Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1968 Eignast Norðurlðnd engan Ingo aftur? Eru umræðurnar í IMorðurlandaráði lokaskrefið að banni hnefaleika? UMRÆÐUR þær, sem urðu á nýafstöðnu þingi Norður- landaráðs og ályktun þingsins um það tjón, sem hlotizt get- ur af hnefaleikum, hafa leitt til mikilla umræðna meðal almennings á Norðurlöndum og í blöðum þar, um hnefa- leikaíþróttina. ísland er oft- lega nefnt í þeim umræðum — og þá helzt af forvígis- mönnum um bann hnefaleika og vísað til íslendinga sem góðs fordæmis, því hér hafa hnefaleikar í sérhverri mynd verið bannaðir í meira en ára tug, og liggja allháar sektir við því einu ,að eiga hnefa- leikahanzka í fórum sinum. Þegar rætt er um hnefa- leika á Norðurlöndum og hnefaleikamenn, kemur nafn Svíans Ingimiars J'dhanssonar fljótt í huga manns, en hann er eini Norðurlandalbúinn, sem unnið hefur heimsmeist- aratitil í hnefaleikum atvinnu manna, og raunar sá eini, sem náð hefur svo langt að keppa um slíkan titil. Morguniblaðið reyndi að ná saimtoandi við Ingimar Johans son, en það hefur ekki tekizt, enda býr hann ýmist í Sví- þjóð eða í Sviss — og orsök- in er felulei-kur fyrir skatta- yfirvöldum vegna þeirra auð- æfa, sem hnefaieilkarnir gáfu toonum í aðra hönd. En í blaðinú í gær voru tilnefnd ummæli, sem ýmis blöð höfðu haft eftir honum. AFTONBLADET sænska hef- ur eftir honum: „Mér finnst bann hlægilegt“. POLITIKBN og EXFRESSEN haifa allt önnur ummæli eftir honum. Seigja þau hann miæla með banni og hafa eftir hon- um: „Ég hef hagnazt mjög á hnefaleikum, en get ekki lok- að augunum fyrir því, að þeim fylgir álhætta. Ef rætt hefði verið um að banna hnefaleika meðan ég var á hátindi ferils míns i þeirri í'þrótt, hefði ég mótmælt harð lega. En nú, þegar ég get lit- ið á þetta úr meiri fjarlægð, skil ég betur hvilík áhætta fylgir þessari íþrótt". í viðtölunum segja blöðin -hann bæta því við, að hnefa- leikar áhugamanna séu jafn hættulegir og atvinnumanna, því á'hugaimaður í slæmri þj'álfun geti orðið fyrir jaifn miklum áföllum og atvinnu- maður í hnefaleikum. — ★ — Þannig hljóma ummæli sem höfð eru eftir Ingknax Joftians son nú. En lítum til baka, þá er hann „stóð á h'átindi ferils síns“. Fyrri sviðsmyndin er Yankee-sýningarihöllin í New York. Á miðtju gólfi hins risa- mikla húss, sem er fullskipað áhonfendum, er upplýstur hnefaleiikapallur. Og eftix margra mánaða þjálfun, alls kyns taugastríð og áróðurs- starfsemi, standa þeir nú sinn í hvoru horni hins upplýsta keppniðhrings, Fl'oyd Patter- son og Ingimar Jdhansson. Patterson var margreyndur og efldur í baráttu við ótal aðra, sem vildu sl'ást um heimsmieistaratigndna, sem Rocky Marciano hafði afsal- að sér ósigraður 3 árum áð- ur. Og þá baráttu hafði Patt- erson unnið — þann eftir- sótta titil. Og nú stóð lítt þekktur Svíi andspænis hon- um, 9ví, sem hafði alizt upp í velsæld velferðarríkis, en þekkti lítið sem ekki til skúmaskotanna í bandarískum hnefaleikum. Og þannig er sagt frá keppninni á sínum tíma: Keppnin var frá uppfhafi mjög spennandi og virtist sem keppinautarnir stefndu að því að gera út um leikinn sem allra fyrst. Fýrstu tvær loturnar voru jafnar. í þriðju lotunni kom Ingi- mar þungu -hægri 'handar höggi á Floyd, sem féll við. Dómari taldi upp að 9, áðn.r en Fioyd tókst að standa upp, en jafnskjótt var Ingimar koiminn yfir svertingjann og búinn að slá hann niður aftur. Þessi sama saga endurtók sig h'vað eftir annað. Floyd tókst alltaf að standa upp áð- ur en talan 10 hljómaði hjá dómaranum, en Ingimar sýndi honum enga miskunn og sló hann jafn'harðan í góltfið aft- ur. Patterson gat enigum vörn um við komið, hann var orð- inn skynlaus og vankaður. Þannig var keppninni lýst, er hinn lítt þékkti S'víi stóð allt í einu sem heimsmeistari í keppnisgrein, sem enginn Norðurlandabúi hafði áður komizt i nálægð við. •k Hægri höndin Ieynivopn Það var kunnugt, áður en lei/kur þessi hófst, að In-gi- mar var mjög þunghöggur með hægri hendi. Hann hafði sjálfur sagt, að þegar hann greiddi högg með hægri hnef- anum, gerðist eitfhvað ,sem hann ekki skildi. Það sé eins og einhver hatrammur ytri máttur hlaupi í handlegginn. Á þessi orð lögðu ýmsir ekki mikla trú — og einn af þeim var Patterson. Honuan kom mjög á óvart, hve hægri handar högg Ingimars voru mögnuð. if Móti hnefaleikum Þegar þetta gerðist, stóð mikið til heima í Svíþjóð. Þjóðin s-tóð á öndinni af spenningi. En þá þegar voru deilur hafnar um „gildi“ hnefaleikanna. Stjórnendur sænska útvarpsins voru mót- fallnir hnefaleikum, og höfn- uðu því að endurvarpa lýs- ingu á keppninni. Þeir hlutu harða gagnrýni — ekki sízt eftir að heimsmeistaratitillinn var unnin, því menn sögðu, að eitt væri að vera á móti íþróttinni og annað að bregð- ast svo trausti hlustendanna, að veita þeim ekki beztu fá- anlega þjónustu, þegar svo stórmikill viðburður gerizt, þar sem öll sænska þjóðin — með eða á móti hnefaleikum — beið úrslitanna með eftir- væntingu. Það var því Víðast hvar í Svíþjóð hlustað á Luxemborg arstöðina þessa nótt, og aðrar þær EvrópustöðVar sem end- urvörpuðu lýsingu. Það skipti ekki máli þó keppnin færi fram kl. 4 að nóttu eftir sænskum tíma ('vegna ttonía- mismunar í New York). Fólk vildi hlusta, og þagar fólk vi'll.... Og nú stóð Ingimar á „'h'á- tindi ferils síns“. Hann bjó yfir hægri handar aflinu, sem gat barið sundur og sam- an — þó ekki hefði tekizt að rota fulikomlega — þykklhöfð asta hnefaleikakappa, mann sem hafði óvenjulaga langa og stranga keppnisreynslu". En gleðin er oft skaimm- vinn. Eniginn heimismeistara í hnefaleikum sem skrá er yf- ir frá þvá að keppnin kcwnst undir eftirlit 1882 og til þessa dags, hefur haldið titlinum jafnstutt og Ingknar Johns- son — eða frá 26. júní 1959 til 20. júní 1960. ★ „Að ganga af Patterson dauðum“ Það gekk mikið á þetta ár- ið í heimi hnefaleikanna. Bandaríkjamönnum þótti það skammarlegt, að hafa tapað krúnunni og titlinum til Evrópu. Evrópumegin haísins voru ummælin á aðra lund. „Það eina, sem ég óttast í rauninni er, að Ingo gangi að Patterson dauðum“, sagði Aihlquiist, umlboðsmaður Ingi- mars Johanssons, daginn fyrir einvígið. Réttum sólarhring síðar ætluðu tugir þúsunda áihorfenda í Polo Grounds í New Yorik að rifna af fagnað- arlátum. Ekki veigna þess að hinn þeldökki Patterson hefði kvatt þennan heim, heldur vegna þess, að heimismeistar- inn, Ingo, lá endilangur á keppnisigólfinu og hreyfði hvorki legg né lið. Patterson var lafmóður og másandi, en veifaði öllum öngiam til öskr- andi álhonfendanna. Hann hafði rotað Svíann — rotað hann í 5. lotu og endunheimt heimsmeistaratitilinn. Slikt ha.fði engum fyrrverandi heimismeistara tekizt að gera áður. Ingo lá góða stund í gólf- inu áður en hann fékk aftur ráð og rænu. Margir höfðu greitt 100 dollara fyrir sætið til að sjá með eigin augum sænSka „járnhnefann“. Dýr- ustu aðgönguimiðarnir voru jafnvel seldir á 300 dollara bak við tjöldin, því mikið orð fór af hinum dulda krafti sem bjó í hægri hnefa Svíans. ★ Umsagnir fyrir leik Fyrir leikinn sagði Ingo: „Ef Patterson ætlar að reyna að ihalda mér í klemmu, liggja fast upp við mig og reyna að koma í veg fyrir að ég geti beitt minni hægri hendi, þá kýli ég dónann út úr hringn- um“. Pattenson sagði fyrir leik- inn: „Mér er það meira virði en allt annað í þessum heimi að endudheimta titilinn. Og ég finn, að ég get sigrað Ingi- mar. .Hann er ekki sóknarmað ur, hann er varnarmaður, þol- inmóður, bíður og biður eftir tækifærinu — hvort sem það kemur eða ekki. Hann geym- ir hægri hnefann upp undir hö'ku, geymir hann þar, eins oig hnefinn sé eitthvað, sem ékki tilheyrir honum. Hann er eins og smiástrákur, sem hefur fundið eitthvað, sem hann villi eiga einn. Ef hann vinnur ,verður sigurinn hon- um ekki jafn auðVeldur og síðast". Patterson reyndist sann- spár. Hann hélt Ingo í vörn allan tímann. Ingo bar fyrir sig vinstri höndina og kom þeirri hægri ekki við, utan einu sini í 2. lotu. Það nægði ekki til að gera út af við Patterson. Ingo gerðist móður, greini- lega toreyttur eftir látlausa barsmíð Pattersons. Högg 'hans dundu á honum — Patt- erson slapp tiltölulega vel. í fi'mmtu lotu kom negrinn hni'tmiðuðu hægri handar höggi á Ingo, sem slengdist ÚJt í kaðlana, og gekk síðan berserksgang í varnarskyni — en Patterson að meinlausu. Eftir að Patterson hafði síðan barið Ingó sundur og saman góða stund til viðbótar kom hann. vinstri handar höggi á Svíann ,sesm féll — oig stóð ekki upp aftur. Beðið var í þrjár mánútur. Svíinn reis þá upp við dogg, hinn rólegasti — og áttaði silg þá fyrst á því, að allt var um garð gengið. Hann staulaðist á fætur, gekk til Pattersons, óskaði ihonum til hamingju en gekk síðan á braut roeð ónot- aðan „járnlhnefann". En Patt- erson veifaði sínum „járn- hnefum" sem heimsmeistari. ★ Sænska útvarpið — og þjóðin í þetta sinn höfðu forráða-, menn sænska útvanpsins orð- ið að láta í minni pokann fyrir kröfum fólklsins. Vekj- araklukkur flestra heimila í Siv'iþ'jóð vöktu þá sem vildu niota tJímann til hivíldar, kl. 3.3Ö um nótt. Sumum varð ekíki svefnsamt aftur vegna vonbriigða. Eitt blaðið talaði um ósigurinn sem „áfall fyr- ir sænsku þjóðina". Og menn voru framlágir morguninn eftir, er þeir mættu til vinnu sinnar. Leynitv'opn Pattersons var, að „stúdera" baráttuaðferðir Ingos. Patterson hafði lagt hart að sér — og hlotið upp- skeru. Læknir Ingos ráðlagði hon- um þegar eiftir ósigurinn, að leggja hanzkana á hilluna. En hann sagði ennfremur, að Ingo hefði ekki orðið meint af rothögginu. Þetta hefði bara verið venjulegur heila- hristingur, liíðan kappans hefði verið eðlileg þegar mprguninn eftir. Ingo fór aldrei í stórkeppni etftir þetta. Hann hafði auðg- azt vel og farið skynsamlega mieð fé sitt. Honum var 'borg- ið fjárhagslega. En vera miá að umræðurnar á þingi Norðurlandaráðis og spurninigar blaðamianna, korni huga hans til að minnast stór leikjanna í Bándaríkjunum — 'þegar hann liét höggin diynja á „skynlausum og vönfk uðum“ svertingjanum, unz dómarinn stöðvaði leikinn, og 'hins vegar, þegar gvertinginn náði að launa fyrir sig, berja Ingo sundur og saman og rota hann að lokum. Ingo liggur rotaður eftir síffari leikinn við Patterson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.