Morgunblaðið - 24.02.1968, Síða 28

Morgunblaðið - 24.02.1968, Síða 28
28 MORGIÍNBLAðIÐ, LAUGARDAGUR 24. PEBRÚAR 196® M. Fagias: FIMMTA Kamjv 200 pund. Við hvert skref stundu burðarmennirnir, og 'hið sama gerði sjúklingurinn. — Gætilega, kallaði Helmy til þeirra. Gættu að þér Janos, lyftu þessu horni, ef sjúklingur- inn á þá ekki að detta á gólfið. — Það er varðandi konu yðar, sagði Nemetz hægt, en með á- herzlu á hverju orði. Við fund- um hana á Perc Koez—horninu, dána. Skotna aftanfrá. Augu læknisins hvíldu stöð- ugt á burðarmönnunum, sem með erfiðismunum stauluðust upp stigann. Nemetz var ekki viss um hvort læknirinn hefði heyrt og skilið það, sem hann sagði, eða ekki. Hins vegar gat það átt sér stað að hann væri að vinna tíma, með því að fylgjast sem bezt með börnunum. Nemetz á- kvað að bíða átekta og halda honum þannig í greipum hinnar sjálfvöldu þagnar. Á endanum rauf hann líka þögnina. — Kona mín? sagði hann lágt. Hann sneri sér snöggt að saka- málafulltrúanum. — Sögðust þér hafa fundið hana á Perc Koez—horninu? Hann virtist eins og utan við sig. — Já. — Eruð þér viss um að það hafi verið kona mín? — Enginn vafi getur leikið á því. — Já, en ..., Halmy hætti við setninguna, því bílstjóri kom nú með dreng í fanginu, eða var það máske stúlka. Maður- inn gekk mjög hægt og varlega með barnið, sveipaði það tepp- um og lét höfuð þess hvíla á öxl sinni. Loftið fylltist hinni væmnu, sætu lykt af blóði. Dr Halmy lyfti horni á teppinu og sagði: — Tafarlaust upp á skurð- stofuganginn. Annar salur til vinstri. Segið við hjúkrunarkon- una að ég taki hann fyrst. Bílstjórinn hélt afram, en læknirinn snéri sér að Nemetz. — Þakka yður fyrir að þér komuð, sakamálafulltrúi. En nú er ég neyddur til að fara. Sumt þolir enga bið, eins og þér sjálf- ur sjáið. — Læknir, kallaði Nemetz á eftir honum. Hafið þér alls eng- an áhuga fyrir nánari atvikum? Dr. Halmy leit gremjulega til hans. ^ — Ég skal ganga upp á skrif- stofuna til yðar. Máske strax í byrjun næstu viku. Við skulum vona, að eitt og annað skipist vel, fyrir þann tíma. Nemetz gekk nær. _ — Vissuð þér lát konu yðar? Ég meina áður en ég sagði yður það. — Hverju skiptir það? Dr. Halmy yppti öxlum. — Vissuð þér það, eða vissuð þér það ekki? Dr Halmy stóð rétt neðan við stigann, með annan fótinn á gólf- inu en hinn á lofti, eins og list- dansari, sem bíður eftir áslætti stjórnandans. — Nú skal ég segja yður nokk uð. Þér sáuð dren/ginn, sem rétt í þessu var send- ur upp til skurðaðgerðar. Ég hef aldrei séð hann fyrr, en samt sem áður hef ég mikið meiri áhuga á því hvernig fer um hann, en afdrifum konu minn ar. í augnablikinu deyja allt of margir, allt í kring um okkur, svo þér skuluð ekki ætla að ég fari að gráta einn eða annan, sem ég álít með öllu einskis virði. Hið föla andlit hans hafði nú fengið lit, og í augnaráðinu brá fyrir sársauka og hryggð. Nem- etz horfði á hann með áhuga, sem nálgaðist hrifningu. Á stund inni þorði hann ekki að miæla dýpi þeirra tilfinninga, sem fram komu hjá lækninum, er hann frétti voveiflegt andlát konu sinnar, eftir ellefu ára hjónaband. Hann óskaði þess eins að Halmy héldi áfram að tala. Maðurinn var auðsjáanlega að því kominn að fá taugaáfall, og því ekki fær um að vega orð sín. Hann hafði þegar talað það, sem hann mundi iðrast síðar. — Það sem ég vil vita, dr. Halmy, er hvort ég eða einhver annar flutti yður andlátsfrétt- 8 ina fyrstur, sagði Nemetz og kvað fast að, því 'hann vildi sera lækninn reiðan, svo hann talaði frekar af sér. En þess í stað þagði læknirinn um stund, og svo þegar hann tók aftur til máls, var röddin veik og dimm. — Nei, enginn annar sagði mér það. En nú verð ég að fara. Afsakið mig. Án þess að bíða eftir svari, fór hann að ganga upp stigann. í miðjum stiganum stanzaði hann. — Á hvaða horni við Perc Koez var það? — Við Bozan—brauðgerðar- húsið. — Fjandinn hafi það, tautaði Halmy, og hélt áfam upp stig- nn. Nemetz horfði á eftir honum hugsi. Læknirinn var engin veitingahúsið ASKUK BÝÐUR YÐUR HELGARMATINN i handhœgum umbúðum til að taka HEIM GRILLAÐA KJÚKLINGA ROAST BEEF GLÖÐARSTEIKT LAMB GLÓÐARSTEIKT NAUTAETLLÉ GLÓÐARST. GRÍSAKÓTELETTUR HAM BORGARA Gleðjið frúna — fjölskjlduna — vinina — — njótið hinna Ijúffengu rétta heima í stofujðar. Ef þér óskið getið þér hringt og pantað - við sendum leiguhíl með réttina heim tiljðar. K S KU R matreiðir fyriryður álla daga vihmnar Sudurlandsbraut lf sími S 8550 venjuleg grunuð persóna. Hann kom ekki fram samkvæmt leik- regliun. Hann virtist hafa borið hatur til konu sinnar, og lét sig engu skipta, þó allur heim- urinn vissi það. Og það að valds maður kom svo fljótt til skjal- anna, eftir morðið, hefði átt að vekja hann til umhugsunar. En þess í stað var sem læknirinn væri óstilltur yfir því að vera ónáðaður af óvæntum gesti. Þó gat enginn séð hvort honum lík- aði betur eða verr. Þetta mál, sem hafði sýnzt svo einfalt og blátt áfram á götuhorninu, var nú orðið að hreinustu ráðgátu. Nemetz gekk að bekk og fékk sér sæti. Bakverkurinn minnti hann á hve örþreyttur hann var. Hann ætlaði sér upphaflega að bíða eftir því að læknirinn kæmi aftur niður, en fann nú að hann mundi ekki geta haldið sér vak- andi stundinni lengur. Janos burðarmaður kom niður stigann, ásamt bilstjóra. Nemetz stóð á fætur og gekk til hans. — Ég þarf að tala við yður, ungi maður. — Farðu í rass og rófu, svar- aði Janos. Á þessum þungbæru dögum frelsisins gátu menn fundið upp á því að standa upp í hárinu á yfirvöldunum, og benda á þá sem valdismenn frá því fyrir bylt ingu. En þótt burðarmaðurinn væri sín tvöhundruð pund, og með handleggsvöðva sem akkérisfest- ar, var Nemetz ekki á því að láta í minni pokann. Lífið hafði kennt honum að brýnd rödd gat stundum verið áhrifameiri en krepptur hnefi. — Ég óska að leggja fyrir yður nokkrar spurningar, sagði Nemetz einbeittur, og yðar er að svara, fjandinn hafi það. Að vísu geisar hér bylting, en það þýðir ekki að lögreglan þurfi að hlusta á dylgjur og hnjóð óvaldra flækinga. Ég ræð yður til að svara, annars þekki ég aðferðir, sem munu losa um tungu yðar. Burðarmaðurinn glápti á hann. — Ég á annríkt. Nemetz hafði það að engu. i i. — Hvenær mættuð þér tfl. vinnu í kvöld? — í kvöld? Burðarmaðurinn rak upp háðshlátur. Eruð þér að gera að gamni yðar? Klukkan sex í morgun. Matarlaus allan tímann, utan einn bolla af kaffi með brauðsnúð, nú undir kvöld- ið. — Það þýðir það að þér vor- uð hér þegar dr. Halmy kom til baka í kvöld? — Ég veit ekki til að hann hafi verið í burtu héðan, sagði Janos stillilega, og dró augun í pung. — Hann hefur nú verið það samt. Fór heim síðdegis og kom til baka um tíu leytið. Var það fyrir eða eftir tíu? Burðarmaðurinn hristi höfuð- ið. — Ég veit ekki. Ég er ekki hér til þess að hafa gát á starfs- mönnum. Ég hef nóg með mitt verk. Nú hefi ég þegar tæmt fyrstu hundrað næturgögnin fyr- ir daginn í dag... — Hve margir læknar eru á yðar deild,? tók Nemetz frammí. Janos þagði við. Nemetz vissi að hann mundi vera að reikna út hverskonar gildru spurningin fæli í sér. Loksins vogaði hann svari. — Tja, það.er prófessor Lend- vai, en hann höfum við ekki séð í fleiri daga. Heldur ekki fyrsta aðstoðarlækni hans, dr. Forster. Þeir voru báðir flokks- meðlimir. Svo er það dr. Halmy, hann er annar aðstoðarlæknir. Þar næst dr. Soos og dr. Wirth. Svo eru það tveir lyfjafræðing- ar, Raab og Kraus. — Hvar hafa þeir verið i kvöld? — Uppi — eru þar alla jafna. Það er að segja, dr. Halmy sendi Raab heim. Hann var búinn að vinna fjörutíu og átta stundir í einni lotu. Nú, þegar prófess- orinn er ekki viðstaddur, er það dr. Halmy sem er yfirlæknir. — Hann er yfirlæknir, en þó hafið þér ekki tekið eftir að hann var fjarstaddur meginhluta kvöldsins. Burðarmaðurinn leit þunglega til Nemetz. — Segið mér, hvað á þetta 24. FEBRÚAR. Hrúturinn 21. marz - 20. apríl. Þú ert enn í miðdepli atburðanna. Notfærðu þér það eftir föngum. Komdu til dyranna eins og þú ert klæddur og sýndu engan undirlægjuhátt. Nautið 21. apríl — 21. maí Ferðalög ákjósanleg í dag og sennilega ábatagóð. Hittu vini, ssm þú hefur ekki séð lengi, og þeir munu segja þér óvæntar fréttir, sem í fyrstu kunna að virðast óþægilegar. Tvíburarnir 22. maí — 21. júní. Þér hættir til að vera óeinlægur og leyna hlutunum fyir þínum nánustu. Þú munt komast að því, að það hefur slæmar afleiðingar, ef þú heldur því áfram. Krabbinn 22. júní — 23. júlí. Þú ert heldur fúll og erfiður í dag og hreinasta kvöl fyrir þá, sem þurfa að umgangast þig. Reyndu að herða þig upp og sjá björtu hliðar tilverunnar. Lijónið 24. júlí — 23. ágúst. Hafðu samband við sem flesta úr fjölskyldunni og ráddu þeim heilt, sem eru staddir í vanda. Starfaðu að áhugamálum þínum af kappi. Jómfrúin 24. ágúst — 23. september. Þú átt í innri baráttu, en þinn betri maður er að bera sigur af hólmi og þú skalt fagna því. Það munu fleiri gera, Haltu upp á þessa ánægjulegu þróun. Vogin 24. september — 23. október. Þú mátt ekki gleyma því sem fér er falið að bera ábyrgð á. Fáðu maka þinn eða vin til að hjálpa þér. Haltu fjölskyldu þinni boð. Drekinn 24. október — 22. nóvember. Er þú hefur móðgað einhvern, skatlu biðja hann afsökunar, því að vita máttu að hann átti þetta ekki skilið af þér. Komdu skipulagi á tæki þín og tól. Bogmaðurinn 23. nóvember — 21. desember. Færðu þér í nyt það sem þér býðst í dag. Farðu út að skemmta þér með ástvinum í kvöld og skemmtu þór vel. Steingeitin 22. desember — 20 janúar. Þig dreymir um hagnaðarvon og hver veit nema hún rætist áður en langt um líður. Láttu ekki á því bera þó að þú sért kannski leiður í skapi. Vatnsberinn 21. janúar — 19. febrúar. Þú veizt ekki hvað þú átt mikið dót, fyrr en þú lítur í skuffur þínar og skápa. Flest er ónýtt drasl. Hreinsaðu tiL Fiskarnir 20. febrúar — 20. marz. Vinir þínir vilja liðsinna þér og ekki skaltu vanþakka það. En gakktu úr skugga um, hverjir eru þéir tirúir í raun og veru áður en þú þiggur hjálp þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.