Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 1968 7 ^p- Hversvegna md ekki mdla Ijótleikann? Spjallað við Bjarna Ragnar á Mokka Við litum snöggvast inn á málverkasýningu Bjarna Ragn ars á Mokka í fyrradag í fylgd með Sveini Þormóðssyni, gal- vöskum og brynjuðum bak og fyrir með myndavéium. Sýningin hefur staðið í nokk- urn tíma, en fer nú senn aö ljúka. Á sýningunni eru ein- göngu teikningar með tússi, og hafa nokkrar þeirra selzt. Meðal gesta á Mokka í fyrra- dag var hinn góðkunni leikari Lárus Fálsson ásamt dóttur sinni, Mariu Jóhönnu, og mynd- in, sem þessum línum fyigir er af Bjarna Ragnari við hlið Lárusar. „Ertu að stæla einhvern með þessum „surrealisma", Bjarni?“ spyrjum við. „Nei eiginlega ekki. Sumir eru að segja að Salvador Dali eigi eitthvað í myndum minurn. Það er ekki rétt, ég þekki verk Dalis aðeins af afspurn og mjög lítið. En það er langt síð- an ég byrjaði á flatarteikningu og þetta er fjórða sýningin, sem ég held á Mokka, þá fyrstu hélt ég, þegar ég var 15 ára gamall. Jú, jú, ég hef selt svo- lítið. Á annarri sýningu minni seldi ég 19 af 21 málverki." „Af hverju eru myndir þín- ar svona gráar og kuldalegar?" „Ja, hvað skal segja, ætli veðráttan í vetur hafi ekki haft áhrif á mig. Það er máski þeg- ar fer að vora, að litagleðin hjá mér fer að aukast." „Ertu dýrseldur?" „Nei, biddu er spottprís, hreinasta útsölu- verð.“ ,Er einhver málari íslenzkur í uppáhaldi hjá þér?“ „Já, einna helzt hann Sverrir Haraldsson og Pétur Friðrik. Ég kann vel við sprautumál- verkin hans Sverris. Varstu að spyrja um mitt myndlistarnám? Það fer nú litið fyrir því. Ég byirjaði í Landakotsskóla og Á FÖRNUM VEGI hafði þar góðan handavinnu- kennara, og þá varð ég hrifinn af tússi strax. Sumir segja, að ég sé að stæla Alfreð Flóka, það er hinn mesti misskilningur. Ég hef aðeins séð 3—4 myndir eft- ir hann. — Hver skársta mynd- in hér sé að minum dómi? Ég held það sé þessi þarna, sem á sýningarskránni heitir Martröð. Hún átti ekki að heita þvi nafni. Eftir nauðgun var nafn hennar, en þó fundu fróð- ir menn og spakir það út, að þá yrði að loka Mokka fyrir innan 18 ára, og þótti ekki hætt- andi á þessa nafngift. Jú, ég skíri myndirnar.. Mér finnst ég sýna áhorfendum al- úð með því að gera það. Nöfn- in koma eiginlega af sjálfu sér. Stundum er fólk að spyrjamig, hversvegna ég máli ekki fall- egri myndir? Myndir afsvönum á tjörnum eða litlum læk. Mitt svar er: Hvers vegna má ekki mála hið ljóta? Fólk er alltaf að reyna að breiða yfir ljót- leikann í mannlífinu, en þessi ljótleiki er svo sannarlega yfir- gnæfandi og auðvitað má ekki týna honum niður fyrir það“, sagði Bjarni Ragnar að lokum, og við skyldum vona, að marg- ir legðu leið sína á Mokka þessa dagana því að úr þessu fer hver að verða síðastur að sjá þessa sýningu. Fr. S. fyrir þér, þetta Vísukorn Ég er orðinn aflasmár, arðar rýrnar fengur, af því að mitt orf og ljár ekki gildna lengur. Hjálmar frá Hofi. Gamalt og gott Orðskviðaklasi 27. Að illu verður illra getið, illa þeirra mál er metið, á illu aldrei láta lon, illur flýr þó enginn elti, illur þjónar vel, þó svelti. Illur jafnan ills á von. (ort á 17. öld.) Munið effir smáfuglunum FRETTIR Frá Kristniboðsfélagi kvenna Aðalfundurinn verður fimmtu daginn 29. febrúar á venjuleg- um stað og tím:a. Stjórnin- Fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk Krkjunefnd kvenna Dómkirkj unnar veitir öldruðu fólki kost á fótaaðgerðum á hverjum miánudegi kl. 9-12 í Kvenskáta- heimilinu, Hallveigarstöðum, gengið inn fná öldugötu. Síma- pantanir í síma 14693. Árshátíð Sjálfsbjargar, Reykja- vík verður í Tjarnarbúð 9. marz. Rauði Kross fslands vill góð- fúslega minna fólk á söfnun þá er nú fe.r fram. til handa bág- stöddum í Viet Nam. RKÍ. Kvenfélag Hallgrímiskirkju heldur fyrsta fund sinn í hinu nýja félagsheimili í norðurálmu kirkjunnar fimmtudaginn 29. febrúar kl. 8,30. Öldruðu fólfci, körluim og konum er sérstak- lega boðdð. Strengjasveit úr Tón listarskólanum leikur. Svava Jakoibsdóttir rit’höfundur flytur fnásöguþátt. Kaffi. (Gengið inn um norðurdyr). t Slysavarnadeild kvenna, kven- Kristileg samkoma verður í samkomusalnum Mjóuihlíð 16 sunnudagkvöldið 25. febrúar kl. 8. Verið hjartan- lega velfcomin. Boðun fagnaðarerindisins Almenn samkoma í Hörgs- hlíð 12, sunnudag kl. 8. Fuglaverndunarfélag íslands Fundinum, sem vera átti á morgun, er frestað um viku. Verður hann haldinn laugardag inn 2. rnarz kl. 4 í 1. fcennslu- stofu Háskólans. Þar flytur Árnþór Garðarsson, dýrafræð- ingur, fyrirlestur með skugiga- myndum um vetrarihætti rjúp- unnar. Akranesferðir Þ. Þ. Þ. Frá Akranesi mánudaga. þriðju- daga, fimmtudaga og laugardaga kl. 8, miðvikudaga og föstudaga kl. 12, sunnudaga kl. 4.15. Frá Reykjavík kl. 6 alla daga nema iaugardaga kl. 2 og sunnu- daga kl. 9. Skipadeild S.f.S. Arnarfell fór í gær frá Hull til Reykjavíkur. Jökulefll er í Rotter- dam. Dísarfell er í Rotterdam. Litlafell fer í dag frá Húsavík til Reykjavíkur. Helgafell fer í dag frá Gufunesi til Húsavfkur og Ak- ureyrar. Stapafell er í Rotterdam. Mælifell er í Rotterdam.. Loftleiðir h.f. Snorri Sturluson er væntanl. frá London og Glasgow kl. 0030, í nótt. Guðríður Þorbjarnardóttir er væntanleg frá Luxemborg kl. 0100. í nótt. Heldur áfram til New York kl. 0200. Leifur Eiríksson er vænt- anlegur frá New York kl. 0830, í fyrramálið. Heldur áfram til Lux- emborgar kl. 0930. Snorri Þorfinns son fer til Óslóar, Gautaborgar og Kaupmannahafnar kl. 0930, í fyrra málið. Hafskip h.f. Rangá er í Keflavík. Laxá fór frá Akureyri í gær til Húsavíkur og Austfjarðahafna. Rangá er í Kaup mannahöfn Selá fór frá Reyðar- firði í gær til Lorient og Rotter- dam. Eimskipafélag fslands. Bakkafoss fer frá Odda 26.2. til Gautaborgar og Kaupmannahafn ar. Brúarfoss fór frá Vestmanna- eyjum í gærkvöld til Keflavíkur, Breiðafjarða og Vestfjarðahafna. Dettifoss fór frá Norðfirði 21.2. til Lysekil og Finnlands. Fjallfoss fór frá Reykjavík 16.2. til NY, Nor- folk og NY. Goðafoss fór frá Thors havn í gær, til Khafnar. Lagar- foss var væntanlegur til Norð- fjarðar kl. 20.00 í gær frá Mur- mansk. Mánafoss fór frá Avon- mouth 21.1. til London, Hull og Leith. Reyfcjafoss fór frá Rotter- dam í dag 23.2. til Hamborgar, Skien, Moss, Oslo og Reykjavík- ur. Selfoss fer frá NY 26.2. til Rvíkur. Skógafoss kom til Rvíkur 21.2. frá Hamborg. Tungufoss fer frá Gautaborg í dag 23.2. til Kaup- mannahafnar, Færeyja, og Rvíkur. Askja fór frá Leith 22.2. til Rvikur. Skipaútgerð ríkisins: Esja fór frá ísafirði í dag á suðurleið. Herjólfur fer frá Vest- mannaeyjum í dag til Reykjavík- ur. Blikur er á Norðurlandshöfn- um á austurleið. Herðubreið er á Austurlandshöfnum á leið til Eski- fjarðar. I Minnistexti sunnudagaskóla- barna. Hvað sem hann segir yður, skuluð þér gjöra. — Jóh. 2,5. Sunnudagaskóiar KFUM og K í Reykjavík og Hafnarfirði hefjast í húsum félaganna kl. 10.30. Öll börn eru hjartanlega velkomin. Hjálpræðisherinn Sunnudagaskóli kl. 2 e. h. — Öll börn velkomin. Heimatrúboðið Sunnudagaskólinn kl. 10.30. — ÖU börn hjartanlega velkomin. Sunnudagaskólinn, Mjóuhlíð 16, kl. 10,30. — Öll' börn hjartanlega velkomin. Filadelfía Sunnudagaskólar hefjast kl. 10.30 að Hátúni 2 og Herjólfs- götu 8. Öll örn velkomin. Sunnudagaskóli kristniboðsfélaganna í Skip- holti 70 hefst kl. 10.30. — Öll börn velkomin. Trjáklippingar Fróði Br. Pálsson. Sími 20875. Keflavík 3ja herb. íbúð til leigu. — Uppl. í síma 1847. íbúð til sölu Efri hæðin á Bergstaðastr. 30 B, er til sölu. Verð 600 þús. Útb. 350 þús. Uppl. á staðnum. Barnagæzla Kona getur tekið að sér gæzlu tveggja til þriggja ungbarna. Er vön. Uppl. í síma 20416. Prjónavél Interlock hringvél óskast keypt. Tilboð sem greini gerð og verð ’sendist Mbl. merkt: „Interlock 5941“. Opinber starfsmaður búsettur erlendis óskar eft- ir leiguhúsnæði í maí n. k. Minnst 3 svefnherb. Tilboð merkt: „5337“ sendist Mbl. Barnagæzla Get tekið tvö börn í fóstur. Er búsett í Hlíðunum. — Uppl. í síma 83283. ísvel Mjólkurísvel óskast til kaups. Má vera borðmodel. Uppl. í síma 16662. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Til sölu Renault Daunine ’61, ógang fær, góð vél. Sími 1513, Akranesi. Netadrekar Eigum þrjár gerðir af netadrekum ávallt á lager. Sendum hvert á land sem er. Járnsmiðja GRÍMS JÓNSSONAR Bjargi v/Sundlaugarveg — Sími 32673. Húsnæði til leigu fyrir taimlæknmgastofu Áhöld geta fylgt. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: ,.2926‘. Tilkynning frá Stofnlánadeild landbúnabarins Umsóknir um lán úr Stofnlánadeild landbúnaðar- ins til kaupa á dráttarvélum á yfirstandandi ári skulu hafa borizt bankanum fyrir 1. apríl næst- komandi. Umsókn skal fylgja innkaupareikningur svo og veðbókarvottorð. Umsóknir frá síðastliðnu ári, sem ekki fengu afgreiðslu, ber að endurnýja fyrir 1. apríl næst- komandi. Reykjavík, 22. febrúar 1968. STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS. Tilkynning frá H.F. Kol & Salt Framvegis, eða þar til öðruvísi kann að verða ákveðið, mun H.F. Kol & Salt ekki hafa með hönd- um saltverzlun né rekstur þungavinnuvéla. Nýstofnað félag, SALTSALAN S. F. mun annast saltverzlunina, en hlutafélagið H E G R I rekstur þungavinnuvélanna. H.F. Kol & Salt þakkar viðskiptin á undanförn- um árum og vonar að ofangreind félög njóti þeirra í framtíðinni. H.F. Kol & Salt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.