Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1968 23 Ingólfur A. Þorkelsson: Kref jast verður þess að kennarar búi sig undir starf sitt með sérstöku námi í FYRRI grein minni ræddi ég einkum kennaraskortinn og benti á ófremdarástand það, sem nú ríkir á gagnfræðastigi í þessu efni. Ég gagnrýndi núgildandi lagaákvæði um menntun kennara og sýndi fram á, hversu ófull- komin og ófullnægjandi þau eru. Eigi vil ég láta staðar num- ið við gagnrýni og aðfinnslur einar saman, heldur bera fram tillögur til úrbótar. Og skal nú gengið beint til verks. Tillögurnar. Ég leyfi mér að leggja til, að í stað 37. gr. laga um gagn- fræðanám nr. 48.1946 (nánar til- tekið í stað þeirra ákvæða um- ræddrar greinar, sem fjalla um bóknámskennara) komi eftirfar- andi ákvæði: 1. mgr. Engan má setja eða skipa kennara í bóknámsgrein- um við skóla gagnfræðastigsins, nema hann fullnægji eftirtöld- um skilyrðum (sbr. þó 2. mgr.): 1. Hafa tekið lokapróf í minnst einni kennslugrem, a. frá Há- skóla íslands (B.A.—, cand. mag.— eða mag.art.— próf, eða annað það lokapróf, er fræðslu málastjóri kann, í samráði við Háskóla íslands, að telja full- nægjandi að menntunarkröf- um) eða b. frá erlendum há- skóla, enda telji fræðslumála- stjóri það jafngilda prófi skv. a—lið hér á undan, að fengnu áliti kennara í viðkomandi grein um við Háskóla íslands. 2. Hafa tekið lokapróf í upp- eldisfræðum a, frá Háskóla ís- lands eða b. frá erlendum há- skóla, er sé miðað við kennara- réttindi á hliðstæðu skólastigi í viðkomandi landi, enda telji fræðslumálastjóri það jafngilda prófi skv. a—lið þessa töluliðar, að fengnu áliti kennara í sömu greinum við Háskóla íslands. 3. Hafa lokið kennsluæfingum og tekið kennslupróf: a. á veg- um Háskóla íslands við skóla gagnfræðastigsins eða b. á veg- um erlends háskóla við skóla á hliðstæðu fræðslustigi, enda telji fræðslumálastjóri, að um sé að ræða jafngildi æfinga og prófs skv. a—lið þessa töluliðar, að fengnu áliti kennara í sömu greinum við Háskóla íslands. 2. mgr. Nú sækir enginn, sem fullnægir öllum skilyrðum 1. mgr. um lausa kennarastöðu, og skal þá heimilt að setja mann, sem stundað hefur nám: a. minnst eitt ár við háskóla, enda sýni hann skilríki fyrir árangri námsins, eða b. við kennaraháskóla, enda sýni hann skilríki fyrir árangri námsins. Ekki má skipa neinn þann, sem settur er samkvæmt þessu, nema að fullnægðum skilyrðum 1. mgr. 1. — 3. tölul. 3. mgr. Setning eða skipun kennara í bóknámsgreinum við skóla gagnfræðastigsins skv. 1. mgr. skal hverju sinni bundin við þær kennslugreinar, er við- komandi kennari ' hefur tekið próf í skv. 1. tl. 1. mgr., enda öðlast hann ekki kennslurétt- indi í öðrum bóknámsgreinum, nema með því að ljúka í þeim prófi skv. nefndu ákvæði. Setn- ing kennara skv. 2. mgr. skal bundin við þá grein eða greinar, sem hann hefur lagt stund á í háskóla eða kennaraháskóla. Nú er óhjákvæmilegt, að kenn- ari kenni aðrar greinar en hann er settur eða skipaður til skv. SÍÐARI GREIIM < —»♦ ■>— framansögðu, og skal það þá heimilt, meðan nauðsyn krefur. 4. mgr. Við fámennar ungl- ingadeildir, sem starfa í sam- bandi við barnaskóla, þar sem erfitt kann að reynast að fá kennara, er uppfylli skilyrði 1. mgr., skal heimilt að láta menn með almennu kennaraprófi frá Kennaraskóla fslands gegna þeim störfum um stundarsakir, en ekki öðlast þeir kennslurétt- indi á gagnfræðastigi, nema á- kvæðum 1. mgr., 1. — 3. tölul. sé fullnægt. II. 1. mgr. 1. Til þess að verða settúr eða skipaður skólastjóri við skóla gagnfræðastigsins skal umsækjandi fullnægja þeim kröf um, sem gerðar eru til mennV unar kennara á því skóiastigi. Sá umsækjandi gangi fyrir, sem meiri menntun hefur. 2. Auk þess skal umsækjandi hafa starfað a.m.k. 5 ár sem fast- ur kennari á gagnfræðastiginu. Mun ég nú í stuttu máli gera grein fyrir tillögum þessum. Þær eru ekki alveg nýjar af nálinni. 9. þing LSFK (Landsamb. fram- haldsskólakennara) mótaði þá stefnu, sem mörkuð er í tillög- unum. Síðan skipaði stjórn sambandsins nefnd til að vinna úr samþykktum þingsins um breytingar á lögum um menntun og réttindi kennara á gagn- fræðastigi. f nefndinni voru þess- ir kennarar: Ingólfur A. Þor- kelsson, form., ívar Björnsson, ritari, Heimir Áskelsson, Óskar Halldórsson og Jónas Eysteins- son. Hún lauk störfum í janúar 1963. Umræddar tillögur eru á- vöxturinn af starfi nefndarinnar. Nú vinnur stjórn FHK (Fél. háskólam. kennara) að fram- gangi þeirra. í 1. mgr. tillagnanna er fjall- að um menntunarkröfur og þjálf un undir kennslustarfið. Skipt- ist hún í 3 greinar. Fyrsta gr. kveður á um námsferil kennara- efnis, sem skal, eins og fyrr segir, Ijúka með háskólaprófi. — Önnur gr. kveður á um próf í uppeldisfræðum. í þriðju gr. er svo gert ráð fyrir, að kennara- efni ljúki kennsluæfingum, og taki kennslupróf á vegum Há- Framhald á bls. 24 ÞETTA GERDIST ALÞINGI Fundir Alþingis hefjast eftir jóla- leytfi (17). Stjórnarfrumvarp um hollustu- hætti og heilhrigðisetftirlit lagt fram á ALþingi (17). Stjórnartfrunwarp um tollheimtu og tolleftirlit lagt fram (17). Upplýst á Alþingi að unnið sé að 85% lánveitingu til skipasimíða inn- anlandís (18). Stjórnarfrumavrp um breytingu á lögum um Iðnlánasjóð (24). Breytingartillaga um kosningalög- in lögð fram á Alþingi. Gert er ráð fyrir að ekki megi bjóða fram nema einn lista hvers stjórnmálatflokks í hverju kjördæmi (24). Harðar umræður á Alþingi urn hús næðismál. 150 millj. kr. komnar í Breiðhioltsframlkvæmdir (27). VEÐUR OG FÆRÐ Töluvert íshröngl undan NorðUr- landi (3). Þungtfært á götum Heykjavíkur (3). Miikið frost um allt land, 30,4 stig á Hveravðllum (3). Frosthörkur um land allt (4). Ófært um Norðurland (4). Meginísinn ískyggilega nærri Vest- fjörðum (5). Enginn ís sjáanlegur frá Horn- bjargsvita (7). Færð sæmileg víðast á landinu (17). Mikil ófærð 1 nágrenni Reykjavík- ur (18). Mikil ótfærð vestur um til Austur- lands (28). Il'lviðri á Akureyri (28). ÚTGERÐIN Heildarfiskafli landsmanna 1987 var 901 þús. lestir, en var árið áður 1240 þús. íestir (3). 38 bátar byrjaðir róðra á Vestfjörð- um (9). Mikið síldarmagn austur atf landinu, en stendur djúpt (9). 20-30 bátar gerðir út frá Grindavík 1 vetur (10). Vertíðarbátar hefja róðra (16). Nokikrir íslenzkir síldarbátar að veiðum á Norðursjó (18). A'fli Akureyrartogara ytfir 11 þús. lestir 1967 (20). Nokkrir síldveiðibátar selja í Þýzka landi (23). Fiákmóttöku hætt hjá hraðfrysti- húsum innan SH (23). Saltað og ísað en nær ekkert fryst (24.) Stórkiostleg undirboð Norðmanna á saltsíld í Póllandi (26). Lágmargsverð á fiskúrgangi til mjöl vinnslu ákveðið (26). Norðursjávarsíld illseljanl'eg í Þýzíka landi (26). Miklar ógæftir hjá línubátum (28). SH og SÍS afléttu vinnslubanni frystihúsanna (30). Gæftaleysi og rýr afli hjá bátum á Suðurnesjum (30). FRAMKVÆMDIR Tunnuverksmiðjan í Siglufirði tekin til startfa (3). Stálvík semur um smíði 130 lesta skips (5). Selfossshreppur kaupir hitaveitu kauptúnsins (6). Rannsóknarstöð Hjartaverndar form lega tekin í notkun (9). Viðhald þjóðvega nemur 145 millj. kr. á þessu ári (9). Heitavatnsholan í Blesugrótf virkjuð þegar í stað (9). 97,6 millj. kr. tilboði vestur-þýzka fyrirtækisins Brown Boveri, Mann- heim, tekið í sambandi við ýmiskonar framkvæmdir við Búrtfellsvirkjun (11). Hagkauip hyggst reisa stórhýsi í Garðahreppi (11). 806 íbúðir tfullgerðar í Reykjavík sl. ár (13). Rafmagn frá Grímsárvirkjun til Borgarfjarðar eystra (17). Nýr barnaskóli tekinn í notkun í Táliknafirði (18). Gólf sett yfir sundlaugina á Siglu- firði og húsið notað sem íþróttahús hálft árið (19). Bræðurnir Ormsson hf. taka 50-60 mil'lj. kr. verk í Straumsvík ásamt dönsku tfyrirtæki (24). Rannsóknarstöð landbúnaðarins að flytja í nýja húsið á Keldnaho<lti (30). Austfirðingar hafa hug á að kaupa þyrlu (30). MENN OG MÁLEFNI Forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirs- son, lýsti því ytfir í nýársboðskap sin um, að hann myndi ek-ki gefa kost á sér til endurkjörs við forsetakosn- ingarnar á komandi sumri (3). Helgi Hálfdánarson og Björn J. Blöndal hljóta styrki úr rithöfunda- sjóði Ríikisútvarpsins og Magnús Bl. Jóhannsson úr Tónskáldasjóði (3). Dr. Páll isólfsson lætur af störfum sem dómorganisti eftir 27 ár (3). Freysteinn Þorbergsson skákmeist- ari Norðurlands 1968 (5). Leifur Þorsteinsson heldur sýningu á myndum úr Reykjavík (6). Vil'hjálmur Þ. Gíslason kjörinn for- maður Menntamálaráðs (9). Jónatan Hallvarðsson kosinn forseti Hæstaréttar (9). Ashikenazy kaupir hús í Reykjavík (10). Ragnar Björnsson ráðinn dómorgan- is.ti í Reykjavík (11). Froskmannasveit stofnsett innan Slökkviliðsins (11). „Þetta er útrás á barbarískum hug- mynd'um", segir Halldór Laxness um diómana ytfir rússnesku rithötfundun- um (13). Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson for maður dómnefndar um bókmennta- verðl'aun Norðurlandaráðs (13). Eiríkur Hreinn Finnbogason tekur við kennslu við heimspekideild Há- skólans (14). Guðjón ILlugason, skipstjóri, kenn- ir Afríkumönnum veiðar á Viktoríu- vatni (16). Kvikmyndaleikarinn Charlton Hest- on hefur viðdvöl hér á landi (16). 80 Færeyingar væntanlegir til ís- land® til startfa við sjávarútveginn (19). Hópur manna úr ýmsum stjórnmála flokkum skora á Gunnar Thoroddsen, sendiherra, 1 framboð til forseta- kjörs (20). Guðmundur Magnússon, fil. lic. skipaður prófessor við Viðskiptadeild Háskóla íslands. Sænskir ökukennarar leiðbeina ís- lenzkum vegna breytingar'í H-uiHtferð (24). Guðbergur Bergsson hlýtur Silfur- hest bókmenntagagnrýnenda dagblað- anna tfyrir bók sína ,,Ástir samlyndra hjóna“. (25). Kristján Bersi Ólafsson ráðinn rit- stjóri Alþýðublaðsins (30). Bandaríkjamaður leitar hælis á ís- landi sem pólitískur flóttamaður (30, 31). íslenzkur maður, Magn-ús Andrésson, fær einkaleyfi í fjórum löndum á að ferð til nýtingar fiskimjöls til mann- eldis (31). Arthur S. Maxwell, kunnur .barna- bókahöfundur, heimsækir ísland (31). FÉLAGSMÁL Kerfisbundin verkkennsla iðnnema að hetfjast (10). Sigurður Magnússon, kaupmaður, formaður Óháða safnaðarins (10). Umtferðarskóli tfyrir börn undir skólaðkyldualdri settur á stofn (10). Óvissa um framhald samningavið- ræðna útgerðarmanna og sjómanna (11). Matvöru- og kjötkaupmenn ákveða að loka verzlunum sínum milli kl. 12,30 og 14 (13). Félag frímerkjasafnara stofnað á Selfossi (13). 10. norræni byggingardagurinn verð ur haldinn í Reykjavíik í ágúst (18). Lagt til í borgarstjórn, að nemendur á skyldunámsstigi verði slysatryggðir gegn varanlegri örorku (19). Landssamiband málmiðnaðarfyrir- tæíkja stofnað, formaður Björn Guð- mund'sson, Reykjavík (20). Skagtfirðingar stotfna útgerðarfélag og vilja kaupa fiskiskip (23). Verktfall hjá frystihúsi í Ólafsvík vegna vangoldinna vinnulauna (25). Verkleg kennsla hefst í Iðnskólan- um á Akureyri (25). 5000 börn undir skólaskyldualdri í Umtferðarskólanum (26). Sjávarútvegssýning verður í Reykja vík í maí-júní (27). Fiskiþing hefst í Reykjavík (30). Framhaldsaðalfundur 30. þings ASÍ hefst (30). BÓKMENNTIR OG LISTIR Leikflokkur Litla sviðsins sýnir „Billy lygara“, eftir Keith Water- house (9). „Fjölmæli", doktorsritgerð Gunn- IJANÚAR 1968 ars Thoroddsen komin út (10). Vísindafélag íslendinga getfur út þrjár merkar vísindabækur (12). Frúla, söng- og dansflokkur fná Júgóslavíu, sýnir 1 Þjóðleikhúsinu (16). Verið að æfa nýtt sjónvarpsleikrit eftir Jökul Jakobsson, „Romm handa Rósalind” (18). Ljóð 19 ára pilts gefin út að hon- um látnum, „Það vorar“, eftir Guð- bjart Ólafsson (20). Karlakórinn Vísir á Siglufirði fer á tónlistarhátíð í Cannes í Frakk- landi (20). Ungverski píanóleikarinn Balint Vavsonyi leikur með Sinfóníuhljóm- sveitinni (24). Leiikfélag M. A. sýnir gamanleik- inn „Halló DoIlý“, eftir Thornton Wilder (25). Halldór Laxness vinnur að nýju leikriti (27). Studio des fruhen Musik heldur tónleika í Reykjavík (27). Svavar Guðnason sýnir í Char- lottenborg (28). SLYSFARIR OG SKAÐAR Nokkuð brunatjón 1 gömlu slökkvi stöðinni í Reykjavfk (3). Einsmanns flugvéi nauðlenti á þjóð vegi á Fellsströnd (4). Bryggjur ökemmdust á Siglufirði atf völdum íss (5). AlHr ofnar í Landakotsskóla sprungu í frostum (5). Flestir H-umtferðarstaurar á leið- inni Selfoss—Reykjavík sagaðir nið- ur (7). íbúð í Aðalstræti 23 á Patreks- firði skemmdist í eldi (7). Húsið nr. 66 við Suðurlandsbraut eyðileggst í eldi (9). Milljónatjón, er frystihúsið á Rauf arhöfn brennur (12). íslenzkur maður, Markús F. Sig- urjónsson, skipstjóri, myrtur í New Orleans í USA (14). Bærinn Garðar á Álftanesi stór- ökemmist í eldi (14). Skemmdir á „Brimnesi“, er eldur kom upp í bátnum í skipasmíðastöð í Njarðvík (16). Vélbáturinn Stígandi HU 9 strand ar við Skagaströnd, en næst aftur á fk>t (19, 20). Gunnar Tryggvason, leigubílstjóri, skotinn til bana í Reykjavík. Morð inginn ófundinn (19, 31). Brezki togarinn Safe FD 155 fær á sig brotsjó út af Malarrifi og skemmdist nokikuð (20). Talsverðar skemmdir á Húna II af völdum elds (23). 18 ára stúlka stingur móður sam- býlismanns síns með hnífi (23). Ung kona, Baldrún Pálmadóttir, brennur inni á Akureyri ásamt tveimur ungum börnum sfnum (25). 17 lesta flutningablll lendir í sjóinn í Straumsvík (25). Togarinn St. Romanus ferst með allri áhöfn á Atlantshafi (26, 27). Skemmdir af eld^ í Gagnfræða- skólanum við Lindargötu (27). Ver KE 45 sekkur út atf Vestfjörð um. Varðskipið Albert bjargar áhöfn inni (27). Vélbáturinn Hildur frá Reykjavfk strandar við Ingól/fshöfða, en kemst aftur á flot (27). Þúsundir fugla drepast 1 olíu á Axarfirði (30). Arnfinnur Guðmundsson frá Hrafnabjörgum, 28 ára, bíður bana, er vegþjappa fer út af veginum 1 Hvaltfirði (30,31). Mikið tjón af eldi í verksmiðju K. J. & Co á Akureyri (30). Enski togarinn Kingston Peridot H 591 ferst fyrir Norðurlandi (31). AFMÆLI Knattspyrnufélag Akureyrar 4D ára (9). Slysavarnarfélag íslands 40 á ra (28). ÍÞRÓTTIR Guðmundur Hermannsson, KR, kosinn „íþróttamaður ársins“ fyrir afrek sín 1 kúluvarpi (6). Pólska handknattleiksliðið Sponja í heimsókn hér (9). Akureyrir gersigraði Reykvíikinga í íshokki, 9:2 (9). GREINAR Nýjársávarp forseta íslands (3). Áramótaávarp forsætisráðherra (3) . Samtal við Bjarne Eidskrem, stjóm armeðlim í íslendingafélaginu 1 Osló (4) . Rætt við fjóra fulltrúa á SUS- þingi (4). Minkafrurrwarpið á Alþingi nú, eft ir Þorbjörn Björnsson, Geitaskarði (4) . Á að auka minkapláguna?, etftir Jón N. Jónasson, Selnesi á Skaga (5) . Svíiþjóðarbréf frá Magnúsi Gísla- syni (5). Bezt mögulegt að láta, eftir Guð- rúnu Jónsdóttur frá Prestsbakka (5). Rætt við Guðmund Hjaltason um kreistingu á laxi og starfrækslu klakstöðvarinnar við Elliðaár — og Athugasemd frá Axel Aspelund, for- manni SVFR (6). Skýrsla samgöngumálaráðherra um framkvæmd vegaáætlunar 1967 (6). Hafísinn getur enn lagzt að land- inu (7). Háskólinn og Happdrættið: Raun- vísindastofnunin (7). Sjötíu skipa síldveiðifloti austur í hafi (7). Rætt við Aðalstein Júlíusson, vita- og hatfnarmálastjóra (9). Slutt samtal við Aðalstein Davíðs son, sendikennarar (9). Opið bréf til Ríkisútgáfu náms- bóka, eftir Finn Torfa Hjörleirfsson og Hörð Bergmann (9). Ferðamannaland, eftir Bjarna Guð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.