Morgunblaðið - 24.02.1968, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 19©8
Þórarinn Björnsson
skólameistari — Kveðja
„PARTIR c'est mourir un peu“:
Að skiljast það er að deyja stvo-
lítið. Þetta námu nemendur þín-
ir hjá þér í frönskutómum, þessi
hávamál franskrar hu/gsunar,
sem þú áttir vanda til að út-
lista með örum handahreyfing-
um; sagt hefur líka verið, að fá-
ir skilji sorgina betur en Frakk-
ar með þessu samblandi af heitri
ástríðu og kaldskynsemi.
Enn átakanlcgri og dýpri
verður sorgin, ef fundið er til
hennar með heiðurskennd og
æðruleysi eins og reyndi á
Menntaskólann á Akureyri við
kveðjustund.
>ú vildir ávallt heiður skólans
og hlut sem mestan. „Ríkið það
er ég“ var þó taeplega heegt að
segja um þig og þína afstöðu til
stofnunarinnar, sem þú varst ná-
tengdur síðan fyrir tæpum 45
árum, fyrst sem nemandi, sem
brauzt þar áfram tii mennta og
síðan eftir að þú komst frá námi
í París sem kennari við hann frá
1932 og skólameistari undanfar-
in 20 ár. >ú varst nefnilega laus
við valdakennd og leizt aldrei á
þig sem yfirvald. Það gerði lítil-
læti þitt. Þú leizt alltaf á þig
sem „servum servorum", þjón
þjónanna. Ofan á vitsmuni
varstu gæddur þvi, sem ekki er
áþreifanlegt, en er þó ofar viti.
Og þegar þú ert horfinn héðan
sjónum, skilinn við jarðneskt
líf og starf við skólann, sem þú
gafst krafta og hæfileika þína,
þá virðist sem eitthvað hafi dá-
ið með váveiflegum hætti, orð-
ið slys í menningarumiferð þjóð-
arinnar, sem skilur eftir tóm-
leika. Þegar þú varst allur, þá
virtist sem eittíhvað dæi svolít-
ið af gamla M.A., sem þú unnir
af trú óg ástríðu.
Hvers vegna?
Þú varst svo innilega lifandi
alla tíð, mest 'Hfandi kennari
undir sólinni, og sem maður
varstu svo tilfinninganæmur, að
allt fór í gegnum þig, allt, sem
gerðist inni í þér sj'áifum, í skól-
anum ,meðal samkennara þinna,
meðal vina þinna og velunnara
og kunningja. Óvini gaztu ekki
átt í alvöru. Þú fyrirleizt hatur
af rökvísi og jákvæðu viðhorfi
þínu, enda þótt þú fylltist oft
af heilagri vandlætingu og sárri
gremju, ef skólinn varð fyrir
hindrunum af öflum, sem brutu
í bága við innri heiðarleika
þinn.
LOFT U R H F.
Ingólfsstræti 6.
Pantið tíma í síma 14772.
Nú hefur þú verið kvaddur af
þínum þakklátu nemendum,
kenniurum, vinum og þeim fjöl-
mörgu meðal þjóðarinnar, sem
sakna þín af vettvangi, sem þér
var ætlaður. Aldrei hefur „Und-
ir skólans menntamerki" verið
sungið meira frá hjartanu af
nemendum M.A. en við kveðju-
athöfnina „á sal“.
Eftir jarðarförina, þegar þín
var minnzt með hljóðleik' í setu-
stofunni í heimavistinni, var
gamla M.A.-andrúmsloftið alls
staðar og andinn sem hlaut alltaf
að lifa með þér.
Hvers konar andi?
Mér dettur í hug Kennedy
heitinn Bandaríkjaforseti, sem
trúði á fegurð mannlífs svo
sterkt, að sú trú virtist hafa
áfhrif á hugi manna. Áhrifa af
viðhorfum þinum á kannski eftir
að gæta meira nú en þegar þú
varst í lifenda tölu: Dauði þinn
var áfall, áfall fyrir skólann og
það siðgæði, sem þú reyndir að
glæða hjá menntaskólanemend-
um þrátt fyrir þjóðfélagsaðstæð-
urnar í dag, þrátt fyrir breytta
sálfræði, breytt íslenzkt uppeldi
í heimahúsum og fleira. Stafróf
þitt í mannrækt og uppeldismál-
um varð æ rómantískara eftir
því sem tímarnir breyttust ör-
ar. Þú varst innilega fastheldinn
í skoðunum á skólahaldi og fast-
heldinn á aðferðir í gkólastjórn.
Og þú varst líka innilega óhlíf-
inn við sjálfan þig eins og allir
vita.
Starfið, sem þú vannet svo
samvizkulega, stytti líf þitt, varð
þér að aldurtila, en með sæmd.
Hugsjón þín: trú á sannar óspillt
ar tilfinningar, sannleiks'ást,
vinnusiðgæði, hollusta við sjálf-
an sig og stofnun sína, harðar
kröfur til sjálfs sín, áður en far-
ið er að gera kröfur til annarra
— þetta var þinn aðall.
ÁfalHð, sem Menntaskólinn á
Akureyri varð fyrir við að missa
þig, er ein harðasta lexía, sem
hann hefur hlotið frá því að
hann var stofnaður. Þú áttir eftir
svo margt ógert og óunnið við
stofnunina.
En þú skildir eftir dýrustu
náðargjöfina, sem enginn getur
tekið frá skólanum, þinn heilhug,
sem aldrei deyr, og þetta varma
andrúmsloft, sem nemendur
M.A. nutu góðs af undir leið-
sögn þinni og nemendur skólans
í framtíðinni eiga vonandi líka
eftir áð njóta góðs af. Skólinn
hefur alltaf verið gæddur heið-
urskennd, og þvi í minningu um
þig mun hann, kennarar hans
og nemendur að ólíkindum
bregðast augljósri hugsjón þinni.
Steingrímur Sigurðsson.
Framtföarvon
Israel
nefnist erindi, sem
O. J. Olsen flytur í hinu
nýja safnaðarheimili
við Blikabraut sunnu-
daginn 25. febr. kl. 5.
Allir velkomnir.
Lagermaður —
afgreiðslustörf
Sérverzlun vill ráða laghentan mann við ýmiss-
konar lagerstörf, samsetningu, sendingu og mót-
töku á vörum og fleira. Bílpróf nauðsynlegt, snyrti-
leg umgengni áskilin. Eiginhandarumsókn sendist
Mbl. fyrir 28. þ.m. merkt: „Lagerstörf — 5334“.
Jón Auðuns, dómprófastur:
í þjónustu mannúöarinnar
I DAG eru starfandi Rauða
Kross félög í 109 löndum og
telja yfir 200 milljónir fé-
laga. Áð svo glæsilegum veru
leika hefir sú hugsjón orðið,
sem fæddist í sálu Svisslend-
ingsins Henri Dunants, er
hann stóð andspænis hrylli-
legum þjáningum hinna
særðu eftir orustuna við Sol-
‘ferino árið 1859, þar lágu
þúsundir í valnum en ekk-
ert skipulagt starf til líknar.
Þannig var Rauði Krossinn
upphaflega stofnaður til að
skipuleggja líknarstarf á víg-
völlum og á styrjaldartím-
um, en starf hans hefir síðar
orðið miklu víðtækara, eins
og vel er kunnugt.
Vér höfum haldið aldar-
minningu 1963, en hugsjón
Rauða Krossins er miklu
meira en aldargömul. Ekkert
heimspekikerfi er svo gamalt,
að ekki örli á henni þar. Eng
in trúarbrögð svo frumstæö,
að ekki megi finna vísi að
henni þar. Og óhjúpuð birt-
ist hún í æðstu trúarbrögðum
mannkyns, Mahayanabúddha-
dómi, Taoisma og trúspeki
Hindúa, en hvergi eins og í
kenningu Krists um kærleiks
lund og bræðralag. Enda var
stofnandi Rauða Krossins,
Henri Dunant, trúmaður mik-
ill á kristna vísu til æviloka.
I íslenzkum fornbókmennt-
um kemur Rauða Kross hug-
sjónin fegurst fram í Víga-
Glúms sögu, en þar segir:
„Þess er getit, að Halldóra,
kona Glúms, kvaddi konur
me'ð sér, — „ok skulum við
binda sár þeirra manna, er
lífvænir eru, ór hvárra liði
sem eru.“ “ Þess er víða í
fornsögur getið, að konur
bundu sár manna í orustum.
Svo var Helga, systir Víga-
Glúms, snjöll, að hún sótti
Þorvald son sinn, sem talinn
var dauður, ók honum á
vagni úr orustunni heim að
Laugalandi og græddi hann.
Hún barg syni sínum, en
Halldóra mágkona hennar
gerði meira. í óþökk bónda
síns batt hún og lét binda
sár óvígra manna úr beggja
liði og því mun starf hennar
fyrsta Rauða Kross starfið,
sem um getur í íslenzkum
bókmenntum.
----o----
Hin víðfræga bók Henri
Dunants, Minning frá Solfer-
ino, hafði vakið geysiathygli.
Fyrsta útgáfan kom út á
kostnað höfundarins, var ekki
seld en send málmetandi
mönnum, einkum þjó'ðhöfð-
ingjum og valdamönnum víða
um lönd. Með þessari litlu
en átakanlegu bók vann
Dunant fjölda manns fyrir
Rauða Kross-hugsjónina.
Enda varð þess skammt að
bíða, að Rauði Krossinn yrði
stofnaður.
í Genf var starfandi að vel-
ferðar- og mannúðarmálum
fámennur hópur efnaðra og
mikilsmetinna manna. Fjórir
þeirra tóku höndum saman
við Dunant. Þessir fimm-
menningar komu saman 17.
febrúar 1863 og tóku djarf-
mannlega ákvörðun: Þeir bo'ð
uðu til alþjóðlegrar ráðstefnu
í Genf dagana 26.—29. októ-
ber sama árs. Fulltrúar frá
16 rikjum sóttu ráðstefnuna.
Þeir urðu samhuga um hug-
myndir fimmmenninganna og
samþykktu að rauður kross á
hvítum grunni skyldi vera
verndarmerki lækna, hjúkr-
unarliðs og annarra þeirra,
sem líknuðu særðum og sjúk
um á vígvöllum. í virðingar-
skyni við Sviss var þetta
merki valið, en eins og kunn-
ugt er er fáni Svisslendinga
samskonar kross, gerður úr
fimm jafnstórum ferhyming-
um, hvítur á rauðum grunni.
Næsta stórra sporið var
stigið ári síðar. Að tilhlutan
svissnesku ríkisstjórnarinnar
komu þá saman í Genf full-
trúar 12 ríkisstjórna og gerðu
fyrstu Genfarsamþykktina
um rréttindi og skyldur
þjóða á styrjaldartímum.
Þetta var heimssögulegur
atburður, sem miklum Ijóma
hefir varpað yfir nafn Genf-
ar. En borgarbúar veittu
honum litla sem enga athygli.
Almennar kosningar stóðu
yfir í bonginni og blöðin
minntust ekki á þennan
mikla atburð. En hér var eitt
stærsta spor stigið í mannúð-
ar- og menningarátt. Draum-
ur stofnanda Rauða Krossins
var orðinn að veruleika. Síð-
an hafa nokkrar aðrar Genf-
arsamþykktir verið gerðar til
viðbótar þessari fyrstu Genf-
arsamþykkt, hin önnur 1906,
hin þrriðja 1929, og loks hin
fjórða árrið 1949.
Eftir 1930 var auðsætt að
herveldin myndu koma sér
upp öflugum flugflotum til
hernaðar og að þá vofði yfir
ný og áður óþekkt hætta fyr-
ir óbreytta borgara á styrj-
aldartímum. Árið 1940 var
öllum undirbúningi lokið, en
þá var skollin á síðari heim-
styrjöldin. Ef ný Genfarsam-
þykkt um þetta hefði verið
gerð áður en þessi styrjöld
hófst, árið 1939, hefði miklu
orðið afstýrt af hörmungum
þessara 6 styrjaldarára. Þeg-
ar eftir stríðslokin 1945 tíl-
kynnti Alþjóða Rauði Kross-
inn ríkisstjórnum og R.K.-fé-
lögum allra landa að hafizt
yrði handa um, að taka upp
þráðinn, sem slitnaði 1939, til
verndar hinum óbreytta borg
ara í .hernaði, og árið 1949
var loks gerð síðasta Genf-
arsamþykktin.
Upphaflega hafði hlutverk
Rauða Krossins verið það eitt
að líkna særðum mönnum á
styrjaldartímum. En nauðsyn
hefur orðið til þess, að starf-
ið hefir sífellt verið aukið,
kvíarnar stöðugt færðar út,
fleiri og fleiri verkefnum
sinnt.
Til þess að mæta þessum
sívaxandi verkefnum betur
var Samband Rauða Kross
félaga allra landa (League of
Red Cross Societies) stofnað
árið 1919. Eftir styrjaldarlok-
in 1918 kom forvígismönnum
Rauða Krossins saman um að
mynda þessa sambandsstjórn
allra RK-félaga og velja
henni það verkefni, að hafa
forgöngu um hverskonar RK-
hjálp aðra en þá, sem bein-
línis er veitt á hernaðartím-
um. RK-hugsjónin er allsherj
ar líknarstarf, heilsuvernd,
heilsugæzla, hjálp þegar
vofeiflegir atburðir verða á
frriðartímum. Þetta er fylli-
lega í anda Dunants, þótt
hann og samherjar hans tak-
mörkuðu starfið á fyrstu ár-
unum við líknarstarf í hern-
a*éSi.
Sambandið — Leagan —
hefir aðstoðað RK-félögin
víðsvegar um heim til að
reka margskonar mannúðar-
starfsemi fyrir unga og
gamla, en það sem mesta at-
hygli hefir vakið hafa verið
hinar mörrgu og miklu fjár-
safnanir til hjálpar þeim,
sem hart hafa orðið úti vegna
náttúruhamfara, hungurs og
sjúkdóma.
Til þess að gefa nokkra
hugmynd um þetta RK-starf
má benda á það, að hvenær
sem slík óhamingja hefir dun
ið yfir, hefir Rauði Krossinn
safnað fé og hjálpargögnum
og sent þeim, sem hart hafa
orðið úti. Þannig hefir verið
safnað ógrynni verðmæta í
peningum og gagnlegum varn
ingi. Þessi hjálp, sú lang-
stærsta sem nokkur samtök
hafa beitt sér fyrir, hefir
ekki aðeins satt hungraða,
klætt klæðalausa, líknað sjúk
um og byggt borgir, hún hef-
ur flutt orð bróðurkærleik-
ans um allar álfur heims og
greitt trrúnni á bræðralag
allra manna veg.
Þannig hefir verið fram-
kvæmt það kjöror’ð, sem tíð-
um heyrist innan vébanda
Rauða Krossins: Leiðin til
friðar á jörðu liggur um veg
mannúðarinnar.
Henri Dunant trúði á það,
að hugsjónin, sem með hon-
um vaknaði í hinni blóðugu
orustu við Solferino, gæti
orðið að veruleika. Og hún
hefir or'ðið að þeim veruleika,
að nú eru Rauða Kross fé-
lögin starfandi í 109 löndum
og telja yfir 200 milljónir
félaga.
Vér trúum því, að enn eigi
stóra framtíð þessi félags-
skapur, sem nú hefir starfað
í þjónustu mannúðarinnar í
rúmlega 100 ár.
Hagnaður borgar
sig / Rússlandi
Moskvu, 22. febr. NTB.
Efnahagsumbótum í anda á-
góðasjónarmiðsins er haldið á-
fram af fullum krafti í Sovét-
ríkjunum þrátt fyrir raddir um
að hagnaður sé ekki allra meina
bót. Helmingur allrar umfram-
framieiðslu í iðnaði kemur frá
þeim 7.000 verksmiðjum sem
reknar eru eftir nýja kerfinu,
að því er Vasily Garbuzov fjár-
málaráðherra skýrði frá í dag.
Hann sagði, að nýja kerfið
yrði látið ná til allra annarra
iðnfyrirtækja í Sovétríkjunum á
þessu ári. Nýja kerfið veitir að
ýmsu leyti forstjórum aukið
sjálfstæði gagnvart skipulagsyfir
völdum í Moskvu og gerir þeim
kleift að ráðstafa hagnaðinum
eins og þeim þykir bezt henta,
en þó innan vissra marka.
Þetta fyrirkomulag hefur gef-
izt mjög vel í fyrirtækjum, sem
skila hagnaði, einkum þeim sem
ráða yfir fullkomnustu tækni.
Þau framleiða eins mikið og
þau geta selt, grei’ða starfsmönn-
um sínum hærri laun og auka
gæði framleiðslunnar, því að
aukin gæði hafa í för með sér
aukna sölu.
Margir sovétkir hagfræðingar
eru þó síður en svo hrifnir af
ágóðasjónarmiðinu og vfirstjóm
atvinnulífsins er enn í höndum
örfárra manna í Moskvu. Þeir
spyrja hvað verða muni um fyr-
irtæki, sem ekki skila hagnaði,
til dæmis fyrirtæki í héruðum
þar sem iðnvæðing er á frum-
stigi. Óttazt er, að mörgum slík-
um fyrirtækjum verði lokað, en
sovétstjórnin hefur skuldbundið
sig til að sjá öllum landsmönn-
um fyrir fullri atvinnu og bæta
kjör fólks á vanþróuðum svæð-
um til jafns við kjör annarra
landsmanna.