Morgunblaðið - 24.02.1968, Page 11

Morgunblaðið - 24.02.1968, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 19©8 11 Varöi doktorsritgerð við Svartaskóla Þann 5. februar siðastliö- inn varði frú Giséle Jónsson doktorsritgerð í vísindum við Svartaskóla. Fór varnarathöfn- in fram um morguninn og var margt eriendra og íslenzkra manna viðstatt. Frú Giséle, sem er frönskætt- uð, er gift Sigurði Jónssyni sem einnig er doktor í jurtalíffræði frá Sorbonne, en hann starfar nú að rannsóknum í París, með- al annars að verkefnum í sam- bandi við landnám lífs við Surts ey. Frú Giséle Jónsson hefur um árabil unnið að doktorsritgerð sinni undir stjórn prófessors Plantefols, meðlim í frönsku Vís- indaakademíunni. Ritgerð henn- ar nefnist: Études sur l’ontogen- ése normale et tératologi gique cfhez quelques Stapelias. Er hér um að ræða mikið verk og liggja umfangsmiklar rannsóknir að baki þess bæði á sviði frumu— og vefjafræði. Ritgerðin fjallar að mestu um afbrigðilegan og óafbrigðilegan vaxtarmáta hjá hinum svokallaða stjörnukakt- usi, en þessar plöntur eru merki- legar að því leyti að þær hafa sérstaka tilhneigingu til van- skapnaðar, sem í sumu minnir á krabbameinsmyndun. Var til- gangur rannsóknanna aðallega í því fólginn að bera saman eðli- legan og óeðlilegan vöxt og kom ast að þeim lögmálum, sem hon- um stjórna. Plöntur þessar eru ættaðar frá Suður—Afríku og teljast sjald- gæfar á meginlandinu, en þann- ig stendur á, að töluvert af þess- um jurtum er ræktað í gróður- húsum á íslandi, þar sem þess- ar plöntur eru hafðar sem skraut jurtir. Þrátt fyrir suðrænan upp- runa sinn, er meginefniviður þessara rannsókna af kalda Giséla Jónsson Fróni kominn. Fóru andmælendur lofsamleg- um orðum um verkið og þær nýj ungar, sem þar koma fram og töldu athuganir þessar opna merkilegt rannsóknasviö. Hlaut frúin æðstu viðurkenningu sem Svartaskóli veitir fyrir doktors- ritgerðir, „trés honorable". Þau doktorshjón starfa nú bæði hjá Rannsóknastofnun Franska Ríkisins að líffræði- rannsóknunum. Aðspurð að því, hvað þau hyggðust fyrir í ná- inni framtíð, kvaðst Sigurður Jónsson búast við því að geta haft aðstöðu heima til að halda áfram að minnsta kosti Surts- eyjarrannsóknum sínum í sumar. Frúin hefur mikinn hug á að athuga íslenzka geldingahnappa, en þeir teljast til sérstaks stofns, sem er mjög merkilegur fyrir hennar rannsóknasvið. 1 MTNÐ þessi var tekin fyrir t nokkrum dögum í borginni / Hue í Suður-Vietnam, þarJ sem bardagar hafa staðið að \ undanförnu. Þeir hafa kostað I mörg mannslíf og valdið í miklu tjóni — meðal annars / á fornum mannvirkjum, sem 1 íæpast verða metin til fjár, I vegna hins sögulega gildis t I '"eirra fyrir landsbúa. / U Thont og Johnson New Tork, 22. febrúar. NTB. MIKILVÆGU upplýsingasam- bandi hefur verið komið á milli Washington og Hanoi eftir fund þann er Johnson forseti og U Thant, aðalframkvæmdastjóri SÞ, héldu með sér í Hvíta hús- inu í gær, að því er áreiðanlegar heimildir í aðalstöðvum SÞ herma. Samskipti Johnsons og U Thants hafa hingað tii verið heldur kuidaleg, en nú bendir margt til þess að Johnson hlusti af athygli á allt það er U Thant hefur til málanna að leggja í sam bandi við Vietnam-deiluna. U Thant lét í Ijós þakklæti í garð Jdhnsons og Rusks utanrík- ráðherra eftlr fundinn með þeim vegna þess hve vel tillögum hans hefði verið tekið, en sagt er, að fulltrúar Norður-Vietnam í Nyj-u Delihi og Paris hafi verið vantrúaðir á árangur viðræðn- anna, meðal annars vegna þeirra fáleika sem hafa verið með U Thant og Johnson. AFP hefur eftir heimildum í Nyju Delhi, að Kínverjar leggi hart að Norður-Vietnöanum og Viet Oong að hafna friðartillögum U Thants, sem þeir saka um að vera meðsekan Kosygin, Indíru Gandhi og Tito í viðurstyiggilegu samsæri gegn vietnömsku þjóð- inni. Það sem fyrst og fremst vak ir fyrir Kínverjum er að tryggja það að Norður-Vietnamar hviki ekki frá þeirri afstöðu sinni að Bandaríkjamenn flytji allt her- lið sitt frá Vietnam, segir í út- sendingum Peking-útvarpsins. Bangsimon irumsýnl í byrjun morz í BYRJXJN næsta mánaðar verð- ur frumsýning í Þjóðleik'húsinu á mjög vinsælu o-g skemmtilegu barnaleikriti í Þjóðleikhúsinu, en það er leikritið Bangsimon etfir A. A. Milne. Eric Olson hefur fært söguna um Bangsi- mon og vini hans í leik/búning. Morg létt og skemmtileg lög eru sungin í leiknum, en þau eru eftir Bruno Juiblesky. Þetta leikrit hefur að undan- förnu notið mikilla vinsælda á Norðurlöndum og hefur verið flutt í mörgum leik'húsum. Fyrir nokkrum árum var sag- an af Bangsimon og vinum hans flutt í barnatímum hjá Ríkis- útvarpinu og vakti sá flutning- ur mikla og verðskuldaða at- hygli, ekki sízt fyrir fráibæra túlkun Helgu Val-týsdóttur, sem tókst með lestri sínumn að gæða þessar „sérstæðu dýrapersónur" lífí og gera 'þær eftirminnilegar hjá yngri kynslóðinni. Síðar var bókin geíin út hjá Helgafelli. Hulda Valtýsdóttir þýddi bók- ina og þýðir hún einnig leikinn, eh Ijóðaþýðingar eru gerðar af I Kristjáni frá Djúpalæk. Þess má geta í þessu sam’bandi að þau Hulda og Kristján hafa þýtt flest barnaleikritin, sem sýnd hafa verið hjá Þjóðleikhúsinu á síðastlið'num árum. Leikstjóri er Baldvin Halldórs son, en leikmyndir eru gerðar af Birgi Engilfberts. Carl Billidh sér um tónlistarflutning, en Fay Werner semur dansana, og eru það nemetndur úr Listdansskóla Þjóðleikhússins, sem koma þar fram og dansa nokkra dansa. Leikendur eru alls átta og fara þessir leikarar með helztu hlut- verkin: Hákon Waage leikur Bángsimion, þá leika ennfremur m.a. Jón Júlíusson, Auður Guð- mundsdóttir, Jónína Jónsdóttir, Maxgrét Jólhannsdóttir og Þórhall ur Sigurðsson. Ekki er ástæða til að rékja efni lei’ksins hér, en fullyrða má, að börnin eiga eftir að skemmta sér vel við að horfa á Bangsi- mon og vini hans í Þjóðleikhús- inu. Myndin er af Bangsimon. (Frá Þjóðleikhúsinu). SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM ÞÉR segiff, aff affeins kristnir menn sén raunvern- lega hamingjusamir. Þeir kristnir menn, sem ég þekki, verffa aff þola raunir, sorgir og þjáningar rétt eins og aðrir. Hvernig skýriff þér þetta? Hamingjan er ekki frelsi frá þjáningu, fátækt, andstreymi eða jafnvel sorg. En hún veitir þrótt til þess að rísa undir öllu þessu og sigrast á því í lífi sínu. Kristindómurinn er ekki rökræn útskýring á erfiðleikum. Hann er kraftur, sem lyftir okkur yfir þá. Enginn lifði eins stórkostlegu lífi og Drottinn Jesús Kristur. Hann kynntist sannarlega mótlæti. Því var logið á hann, að hann hefði gerzt sekur um guðlast. Hann var handtekinn saklaus. Sýndarrétt- arhöld voru haldin yfir honum nauðugum. Hann var dæmdur til dauða, negldur á kross og þoldi háð og spott af fjöldanum, sem hann hafði gert sér allt far um að hjálpa. Þrátt fyrir allt þetta sagði hann: „Ver- ið hughraustir, ég hef sigrað heiminn“. Hafi nokkur verðskuldað að vera hlíft við erfiðleikum, þá var það hann. Samt þóknaðíst Guði að leggja allar syndir okkar á hann, eins og Ritningin segir. En hann kvart- aði aldrei. Biblían talar um hlutskipti hans með svo- felldum orðum: „Beinum sjónum vorum til Jesú .... sem í stað gleði þeirrar, er hann átti kost á, leið þolinmóðlega á krossi, mat smán einskis.“ (Hebr. 12, 2). Hann kvartaði ekki vegna hlutskiptis síns, heldur fann þar þvert á móti gleði. Þegar hann kemur inn í hjörtu okkar fyrir trúna, gefur hann okkur þrek til að bera mótlæti. Þeir, sem eiga hann að, geta séð tilgang Guðs jafnvel í þján- ingum. Þeir sjá regnboga í hverju skýi. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.