæruiskjalinu var skip- stjórinn ákærður íyrir að hafa gerst sekur um fiskveiðrbrot m.eð því að vera á botnvörpu- veiðum á togaranu'm Brandi síð degiis mánudaginn 24. apríl 1967 vestur af Reykjanesi innan fisk- veiðilandiheligi íslands. í framhaldsákæru var mál höfðað á hendur skipstjóranum fyrir brO't gegn 1. mgr. 106. gr. almennra hegnin.galaga með því að hafa aðfaranótt laugardgs- ins 29. apríl 1967, með oflbeldi og hótunum u;m ofbeldi gagn- Framhald á bls. 31. mnolX öllii oclr Arviivilt GUNNAR Thoroddsen, sendi- herra, ver í dag kl. 14 doktors- ritgerff sína, Fjölmæli, viff laga- deild Háskóla ísilands. Vörnin fer fram í Hátíffasal Háskólans. Andmælendur verffa Ármann Snævarr, háskólarektor, og dr. Þórffur Eyjólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.