Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1968 Myndin sýnir ísvamarútbúnaö um borð í brezka togaranum Boston Phantom, en honum er komið fyrir í mastri togarans. Um mastrið er settur gúmhólkur, sem blásinn er út og spring- ur þá ísinn og molnar. Oðinsmenn eru hetjur — hættu lífi sínu til að bjarga okkur ÞAÐ hafa verið skin og skúr- ir í sambúð okkar við íslend- inga undanfarin ár og verður svo eflaust í framtíðinni. Fyrir togarskipstjóra okkar er tólf mílna landhelgi íslendinga for- boðið land og það er eins gott fyrir þá að fylgjast nákvæm- lega með hvar þeir em staddir því að fallbyssubáturinn Óðinn getur verið á sveimi skammt undan. En skipverjamir á Notts County eiga ekki til Ijótt orð sínum munni um íslenzku land- helgisgæzluna. Fyrir þeim er á- höfn Óðins hetjur, og þeir nota það orð í þess fyllstu merkingu. Frank McGuinnes, háseti, sagði við komuna til Grimsby: — Þetta voru verstu aðstæð- ur sem ég hef nokkumtíma séð. Mastrið var ein risastór ís- hella, það var hræðilegt. Ó- veðrið eyðilagði báða radara okkar og Ross Cleveland var að lóðsa okkur í skjól þegar hann fór yfir. Þá vorum við einir. Svo rakst skipið á klett- ana, ljósin slokknuðu og mar- tröðin hófst. Tvær tilraunir voru gerðar til að koma björg- unarbát í sjóinn en báðar mis- tókust. Loks tókst að koma gúmbjörgunarbát á flot ogeinn af áhöfninni, Robert Bowie, stökk út í hann. Gúmbáturinn valt og fór á hvolf og það var ekki fyrr en tveim stund- um síðar sem okkur tókst að ná honum aftur, eftir marg- ítrekaðar tilraunir. Og Robert Bowie dó. Áhöfnin á Notts County safn- aðist saman í ískaldri brúnni og vonaði og bað þess að krafta- verk mætti gerast. Fjórtán stundir liðu og þá kom hjálp- in — íslenzka varðskipið Óð- inn. Enn í fullu fjöri eftir harða baráttu við ofsaveðrið, nálgað- ist varðskipið hinn hjálpar- vana togara. Skipherrann, þaul kunnugur ströndinni, stöðvaði Óðinn um mílu frá klettunum og hélt honum upp í veðrið. Frostbitin og þrútin andlit brezku sjómannanna sneru að Óðni. Og þá sá áhöfnin lítinn gúmbát með utanborðsmótor brjótast gegnum öldurnar, með tvo aðra báta með sér. í gúmm KRÁREIGANDI í Sussex hef- ur hafið fjársöfnun handa fjöl- skyldum sjómannanna sem fór ust við Island. Hann heitir Fred Morley og á krána „Crown Inn“ við Bridge Street. Þangað sækja ferjumennirnir, sjómennirnir, hafnarverkamenn irnir og áhafnir af skipum strandgæzlunnar. Tveir hinna föstu viðskipta- vina hans, Maurice Gill og Ray Merkel, sögðu við hann að ein hver yrði að hefja fjársöfnun. Viskíflaska sem tekur hálft gallon var notuð sem spari- baukur og um síðustu helgi bátnum voru tveir menn og þeir ferjuðu áhöfnina á Notts County yfir í Óðinn. McGuinnes sagði einfaldlega: Þessir menn voru hetjur, það er alveg víst. Einn af skipsfélögum hans, Harry Sharp, bætti við: fs- lendingarnir tveir hættu lífi sínu til að bjarga okkur. Sjó- lagið var svo slæmt að kænu þeirra hefði hæglega getað hvolft. Ég verð þakklátur þeim svo lengi sem ég lifi. — Við hefðum allir frosið í hel ef við hefðum þurft að vera mikið lengur á skipinu. Þetta var versta veður sem ég hef nokkru sinni lent í. höfðu þegar safnast 20 sterl- ingspund. Gill, sem átti sjómann fyrir föður og sem var á duflaslæð- ara í síðari heimsstyrjöldinni, sagði: „Ég gleymi því aldrei hvað fólkið í Hull tók vel á móti okkur þegar stríðið lék okkur hvað verst. Það var dásamlegt." Meðal gefenda var gamall maður sem gaf tvo shillinga af ellilaunum sínum og einnig tveir franskir sjó- menn sem gáfu dollar hvor, eft- ir að hafa spurt um tilgang söfnunarinnar á bjagaðri ensku. (Daily Mail) Kráreigandi hef- ur fjársöfnun Fórust Romanus og Peridot á sama hátt EFTIR upplýsingum frá Hull að dæma er líklegt að tveir af togurunum þrem sem fórust við ísland hafi mætt örlögum sínum á sama hátt. Það er möguleiki að bæði St. Romanus og Boston Peridot hafi farist vegna þess að botn þeirra rifn- aði upp. Það má telja vist að aðeins Ross Cleveland, sem fórst á ísafirði hafi orðið óveðri að bráð. Sérfræðingar í Hull, sem hafa margsinnis farið í gegnum þær litlu upplýsingar sem þeir hafa um St. Romanus slysið, telja að togarinn hafi farist daginn eftir að hann fór frá Hull, til að veiða við Noregs- strendur. Ef svo var hafði togarinn verið í miðjum Norðursjó þegar hann sökk, og á svæði sem er fjölfarið af skipum margra þjóða. Og á hádegi þann dag, sagði annar togari sem var lík- lega aðeins 30 sm. frá Romanus, að veðrið væri ekki verra en svo að þeir gætu siglt á fullri ferð án nokkurra óþæginda. St. Romanus var togari sem hafði oftsinnis brotist í gegn- um vond veður. Einn sérfræð- inganna sagði: — Ég get aðeins gizkað á að hann hafi mætt örlögum sín- um mjög skyndilega. Það er mögulegt að hann hafi rekist á tundurdufl eða einhvern reka, en við höfum ekkert sérstakt sem bendir til þess. Eitt vitum við þó, St. Romanus hefði ekki getað farist vegna veðurfarsins þennan dag. Hvað þá um Kingston Peri- dot sem síðast tilkynnti að hann væri fyrir vestan Grímsey, við norðurströnd fslands? Þá var norðan strekkingur en það er ólíklegt að veðrið hafi orðið honum ofviða. Líkur benda til að mkill leki hafi komið að skipinu og það sokkið á ör- fáum mínútum, og aðeins skil- ið eftir olíubrák sem síðustu vísbendingu um hvað skeði. Jafnvel eftir að opinber rann sókn hefur farið fram er aðeins hægt að setja fram getgátur um hvað raunverulega kom fyr ir St. Romanus og Boston Peri- dot. (Daily Express) Samúðarkveðjur frá Rússlandi FÁNAR rússneskar fiskiskipa blöktu í hálfa stöng í virð- ingarskyni við brezku sjó- mennina sem fórust við fsland. Með kveðjum sem borist hafa eru tvær frá Moskvu. Önnur þeirra er frá frú Raisa Kropo- shina, sem undirskrifar hana: „Einföld rússnesk kona. “Hún beinir kveðju sinni til eigin- kvennanna og barna þeirra. Frú Kroposhina er sjálf sjó- mannsekkja og hún tala um brezku konurnar sem „systur í sorg“ og eftir að hafa gefið upplýsingar um sig og son sinn segir hún: „Takið við fá- tæklegum en innilegum sam- úðarkveðjum mínum. Ég trúi á ykkur og styrk ykkar. Látið hann hjálpa ykkur til að gleyma sorgunum og auka trúna á börnum ykkar. Seinni kveðjan er frá „frysti togaranum" Valentina Teresh- kova )fyrsti kvengeimfarinn) og var send rétt áður en hann hélt á miðin við Alaska. Þar segir: — Kæru vinir. Takið við þessum kveðjum, hinum megin frá á hnettinum með innilegum óskum um að fjölskyldurnar í Hull þurfi ekki aftur að líða slíka sorg. í bréfinu er rifjað upp á- fallið sem rússneski veiðiflot- inn varð fyrir árið 1965, þegar fjórir togarar með samtals 90 mönnum fórust. í rúmar tvær vikur leituðu þúsundir skipa og flugvéla á norðurhluta Ber ings haís, en gátu aðeins fund- ið einn mann, Andrei Okhri- menko. „Hann var heppinn eins og hann Harry Eddoms ykkar“. (Times) Vinurhveðja til Gíslo Hjaltosonar SVONA er það skrýtið, að vinir manns eldast, og fyrr en varir eru sumir orðnir gamlir. Aðrir yngjast með aldrinum. Á þann veg er farið með vin minn, Gísla Hjaltason, fyrrverandi hafnar- vörð í Bolungavík, sem í dag á 70 óra afmæli. Ekki myndi ég telja hann hætishót eldri en þeg- ar vi'ð blönduðum geði saman vestur í Bolungavík á árum áð- ur, og þó eru liðin þó nokkur ár síðan það var. Gísli Jón Hjaltason er alltaf hrókur alls fagnaðar, það skorti aldrei umræðuefni í vigtar- skúrnum, þar var alltaf líf og fjör, en allt um það, var verkið, að vigta fiskinn og saltið, alltaf nákvæmlega af hendi leyst. Allt, sem Gísli hefur lagt sína hönd á, hefur borið þess merki, að þar fór samvizkusamur maður. Störf hans fyrir slysavama- deildina í Bolungavík voru tíma- frek, en þau voru unnin af alúð og ást <til málefnisins, og hygg ég, að honum verði þau seint fullþökkuð. Ekki er það mál til í Bolunga vík, sem til heilla horfir byggð- arlaginu, sem Gísli er ekki boð- inn og búinn að veita liðsinni, og þá. munar um þá liðveizlu. Það tíðkast ekki hérlendis að gera menn að heiðursborgurum, en ef svo væri, er ekki að efa, að Gísli yrði einna fyrstur í hópi þeira þar vestra. Þetta átti a’ðeins að vera vin- arkveðja, svo að ég orðlengi þetta ekki frekar, enda þarf ekki að kynna vinum Gísla hans ágæti. Þar er hann sjálfur bezta vitnið. Að lokum, gamli vinur, beztu hamingjuóskir frá okkur hér að sunnan, og helzt vildum við vera komin vestur til að þrýsta þína góðu hönd, því að það var alltaf sönn vinarhönd, þegar þú áttir í hlut. Friðrik Sigurbjörnsson. Sænskur námsstyrkur Samkvæmt tilkynningu frá sænska sendiráðinu í Reykjavík, hafa sænsk stjórnvöld ákveðið að veita íslendingi styrk til náms í Svíþjóð skólaárið 1968- 69 .Styrkurinn miðast við 8 mán- aða námsdvöl og nemur 6.800 sænskum krónum, þ.e. 850 krón- um ó mánuði. Ef styrkþegi stund ar nám sitt í Stokkhólmi, getur hann fengið sérstaka staðarupp bót á styrkinn. Fyrir styrkþega, sem lokið hefur æðra háskóla- prófi og leggur stund á rann- sóknir, getur styrkurinn numið 150 krónum til viðbótar á mán- uði. Til greina kemur að skipta styrknum milli tveggja umsækj- enda, ef henta þykir. Umsóknir sendist menntamála- ráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, fyrir 1. apríl n. k., og fylgi staðfest afrit próf- skírteina ásamt meðmælum. Um- sóknareyðublöð fást í mennta- málaráðuneytinu. (Frétt frá menntamálaráðuneyt- inu) Styrkir til iðnaðarntanna Iðnráð Reykjavíkur hélt aðal fund sinn laugardaginn 3. febr- úar sl. í Baðstofu Iðnaðarmanna, í Vonarstræti. Gísli Ólafsson, formaður Iðn- ráðsins, flutti ýtarleiga skýrslu um störfin á liðnu kjörtímabili. Þá gat hann þess m.a., að mik- ill hluti skjala og annara gagna Iðnráðsins hafi glatast í elds- voða þeim sem varð 10. marz 1967, er Iðnaðarbankahúsið brann. Stjórn Iðnráðs Reykjavíkur var endurkosin til næstu tveggja ára, en hana skipa: Formaður: Gísli Ólafsson bak ari Varaformaður: Ólafur H. Guð mundsson, húsgagnasmiður Ritari: Valdimar Leonhards- son bifvélavirki Gjaldkeri: Ásgrímur P. Lúð- víksson, húsgagnabólstrari og Meðstjórnandi: Þorsteinnb Jónsson, málari. Iðnráðið hefur aðsetur á skrif stofum Landssambands iðnaðar- manna. Skipholti 70, en flyzt væntanlega í næsta mánuði, með Landssambandinu, í Iðnaðar- bankahúsið við Lækjargötu. Ekið á kyrr- stæðan bíl EKIÐ var á bílinn R-12011, sem er Daf-fólksbíll, þar sem hann stóð á stæðinu austanvert við Háskólabíó milli klukkan 10:30 og 12:00 14. febrúar sl. Við á- keyrsluna beyglaðist vinstra aft urbretti bílsins. Rannsóknarlögreglan skorar á ökumanninn, sem tjóninu olli, svo og vitni að gefa sig fram. fBoitymMúfotfo AUCIYSIN6AR SÍMI 22.4*80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.